Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Blaðsíða 16
„Ljótar töLur“ D æmi eru um að matvara hafi hækkað um 28 pró­ sent á síðustu tveimur árum en þetta kemur í ljós við könnun sem DV hefur gert. Blaðinu barst strimill úr Bónus frá júlí 2011 sem var notaður til að bera saman verðið í dag og þá. Blaða­ maður fór í verslanir Bónuss dagana 4. og 5. september og keypti sömu vörur og voru keyptar árið 2011. Dæmi um 28 prósenta hækkun Við samanburð á verði kom í ljós að matvara hefur hækkað töluvert á þessum tveimur árum. Mesta hækk­ unin var á fjölkornabrauði frá Myll­ unni en árið 2011 kostaði það 159 krónur en í dag er það á 205 krón­ ur sem gerir 28,9 prósenta hækkun. Hangikjötið frá Búrfelli hefur hækk­ að um rúmt 21 prósent og SS pyls­ ur 10 í pakka hafa hækkað um 19,2 prósent á þessu tímabili. Þær fóru úr 578 krónum í 689 krónur. Mills kavíar hækkaði um 17,4 prósent en hann fór úr 339 krónum í 398 krón­ ur. Sömu hækkun mátti finna á Bón­ us túnfisksalati en árið 2011 kostaði það 195 krónur en er nú á 229 krón­ ur. Tvær vörur hafa lækkað í verði. Það eru annars vegar bananar en kílóverð á þeim er nú 7 prósentum lægra en það var fyrir tveimur árum. Þá var kílóverð fyrir 1. flokks ban­ ana 257 krónur en er nú 239 krónur. Bónus bygg flatkökur hafa lækkað um 5,5 prósent. Laun hækka minna Meðalhækkunin á þessum vörum á tveggja ára tímabili er 13,3 prósent en til gamans má geta þess að launa­ vísitalan, sem segir til um hækkun á meðal talsgrunni, hefur einungis hækkað um 11,7 prósent á sama tímabili. Bensínverð hefur hækkað um 6,3 prósent en í júlí 2011 var lítrinn á 240 krónur en er nú á 255 krónur. Neysluvísitalan, sem er algengasti mælikvarði á verðbólgu, hefur hækk­ að um 8,9 prósent á síðustu tveimur árum. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Ís­ lands þá eyddi meðalfjölskyldan um 93.000 krónum í mat og drykk árið 2011. Sé miðað við að meðalhækk­ unin sé 13,3 prósent má gera ráð fyrir að matarkarfa meðalfjölskyldunnar sé komin í 105.000 krónur á mánuði og hefur því hækkað um 12.000 krón­ ur á tveimur árum. Það gera 144.000 krónur sem fjölskyldan þarf að borga aukalega fyrir mat á ári. Óskiljanleg hækkun Haft var samband við Jóhannes Gunnarsson, formann Neytenda­ samtakanna, sem segist ekki skilja þessa hækkun. „Í flestum tilfell­ um eru þetta innlendar vörur og gengis þróun gefur því ekkert tilefni til svona lagaðs. Ég geri þá kröfu að framleiðendur eða seljendur geri hreint fyrir sínum dyrum og skýri út hvernig þeir réttlæti slíka hækkun. Þarna eru dæmi um yfir 20 prósenta hækkun sem er óskiljanlegt ef mað­ ur skoðar gengi krónunnar.“ Hann tekur sem dæmi verð­ hækkunina á Mills kavíar sem er norsk vara. „Ef maður skoðar sölugengi norsku krónunnar árið 2011 og 2013 sér maður að íslenska krónan hefur styrkst gagnvart þeirri norsku. Þetta stingur mann og mað­ ur krefst skýringa af hálfu þeirra sem hafa með þessa vöru gera.“ Neytendur hafi tekið á sig stóran skell árið 2008 þegar krónan hrundi en fái svo ekki að njóta þess þegar krónan styrkist. Það sem hann leggur til, og það sem Neytendasamtökin hafa kallað eftir, er að það komi til útreikninga á vísitölu heildsöluverðs. Þannig væri hægt að sjá betur hver það er sem hækkar verðið. „Þá sjáum við hvort það sé framleiðandi/heildsali eða verslunin sjálf sem er að hækka sína álagningu. Á meðan við höfum ekki þessa vísitölu þá er ekki hægt að greina hvert hækkunin á rót sína að rekja.