Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Blaðsíða 18
18 Sport 9. september 2013 Mánudagur
Aníta Hinriksdóttir tilnefnd
n Hægt að kjósa á netinu um helstu vonarstjörnurnar í frjálsum íþróttum
Í
slendingar geta lagt sitt lóð á
vogarskálarnar og haft áhrif á
hvort hlaupastjarnan Aníta Hin-
riksdóttir verður valin mesta
vonarstjarnan í frjálsum íþróttum
í Evrópu 2013. Nú stendur yfir á
netinu könnun Evrópska frjáls-
íþróttasambandsins um frjáls-
íþróttakeppendur ársins sem og
vonarstjörnur ársins og þar er
Aníta okkar í hópi ellefu annarra
frjálsíþróttamanna sem koma til
greina.
Árið hefur verið Anítu afar gott
og nafn hennar orðið vel þekkt
meðal landsmanna eftir að hún
setti heims- og Evrópumet í 800
metra hlaupi í unglingaflokki fyrr
í sumar en hún bætti enn fremur
Norðurlandameistaratitlum í það
safn auk þess sem Aníta bætti Ís-
landsmet sitt í greininni verulega.
Leikur lítill vafi á að Aníta er eitt-
hvert mesta efni sem fram hefur
komið í frjálsum íþróttum hér-
lendis.
Hægt er að kjósa á Face-
book-síðu Evrópska frjálsíþrótta-
sambandsins, Facebook.com/
EuropeanAthletics, og færa þar
Anítu eitt atkvæði hver. Hafa skal í
huga að „like“ verður síðuna til að
komast inn í kosningakerfið sjálft.
Ekki dugar að skrifa nafn hennar í
Facebook-gluggann eins og margir
hafa misskilið að því er virðist.
Eðli málsins samkvæmt eru
keppinautar hennar í flokki bjartra
vonarstjarna engir aukvisar í frjáls-
um íþróttum. Þar má finna allar
nýjustu stjörnurnar í bæði karla-
og kvennaflokki og allt fólk sem
sýnt hefur framúrskarandi árangur
á stærri mótum.
Þar eru til að mynda tilnefndir
sænski spretthlauparinn Irene
Ekelund og sænski spjótkastarinn
Sofi Flinck sem eru að Anítu frá-
talinni einu norrænu keppend-
urnir sem komast á blað að þessu
sinni. n
Aníta Hinriksdóttir
Hægt er að gefa henni atkvæði
í keppninni um skærustu nýju
frjálsíþróttastjörnu Evrópu.
Mynd Sigtryggur Ari
Mata sáttur
Knattspyrnuspekingar velta mikið
fyrir sér hvernig standi á því að
Spánverjinn Juan Mata, sem
óumdeilanlega lék fantavel fyrir
Chelsea á síðustu leiktíð, hafi
fengið takmörkuð tækifæri eftir að
Jose Mourinho tók við taumum.
Mourinho sjálfur var sagður hafa
óskað eftir því strax að bæði Fern-
ando Torres og Juan Mata yrðu
seldir þegar hann tók við liðinu
en hann hefur aldrei staðfest það
opin berlega. Þó ætti Mata sérstak-
lega að smellpassa inn í þann fót-
bolta sem Mourinho vill að lið sitt
spili. Sjálfur segist Mata ánægður
hjá liðinu og sé ekki á förum eitt
né neitt en hann þarf að spila mun
meira ef sú ánægja á ekki að fara
dvínandi.
Tryggja Baines
Stjóri Everton, Roberto Martinez,
hyggst tryggja að varnarjaxlinn
Leighton Baines fari ekkert á
næstunni eftir að Manchester
United gerði tvívegis boð í kapp-
ann áður en gluggi til leikmanna-
kaupa lokmaði fyrir viku síðan.
United varð ekki sú kápan úr
klæðinu enda þykir Baines
ómissandi hjá Everton og veikir
liðið verulega ef hann er ekki
með. Nú fær hann nýjan og feitan
samning vegna hollustu sinnar að
því er sagt er en Martinez segir að
Baines sé í sínu allra besta formi
og verðskuldi betri samning á
þessum tímapunkti. Nýr samning-
ur tryggir þó líka að Everton fær
mun meira fyrir Baines ef annað
og betra tilboð berst á næstunni.
Algjör hneisa
Varnarjaxlinn Rio Ferdinand hjá
Manchester United er ekkert að
skafa utan af því þegar kemur að
áliti hans á þeim vaxandi fjölda er-
lendra leikmanna sem spila í ensku
úrvalsdeildinni. Hann kallar það
hreina og beina hneisu hversu fáir
enskir leikmenn nái fótfestu í efstu
deild og tók sem dæmi viðureign
Manchester City við Newcastle fyrr
á leiktíðinni en þar voru aðeins þrír
Englendingar af 22 leikmönnum á
vellinum. Ferdinand ekki sá fyrsti
sem hefur af þessu áhyggjur en
margir kenna slælegu gengi enska
landsliðsins um mikinn skort á
frambærilegum knattspyrnumönn-
um í landinu en mikið hefur verið
rætt um hversu fáir innlendir ná
frama nú orðið eða fá tækifæri með
toppliðum í úrvalsdeildinni.
