Fréttablaðið - 22.01.2015, Page 4
22. janúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
LEIÐRÉTT
Rangt var farið með starfstitil Helgu
Hlínar Hákonardóttur hdl. í aðsendri
grein í Markaðnum í gær. Helga Hlín
er meðeigandi hjá Strategíu ehf. og
stjórnarmaður í atvinnulífinu.
ÁRÉTTING
Viðræður um fríverslun eru ekki hafnar
milli Evrópusambandsins og Kína líkt
og ranglega var haft eftir viðmælanda
í Markaðnum í gær. Kínverjar hafa hins
vegar sýnt því mikinn áhuga að hefja
slíkar viðræður.
ATVINNA Nemum í öllum greinum
byggingageirans hefur fækkað um
þriðjung frá árinu 2006. Þetta segir
Guðmundur Hreinsson, skólastjóri
Byggingatækniskólans. Meistara,
sem margir eru farnir að eldast,
vantar lærlinga í vinnu.
„Það fóru færri í handverksnám
2006 þótt það væri brjálað að gera
á þessum tíma og fækkunin held-
ur áfram. Hún hófst nákvæmlega
á þeim tíma þegar frjálst flæði
vinnuafls milli landa byrjaði. Mitt
mat er að það hljóti að vera sam-
svörun þarna á milli, það er að það
hafi verið meiri tilhneiging til að
ráða útlendinga í störf,“ tekur
Guðmundur fram.
Hann kveðst vita til þess að
byrjað sé að falast eftir útlending-
um til vinnu í byggingageiranum
nú þegar meira er orðið að gera.
„Við vorum með frábæra útlenska
handverksmenn hér á uppgang-
sárunum en þeir fóru til Noregs
í kjölfar hrunsins. Þeir fara ekk-
ert frekar að koma aftur hingað
en íslensku handverksmennirnir
sem fóru utan.“
Að sögn Guðmundar kom
ábending frá yfirvöldum í kjöl-
far hrunsins um að veitt yrði sér-
stakt svigrúm í námi handverks-
nema. „Yfirleitt leyfðum við ekki
nemum að fara á samning fyrr en
þeir voru búnir með fyrstu grunn-
önnina hér en með auknu svigrúmi
gátu þeir byrjað á samningi og
komið svo til okkar. Þetta er enn
óbreytt. Sumir ílengjast í vinnu
og skila sér ekki aftur en nú er
gríðarlegur fjöldi farinn að fara í
gegnum raunfærninám á vegum
Iðunnar. Þetta er lýsandi fyrir
ástandið sem verður þegar slit-
ið er á milli skóla og vinnustaða-
náms.“ Meiri tengsl milli skóla
Nemum í byggingageiranum
hefur fækkað um þriðjung
Meistara, sem farnir eru að eldast, vantar lærlinga í vinnu. Byrjað er að falast eftir útlendingum í störf á ný
en ólíklegt að þeir snúi aftur frá Noregi, segir Guðmundur Hreinsson, skólastjóri Byggingatækniskólans.
„Við erum farnir að eldast, alveg
eins og læknarnir sem sögðu að
ekki væri nóg endurnýjun í stétt-
inni. Þegar engir nýir byrja getum
við gömlu karlarnir ekki hætt og
slítum okkur út,“ segir Sigurður
Heimir Sigurðsson, formaður
Múrarameistarafélags Reykjavíkur.
Hann segir aðeins fjóra sveina
hafa útskrifast í múrverki í fyrra.
Undanfarin ár hafi rúmlega 10
sveinar útskrifast á ári. Útskrifa
þurfi 15 til 20 á ári til að endur-
nýjun verði í stéttinni en á þessari
önn eru 22 við nám í múrverki á
öllum stigum námsins.
„Nú er mikið að gera sem betur
fer og það vantar fleiri menn.
Margir múrarameistarar eru farnir
að nálgast sjötugt. Þetta er ekki
vinna fyrir gamalmenni. Ég er
orðinn 65 ára og var að koma úr
fjórðu axlaraðgerðinni. Þetta var
mikill burður hér áður. Allt efni
sem við vinnum með er þungt,
eins og til dæmis steypan.“
Sem dæmi um hversu auðvelt
er að fá vinnu í geiranum nú
segir Sigurður að 28 ára gamall
maður, sem langaði að byrja í
faginu og komast á samning, hafi
haft samband við hann. „Hálfri
klukkustund eftir að ég sendi
félögum mínum upplýsingar um
hann var búið að ráða hann.“ - ibs
➜ Gömlu karlarnir
geta ekki hætt þegar
lærlinga skortir
MEISTARINN OG LÆRLINGURINN Sigurður Heimir Sigurðsson, formaður Múrara-
meistarafélags Reykjavíkur, ásamt lærlingnum Kristjáni Brynjarssyni. „Nú er mikið
að gera sem betur fer og það vantar fleiri menn. Margir múrarameistarar eru farnir
að nálgast sjötugt. Þetta er ekki vinna fyrir gamalmenni,“ segir Sigurður Heimir.
og atvinnulífs eru í burðarliðn-
um, að því er Guðmundur grein-
ir frá. „Það eru tillögur nokkurra
skóla að færa heildarnámið inn í
skólana eins og gert er í Skand-
inavíu. Núna sjáum við bara um
skólaþáttinn en ekki vinnustaða-
námið. Stefnt er að því að vera
með tilraunakennslu í öllum þátt-
um námsins næsta haust í til
dæmis húsasmíði. Við vonumst
til að námið verði þá markvissara
og að þá verði mögulega hægt að
stytta það.“
ibs@frettabladid.is
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/G
VA
➜ Margir múrara-
meistarar eru farnir
að nálgast sjötugt.
