Fréttablaðið - 22.01.2015, Page 56

Fréttablaðið - 22.01.2015, Page 56
22. janúar 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 40 DOMINOS KVENNA KR - KEFLAVÍK 50-76 (28-44) KR: Simone Jaqueline Holmes 16/6 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 10/5 fráköst Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 16/14 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 15/4 fráköst VALUR - SNÆFELL 60-72 (29-35) Valur: Taleya Mayberry 25/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 11/ 4 fráköst. Snæfell: Kristen McCarthy 21/20 fráköst, Gunn- hildur Gunnarsdóttir 13/5 stoðsendingar. HAUKAR - GRINDAVÍK 53-60 (31-39) Haukar: LeLe Hardy 11/13 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 10, María Lind Sigurðardóttir 8. Grindavík: Kristina King 17/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 14/8 fráköst. BREIÐABLIK - HAMAR 43-66 (25-35) Breiðablik: Arielle Wideman 12/12 fráköst. Hamar: Sydnei Moss 24/6 fráköst/5 stoðsendingar STAÐAN Í DEILDINNI Snæfell 17 16 1 1296:1043 32 Keflavík 17 14 3 1472:1069 28 Haukar 17 11 6 1179:1127 22 Grindavík 17 11 6 1224:1175 22 Valur 17 9 8 1276:1208 18 KR 17 3 14 1013:1225 6 Hamar 17 3 14 919:1281 6 Breiðablik 17 1 16 1028:1279 2 Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar eirikur@frettabladid.is SPORT HANDBOLTI Björgvin Páll Gúst- avsson hefur átt gott mót til þessa á HM í Katar – betra en margir þorðu að vona enda höfðu margir áhyggjur af markvörslunni fyrir mót. Hann var magnaður á löngum köflum gegn Frakklandi þar sem Ísland spilaði vel og gerði jafntefli við Evrópumeistarana eftir að hafa leitt lengi vel í leiknum. „Ég vaknaði sáttur í morgun en þreyttur,“ sagði Björgvin Páll við Fréttablaðið á hóteli íslenska liðs- ins í Doha í gær. „Leikurinn er gott veganesti fyrir framhaldið. Þar kom þessi íslenska skapgerð og geðveiki fram sem við þurfum á að halda.“ Ábyrgð markvarða mikil Björgvin Páll er eins og svo marg- ir markverðir, hvort sem er í hand- bolta eða fótbolta, gagnrýndur þegar hann á slæman dag. Hann segir sér hafa gengið misvel í gegn- um tíðina að taka gagnrýninni. „Flest gagnrýni á rétt á sér en þegar ég valdi þessa stöðu átta ára gamall vissi ég ekki hversu mikil ábyrgð henni fylgir. Ef markvarsl- an klikkar er bara bent á einn eða tvo menn. Það er hægt að benda á fleiri ef vörn eða sókn klikkar,“ segir hann. „Þetta er því mikil ábyrgð en ein af ástæðunum fyrir því að ég er enn að spila handbolta er að þetta er áskorun sem gaman er að takast á við.“ Björgvin Páll komst snemma í gang á mótinu og segir að það hafi verið afar mikilvægt. „Að fá þessa góðu tilfinningu fyrir markvörsl- unni skiptir miklu máli. Æfinga- leikirnir fyrir mót gengu upp og ofan en ég átti von á að þetta myndi smella í mótinu því vörnin okkar er háð því að það séu miklar tilfinn- ingar og ákveðin geðveiki í gangi. Þegar hún kemur er auðvelt að fylgja með.“ Hann segist vilja halda sér stöð- ugum með því að verja minnst 12-14 skot í leik. „Það hefur gengið vel í fyrstu þremur leikjum okkar á mótinu.“ Eins og fífl í fótbolta Þegar illa gengur lætur Björgvin stundum öllum illum látum inni á vellinum. Hann sparkar og kýlir markrammann og fékk til að mynda tiltal frá dómara á mótinu eftir slíka uppákomu. Björgvin þagði en gaf honum illt auga á móti. „Tilfinningar eru stór hluti af mínum leik – hvort sem þær eru neikvæðar eða jákvæðar. Þegar illa gengur á ég það til dæmis til að vera ósanngjarn við samherj- ana. Það gleymist þá bara eftir leik,“ segir hann. „En tilfinningar eru hluti af þessu og það er erfitt að stjórna þeim bara í aðra áttina. Það verður að vera kveikt á þeim og það hjálpar manni að halda einbeitingu á stórmótum.