Fréttablaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 20
22. janúar 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is L áki jarðálfur átti foreldrana Snjáka og Snjáku. Þau hófu alla sína daga á því að lýsa því yfir að þann daginn ætluðu þau bara að gera það sem teldist reglulega ljótt. Hvöttu þau son sinn til að gera slíkt hið sama svo að hann gæti orðið reglulega stór og ljótur jarðálfur, eins og pabbi hans. Einhverra hluta vegna koma þessar persónur barnabók- menntanna upp í hugann þegar fregnir berast af framferði borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík. Nýjasta afrek borgarfulltrúa flokksins, Guð- finnu Jóhönnu Guðmundsdóttur og Sveinbjargar Birnu Björns- dóttur (sem vel að merkja komust til áhrifa með fordóma- hjali í garð múslima á Íslandi í tengslum við byggingu mosku í Reykjavík) er að skipa Gústaf Níelsson, alræmdan fordómapúka úr röðum sjálfstæðismanna, varamann í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þeirri kenningu hefur heyrst fleygt að um hannaða atburða- rás sé að ræða til þess að forystumenn í flokknum geti stokkið fram og fordæmt skipanina, með svipuðum hætti og forysta Sjálfstæðisflokksins brást við í síðustu viku þegar Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni flokksins, varð á að opinbera eigin for- dóma. Mannorð flokksins í borginni sé þegar svo laskað að ekki skipti máli þótt þar bætist við ein syndin enn. Þessi kenning er hins vegar líklega röng og ástæða til að hrósa því forystufólki Framsóknar sem í gær steig fram og lét í sér heyra, þar á meðal Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráð- herra og Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem sögðu skipan Gústafs í þessa stöðu varamanns óásættanlega og hana bæri að afturkalla. Og svo Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, for- manni flokksins, sem greindi frá því að hann hefði tekið málið upp við fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í gær. Í kjölfarið var skipan Gústafs dregin til baka og sneypuförin öll líklega frekar til marks um einangrun og dómgreindarleysi fulltrúa framboðsins í Reykjavík. Að þar á bæ telji jaðarsettir fulltrúarnir sig í stöðu til þess að gera bara hvaða vitleysu sem er til þess eins að vekja umtal og flagga sínum furðuskoðunum og fordómum. Að forystan Framsóknar og flugvallarvina í borginni vakni upp með þá hugsun í kollinum á hverjum morgni að í dag ætli þær að gera eitthvað reglulega ljótt. Það er hins vegar raunverulegt áhyggjuefni hversu margir virtust tilbúnir til þess að verja þennan heimskugjörning Framsóknar og flugvallarvina, því á samfélagsmiðlum mátti í gær víða sjá enduróm fordóma og hræðslu við útlendinga. Uppgangur mannhaturs og fordóma hér á landi, líkt og víðar í Evrópu, virðist staðreynd og það vekur ugg. En hver veit, kannski á eitthvað gott eftir að koma út úr þessu öllu saman. Þeir sem þekkja söguna um Láka muna að þótt hann hafi byrjað sem jarðálfur sem unun hafði af því að hrekkja aðra, þá komst hann til nokkurs þroska og breyttist á endanum í dreng sem vissi að betra væri að reyna að láta gott af sér leiða. Í Framsókn eru jarðálfar íslenskra stjórnmála: Sumir hafa unun af því að gera ljótt Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Rótin var stofnuð sem vettvangur fyrir konur til að þrýsta á um bætta þekkingu á fíknivanda og meðferð við honum. Ástæð- an var ekki síst sú staðreynd að mjög hátt hlutfall kvenna, sem glíma við þennan vanda, hefur verið beitt ofbeldi, orðið fyrir áföllum eða á við geðrænan vanda að stríða samhliða fíkninni. Við teljum nauð- synlegt að komið verði á fót greiningar- miðstöð þar sem vandi einstaklinga er greindur á heildstæðan hátt svo hægt sé að haga meðferðinni í samræmi við þarfir hvers og eins. Hluti af því er að bjóða upp á sérstaka kynjaskipta meðferð. Þó að Rótin hafi ekki náð tveggja ára starfsafmæli eru hátt í 300 konur í félaginu. Meðal þeirra er fjöldi kvenna sem þekkir vandann af eigin raun og hefur farið