“ Aðspurður hvort slík vísitala sé væntanleg segir hann það vera pólitíska ákvörðun að láta Hagstof­ una reikna hana út. Það hafi verið rætt en ekkert gert í því. Að lokum bendir hann á að þetta sé sérstaklega vont fyrir þau heim­ ili sem skrimta á lágum launum. Erfiðleikar þeirra við að ná endum saman verða enn meiri fyrir vikið. n algengt verð 254,6 kr. 251,6 kr. algengt verð 254,4 kr. 251,4 kr. höfuðborgarsvæðið 254,3 kr. 251,3 kr. algengt verð 254,6 kr. 254,6 kr. algengt verð 258,9kr. 254,9 kr. Melabraut 25 254,4 kr. 251,4 kr. Eldsneytisverð 8. september Bensín DísiLoLía 16 Neytendur 9. september 2013 Mánudagur Kalla eftir leiguhúsnæði n stjórnvöld þurfa að bretta upp ermar segja neytendasamtökin í ítrekun sinni N eytendasamtökin ítreka kröfu sína um að stjórnvöld sjái eignalausu fólki og leigj­ endum fyrir viðráðanlegum kostum í húsnæðismálum. Frá þessu er greint á heimasíðu sam­ takanna. Þar segir að að undanförnu hafi verið mikil umræða um skort á leiguhúsnæði hér á landi auk þess að leiga hafi hækkað mjög. Með hliðsjón af vaxandi eftirspurn eftir leiguhúsnæði á sama tíma og fram­ boðið er lítið sé ekki að undra að húsaleiga hafi hækkað verulega. Neytendasamtökin hafi nú ítrekað kallað eftir auknu framboði á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum og þannig hafi þing Neyt­ endasamtakanna, sem haldið var á haustdögum 2010, kallað eftir því að leigumarkaðurinn yrði efldur og að valkostir heimilanna í húsnæðis­ málum yrðu fleiri en nú er. Auk þess hafi sambærileg krafa ver­ ið samþykkt á þingi Neytendasamtak­ anna sem haldið var haustið 2012. Þar hafi verið bent á að „eftir efnahags­ hrunið 2008 ráða stórir hópar fólks hvorki við markaðsleigu á húsnæði né greiðslubyrði sem byggist á mark­ aðskjörum. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá eignalausu fólki og leigjendum fyrir viðráðanlegum kostum í húsnæð­ ismálum.“ Samtökin segja afar ríka þörf á því að leigjendum standi til boða öruggt lang­ tímaleiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Ekki verði annað séð en að vilji stjórnvalda, og allra flokka, standi til þess að gera leigu að raunhæfum valkosti en því miður hefur ekkert enn gerst í þessum efnum. Því er krafan nú ítrekuð og ætlast Neytendasamtökin til þess að stjórnvöld, bæði ríkisvaldið og sveitarfélög, bretti nú upp ermarnar og láti verkin tala því þörfin sé mikil. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Strimill úr Bónus frá 2011 borinn saman við verðið í dag n 28% hækkun Niðurstöður þessarar könnunar DV eru í samræmi við könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á matvöru í ágúst en þá kom í ljós að verð hefur hækkað mikið frá könnun sem gerð var í júní 2012. Miklar verðhækkanir voru í öllum vöruflokkum hjá öllum verslunum og nánast allar vörurnar sem bornar voru saman höfðu hækkað í verði. Þá leiddi könnun ASÍ í ljós að verð hafi oftast hækkað hjá Fjarðar- kaupum eða á 28 af 34 vörum sem til voru í báðum