Fréttablaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 60
22. janúar 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 44 Við skoðuðum í þaula útsaumsspor og gúmmí ásamt því að pæla í abstrakt hug- myndum í kringum prjónalykkjuna. Magnea Einarsdóttir. ➜ Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru AmabAdamA, Bubbi og Dimma og Gusgus. Kaffihúsið Reykjavík Roasters opnar nýtt kaffihús í Brautar- holti í lok febrúar. Þar verður góð aðstaða fyrir kaffiáhugafólk að koma á vinnusmiðjuna #betra- kaffiheima. „Þetta verður mun stærra kaffi- hús og tekur mun fleiri í sæti en á Kárastígnum,“ segir Tumi Ferr- er, einn eigenda Reykjavík Roas- ters. „Það sem verður okkar helsta viðbót er kennsluaðstaðan sem við fáum, sem var það sem okkur vantaði. Þarna geta kaffiáhuga- menn komið á vinnusmiðjuna, hvort sem það er einstaklingur eða hópar og lært allt um kaffi. Fólk fær að leika sér með kaffi, upp- skriftir, aðferðir og leiðir nám- skeiðið svolítið sjálft,“ segir Tumi. Kaffinámskeiðið #betrakaffi- heima er þróað af þeim Þuríði Sverrisdóttir, sem er ein af eig- endunum, og Íris Neri Gylfadóttir kaffibarþjóni. „Þær þróuðu þessa vinnusmiðju eftir námsferð til Grikklands. Þær vildu brjóta upp þetta hefðbundna námskeiðsform með fyrirlestrum og sýna almenn- ingi skref fyrir skref hvað kaffi- heimurinn hefur upp á að bjóða,“ segir Tumi. Reykjavík Roasters hefur undan- farið skapað sér nafn í íslenska kaffibransanum, en starfsmenn rista og pakka öllu kaffi sjálfir. - asi Opna nýja kaffi vinnusmiðju Reykjavík Roasters opna nýtt kaffi hús og hafa bætt við sig kennsluaðstöðu. BETRA KAFFI Tumi og félagar hjá Reykja vík Roasters munu bjóða upp á flott kaffinámskeið á nýja staðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það sem verður okkar helsta viðbót er kennsluaðstaðan sem við fáum, sem var það sem okkur vantaði. Vandað 5 svæðaskipt pokagormakerfi. Minni hreyfing betri aðlögun. Steyptar kantstyrkingar. Hægt að endasnúa. Þykkt 30 cm. Slitsterkt og mjúkt bómullaráklæði. Val um fleiri en eina gerð af botni. Val um nokkrar gerðir af löppum. HEILSURÚMIÐ NÚ Á ÚTSÖLUVE RÐI! REYNIR heilsurúm Leggur grunn að góðum degi Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Opi› virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is 30% AFSLÁTTUR Reynir heilsurúm með Classic botni STÆRÐ FULLT VERÐ ÚTSÖLUVERÐ 120x200 119.900 kr. 83.930 kr. 140x200 139.900 kr. 97.930 kr. 160x200 169.900 kr. 118.930 kr. 180x200 190.900 kr. 133.630 kr. Aukahlutir á mynd: Gafl og ferkantaðar állappir. ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR! REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR | REYKJAVÍK | AKUREYR Góð svampdýna Breidd: 200 cm Dýpt: 120 cm Lingen svefnsófi Kr. 93.675 Fullt verð 124.900 25% AFSLÁTTUR LINGEN Grátt slitsterkt áklæði. Hönnuðir fatamerkisins MAGN- EA hafa hannað skartgripalínu í samstarfi við íslenska skart- gripamerkið Aurum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við hönnum skart- gripalínu undir þessu merki. Sig- rún, hinn hönnuðurinn hjá okkur, hefur þó ágæta reynslu af skart- gripahönnun með hönnunarteym- inu IIIF,“ segir Magnea Einars- dóttir, stofnandi MAGNEA, sem ásamt Sigrúnu Höllu Unnarsdótt- ur á heiðurinn af skartgripalín- unni. Hugmyndin að samstarf- inu kom eftir að Aurum sýndi afraksturinn af samstarfi við Mynd listar skólann í Reykjavík á Hönnunarmars í fyrra. „Við Magnea kennum báðar þar svo okkur datt í hug að þau væru opin fyrir samstarfi. Þetta gekk svo frekar hratt fyrir sig, enda