hefðbundna leið í íslenska með- ferðarkerfinu, þ.e.a.s. í afvötnun á Vogi og eftirmeðferð á Vík. Þar fyrir utan þekkj- um við sem stöndum að Rótinni ótal konur í batasamfélaginu sem hafa sagt okkur sögu sína í þeim tilgangi að hún leiði til góðs. Lykilhugtakið í okkar starfi er vald- efling og ekki að ástæðulausu. Meðferð þarf að taka mið af fjölþættum vanda og sögu kvenna. Það þarf að hlusta á þær og taka mark á orðum þeirra. Hefð- bundin meðferð sem ekki tekur þetta til greina getur aukið á vanda þeirra (e.: re- traumatisation). Það er þyngra en tárum taki hve margar konur hafa ekki fundið leið til bata með þeim aðferðum sem nú eru í boði og allt of margar ekki séð aðra leið en að svipta sig lífi. Meðferð sem gerir ráð fyrir því að sjúk- lingurinn horfi þröngum augum á fíknina án þess að skoða heildarmyndina, þar sem ætlast er til að hann gefi frá sér allt pers- ónulegt vald og setji allt sitt traust á æðri mátt, hvort sem það er guð, hópurinn eða læknirinn, er ekki í samræmi við fersk- ustu strauma innan heilbrigðisvísindanna þar sem valdeflingu sjúklinga er gert hátt undir höfði. Það að halda því fram að áföll flækist fyrir, að konur viti ekki hvað er þeim fyrir bestu, að þær beri fyrir sig þunglyndi eða aðra erfiðleika er forræðishyggja og van- virðing við þær konur sem leita sér hjálp- ar vegna áfengis- og vímuefnavanda. Slíkar áherslur mátti því miður lesa í nýlegu fréttablaði SÁÁ en blaðið er hvat- inn að greinarskrifum okkar um valdefl- ingu kvenna. Endurkoma hysteríunnar HEILBRIGÐIS- MÁL Kristín I. Pálsdóttir Gunný Ísis Magnúsdóttir í ráði Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíkniefnavanda Guðrún Ebba Ólafsdóttir Íslenski kúrinn í skammdeginu Nú eru góðar horfur fyrir það fólk sem hallast að íslenska kúrnum, en fremst í þeim flokki fer forsætisráðherrann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hvers vegna er þetta nefnt núna? Jú, vegna þess að bændur hafa nú undan með framleiðslu á beikoni og annarri kjötvöru sem flytja þarf annars inn frá útlöndum, til að hægt sé að borða íslenskt í öll mál. Þegar sól hefur hækkað verulega á lofti og fleiri munna þarf að metta, með öllu því ferðafólki sem hingað kemur, fer svo aftur í fyrra horf og erlent kjöt verður meðal þess íslenska og hættur kunna að skapast og þá verður torsótt að vera á íslenska kúrnum. Methafi í Framsókn? Gústaf Adolf Níelsson var ekki lengi kjörinn varanefndarmaður í nafni Framsóknarflokks. Hörð viðbrögð voru við skipan hans. Gústaf náði ekki að láta til sín taka áður en hann var gerður brottrækur úr varamennskunni. Fá dæmi eru um jafn stutt stopp í þágu hins opinbera. Helst að vera kunni að viðkoma annars framsóknarmanns, Auðuns Georgs Ólafssonar, í stóli fréttastjóra Ríkisútvarpsins fyrir réttum tíu árum, kunni að vera styttri en seta varamannsins Gústafs Adolfs Níelssonar. Það voru viðbrögð framsóknar- manna sjálfra sem bundu enda á feril Gústafs í mannrétt- indaráði. Samhengislaust rugl Varaformaður Vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, lætur til sín taka á Al- þingi, þar sem hann hefur sæti nú sem varaþingmaður. Framgöngu hans á þingi var getið hér í gær. Við upphaf þing- fundar í gær gerði hann að umtalsefni yfirlýsingar beggja oddvita ríkisstjórnar- flokkanna, um afnám fjármagnshaft- anna. „Niðurstaðan er í stuttu máli sú að yfirlýsingar formanna stjórnarflokk- anna um afnám gjaldeyrishaftanna eru meira og minna samhengilaust rugl. Þeir virðast hvorki hafa skilning á viðfangsefninu né getu til að takast á við það. Þeir hafa með misvísandi yfirlýsingum sínum skaðað íslenska hagsmuni og veikt samningsstöðu landsins gagnvart erlendum aðilum,“ sagði Björn Valur. sme@frettabladid.is ➜ Meðferð þarf að taka mið af fjölþættum vanda og sögu kvenna. Það þarf að hlusta á þær og taka mark á orðum þeirra. 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 7 -C 2 8 8 1 7 F 7 -C 1 4 C 1 7 F 7 -C 0 1 0 1 7 F 7 -B E D 4 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.