Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 9. september 2013
Birtíngur rekur ritstjóra
n Halldóru Hagalín gert að vinna uppsagnarfrestinn
É
g hef náttúrulega góðan tíma
til að hugsa um hvað ég geri
næst enda gildir uppsagnar
fresturinn fram í október,“
segir Halldóra Hagalín, ritstjóri
tímaritanna Júlía og Heilsa. Henni
hefur verið sagt upp störfum eft
ir sjö ár hjá fyrirtækinu Birtíngi og
er gert að vinna út sinn uppsagnar
frest.
Halldóra hefur frá árinu 2009 rit
stýrt hinu vinsæla unglingatímariti
Júlía og séð um ritstjórn frítímarits
ins Heilsan frá árinu 2010 en um
þetta hefur hún að langmestu leyti
séð alein. Áður en hún tók við rit
stjórn hafði hún lengi unnið við
markaðsstörf hjá sama fyrirtæki.
„Þetta er ekkert í neinu slæmu
og reyndar hlakka ég til að prófa
eitthvað nýtt eftir öll þessi ár,“ segir
Halldóra. „Ég var í markaðsmálum
áður en ég fór í þetta og hef ekki
alveg gert upp hug minn hvort ég
leita aftur á þau mið eða reyni fyrir
mér á öðrum vettvangi einhvers
staðar.“
Halldóra segir ekkert athugavert
við að þurfa að vinna út uppsagnar
frest en oftar er reyndin sú að rit
stjórum blaða og tímarita er gert
að hætta samstundis þegar þeim er
sagt upp. „Það er allt í lagi, enda er
þetta lögum samkvæmt og ekkert
út á það að setja.“ n
B
ændasamtök Íslands þurfa
að afskrifa lán upp á rúman
milljarð króna sem veitt var
til dótturfélags samtakanna,
Hótel Sögu ehf. Þetta er álykt
un sem óhjákvæmilega er annað en
hægt að draga út frá orðum stjórnar
formanns samtakanna, Sigurgeiri
Sindra Sigurgeirssonar, þegar hann
er spurður um fjárhagslega endur
skipulagningu Hótel Sögu ehf. en fé
lagið á og rekur tvö hótel, Hótel Sögu
og Hótel Ísland í Reykjavík og aðra
starfsemi þeim tengda. „Liggur það
eiginlega ekki í augum uppi?“ segir
Sindri aðspurður um umrætt lán. Sig
urgeir er einnig stjórnarformaður
Hótel Sögu ehf.
Í ársreikningum Hótel Sögu ehf.
kemur fram að þetta lán sé víkjandi
gagnvart öðrum skuldbindingum Hót
el Sögu ehf. Þetta þýðir að aðrir kröf
uhafar Hótels Sögu eiga rétt á því að
leysa til sín félagið eða eignir þess upp
í skuldir áður Bændasamtökin reyna
að fá eitthvað upp í kröfur sínar.
DV greindi frá því á föstudaginn
að Hótel Saga ehf. rambaði á barmi
gjaldþrots vegna himinhárra skulda
umfram eignir: Í lok síðasta árs námu
eignir félagsins 2,6 milljörðum króna á
meðan skuldirnar námu 5,8 milljörð
um. Í blaðinu var einnig greint frá því
að viðræður um fjárhagslega endur
skipulagningu Hótel Sögu ehf. færu nú
fram við lánardrottna félagsins, meðal
annars Arion banka. Út frá frétt DV
mátti ljóst telja að afskrifa þyrfti stór
an hluta af skuldum félagsins þar sem
það væri ekki rekstrarhæft.
Endurskipulagning og afskriftir
Eftir að DV birti fréttina um erfiða
skuldastöðu Hótel Sögu ehf. sendu
Bændasamtökin tilkynningu til
blaðsins þar sem kom fram að búið
væri að ganga frá fjárhagslegri endur
skipulagningu félagsins í samvinnu
við kröfuhafa þess. Staða Hótel Sögu
ehf. hefur verið afleit í nokkur ár og má
til dæmis nefna að þegar eignir Kaup
þings sáluga voru færðar yfir í Nýja
Kaupþing eftir hrunið 2008 voru lánin
til félagsins færð niður um 50 prósent.
Nauðsyn fjárhagslegrar endur
skipulagningar Hótel Sögu ehf. hefur
því legið fyrir lengi. Orðrétt sagði í til
kynningunni frá Hótel Sögu: „Hót
el Saga ehf. og Bændasamtök Íslands
hafa frá því í byrjun árs 2010 átt í
samningaviðræðum um fjárhagslega
endurskipulagningu Hótels Sögu ehf.
við kröfuhafa félagsins. Í ágúst síð
astliðnum skrifuðu Hótel Saga ehf.,
Bændasamtök Íslands og Arion banki
hf. undir viljayfirlýsingu um fjárhags
lega endurskipulagningu sem miðar
að því að tryggja rekstrarhæfi félagsins
og styrkja eiginfjárstöðu þess. Gert er
ráð fyrir því að gengið verði frá lausum
endum á næstu vikum.“
Gefur ekki upp afskriftir
Sigurgeir vill ekki gefa upp nákvæm
lega hversu miklar afskriftir Hót
el Saga ehf. mun fá frá kröfuhöfum.
