Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Blaðsíða 8
Vikublað 15.–17. júlí 20148 Fréttir
Svona stóðu þau sig
n Niðurstöður samræmdu prófanna og Pisa hjá reykvískum nemendum mjög keimlíkar
N
iðurstöður Pisa-könnunar-
innar árið 2012, alþjóð-
legrar rannsóknar á getu
og hæfni 10. bekkinga í
völdum fögum, þóttu mik-
ið áhyggjuefni. Könnunin leiddi í
ljós að frammistaða íslenskra nem-
enda hafði versnað verulega frá ár-
inu 2009, en þá var könnunin síðast
lögð fyrir í grunnskólum landsins.
Námsmatsstofnun greindi frá því
að ef horft er til allra PISA-mælinga
frá upphafi, þá hefur nemendum
hrakað sem nemur um hálfu skóla-
ári á síðasta áratug. Í ljós kom að ís-
lensk ungmenni stóðu sig verst í
náttúrufræði á Norðurlöndunum.
Þá hefur piltum farið verulega aft-
ur í lesskilningi og stærðfræðilæsi,
og eru nú um 30 prósent þeirra á
tveimur neðstu þrepum lesskilnings
og um 20 prósent á neðstu þrepum
stærðfræðilæsis.
Þrátt fyrir þessa bagalegu niður-
stöðu eru margir sem hafa bent á
galla og takmarkanir Pisa-könnunar-
innar og telja hana ekki endilega gefa
góða eða heildstæða mynd af árangri
íslenskra grunnskólanema. Hana
bæri þó að taka alvarlega og jafnvel
sem nokkurs konar áminningu.
Ekki taka allir nemendur þátt í
Pisa-könnuninni og er svarhlutfallið
því ólíkt því sem gerist í samræmdu
prófunum. Líkt og Reykjavíkurborg
hefur bent á felst því meiri óvissa í
notkun PISA-niðurstaðna fyrir hvern
og einn skóla ef skoðaðar eru niður-
stöður samræmdu könnunarpróf-
anna.
Stóðu sig einna best
Samanburðurinn hér til hliðar
byggist á árangri nemenda í Reykja-
vík árið 2011 í samræmdu prófunum
og í Pisa-könnuninni árið 2012. Nem-
endur í Reykjavík stóðu sig einna
best á landsvísu í Pisa-könnuninni.
Tekið er mið af frammistöðu í stærð-
fræði og íslensku. Hafa ber í huga að
í Pisa-könnuninni er aðeins verið að
kanna lesskilning í íslensku. Nýrri
tölur liggja fyrir varðandi samræmdu
prófin, það er niðurstaða ársins 2013
og 2012 liggur fyrir, en þar sem Pisa
könnunin er aðeins lögð fyrir á
þriggja ára fresti er tekið mið af þess-
um árgangi, það er nemenda sem
voru í 10 bekk árið 2011–2012.
Undanskilur marga
Þessir nemendur tóku því samræmd
próf haustið 2011 en þreyttu Pisa-
könnunarpróf í mars og apríl 2012.
Prófin eru því að mörgu leyti sam-
bærileg, það er þau kanna hæfni
nemenda á ákveðnum sviðum, en
eru þó í eðli sínu ólík. Samræmdu
prófin eru vel að merkja sérsniðin að
íslenskri námskrá. Aðeins eru bornar
saman tölur ef upplýsingar liggja fyr-
ir um frammistöðu nemenda í öllum
fjórum prófunum.
Það undanskilur til dæmis Borg-
arskóla sem stóð sig best í stærð-
fræðilæsi í Pisa-könnuninni þar sem
DV hefur ekki tölur sem tengjast
samræmdum prófum hjá sama ár-
gangi.
Fyrir nemendurna sjálfa er tals-
vert mikill munur á því að mæta í
samræmt próf og Pisa-könnunina.
Munurinn liggur ef til vill ekki síst í
því að í samræmdu prófunum sjá
nemendur og fá í hendurnar niður-
stöðuna af vinnu sinni. Þeim er gef-
in einkunn sem reiknuð er út mið-
að við frammistöðu þeirra í prófinu.
Það gerist ekki þegar nemendur taka
Pisa-könnunina. Þeir fá ekki beinar
upplýsingar um frammistöðu sína,
aðeins tölfræði og umræðu um með-
altöl.
Sem dæmi má nefna að sá ár-
gangur sem tók prófið árið 2012, þær
tölur sem nýverið hafa verið birt-
ar, hefur að stórum hluta þegar haf-
ið mennta- eða iðnskólanám og er
því að líkindum ekki að velta fyrir
sér frammistöðu sinni á könnunar-
prófi fyrir tveimur árum. Tölurn-
ar og tölfræðin nýtist því helst þeim
sem starfa að menntun á Íslandi;
skólunum sjálfum, sveitarstjórum og
menntamálaráðuneytinu.
