Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Blaðsíða 11
Ræðan fjallar fyrst og fremst um það að tengjast Allah í gegnum hans mesta sköpunarverk, náttúr- una. „Eina leiðin til að skynja Allah er í gegnum sköpunarverk hans, eða innra með okkur. Friðsælasti staðurinn til þess að skynja Allah er náttúran sjálf,“ segir hann og bendir á að með því að fara út í sveit sé hægt að losna við stress- ið í borginni og gleyma vandræðum sínum og vandræðum sem mað- ur er með í huganum, stríð og aðrar þjáningar mannsins. Eftir um tuttugu mínútna erindi beinir hann tali sínu að börnunum og mikilvægi þess að kynna trúna fyrir þeim. Aðeins þannig sé hægt að tryggja öryggi þeirra, þegar veru- lega á reynir muni trúin hjálpa þeim að takast á við vandamál en ekki að- eins menntun þeirra eða peningar. Krjúpa fyrir Guði „Ég ætla ekki að hafa þetta langt í dag,“ segir Ólafur og lokum og stígur niður úr pontu. Seinna viðurkennir Ólafur í samtali við blaðamann að hann vilji helst ekki leiða bæna- stundina því honum finnist hann ekki hafa nægilega þekkingu og tungumálakunnáttu til þess. „Ég er ekki samtalshæfur í arabísku en ég les kóraninn og skil þessi hug- tök,“ útskýrir hann. „Þeim finnst það kostur að ég sé Íslendingur og mér er sagt að ég hafi nógu mikla þekk- ingu til þess að gera þetta. Þannig að ég reyni bara að tala um það sem ég veit.“ Muezzinn hefur söng sinn á ný og mennirnir standa upp, raða sér upp á gólfinu sem er þakið grænum mottum með mynd af mosku, öxl í öxl og mynda tvær raðir fyrir aftan Ólaf sem leiðir bænina. Hann lyftir upp höndum og seg- ir Allahu Akbar, og þeir allir á eft- ir. Þá leggja þeir hendur að brjósti sér og fara með fyrsta kafla Kórans- ins á arabísku, lyfta aftur upp hönd- um og endurtaka sönginn Allahu Akbar, allir saman. Allir sem einn beygja sig niður þar sem þeir standa og reisa sig síðan aftur við áður en þeir fara niður á hnén og krjúpa á bæn þannig að þeir leggja ennið að jörðu. Vanalega er þetta endurtekið fjórum sinnum en á föstudögum er það aðeins gert tvisvar, þar sem þá er skylda að mæta í mosku og reynt er að hafa bænina stutta svo menn þurfi ekki að vera lengur frá vinnu en þörf krefur. Það eru þó nokkrir sem bæta hinum tveimur skiptun- um við, annaðhvort fyrir eða eftir bænastundina. Eldar fyrir einstæðinga Þegar athöfninni er lokið sitja nokkrir eftir og skiptast á kveðjum. Á einu borði liggja fjölmörg eintök af Kóraninum sem félagið fékk ný- verið sent frá Sádi-Arabíu, en slík- ar sendingar eru yfirfarnar áður en þeim er dreift til félagsmanna. Í hill- um eru einnig raðir bóka með gyllt- um bryddingum, þar eru Kóraninn og alls konar helgirit eða „tabsír“ eins og það kallast, ritskýringar og frásagnir af spámanninum í tuttugu bindum. Aðrir ganga fram í eldhús og setj- ast þar í sófa, annaðhvort til þess að spjalla eða snæða. Ein konan í hópnum hefur borið kjúklingarétt á borð fyrir þá sem vilja. Hún kem- ur frá Egyptalandi og hefur lagt það í vana sinn að elda fyrir mennina í moskunni því hún veit að sumir þeirra eru einstæðingar og búa við bág kjör hér á landi. Annars tíðkast það einnig að koma með mat í moskuna ef erfiðleikar steðja að fjölskyldu, veik- indi eða annað, í von um að beðið sé fyrir henni. En það á ekki við í þessu tilviki. Á meðan þeir sitja hér að snæð- ingi, ungur maður frá Marokkó, sem hefur verið ár á Íslandi en er strax farinn að tala tungumálið, annar frá Jórdaníu, sem hefur verið hér í fimm ár og talar íslensku reiprennandi, ásamt félögum, sínum situr formað- ur félagins við lítið borð í miðju her- berginu og lærir arabísku af kokkin- um. Vinur hans er að fara að giftast egypskri konu og vill læra að ávarpa fjölskyldu hennar á frummálinu og þarf því að læra að skála á arabísku og annað slíkt, sem er ekki gefið að íslenskir múslimar kunni þó að þeir geti lesið sig í gegnum Kóraninn á arab ísku. Hjarta safnaðarins Einn úr hópnum kveður. „Sjáumst við ekki í kvöld?