Það fóru
færri í hand-
verksnám
2006 þótt það
væri brjálað
að gera á
þessum tíma
og fækkunin heldur
áfram.
Guðmundur Hreinsson,
skólastjóri Byggingatækniskólans
BANDARÍKIN, AP Aðeins hálfum
sólarhring eftir að Barack Obama
Bandaríkjaforseti hafði flutt
stefnuræðu sína hófust fyrstu
formlegu viðræður bandarískra
embættismanna við ráðamenn á
Kúbu um bætt samskipti ríkjanna.
Í stefnuræðu sinni hvatti Obama
þingið til þess að hefja strax á þessu
ári undirbúning að því að afnema
viðskiptabann á Kúbu, sem hefur
verið í gildi í hálfa öld.
Hann sagði stefnubreytinguna
gagnvart Kúbu verða til þess að
Kúbustjórn hefði ekki lengur nein-
ar „sýndarafsakanir fyrir höftum á
Kúbu“, en um leið réttu Bandaríkin
Kúbu vinarhönd og hvettu til þess að
lýðræðisgildi yrðu í hávegum höfð.
Stefnuræðu sína notaði Obama
annars einkum til þess að kynna
þinginu eins konar óskalista sinn
og taldi upp fjölmörg atriði sem
ættu að bæta hag bandarískrar
millistéttar. Hann hótaði því jafn-
framt að beita neitunarvaldi sínu
ef þingið tæki upp á því að skerða
einhver þeirra réttinda, sem hann
hefði náð fram fyrir hönd milli-
stéttarinnar.
Repúblikanar eru í meirihluta á
þinginu, þannig að Obama gerir sér
væntanlega litlar vonir um að þing-
ið fari að vinna ötullega að því að
hrinda í framkvæmd óskalistanum
sem hann kynnti í ræðu sinni. - gb
Obama kynnti þinginu óskalista sinn í stefnuræðu, og boðar einnig betri tíma á Kúbu:
Viðræður Bandaríkjanna við Kúbu hafnar
ÞRÍR FORSETAR Joe Biden varaforseti
stendur klappandi meðan þingdeildar-
forsetinn John Boehner hlustar sitjandi
á Obama forseta flytja stefnuræðu sína.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Ísfell í Hafnarfirði
hefur tekið við sölu og dreifingu á
vörum norska fyrirtækisins Poly-
form AS í Álasundi í Noregi.
Polyform er þekktast fyrir
framleiðslu á netabaujum og frí-
holtum úr mjúku plasti, en Sæplast
hf. á Dalvík (nú Promens) keypti
fyrirtækið um aldamótin 2000.
„Nú þegar samstarfi fyrir-
tækjanna lýkur viljum við þakka
starfsmönnum Sæplasts/Promens
á Dalvík fyrir sérstaklega gott og
árangursríkt samstarf á liðnum
árum og óska þeim velgengni
í framtíðinni,“ er í tilkynningu
haft eftir Geir A. Gunnlaugssyni,
stjórnarformanni Polyforms og
öðrum eiganda fyrirtækisins. - óká
Ísfell tekur við Polyform:
Þakkar fólki
hjá Promens
BAUJUR OG FLOTHOLT Polyform AS er
þekkt fyrir framleiðslu á netabaujum.
MYND/ÍSFELL
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein-
grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402:
Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson
jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
M.A. BESTA MYNDIN – BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI
BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI – BESTI LEIKSTJÓRI
BENEDICT
CUMBERBATCH
KEIRA
KNIGHTLEY
T H E I M I TAT I O N G A M E
FRUMSÝND 23. JANÚAR
“AN INSTANT CLASSIC”“BENEDICT CUMBERBATCH IS OUTSTANDING”
“THE BEST BRITISH FILM OF THE YEAR”
“EXCEPTIONAL”
“FASCINATING
& THRILLING”
TILNEFND TIL 8 ÓSKARSVERÐLAUNA
INSPIRING
B A S E D O N T H E I N C R E D I B L E T R U E S TO R Y
O F A L A N T U R I N G
1.197 karlar bjuggu í Fjallabyggð
árið 2007 á móti 1.083 konum.
Í byrjun árs 2014 eru konur fleiri en
karlar, eða 1.009 á móti 1.001 karli.
Elísabet Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
ÉLJAGANGUR Suðvestanátt með éljum um sunnan og vestanvert landið næstu daga
og kólnar heldur í veðri á ný. Lítur út fyrir fínt veður framan af laugardegi en síðdegis
gengur í stífa suðaustanátt með úrkomu og hláku..
0°
7
m/s
3°
10
m/s
3°
9
m/s
5°
10
m/s
5-10 m/s,
en 8-13
S-til.
Vaxandi
SA-átt
síðdegis.
Gildistími korta er um hádegi
3°
24°
-2°
4°
15°
-1°
3°
1°
1°
19°
4°
13°
13°
17°
8°
0°
1°
2°
1°
6
m/s
4°
10
m/s
2°
7
m/s
2°
4
m/s
0°
5
m/s
1°
6
m/s
-4°
9
m/s
0°
-1°
-2°
-4°
-1°
-4°
-4°
-5°
-3°
-5°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
LAUGARDAGUR
Á MORGUN
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
F
7
-5
A
D
8
1
7
F
7
-5
9
9
C
1
7
F
7
-5
8
6
0
1
7
F
7
-5
7
2
4
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K