Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Blaðsíða 11
Vikublað 15.–17. júlí 2014 Fréttir 11 irnar með í reikninginn. Ég er alveg viss um það. Hér kemur fólk í stríð- um straumi – daglega – og biður um osta. Ég hef ekki nándar nærri nóg kjöt, eftirspurnin er miklu meiri en framboðið.“ Þegar blaðamann ber að garði stendur Jóhanna fyrir aftan af- greiðsluborð í móttöku geitabús- ins, aðstöðu sem hugsuð er fyrir þann sívaxandi fjölda ferðamanna og Íslendinga sem vilja kaupa vör- ur Jóhönnu og klappa geitunum. Þar selur hún geitasápur og -krem sem eiga að vinna kraftaverk á exem og þurra húð, auk minjagripa og veitinga. Að ógleymdum hinum klassískari afurðum. Þá rukkar hún 1.000 krónur fyrir að fá að kíkja út á tún og inn í fjós til að heilsa upp á geiturnar. Þeirra á meðal eru tutt- ugu Hollywood-stjörnur, sem slógu í gegn í þáttunum Game of Thrones, sem teknir voru upp hér á landi. Frægastur er Casanova, sem var grillaður af dreka en allar geiturn- ar gleðja gesti, enda gæfar eins og blaðamaður fær að kynnast. Eigin- lega eins og hundar með horn. Þegar allt þetta er tekið saman, segir Jóhanna, er ljóst að um góða fjárfestingu er að ræða en erfitt sé að átta sig á því án þess að kynna sér starfsemina. „Það er ekki nema einn ráðherra sem hefur nennt að koma í heimsókn til að kynna sér starfið hér og það er Jón Bjarnason. Þú skilur svona hluti aldrei almennilega fyrr en þú ert búinn að skoða þá, og sjá hvað er verið að reyna að gera. Það þarf þolinmótt fjármagn inn í þetta. En eftirspurnin er til staðar, það er á hreinu.“ Jón Bjarnason geitavinur Erfitt reyndist að ná tali af Sigurði Inga Jóhannssyni við gerð fréttar- innar, sem er í ágætu samræmi við upplifun Jóhönnu af samskiptum við ráðherrann og ráðuneyti hans. Frá því að Jón Bjarnason hætti sem landbúnaðarráðherra segist hún engum skilningi hafa mætt það- an og sjaldnast fengið svör við fyr- irspurnum sínum. „Ég hef aldrei upplifað neitt sem heitir hatur eða reiði. Ég er auðvitað mjög ósátt við þetta, þessa meðferð. Að geta ekki einu sinni svarað pósti. Svara ekki erfðanefnd, svara ekki geitfjár- ræktarfélaginu; svara engu. Það er ómerkilegt. Þeir ætla sér örugglega ekkert að gera, þannig upplifir mað- ur þetta,“ segir Jóhanna. Það er akkúrat stefna ráðuneytis- ins samkvæmt aðstoðarmanni Sig- urðar, Benedikt Jóhannssyni. Hann býst ekki við því að ráðuneytið bjargi Jóhönnu og telur stofninn mega við gjaldþroti hennar, þótt sorglegt sé. Hins vegar standi til, með tíð og tíma, að setja geitabú- skap inn í styrkjakerfi sauðfjár- bænda og við það muni hagur geit- arinnar vænkast. Eyðimerkurganga geitarinnar ef illa fer Jóhanna telur hins vegar einsýnt að grípi stjórnvöld ekki til neinna björgunaraðgerða er útlitið ekki bjart fyrir íslensku geitina. „For- maður erfðanefndar segir alla vega að þá leggist markviss geitfjárrækt á Íslandi af um ókomna tíð, eða að minnsta kosti næstu tíu ár. Þetta verður bara hobbí þangað til. Sem er hið versta mál því að þetta eru afurðir sem við þurfum á markað- inn. Mjólkin til dæmis þarf að vera til staðar fyrir kornabörn sem fá ekki móðurmjólk. Og kjötið er eins og sniðið að nútímanum, jafn fitulítið og kjúklingur en jafn prótínríkt og naut. Auk þess er kjötið það járnrík- asta sem við fáum. Ostarnir eru svo gúrmet-vara.