Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Blaðsíða 4
Vikublað 15.–17. júlí 20144 Fréttir Samuel Synjað um dvalarleyfi n Eiginmaður íslenskrar konu n Langþreytt á slag við útlendingayfirvöld E iginmanni Dagnýjar Al- bertsdóttur, Samuel Eboig- be Unuko frá Nígeríu, hefur verið synjað um dvalarleyfi á Íslandi. Í ákvörðunarorð- um Útlendingastofnunar sem bár- ust Dagnýju í lok síðustu viku kem- ur fram að umsækjandi uppfylli ekki grunnskilyrði a-liðar í 11. grein útlendingalaga sem kveður á um að framfærsla, sjúkratrygging og hús- næði umsækjenda þurfi að vera tryggt. „Þetta er allt hið undarlegasta mál enda hef ég þegar sýnt fram á mun hærri framfærslu en lágmarkið seg- ir til um,“ segir hún í samtali við DV. Dagný og Samuel hafa ráðfært sig við lögfræðing og hyggjast þau fara fram á endurupptöku á málinu. Hún segir mögulegt að synjunin sé til- komin vegna þess að sjúkratrygging Samuels hafi runnið út í miðju um- sóknarferli. Hún vinnur nú að því að endurnýja hana og ganga frá öðrum lausum endum. Hún er orðin lang- þreytt á því að reka sig á veggi hjá útlendingayfirvöldum. „Mér er al- gjörlega misboðið, ég er alveg búin að fá nóg.“ Gat ekki greitt skuld DV hefur fjallað ítarlega um mál þeirra hjóna að undanförnu en þau giftu sig úti í Svíþjóð í janúar síð- astliðnum. Samuel kom til Íslands í desember 2011 og sótti um hæli sem flóttamaður. Mál hans var aldrei tek- ið efnislega fyrir og að endingu stað- festi Hæstiréttur Íslands úrskurð Útlendingastofnunar um að hon- um skyldi vísað úr landi á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar. Hann var handtekinn og fluttur úr landi í nóvember í fyrra. Þá var honum gert að afhenda aleigu sína ellegar skrifa undir skuldaviður- kenningu og skuldbinda sig þannig til þess að greiða 197 þúsund krónur fyrir flutning og fylgdarmenn. Hann valdi síðari kostinn og er því í skuld við ríkissjóð. Þau Dagný hafa fram að þessu ekki viljað greiða skuldina við ríkis- sjóð enda hafi honum aldrei boðist að fara til Svíþjóðar af sjálfsdáðum. Dagný ákvað hins vegar síðast- liðinn föstudag að greiða skuldina í þeim tilgangi að liðka um fyrir um- sókn Samuels. Hjá ríkislögreglu- stjóraembættinu fékk hún hins vegar þau skilaboð að hún gæti ekki greitt skuldina þar sem enginn væri starf- andi í bókhaldi embættisins. „Þetta er ekki hægt“ Þetta segir Dagný að sé lýsandi fyr- ir allt ferlið sem hafi nú staðið yfir í mánuði. Þau reki sig í sífellu á nýja veggi innan stjórnkerfisins. „Ég var loksins búin að sætta mig við að borga þetta – þó með fyrirvara – og þá var það ekki hægt,“ segir Dagný sem tekur fram að hún hyggist fara með mál þeirra Samuels fyrir dóm- stóla þegar þessari rimmu lýkur. „Já, ég ætla í mál vegna þessarar með- ferðar, þetta er ekki hægt.“ Samuel hefur síðan í nóvember látið lítið fyrir sér fara í Malmö í Sví- þjóð. „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár, unnið fyrir mér, eignast kærustu sem hefur reynst mér svo vel og á í raun nýja fjölskyldu. Mér fannst ég loksins vera búinn að öðlast friðsælt líf þegar ákveðið var að taka það allt frá mér á einu bretti,“ sagði Samuel í samtali við DV í síðasta mánuði. Fleiri hjónum sundrað Sænsk útlendingayfirvöld hafa gefið það út að Samuel verði sendur aftur til Nígeríu en þar óttast hann um ör- yggi sitt. Að sögn Dagnýjar fer and- legri og líkamlegri heilsu hans nú ört hrakandi en óvissan um framtíð- ina hefur tekið mikið á hann. „Það er óskaplega slítandi að vera í þessari stöðu,“ segir Dagný sem hyggst heimsækja Samuel í fimmta skiptið á þessu ári um miðjan næsta mánuð. Mál Dagnýjar og Samuels svipar til mála sem fjallað var um í fjölmiðlum í maí síðastliðnum. Þannig var Hassan Al Haj, eiginmanni Margrétar Láru Jónasdóttur, vísað úr landi á grund- velli Dyflinnar-reglugerðarinnar þrátt fyrir að þau væru gift. Hassan er enn þá úti í Svíþjóð og þá staðfestir lög- maður