Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Blaðsíða 17
Vikublað 15.–17. júlí 2014 Fréttir Erlent 17 S íðastliðinn fimmtudag greindi The Irish Times frá því að borgarráð Dublin­ ar væri undir miklum þrýstingi, meðal annars frá æðstu embættismönnum Írlands, um að snúa við ákvörðun sinni um að leyfa ekki fimm tónleika kántrí­ söngvarans Garth Brooks. Sam­ kvæmt dagblaðinu ræddi forsætis­ ráðherra landsins, Enda Kenny, við ríkissáttasemjara með það að mark­ miði að skera á þann hnút sem hef­ ur myndast. „Ríkið vonast til að hægt verði að komast að jákvæðri niðurstöðu í málinu,“ var haft eftir talsmanni Kenny. Síðastliðinn apr­ íl fóru fram kröftug mótmæli gegn tónleikum Brooks fyrir framan leik­ vanginn þar sem hann átti að stíga á svið. Íbúar telja að of mikið áreiti fylgi fimm tónleikum í röð. Söngv­ arinn er þó gífurlega vinsæll á Ír­ landi og til marks um það seldust upp fjögur hundruð þúsund miðar á mettíma þegar sala hófst. Í síðustu viku fóru fram önnur mótmæli, nú gegn aflýsingu tónleika Brooks. Mótmæla áreiti Forsaga málsins er að Garth Brooks hugðist halda þrenna tónleika sem hluta af endurkomu á tón­ leikaferðalagi sínu á Írlandi í júlí. Aðeins fáeinum klukkustund­ um eftir að sala hófst varð uppselt á tónleikana. Ákveðið var því að halda tvenna aukatónleika og mið­ ar seldustu upp sömuleiðis á met­ tíma. Allir tónleikarnir áttu að fara fram í Croke Park­leikvanginum í Dublin, fimm kvöld í röð. Síðastliðinn febrúar stigu fram íbúar í nágrenni við leikvanginn og hótuðu þeir lögbanni á tónleikana. Íbúarnir sátu mikinn hitafund með gelíska íþróttabandalaginu, sem hefur umsjón með leikvanginum, og vísuðu íbúar í samning frá árinu 2009 sem sagði til um að ekki mætti halda fleiri en þrenna tónleika á ári. Ekki var hlustað á íbúana og varð það til þess að þeir mótmæltu komu Brooks í apríl. „Vandamál tengd þessum tón­ leikum eru margvísleg, allt frá bíla­ stæðavanda yfir í andfélagslega hegðun tónleikagesta. Við mun­ um ekki geta farið til eða frá hús­ um okkar án þessa að verða fyrir áreiti,“ sagði Patrick Gates, talsmað­ ur íbúasamtaka Croke Park, í út­ varpsviðtali þegar mótmælin stóðu sem hæst. Ríkissáttasemjari kallaður til Borgarráð Dublinar tók að lokum ákvörðun í málinu í upphafi júlí­ mánaðar og tilkynnti að Brooks mætti halda þrenna tónleika en ekki fimm. Brooks brást ekki vel við þessari ákvörðun borgarráðs og gaf borginni úrslitakost, fimm tónleika eða ekkert. „Að biðja mig um að aflýsa sumum tónleik­ um væri eins og að biðja mig um að velja eitt barna minna umfram annað. Ég hef trú á því að borg­ arráð taki rétta ákvörðun að lok­ um,“ sagði Brooks á fjölmiðlafundi vegna tónleikaferðalagsins. Frá því að Brooks gaf út þennan úrslita­ kost hafa farið fram harðskeyttar samningaviðræður milli tónleika­ haldara, gelíska íþróttabandalags­ ins og borgarráðs. Nauðsynlegt var að kalla til aðstoðar Kieran Mulvey ríkissáttasemjara. Afboðun hefur efnahagsleg áhrif Í síðastliðinni viku lýsti Joe Costello, viðskiptamálaráðherra Írlands, því yfir að Enda Kenny forsætis­ ráðherra væri tilbúinn að ræða við Brooks til að leysa deiluna. Costello sagði enn fremur að eðlilegt væri að forsætisráðherra skærist í leik­ inn þar sem um væri að ræða mann sem hefði fjögur hundruð þúsund aðdáendur og að afboðun hans myndi hafa nokkur áhrif á efnahag landsins. Heimildir The Irish Times herma að borgarráð Dublinar sé nú undir miklum þrýstingi til að draga til baka ákvörðun sína. Stendur við úrslitakostinn Á fimmtudag hafði dagblaðið eftir talsmanni íbúasamtakanna að þau væru tilbúin til að semja. Talsmað­ urinn gaf það í skyn að niðurstöður viðræðna við borgarstjóra Dublin­ ar, Chrisy Burke, hafi verið veiga­ miklar í að milda afstöðu samtak­ anna. Burke tilkynnti að sendiherra Mexíkó hefði boðið aðstoð sína í málinu síðastliðinn miðvikudag en útskýrði þó ekki í hverju sú að­ stoð fælist. Á sama tíma gaf gelíska íþróttabandalagið út yfirlýsingu um að stjórnarmenn hefðu fundað stíft vegna krísunnar. Brooks birti á dögunum opið bréf til tónleika­ haldara þar sem hann ítrekar úr­ slitakost sinn. „Ef yfirvöld á Írlandi geta leyst þetta vandamál þá mun ég koma og halda tónleika, annars ekki,“ skrifaði Brooks. n Stjórnmálakreppa vegna kántrístjörnu n Forsætisráðherra Írlands skerst í leikinn n Garth Brooks gefur úrslitakost„Að biðja mig um að aflýsa sumum tónleik- um væri eins og að biðja mig að velja eitt barna minna umfram annað Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Enda Kenny Forsætisráðherra hefur gert tilraun til að fá fylkingar til að sættast í Garth Brooks-málinu. Hann hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2011. Garth Brooks Söngvarinn er dáður á Írlandi og varð fljótt uppselt á fimm tónleika sem hann hugðist halda í Dublin. Fjögur hundruð þúsund miðar seldust á tónleikana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.