mælingum. Krónan hækkaði verð á 26 vörum af 33. Nettó hækkaði verðið á 25 vörum af 35, Bónus á 24 af 31 og Nóatún á 22 af 33. Verslanirnar Hag- kaup og Samkaup-Úrval hafa oftar lækk- að verð en hækkað á umræddu tímabili. Hagkaup hefur oftast lækkað verð í samanburðinum eða á 20 vörum af 39 og Samkaup-Úrval lækkaði og hækkaði verð næstum jafn oft í samanburðinum. Nánari upplýsingar um verðkönnun verð- lagseftirlitsins má sjá á heimasíðu ASÍ. Miklar verðhækkanir Matarkarfan 2011 borin saman við 2013 Matarkarfan Hefur hækkað töluvert frá 2011. Jóhannes Gunnarsson, formaður neytendasamtakanna Segir þetta ljótar tölur að sjá. Skrýtin en einföld húsráð Sykur við hiksta og vodka við táfýlu Það eru til ógrynni af húsráðum við hinum og þessum kvillum. Hér má finna nokkur óvanaleg sem mætti prófa: Vodka Við táfýlu Ef þú þjáist af þrálátri táfýlu strjúktu þá þvottapoka sem bleyttur hefur verið í vodka yfir fæturna. Í vodk­ anu er alkóhól sem er bakter­ íudrepandi og þurrkar húðina. Þannig drepur það bakteríur sem framkalla slæmu lyktina auk þess sem það þurrkar upp rakann sem bakteríurnar þrífast í. Jógúrt Við andfýlu Rannsóknir sýna að lifandi gerlar í jógúrt minnka magn baktería sem valda andremmu. Góðu bakteríurnar í jógúrt yfirtaka munninn og gera hann að óvistlegum stað fyrir slæmu bakteríurnar. Munnskol Við áblæstri Hið hefðbundna munnskol sem er bakteríudrepandi getur haft áhrif á áblástur. Bleyttu bómullarpúða með munnskolinu og settu á áblástur­ inn þrisvar sinnum á dag þar til hann þornar upp og hættir að valda óþægindum. Ólífuolía Við exemi Ólífu­ olía er full af andoxunarefnum sem virka vel á bólgur vegna exems. Hún er mjög rakagefandi og inniheldur ekki efni sem geta ert húðina. Nuddaðu olíunni á ex­ emið til að koma í veg fyrir þurrk. Eins má löðra olíunni á viðkvæma staði og vefja inn í plastfilmu til að hafa yfir nótt. Sykur Við hiksta Ef þú kyngir teskeið af sykri getur það stoppað þrálátan hiksta. Sykur­ inn er talinn slaka á vöðvum í þindinni sem valda hiksta. iPod Við háum blóð- þrýstingi Með því að hlusta á rétta tónlist 30 mínútur á dag getur þú dregið úr of háum blóðþrýstingi. Negull Við skurðum Stráðu neguldufti á sár og skurði til að koma í veg fyrir sýkingu. Í negulnum er mikið af efn­ inu eugenol sem virkar bæði sem bakteríudrepandi og verkjastillandi. Húsnæðismál Mikill skortur er á leiguhúsnæði á viðráðan- legu verði. MynD siGtryGGur ari Vörutegund 2011 2013 Hækkun/lækkun SS 1944 kjötbollur 649 kr. 719 kr. 10,8% SS1944 Kindabjógu 559 kr. 649 kr. 16,1% MS léttmjólk 1,5 L 163 kr. 174 kr. 6,7% MS skyr grape 500 gr 268 kr. 308 kr. 14,9% Mills kavíar 190 gr. 339 kr. 398 kr. 17,4% Kók 0,5L 125 kr. 145 kr. 16,0% Búr hangiálegg 143gr. 395 kr. 479 kr. 21,2% Myllan fjölkornabrauð 159 kr. 205 kr. 28,9% Bónus salat m/ túnfiski 195 kr. 229 kr. 17,4% SS hungangsskinka 120 gr. 375 kr. 439 kr. 17,0% Bónus bygg flatkökur 179 kr. 169 kr. -5,5% SS pylsur 10 stk. 578 kr. 689 kr. 19,2% Bananar kílóverð 257 kr. 239 kr. -7,0% samtals: 5.480 kr. 4.842 kr. 13,3% Launavísitalan 409 kr. 458 kr. 11,7% Bensínverð 240 kr. 255 kr. 6,3% Vísitala neysluverðs án húsnæðis 379,9 413,8 8,9%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.