“ Hann segir að það sé ekki þreytandi að takast á við þessar miklu sveiflur sem fylgja því að standa í handboltamarkinu, ekki síst fyrir tilfinningaveru eins og Björgvin Pál. „Nei, ég er svo rólegur utan vallarins að þetta jafnast út. Ég á góða konu sem heldur mér á jörð- inni og það er lítill æsingur í mér utan handboltans – og reyndar fót- boltans líka. Ég verð líka eins og fífl,“ sagði hann og hló. „Þegar ég var yngri var ég á útopnu allan daginn en ég hef náð að beina orkunni að handboltan- um og skilja þetta allt saman eftir inni á vellinum, hvort sem er á æfingum eða í leikjum.“ Hann segir að það eigi við um sig eins og aðra – það þýði ekk- ert að láta mótlætið fara með sig á stórmótum þar sem stutt er á milli leikja. „Þá er best að ofhugsa ekki hlutina og hengja sig ekki of mikið á einn leik, hvort sem það gekk vel eða illa í honum. Það þarf að jafna sig fljótt og vel á milli leikja, bæði líkamlega sem og andlega, sem er afar stór þátt- ur hjá markvörðum.“ Þekkir tékkensku skytturnar vel Ísland mætir Tékklandi í kvöld og þá mun mæða á Björgvini Páli að verjast stórskyttunum Filip Jicha, leikmanni Kiel, og Pavel Horak, sem er hjá Füchse Berlin. „Ég hef oft spilað gegn þeim báðum og við þurfum að halda þeim niðri til að vinna leik- inn. Tékkarnir hafa ekki komist almennilega í gang í þessu móti og ég vona að þeim takist það ekki á morgun því sigur mun tryggja okkur sæti í 16-liða úrslitunum. Þetta er því afar mikilvægur leik- ur.“ Konan heldur mér rólegum Björgvin Páll Gústavsson gerði sér enga grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem markverðir bera þegar hann valdi þá stöðu átta ára gamall. Hann segir erfi tt að skrúfa fyrir tilfi nningarnar– jákvæðar sem neikvæðar. HANDBOLTI Ísland mætir Tékklandi á HM í handbolta í kvöld. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir bæði lið en sér í lagi tékkneska liðið sem er úr leik með tapi. Strákarnir eru á góðu róli eftir jafntefli gegn Frökkum í gær og tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar og halda möguleikum sínum opnum á öðru eða þriðja sæti riðilsins. Tékkar hafa ekki verið sannfær- andi til þessa í keppninni en eins og Gunnar Magnússon, aðstoðar- þjálfari landsliðsins, segir hefur liðið endurheimt stórskyttuna Filip Jicha, leikmann Kiel, úr veikindum. „Nú verður hann ferskur þegar Tékkar eiga fjórða leik og það veit ekki á gott fyrir okkur,“ sagði Gunn- ar við Fréttablaðið í gær. „Engu að síður hafa Tékkar ekki spilað neitt svakalega vel í keppninni og við mætum fullir sjálfstrausts til leiks. Við verðum líka að athuga að þetta er úrslitaleikur fyrir okkur því ekki viljum við mæta Egyptalandi í síð- ustu umferð þar sem allt er undir. Það gæti endað illa.