eru þau fagmenn fram í fingurgóma hjá Aurum,“ segir Sigrún. Línan samanstendur af gróf- um og fínum útgáfum af háls- menum, hringum og eyrnalokk- um og er innblástur að línunni að mestu fenginn úr eldri hönnun frá merkinu MAGNEA. „Við skoðuð- um í þaula útsaumsspor og gúmmí ásamt því að pæla í abstrakt hug- myndum í kringum prjónalykkj- una. Það er svo yfirfærslan á þessum hráefnum í málm sem gefur línunni karakter,“ segir Magnea. Skartgripalínan er þó nokkuð frábrugðin því sem áður hefur komið frá Magneu. „Það er allt- af gaman að sjá hugmyndir sem eru hugsaðar í eitthvert ákveð- ið hráefni og tilefni yfirfært í annan miðil sem maður er óvan- ur að vinna með. Fatahönnun og skartgripahönnun eiga það sam- eiginlegt að þar er unnið út frá þrívíðum formum og líkamanum sjálfum, en stærðarmunurinn er auðvitað gríðarlegur svo það er hægt að segja að það sé helsti munurinn á því sem við höfum verið að gera,“ segja þær. Spurðar út í frekara samstarf með Aurum eða öðrum hönnuð- um útiloka þær það ekki. „Það er aldrei að vita. Það verður gaman að sjá viðbrögðin sem þessi lína fær og hvað gerist í framhald- inu af því. Okkur þykir virkilega gaman að vinna með öðrum hönn- uðum og höfum góða reynslu af því svo við erum opnar fyrir því.“ Línan, sem ekki hefur enn feng- ið nafn, verður frumsýnd í Aurum Bankastræti á Hönnunarmars og verður nánari tímasetning aug- lýst síðar. Að auki verður línan sýnd á Reykjavík Fashion Festi- val. adda@frettabladid.is Magnea hannar skart með Aurum Hönnuðir hjá MAGNEA gerðu nýja skartgripalínu í samstarfi við Aurum og er línan innblásin af gömlum útsaumssporum og prjónalykkjunni. GOTT TEYMI Þær Magnea Einars dóttir og Sigrún Halla Unnarsdóttir hjá MAGNEA hlakka til að frumsýna línuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Alltaf banani og kaffi. Það er mjög gott, sérstaklega ef það er mjólkur- kaffi.“ Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir, mynd- listarnemi MORGUNMATURINN „Kosningin hefur farið gríðarlega vel af stað. Þátttakan er mun betri en hún var í fyrra,“ segir Jóhann Örn Ólafsson, verkefnastjóri Hlustendaverðlaunanna. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær var atkvæðafjöldi kominn þó nokk- uð yfir 17 þúsund en kosningunni lýkur formlega á Vísi á sunnudag. Í fyrra voru Hlustendaverðlaun- in sameinuð í fyrsta sinn og segir Jóhann það fyrirkomulag koma vel út. Útvarpsstöðvarnar Bylgj- an, FM 957 og X-ið 977 standa á bak við verðlaunin. „Þetta tókst gríðarlega vel í fyrra. Það er mikið af þessari íslensku tónlist spilað á öllum stöðvum, en ekki öll íslensk tónlist. Þegar stöðvarnar eru sett- ar saman í ein verðlaun þá þarf að undirbúa kvöld sem höfðar til fjöl- breyttari hóps,“ segir Jóhann. Kynnar á hátíðinni verða þeir sömu og í fyrra, þau Sveppi og Saga Garðars. „Þau hafa ekki verið mikið að vinna saman sem kynnar en ætla að endurtaka leik- inn.“ Meðal þeirra sem koma svo fram á hátíðinni eru Amabadama, Bubbi og Dimma og Gusgus og Fleiri munu svo bætast í hópinn. Hlustendaverðlaunin verða veitt í Gamla bíói þann 6. febrúar og verða þau sýnd í opinni dagskrá á Stöð 2. - asi Meira en 17 þúsund atkvæði komin í hús Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin gengur vonum framar en atkvæðagreiðslu lýkur á sunnudaginn. KYNNAR KVÖLDSINS Þau Saga Garðars og Sveppi ætla að endurtaka leikinn frá því í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 7 -F 3 E 8 1 7 F 7 -F 2 A C 1 7 F 7 -F 1 7 0 1 7 F 7 -F 0 3 4 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.