Fréttablaðið - 22.01.2015, Page 50

Fréttablaðið - 22.01.2015, Page 50
22. janúar 2015 FIMMTUDAGUR| MENNINGBÍÓ | 34 MAX ÚTSALA MAX ÚTSALAN ER Á FULLU! Stærri en nokkru sinni fyrr með lægri VSK og fullt af vörum nú án vörugjalda! ALLAR VÖRUR Á LÁGMAX VERÐI! Sjá allt úrvalið á max.is BEINT Á MÓTI IKEA SÍMI 412 2200 BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS 6,9/107,1/10 8,2/10 90% FRUMSÝNINGAR Mortdecai Gamanmynd Helstu hlutverk: Johnny Depp og Gwyneth Paltrow. Search Party Gamanmynd Helstu hlutverk: T.J. Miller, Alison Brie og Krysten Ritter. The Imitation Game Drama Helstu hlutverk: Benedict Cumber- batch, Keira Knightley og Matthew Goode. 50 ára Diane Lane leikkona Þekktust fyrir: Unfaithful Leikstjórinn George Lucas, höf- undur Star Wars, segir að öllum hugmyndum sínum fyrir nýju Star Wars-myndina hafi verið ýtt út af borðinu af fyrirtækinu Disney. Um hugmyndir sínar fyrir Star Wars VII. sagði hann í viðtali við vefsíðuna Cinemablend: „Varðandi þær sem ég seldi Disney-mönnum komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir vildu þær eiginlega ekki. Í staðinn fengu þeir sínar eigin hug- myndir. Þannig að þetta eru ekki hugmyndirnar sem ég skrifaði upp- haflega [fyrir Star Wars: The Force Awakens],“ sagði Lucas, sem vildi leikstýra myndinni áður en Disney eignaðist fyrirtæki hans Lucas- films árið 2012. Leikstjórinn vildi ekki fara út í smáatriði varðandi hvaða hug- myndir hans þóttu ekki nothæfar. Ljóst er að J. J. Abrams, leikstjóri Star Wars: The Force Awakens, ákvað að fara með kvikmyndabálk- inn í allt aðra átt en síðustu þrjár Star Wars-myndir Lucas þar sem tölvubrellur fengu að njóta sín. Lucas hlakkar mikið til að sjá nýju myndina sem aðdáandi. „Það eina sem ég sé eftir varðandi Star Wars er að ég gat aldrei séð hana. Ég heillaðist ekki upp úr skónum í bíó þegar geimskipið fór yfir tjald- ið. Ég get notið næstu myndar eins og hver annar.“ Sjálfur framleiðir Lucas teikni- myndina og fantasíuna Strange Magic sem verður gefin út vestan- hafs á morgun. Hún er byggð á sögu eftir Lucas sem er undir áhrifum frá verkinu A Midsum- mernight’s Dream eftir William Shakespeare. Vildu ekki hugmyndir Lucas um Star Wars Disney hafði ekki áhuga á pælingum George Lucas. GEORGE LUCAS Öllum hugmyndum hans varðandi nýju Star Wars-myndina var ýtt út af borðinu. NORDICPHOTOS/GETTY Vill prófa hasar Kristen Stewart getur ekki beðið eftir því að hrista upp í ferli sínum og segist vera tilbúin að leika í ofurhetjumynd á borð við Captain America. „Ég elska að horfa á þessar myndir. Það væri gaman að sýna fólki að ég get gert meira en að vera bara Kristen Stewart í annarri mynd í öðrum kringumstæðum,“ sagði hún. „Ég er viss um að gæti komist um borð hjá Captain America, vitið þið hvað ég meina? Það yrði að vera rétta verkefnið.“ Nýjasta mynd Stewart er Still Alice þar sem hún leikur á móti hinni Óskarstilnefndu Julianne Moore. Byssuframleiðandinn sem útveg- aði byssurnar fyrir Liam Neeson í Hollywood-myndinni Taken 3 hefur gagnrýnt leikarann fyrir ummæli hans um byssulög í Bandaríkjunum. Fyrirtækið PARA USA seg- ist „sjá eftir“ að hafa unnið með Neeson eftir að hann lét hafa eftir sér að byssueign í Bandaríkjun- um væri „skammarleg“. Byssu- framleiðandinn bætti því við að hann ætlaði að slíta á öll tengsl við Taken-myndirnar og hvatti önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama, samkvæmt vefsíðu BBC. „Við munum hætta að útvega vopn fyrir kvikmyndir með Liam Neeson í aðalhlutverki og óskum eftir því að vinir okkar og félagar í Hollywood forðist að tengja vörumerkið okkar og vörur við verkefni hans,“ sagði í yfirlýsingu fyrirtækisins á Facebook. „Það eru bara of margar… byssur þarna úti,“ sagði írski leik- arinn við Gulf News í Dúbaí í síð- ustu viku. „Sérstaklega í Banda- ríkjunum. „Mér finnst þetta hneyksli. Í hverri viku sjáum við í dagblöðum: Nokkur börn til við- bótar voru drepin í skólum,“ bætti hann við. Ummælin hafði hann uppi er hann svaraði spurningu um Charlie Hebdo-skotárásina í París fyrr í mánuðinum sem kost- aði fjölda manns lífið. Neeson, sem hefur leikið Bryan Mills fyrrverandi starfsmann bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, í þremur Taken-myndum, sagði að byssuvandamálið tengd- ist ekki hasarmyndum frá Holly- wood. „Ég ólst upp við að horfa á kúrekamyndir og elskaði að gera þetta [byssuhreyfing] með fingr- unum: Bang, bang, bang, þú ert dauður! Ég endaði ekki sem morð- ingi,“ sagði hann. „Persóna eins og Bryan Mills leggur af stað með byssurnar og leitar hefnda: þetta er fantasía.“ PARA USA sagði að ummæli Neesons endurspegluðu „van- þekkingu á menningu og stað- reyndum sem grafa undan stuðningi við bandarísku stjórn- arskrána og bandarískt frelsi“. Taken 3 fór á toppinn, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, yfir aðsóknarmestu myndirnar eftir að hún var frumsýnd fyrr í þessum mánuði. Hún hefur einn- ig notið mikillar aðsóknar hér á landi. Byssuframleiðandi sniðgengur Neeson Bandarískur byssuframleiðandi hefur sett leikarann Liam Neeson og Taken- myndirnar á svartan lista vegna ummæla hans um byssueign í landinu. MEÐ BYSSUNA Á LOFTI Liam Neeson með byssuna á lofti í hasarmyndinni Taken 3. Við munum hætta að útvega vopn fyrir kvik- myndir með Liam Neeson í aðalhlutverki og óskum eftir því að vinir okkar og félagar í Hollywood tengi ekki vörumerkið okkar og vörur við verkefni hans. 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 6 -B C D 8 1 7 F 6 -B B 9 C 1 7 F 6 -B A 6 0 1 7 F 6 -B 9 2 4 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.