Fréttablaðið - 22.01.2015, Side 2

Fréttablaðið - 22.01.2015, Side 2
22. janúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRéTTIR | 2 SpURnInG DAGSInS heimkaup.is Keyrum út 7 daga vikunnar ÚTSALA RISA afsláttur 60% 1.599,- 3.999,- afslætti Allar bækur Össur, eruð þið fullir svart- sýni? „Nei, við erum fullir af bjartsýni.“ Össur Hafþórsson bareigandi segir veitinga- menn óttast að eigendur greiðslukorta eigi erfitt með að muna pin-númerin þegar þeir eru undir áhrifum áfengis. MennTAMál Hugmynd Illuga Gunnarssonar menntamála­ ráðherra um að sameina þrjár háskólastofnanir í Norðvestur­ kjördæmi í eina hefur ekki verið rædd við alla þrjá rektora skól­ anna. Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvann­ eyri, telur litla möguleika á sam­ legðaráhrifum vegna sameining­ ar. Tveir háskólar eru með aðset­ ur í Borgarbyggð, það eru Bifröst og Landbúnaðarháskólinn. Hug­ myndir ráðherra ganga út á að sameina þessa skóla auk Háskól­ ans á Hólum í Hjaltadal, í eina sjálfseignarstofnun. Erla Björk Örnólfsdóttir, rekt­ or Háskólans á Hólum, hefur ekki fengið erindi þess efnis inn á borð til sín og ekki verið boðuð á fund með ráðherra menntamála. Það boð hafa hins vegar Björn Þor­ steinsson, rektor Landbúnaðarhá­ skólans, og Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, fengið og sótt fund ráðherrans um hug­ myndir að sameiningu háskóla­ stofnananna þriggja. Björn Þorsteinsson segir samlegðaráhrif­ in af mögulegri samein­ ingu lítil. „Að mínu mati er mjög erfitt að sameina þessar þrjár háskólastofn­ anir. Í dag erum við í sam­ vinnu með Háskólanum á Bifröst í ákveðnum þátt­ um skólastarfsins og einn­ ig erum við í samvinnu við Háskólann á Hólum. Ég sé ekki mikil samlegðaráhrif að sameina stofnanirnar undir einn hatt að svo stöddu. Það getur einnig verið aukinn kostnaður í því að reka stofnanir á þremur stöðum,“ segir hann. Björn telur þó að hægt sé að skoða þetta með opnum hug. „Við vitum að stofnanirnar hafa átt í ákveðnum þrengingum og þessar stofnanir eru til­ tölulega veikar fjárhags­ lega. Það er þó hægt að skoða þessar hugmyndir ráðherra með opnum hug og fara yfir málin en þá þarf líka að horfa á hlutina með sanngjörnum augum og fara mjög vel ofan í saumana á sam­ einingarhugmyndum.“ Erla Björk, rektor Háskólans á Hólum, sagðist ekki getað tjáð sig um hugmyndir ráðherra að svo stöddu þar sem hún hefði engar upplýsingar fengið um í hverju sameiningin fælist. Að hennar mati þyrfti ráðherra menntamála að sýna á spilin til að hægt væri að ræða málið af yfirvegun. Ekki náðist í Vilhjálm Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, þar sem hann var staddur á ráðstefnu erlendis. sveinn@frettabladid.is Lítill hagur af sam- einingu háskólanna Björn Þorsteinsson, rektor LbhÍ, segir samlegðaráhrif vera lítil með sameiningu þriggja háskólastofnana í NV-kjördæmi. Erfitt sé að sameina þrjá fjárhagslega veikburða skóla. Rektor Háskólans á Hólum hefur ekkert heyrt frá ráðuneytinu. HvAnneyRI Gangi hugmyndir menntamálaráðherra eftir munu þrír háskólar í Norðvesturkjördæmi sameinast í eina sjálfseignarstofnun. fréttablaðið/Gva eRlA BjöRk öRnólFSDóTTIR InDóneSíA Þessi þriggja mánaða gamli Bengal-tígur var baðaður áður en hann fékk sprautu í Mangkang-dýragarðinum í Semarang í Indó- nesíu í gær. Dýrin í garðinum eru bólusett fyrir hundaæði. Tígris- unginn virtist ekki vera ósáttur við baðið en engum sögum fer af því hvernig hann brást við sprautunni. - vh Bólusetning fyrir hundaæði í Mangkang-dýragarðinum: Tígrisungi baðaður fyrir sprautu BólUSeTnInG bengalinn er bólusettur fyrir hundaæði. fréttablaðið/Getty ReykjAvíkURBoRG „Þó ég sé öllu jöfnu ekki talsmaður miðstýr­ ingar þá verður að koma í veg fyrir lausatök í fjármálum eins og þessi,“ sagði Júlíus Vífill Ingvars­ son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis­ flokks, í umræðum í borgarstjórn á þriðjudag um innkaupamál hjá borginni. Eins og fram hefur komið telur innri endurskoðun Reykjavíkur­ borgar að engri af tólf ábending­ um hennar frá árinu 2010 um inn­ kaup á vegum