Í
slenskt landslið í heimsmeistara-
keppninni í knattspyrnu? Hversu
ótrúlega og fjarstæðukennt sem
það kann að hljóma er stað-
reyndin sú, eftir jafntefli Íslands
gegn Sviss á föstudaginn, að nái liðið
að sigra landslið Albaníu á Laugar-
dalsvellinum á morgun er Ísland í
raun í kjörstöðu til að ná öðru sæti
í sínum riðli en það sæti þýðir um-
spilsleik um þátttökurétt á HM í
Brasilíu á næsta ári. Góð ástæða til
að fjölmenna á völlinn sem aldrei
fyrr.
Einn leikur, tvær flugur
Margir landsleikir gegnum tíðina hafa
þótt mikilvægir þá og þá stundina en
fullyrða má að landsleikurinn gegn
Albaníu sé með þeim allra mikilvæg-
ustu sem landslið okkar hefur leikið.
Í húfi er ekki bara kjörstaða í undan-
riðlinum heldur og tækifæri til að
ná forskoti á landslið Albana sem er
jafnt Íslandi að stigum þegar aðeins
þrír leikir eru eftir. Þeir þrír leikir sem
landsliðið á eftir eru heima gegn Al-
baníu á morgun og sömuleiðis gegn
Kýpur á Laugardalsvellinum í næsta
mánuði áður en haldið verður til
Óslóar þar sem síðasti landsleikurinn
í þessum undariðli fer fram gegn Nor-
egi. Norðmenn sitja eins og stendur í
hinu eftirsótta öðru sæti en efstir eru
Svisslendingar og telja margir fullvíst
að landslið þeirra vinni riðilinn þó
það sé fjarri því öruggt. Svisslendingar
eiga tiltölulega erfiða landsleiki eftir
og mæta Norðmönnum á morgun í
Ósló. Jafntefli þar, ef Ísland sigrar í sín-
um leik, þýðir að Ísland verði í öðru
sætinu. Sama verður uppi á teningn-
um tapi Norðmenn.
Sex stig gætu dugað
Eins og sést á meðfylgjandi töflu er
hægt að halda því fram að Ísland
eigi auðveldari leikir eftir en bæði
Norðmenn og Svisslendingar. Við
eigum eftir að mæta Kýpur sem situr
langneðst í riðlinum og skýr hlýtur
krafan að vera um sigur á heima-
velli gegn þeim. Vinnist svo sigur
á Albönum í þokkabót rýkur Ís-
land í sextán stig í riðlinum áður
en kemur að lokaleiknum í Noregi.
Ekki er ólíklegt að sá landsleikur
verði hreinn úrslitaleikur um annað
sætið í riðlinum að öllu eðlilegu en
þó Ísland hafi tapað 1–0 í Ósló í síð-
ustu viðureign þessara landsliða þar
í landi hefur landsliðið átt í fullu tré
við Norðmennina síðastliðin ár eins
og 2–0 sigur Íslands í fyrri viðureign
þessara landsliða í riðlinum sýndi
fram á. n
Alla leið til Brasilíu
n Sjaldan meiri möguleikar en þú n Sex stig í viðbót gætu dugað
Staðan í riðlinum
1. Sviss 7 4 3 0 12:5 15
2. Noregur 7 3 2 2 9:7 11
3. Albanía 7 3 1 3 7:7 10
4. Ísland 7 3 1 3 12:13 10
5. Slóvenía 7 3 0 4 9:10 9
6. Kýpur 7 1 1 5 4:11 4
Á réttri leið Lars Lagerbäck, landsliðs-
þjálfari Íslands, kemst í sögubækurnar
takist honum að koma karlalandsliðinu á
HM. Mynd Sigtryggur Ari
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is
Magnað andartak
Jóhann Berg jafnar metin
gegn Sviss á föstudaginn
og er vitaskuld afar vel
fagnað. Hvað gerir hann
gegn Albönum?
Mynd rEutErS
Næstu leikir
Leikir Íslands
Ísland - Albanía (H)
Ísland - Kýpur (H)
Noregur - Ísland (Ú)
Leikir Sviss
Noregur - Sviss (Ú)
Albanía - Sviss (Ú)
Sviss - Slóvenía (H)
Leikir noregs
Noregur - Sviss (H)
Slóvenía - Noregur (Ú)
Noregur - Ísland (H)