“ Arion banki neitaði að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Besti vinur íslensku geitarinnar úr hópi þeirra ráðamanna sem Jó- hanna hefur átt samskipti við, Jón Bjarnason, var hins vegar tilbúinn að tjá sig um málið. Hann segir að stjórnvöldum beri að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja framtíð íslensku geitarinnar og að ábyrgð þeirra sé þar af leiðandi mik- il í þessu máli. „Í svona máli bera all- ir ábyrgð á sínum gjörðum, sérstak- lega stjórnvöld en líka Arion banki, sem ber samfélagslega ábyrgð eins og við hin. Þessi geitahópur sem er þarna á Háafelli er gríðarlega mik- ilvægur fyrir ekki aðeins allan geit- stofninn í landinu heldur líka sem hluti af þeirri erfðaauðlind sem landið á í íslensku geitinni,“ segir Jón en sem fyrr greinir er 96 prósent hins íslenska kollótta hluta geita- kynsins á Háafelli og 22 prósent allra geita á landinu. Þetta er með- al annars það sem Jón vísar til þegar hann talar um erfðaauðlind. „Það er auðlind sem við berum sameig- inlega ábyrgð á að varðveita og nýta í nútíð og framtíð. Okkur ber hrein- lega skylda til þess.“ En hvernig sér Jón framtíð ís- lensku geitarinnar fyrir sér fari Jó- hanna í þrot? „Ég held að það verði mjög vont og erfitt fyrir íslensku geitina. Það þarf eitthvað að gera, ef ekki á illa að fara.“ Í svipaðan streng tekur dr. Ólaf- ur Dýrmundsson, umsjónarmað- ur geitfjárræktar hjá Bændasam- tökum Íslands. „Þarna er stærsti og fjölbreyttasti stofninn. Svo er hún með langflestar kollóttu geiturnar og fallega liti. Frá mínum sjónarhóli yrði mikill skaði að missa stofninn. Geitastofninn á Íslandi er það lítill að við megum ekkert missa, það er mergurinn málsins.“ Æðruleysi bjargar geðheilsu Nú eru tveir mánuðir í uppboðið. Tveir mánuðir í að Jóhanna tapi ekki einungis geitunum sínum og þar með atvinnu og lífsviðurværi heldur einnig heimili sínu. Þrátt fyrir svarta framtíð er Jóhanna æðruleysið upp- málað úti á bæjartúninu þar sem viðtalið er tekið, innan um geiturn- ar. „Ég þakka guði fyrir að vera þannig innréttuð að ég hugsa aldrei mikið til framtíðar, hvorki hlakka til né kvíði fyrir. Það er að bjarga geð- heilsunni núna,“ segir Jóhanna. Að- purð hvað taki við ef allt fari á versta veg segir Jóhanna: „Ég hef ekki hug- mynd, ég vil ekki horfast í augu við það. Geiturnar eru bestu vinir mín- ir. Mig hefur langað í geitur alveg frá því að ég man eftir mér. Ég veit ekki hvaðan þessi ástríða kemur, en miðill sagði mér að ég hafi átt geitur í fyrra lífi. Ég veit ekki hvað er til í því. Það hlýtur eitthvað að gerast. Það eru það margir sem meta þetta starf og finnst þetta mikilvægt. Ég trúi því einfaldlega ekki að einhverj- um pólitískum apaheilum, með fullri virðingu, takist að gera þetta að engu. Ef að almenningur réði þá væri búið að byggja fyrir mig lúxus- aðstöðu. Þegar fólk er búið að kynna sér málið aðeins – og afurðunum – þá hugsar það til þess með hryllingi að þetta kyn hverfi.“ n „Þeir ætla sér örugg- lega ekkert að gera, þannig upp- lifir maður þetta Vinir Þessi geit er aðeins nokkurra daga gömul. Henni finnst gott að naga skóreimar og kela. Mynd Sigtryggur Ari Varningur Jóhanna selur kjöt, mjólkurvörur, ull, osta, krem, sápur og alls konar minjagripi. Auk þess rukkar hún 1.000 krónur inn á svæðið vilji fólk klappa geitum. Mynd Sigtryggur Ari Casanova grillaður Í Game of Thrones var geitin Casanova grillaður af stórum dreka. Í raunveruleikanum er hann sprelllifandi en hann hlýtur brátt svipuð örlög og í þáttunum. Ekki fyrir tilstuðlan dreka heldur banka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.