“ Gunnar segir að Tékkar leiti mikið í skyttur sínar í sóknar- leiknum og að það þurfi að stöðva, án þess þó að vera of berskjaldaðir fyrir línuspili Tékkanna. Frakkar leituðu grimmt inn á sinn línumann gegn Íslandi í fyrradag. „Tékkar hafa ekki verið að leita mikið inn á línuna en við megum ekki gleyma því að önnur lið leita að veikleikum okkar, rétt eins og við gerum í okkar undirbúningi. Við þurfum að finna jafnvægi í varnar- leiknum en fyrst og fremst að ein- beita okkur að því að spila vel sjálfir á alla kanta og mæta með fulla ein- beitingu. Leikmenn þurfa að átta sig á því að Frakkaleikurinn er búinn og að nú taki annar mikilvægur leikur við,“ segir Gunnar. - esá Einbeitingin þarf að vera í lagi Gunnar Magnússon hefur kortlagt Tékkana fyrir leikinn mikilvæga á HM í kvöld. BÚINN AÐ SKOÐA TÉKKA VEL Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EVA BJÖRK HANDBOLTI Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, vildi koma Dönum á óvart og ákvað því fyrir leik liðanna í fyrradag að breyta um varnarafbrigði. Ákvörðunina tók hann í rútu á leið heim á hótel af æfingu liðsins– aðeins nokkrum klukkustundum áður en leikurinn gegn Danmörku hófst. „Ég fékk þessa hugmynd og þá var það bara gert. Það gekk ágætlega og varð okkur alla vega ekki að falli. Við vildum koma þeim á óvart og ná þannig að lifa af fyrstu 20 mínútur leiksins. Það tókst og við komumst vel inn í hálfleikinn,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í gær. „Þetta er auðvitað stórhættulegt,“ játar hann og brosir. „Leikmenn geta ekkert sagt enda hafa þeir ekkert um þetta að segja. En ég held að þeir hafi verið nokkur sáttir við þetta og alltaf betra þegar svona hlutir ganga þokkalega upp.“ Leiknum lyktaði með jafntefli en úrslitin þýða að sigur gegn Argentínu og Sádi-Arabíu í síðustu tveimur um- ferðum riðlakeppninnar mun tryggja Þýskalandi sigur í hinum geysisterka D-riðli keppninnar. - esá Dagur Sigurðsson breytti um leikstíl liðsins skömmu fyrir leik FÉKK HUGMYNDINA Í RÚTUNNI Dagur á blaðamannfundi. FRÉTTABLAÐIÐ/EVA BJÖRK VAKNAÐI SÁTTUR EN ÞREYTTUR Björgvin Páll Gústavsson hefur staðið sig mjög vel á heims- meistaramótinu í Katar. FRÉTTABLAÐIÐ/EVA BJÖRK ÚRSLIT Á HM Í GÆR A RIÐILL Slóvenía - Brasilía 35 - 32 (19-18) Síle - Hvíta-Rússl. 23 - 34 (11-14) Katar - Spánn 25 - 28 (10-8) Stigin: Spánn 8, Katar 6, Slóvenía 6, Brasilía 2, Hvíta-Rússland 2, Síle 0. B RIÐILL Íran - Austurríki 26 - 38 (13-18) Bosnía - Túnis 24 - 27 (14-15) Makedónía - Króatía 26 - 29 (14-15) Stigin: Króatía 8, Makedónía 6, Austurríki 5, Túnis 3, Bosnía 2, Íran 0. LEIKIR DAGSINS C: Svíþjóð - Egyptaland kl. 16:00 C: Ísland - Tékkland kl. 18:00 C: Alsír-Frakkland kl. 18:00 D: Þýskaland - Argentína kl. 16:00 D: Pólland - Sádi Arabía kl. 16:00 D: Rússland-Danmörk kl. 18:00 visir.is Meira um leiki gærkvöldsins KÖRFUBOLTI Fjórtánda umferð Dominos-deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Stórleikur um- ferðarinnar verður í Skagafirðinum þar sem Tindastóll mætir ósigruðum Íslandsmeisturum KR. Vesturbæjarliðið er á toppnum með 26 stig, sex stigum á undan Stólunum. Þegar liðin mættust í Vesturbænum í þriðju umferð deildarinnar þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit, en eins og alltaf á tímabilinu hafði KR betur. Liðin mætast þriðja sinni annan dag febrúarmánaðar þegar þau eigast við í undanúrslitum bikarsins. Í öðrum leikjum kvöldsins tekur Grindavík á móti Stjörnunni í Röstinni, ÍR fær Njarðvík í heimsókn og Haukar heimsækja botnlið Fjölnis. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Toppliðin mætast á Sauðárkróki 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 8 -D 2 1 8 1 7 F 8 -D 0 D C 1 7 F 8 -C F A 0 1 7 F 8 -C E 6 4 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.