„Nei, ég vil ekkert gefa upp fyrr en
þessu er lokið,“ segir hann, en líkt og
fram kemur í tilkynningunni frá Hót
el Sögu þá er gert ráð fyrir að geng
ið verði endanlega frá fjárhagslegri
endurskipulagningu félagsins á
næstu vikum. Ljóst er hins vegar að
þær hlaupa á milljörðum króna þar
sem eiginfjárstaðan er neikvæð um
meira en þrjá milljarða – ólíklegt er að
eiginfjárstaða félagsins verði ennþá
látin vera neikvæð eftir þessu endur
skipulagningu því þá telst félagið vart
rekstrarhæft.
Sigurgeir segir að fjárhagslega
endurskipulagningin miði að því að
gera Hótel Sögu ehf. rekstrarhæft en
það hefur alls ekki verið það vegna
skulda síðastliðin ár, líkt og segir í árs
reikningi félagsins í fyrra. „Óvissa er
um rekstrarhæfi félagsins, fjárhags
staða félagsins er slæm og er eigið fé
í efnahagsreikningi í árslok neikvætt.
Rekstur félagsins skilar ekki nægu
fjármagni til að félagið geti staðið við
gerðar skuldbindingar og takist að
varðveita allar eignir sínar. Skilmálar
í lánasamningum félagsins eru því
brostnir.“
Samningar félagsins við lánar
drottna munu þó væntanlega tryggja
framtíð þess, ef marka má tilkynn
inguna frá Hótel Sögu ehf. og orð Sig
urgeirs. n
Bændasamtökin
afskrifa milljarðslán
n Fjárhagsleg endurskipulagning Hótel Sögu felur í sér milljarðaafskriftir
„Liggur það
eiginlega
ekki í augum uppi?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Segir afskrift ljósa
Sigurgeir Sindri segir
nokkuð ljóst að afskrifa
þurfi lán sem Bænda-
samtökin veittu Hótel
Sögu ehf.
Sagt upp Halldóra Hagalín er
bjartsýn á framtíðina og hlakk-
ar til að prófa eitthvað nýtt.
Vopnafjörður
vill Vatns
mýrarflugvöll
„Með flutningi Reykjavíkurflug
vallar, til að mynda til Keflavíkur,
mun ferðatími verða svo langur
og ferðakostnaður það mikill að
óásættanlegt væri að sækja opin
bera þjónustu með sama hætti
og nú er gert til Reykjavíkur. Enn
fremur yrði með slíkri aðgerð tek
in of mikil áhætta með sjúkra
flug til höfuðborgar,“ segir meðal
annars í nýrri ályktun Hrepps
nefndar Vopnafjarðarhrepps, þar
sem hún lýsir yfir stuðningi við
undirskriftasöfnun til stuðnings
flugvelli í Vatnsmýrinni. Hrepps
nefndin mælist til þess að ríkis
valdið, Reykjavíkurborg og lands
byggðin öll standi sameiginlega
vörð um það að flugsamgöngur til
höfuðborgarinnar verði síst verri
hér eftir sem hingað til.
Efast um
lögmæti
ríkisstyrkja
Félag hópferðaleyfishafa tel
ur styrki ríkisins til Strætó bs.
ólöglega og hefur sent inn
anríkisráðuneytinu og Eftir
litsstofnun EFTA formlega
kvörtun. Félagið krefst þess
að ríkisstyrkjunum verði hætt
þar eð þeir séu ólögmætir,
eins og áður greinir, og drepi
niður frjálsa samkeppni á
sviði almenningssamgangna.
Björn Jón Bragason er fram
kvæmdastjóri félagsins. „Ég
tel brýnast af öllu að það verði
undið ofan af þessari allsherjar
þjóðnýtingu hópferðaflutn
inga sem hefur verið að eiga
sér stað síðustu ár. Það skiptir
gríðarlega miklu máli á þessum
tímum þar sem það er mikil
hagræðingarkrafa í opinberum
rekstri. Hér er hægt að spara
mjög mikið,“ segir Björn í sam
tali við Vísi.
Facebook
veldur
fjarlægð
Facebook
getur dregið
úr hæfileik
um fólks til að
mynda náin
tengsl við
annað fólk.
Þetta er með
al niðurstaðna
Guðmundar
Árna Ísberg, sem hann setur fram
í nýrri bók sinni, Í nándinni – inn
lifun og umhyggja. En það er ekki
bara samskiptasíðan vinsæla sem
hefur þessi slæmu áhrif heldur er
hún einungis ein birtingarmynd
hinnar hröðu tæknialdar sem við
lifum á. Hraði og óhóflegar kröfur
trufla nútímamanninn mjög mikið
og gerir okkur stressuð og streita
minnkar hæfni okkar til að upplifa
nánd, að mati Guðbrands.