borgarinnar hafi verið fylgt. Frá þeim tíma hafa verkefni innkaupaskrifstofu verið færð undir fjármálaskrifstofu. „Með því hefur verið dregið úr sjálfstæði innkaupaeiningarinnar og möguleikum hennar á að halda utan um innkaupin. Það er alveg ljóst að það gengur ekki að yfir þúsund manns gangi um og kaupi inn í nafni Reykjavíkurborgar án þess að eftirlit sé með því,“ sagði Júlíus Vífill í borgarstjórn. Sagði hann hættu á mistökum og mis­ ferli. - gar Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks gagnrýnir eftirlitsleysi í innkaupum: Óttast misferli hjá starfsfólkinu júlíUS víFIll InGvARSSon „Slík staða getur skapað hættu á mis- tökum og misferli,“ sagði borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. fréttablaðið/DaNíel SAMGönGUR Ökumenn Strætó sem sinna akstursþjónustu fatl­ aðra mættu tíu mínútum of seint eða meira í tæplega 150 ferðir sem farnar voru á þriðjudag. Það eru um tíu prósent af heildar­ fjölda ferða. Bílstjórarnir mættu tuttugu mínútum of seint eða meira í 2,4 prósent ferða eða í um 34 ferðir. Þá voru sjö ferðir ekki farnar vegna villuskráningar. Í heild var 1.441 ferð ekin á þriðjudag. - ih Aksturþjónusta fatlaðra: Of seinir í tíu prósent ferða SkólAMál „Þetta hafa verið atvik frá hótunum um að sníkja peninga, notkun á til dæmis loft­ byssum og svo bara svona hótan­ ir,“ segir Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri í Hagaskóla, um hót­ anir og ógnanir sem nemendur skólans hafa orðið fyrir undan­ farna mánuði. Gerendurnir eru nokkrir og aðeins hluti þeirra nemendur við skólann. Málið hefur undið nokkuð upp á sig og atvikin orðið alvarlegri. „Það var barn hér fyrir helgi sem sá á,“ segir Ingi­ björg. Verið er að vinna að lausn málsins í samstarfi við lögreglu og barnaverndaryfirvöld. - lvp Börn orðið fyrir ógnunum: Loftbyssa notuð vIðSkIpTI Fasteignaverð á höfuð­ borgarsvæðinu hækkaði verulega í desember, eða um 2 prósent, þar af hækkaði verð á fjölbýli um 1,1 prósent og sérbýli um 5 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Verðhækkanir á árinu 2014 voru miklar. Í heild hækkaði fasteignaverð um 8,5 prósent frá fyrra ári, þar af hækkaði verð á fjölbýli um 9,8 prósent og sérbýli um 4,6 prósent. Þetta eru mestu verðhækkanir milli ára sem sést hafa frá árinu 2007. - sáp Veruleg hækkun í desember: Fasteignaverð hækkaði STjóRnSýSlA Áætlaður kostn­ aður ríkisins vegna tæplega 500 virkra langtímasamninga við aðila utan ríkisins á síðasta ári nemur 61 milljarði króna, að því er fram kemur í nýju áliti Ríkisendur­ skoðunar. Er þá horft til samn­ inga til lengri tíma en eins árs og þar sem greiðslur nema þremur milljónum króna eða meira á ári hverju. Fram kemur í álitinu að Ríkis­ endurskoðun telji að bæta þurfi skráningu og utanumhald samn­ inga sem ráðuneyti og stofn­ anir gera við aðila utan ríkis­ ins. Yfirlit um slíka samninga sem birt sé í fjárlagafrumvarpi ár hvert sé ófullkomið. Þá þurfi að samræma betur upplýsing­ ar milli ráðuneyta og tryggja að yfirlit sé tæmandi auk þess sem endurskoða þurfi reglurnar sem um samningana gilda og efla eftir lit með framkvæmd þeirra. Af þeim samningum sem undir eru tilheyrði 161 vel ferð ar ráðu ­ neyti, 127 mennta­ og menning­ ar mála ráðu neyti, 52 utan ríkis ­ ráðu neyti og 40 atvinnuvega­ og nýsköp un ar ráðu neyti. „Samn ing ­ ar annarra ráðuneyta voru á bilinu 16 til 34,“ segir í umfjöllun Ríkis­ endur skoðunar. Bent er á að af þess­ um 500 samningum hafi 36 verið útrunnir árið 2014 en engu að síður hafi verið starfað samkvæmt þeim. „Áætlaður kostnaður þeirra nam um 5,5 milljörðum króna.“ - óká HAnDSAl ríkisendurskoðun segir mikinn misbrest á að ráðuneyti og stofnanir fari eftir leiðbeiningum um hvernig standa skuli að undirbúningi, gerð og eftirliti með samning- um. fréttablaðið/Pjetur Ríkisendurskoðun kallar á bætta skráningu og utanumhald samninga ríkisins: Tengdur kostnaður 61 milljarður 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 6 -B C D 8 1 7 F 6 -B B 9 C 1 7 F 6 -B A 6 0 1 7 F 6 -B 9 2 4 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.