Svona skiptist þetta
Þegar rýnt er í tölurnar er af mörgu
að taka. Skólarnir virðast oft skipa sér
í svipuð sæti í samræmdu prófunum
og Pisa-könnuninni. Ölduselsskóli
er til að mynda í þessari úttekt í fjórt-
ánda sæti í Pisa-könnuninni í stærð-
fræði, en fimmtánda í samræmdu
prófunum í stærðfræði. Árbæjarskóli
er í áttunda sæti í samræmdu prófun-
um í stærðfræði, en því níunda í Pisa-
könnuninni. Þar að auki skipa sömu
skólarnir sér oftar en ekki alltaf í efstu
fimm sætin og neðstu tvö. Hagaskóli
ratar til dæmis þrisvar í efstu fimm
sætin og Háteigsskóli er í öllum próf-
unum í fyrsta til þriðja sæti. Þó get-
ur verið mikill munur á frammistöðu
skólanna milli prófa. Í lesskilningi er
Réttarholtsskóli til að mynda efstur á
blaði í Pisa-könnuninni. Í samræmdu
prófi í íslensku er skólinn í 10. sæti af
21. Í stærðfræði er Hlíðaskóli í öðru
sæti í Pis- könnuninni en í því sjö-
unda í stærðfræði.
Neðstir eru oftast Klébergsskóli
eða Fellaskóli. Bent hefur verið á að
í Fellaskóla eru um 70 prósent nem-
enda sem tala íslensku sem annað
mál, það er ekki móðurmál þeirra,
sem hafa ber í huga þegar lögð eru
fyrir nemendur próf á íslensku sem
þeir eiga að leysa á íslensku. Próf
sem þessi segja því ekki alla söguna
og taka þarf niðurstöður þeirra og
setja í samhengi við fleira en aðeins
tölurnar. n
Skóli Samr. Ísl Skóli Pisa lestur Skóli Samr. Stæ Skóli Pisa stæ
Háteigsskóli 35,7 Réttarholtsskóli 531 Foldaskóli 35,8 Háteigsskóli 539
Sæmundarskóli 35,5 Hlíðarskóli 531 Háteigsskóli 35,6 Hlíðarskóli 538
Hagaskóli 34,4 Háteigsskóli 518 Laugalækjaskóli 34,2 Réttarholtsskóli 537
Laugalækjaskóli 34,3 Hagaskóli 516 Hagaskóli 34,1 Foldaskóli 522
Foldaskóli 33,0 Sæmundarskóli 513 Ingunnarskóli 33,7 Húsaskóli 518
Hamraskóli 33,0 Austurbæjarskóli 506 Sæmundarskóli 33,1 Laugalækjaskóli 517
Ingunnarskóli 33,0 Seljaskóli 506 Hlíðarskóli 32,9 Hagaskóli 517
Árbæjarskóli 32,8 Árbæjarskóli 493 Árbæjarskóli 32,7 Austurbæjarskóli 516
Hlíðarskóli 32,5 Laugalækjaskóli 492 Austurbæjarskóli 31,6 Árbæjarskóli 516
Réttarholtsskóli 31,5 Ölduselsskóli 491 Vogaskóli 30,8 Sæmundarskóli 515
Seljaskóli 30,0 Foldaskóli 490 Réttarholtsskóli 30,8 Vogaskóli 504
Vogaskóli 29,5 Ingunnarskóli 488 Langholtsskóli 30,1 Seljaskóli 501
Breiðholtsskól 29,4 Vogaskóli 487 Seljaskóli 29,5 Ingunnarskóli 494
Ölduselsskóli 28,7 Hamraskóli 468 Rimaskóli 28,9 Ölduselsskóli 482
Rimaskóli 28,6 Breiðholtsskól 466 Ölduselsskóli 27,5 Hamraskóli 481
Austurbæjarskóli 27,1 Húsaskóli 462 Breiðholtsskól 27,5 Langholtsskóli 473
Langholtsskóli 27,0 Langholtsskóli 447 Húsaskóli 26,9 Breiðholtsskól 473
Hólabrekkuskóli 25,3 Rimaskóli 442 Hólabrekkuskóli 24,4 Rimaskóli 468
Húsaskóli 24,1 Hólabrekkuskóli 432 Klébergsskóli 23,4 Hólabrekkuskóli 464
Fellaskóli 22,1 Fellaskóli 386 Hamraskóli 20,5 Klébergsskóli 432
Klébergsskóli 20,5 Klébergsskóli 392 Fellaskóli 19,7 Fellaskóli 403
Pisatölurnar eru stig, samræmdu prófin er útreiknað meðaltal. Tölurnar eru settar fram með fyrirvara um innsláttarvillur.
Íslenska og Stærðfræði
Niðurstöður samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði frá haustinu 2011 og niðurstöður Pisa vorið 2012
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Leikur að læra Reykvískir nemendur stóðu
sig ágætlega í samanburði við nemendur í
öðrum landshlutum. Niðurstöður Pisa valda
þó mörgum áhyggjum. Mynd SigtryggUr Ari
Hvað er Pisa?
Pisa er alþjóðleg rannsókn á hæfni og
getu 15 ára nemenda í lestri, nátt-
úrufræði, stærðfræði og þrautalausn.
Í henni taka þátt taka 15 ára gamlir
nemendur, það er að segja nemendur
í 10. bekk grunnskóla í 65 ríkjum á
heimsvísu.
Það er Efnahags- og framfarastofnun
Evrópu sem leggur fyrir Pisa-könnunina,
en hér á landi sér námsmatsstofnun
um verkefnið. „PISA er verkefni sem
býður upp á vitneskju sem nýtist við
stefnumótun og skipulag menntakerf-
isins,“ segir í skýrslu um Pisa-könnunina
árið 2012.