hans að engin svör hafi borist frá ráðuneyti eða Útlendingastofnun varðandi það hvort honum verði gert kleift að snúa aftur. n „Mér er algjörlega misboðið, ég er alveg búin að fá nóg Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Málaflokkur í ólestri Málefni hælisleit- enda og flóttafólks á Íslandi hafa verið í ólestri undanfarin misseri. Mynd SiGtryGGur Ari Fær ekki dvalarleyfi Útlendinga- stofnun hefur synjað Samuel um dvalarleyfi, meðal annars á þeirri forsendu að Dagný hafi ekki sýnt fram á nægjanlega framfærslu. Barinn með golfkylfum Lögreglan óskar eftir vitnum „Við höfum mjög óljósa vit- neskju um hvað gerðist, þannig að okkur vantar vitni. Þetta ger- ist nú ekki á hverjum degi að hópur manna gangi á mann og berji hann með kylfu þannig að við höfum ekki farið í að lýsa nánari staðsetningu,“ segir Árni Þ. Sigmundsson, stöðvarstjóri lögreglustöðvar 4, sem fer með rannsókn máls sem kom upp um helgina þegar hópur manna réðist á og lömdu mann, meðal annars með golfkylfum. „En okkur vantar vitni þannig að ef einhver hefur orðið var við þetta þá þiggjum við upplýsingar,“ segir Árni og bendir fólki á að hafa samband við lögreglustöð 4 í síma 444- 1180, búi það yfir upplýsingum um málið. Atvikið átti sér stað laust fyr- ir miðnætti á laugardagskvöld. Er lögregla mætti á staðinn var þar maður á fertugsaldri með áverka víðs vegar um skrokkinn og sprungna vör. Blæddi í gegn- um bol sem hann var klæddur í. Að sögn lögreglu mun á annan tug pilta hafa ráðist á hann með golfkylfum. Þeir voru allir farnir þegar lögregla mætti á vettvang. Þeir höfðu hins vegar brotið rúðu í húsinu sem maðurinn var við. Hann segir lögreglu hafa mjög litlar upplýsingar um mál- ið og að atburðarásin sé mjög óljós. Hann segir fórnarlambið ekki þekkja til árásarmannanna og ekki er vitað hver ástæðan fyrir henni sé. „Þetta er allt á frumstigi og liggur ekki fyrir eins og stað- an er núna, þannig að við erum bara að reyna að ná utan um þetta,“ segir Árni en bætir við að ekkert bendi til þess að árásin tengist átökum í undirheimum eða annarri glæpastarfsemi. Eldislax á öngla veiðimanna Tvö hundruð laxar sluppu úr sláturkví í fyrra S íðastliðinn nóvember sluppu nærri tvö hundruð fullvaxta lax- ar úr sláturkví Fjarðalax í Pat- reksfirði. Nú hafa sumir þessara fiska ratað á öngla veiðimanna í Pat- reksfirði. „Þetta voru sjö fiskar sem ég frétti af sem veiddust núna á sunnu- dag,“ segir Jónatan Þórðarson, eldis- stjóri Fjarðalax, í samtali við DV. „Það veiddust þarna nokkrir laxar í ósnum rétt hjá kvíunum. Það eru þarna nokkr- ir fiskar að hringsóla á flakki. Það virð- ast einhverjir fiskar hafa lifað þetta af. Þetta er eins og alisvín myndi sleppa út í skóg á Íslandi, það myndi ekkert vita hvað það ætti að gera.“ Jónatan segir ómögulegt að vita hvort laxinn verði á þessu svæði áfram. „Þetta eru þeirra heimkynni á vissan hátt. Þetta voru náttúrlega stórir fiskar sem sluppu, þannig að það er lengi að ganga á þá. Það er mikill fituforði til að lifa á. Þeir drepast seint. Mér sýnist nú að þeir verði flestir veiddir. Það er auð- velt að veiða laxinn, hann sést svo vel,“ skýrir Jónatan. Hann segist ekki hafa nokkra trú á því að eldislaxinn fjölgi sér þar sem hann sé ekki kynþroska. Jónatan telur að meirihluti þess lax sem slapp verði veiddur í sumar. „Þetta eru bara flakk- arar. Mönnum leiðist það nú ekki, þetta er stórir laxar og góðir til átu. Það er enginn að gráta hér, nema kannski við þar sem við gátum ekki selt þá og feng- ið pening fyrir þá.“ Fiskurinn sem slapp var í sláturstærð, eða bilinu þrjú til fimm kíló. Af myndum að dæma virðist laxinn sem nú veiðist vera álíka þungur og þegar hann slapp. n hjalmar@dv.is Eldislax Veiðimenn geta vel við unað að ná eldis- laxinum sem slapp úr sláturkví Fjarðalax í Patreks- firði. Hann veiðist nú úr ósnum rétt hjá kvíunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.