“ spyr formaðurinn. Þeir koma gjarna saman í mosk- unni á kvöldin til þess að spjalla, spila borðtennis eða borða saman. Eins og Ólafur bendir á er moskan ekki aðeins bænahús múslima held- ur er hún einnig samkomustaður og hjarta safnaðarins. „Fólk hefur frjálsar hendur varðandi það hvern- ig það nýtir moskuna.“ Gagnrýnin snýst að verulegu leyti um það að moskan geti auðveld- lega orðið að rót hins illa ef múslim- ar safnast þar saman eftirlitslausir, segir hann og tekur undir það að auðvitað geti það alls staðar gerst að moska sé misnotuð. Hann bendir einnig á að hér á landi séu illdeilur ekki liðnar í samfélagi múslima og ef einhver komi fram með vafasamar hugmyndir séu þær þaggaður niður undir eins. „Kjarninn í starfseminni eru miðaldra karlmenn sem vilja lifa í sátt og samlyndi við aðra. Við höldum mikið upp á það hvað það er friðsamlegt og gott að vera á Ís- landi og bendum á að þannig viljum við hafa það. Moskan er mikilvæg til þess því þar getum við haft taum á strákum sem gætu orðið fyrir áhrifum af ein- hverju bulli. Fyrir okkur er islam lífs- stíll og trúarbrögð en ekki pólitík.“ Flestir eru farnir og við lát- um þetta verða lokaorðin í dag. Blaðamaður tekur niður slæðuna, hengir hana á fatastand frammi og kveður. n Á bæn með múslimum Á Íslandi Fréttir 11Mánudagur 9. september 2013 n Mikilvægasta bæn vikunnar n Um 30 karlar koma saman n Konurnar afsíðis n Formaðurinn vill rjúfa aðskilnaðinn n Moskan mikilvægur samkomustaður Múslimar á Íslandi Leiðir bænina Ólafur Halldórsson er fyrsti Íslendingurinn sem leiðir bænastund múslima hér á landi. Ræðan fór fram á íslensku, ensku og arabísku og fjallaði um það hvernig hægt er að tengjast Allah með öðrum hætti í náttúruunni. „Við höldum mik- ið upp á það hvað það er friðsamlegt og gott að vera á Íslandi og bendum á að þannig vilj- um við hafa það. Á Íslandi eru tvö skráð trúfé- lög múslima á Íslandi, Fé- lag múslima á Íslandi og Menningarsetur múslima á Íslandi. Bæði félögin eru skip- uð súnní-múslimum, sem eru um 90 prósent múslima heimsins, en skipta má upp í marga ólíka hópa. Líkt og kristni, búddismi, hindú- ismi og fleiri trúarbrögð er islam ekki einsleit trúarbrögð. Sía- múslimar eru stærsti hópur þeirra sem eru ekki súnní-múslimar, en ekki er vitað til þess að þeir séu starfandi hér á landi. Eitt óskráð trúfélag múslima erstarfandi á landi en það er fá- mennt félag amadía-múslima, sem telja að annar spámaður hafi komið fram á eftir Múhammeð og áréttað orð hans. Félag múslima á Íslandi var formlega stofnað árið 1997 en rætur þess má rekja aftur til ársins 1984 þegar fámennur hópur múslima hér á landi fór að koma saman til bænahalds í aðstöðu sem hópurinn kom sér upp. Árið 2008 varð klofningur í fé- laginu sem varð til þess að allstór hópur fór út úr því og stofnaði Menningarsetur múslima á Ís- landi. Ástæðan fyrir klofningnum var margþætt en múslimar á Ís- landi eru af ýmsum þjóðernum. Í nágrannalöndum eru trúfé- lög múslima mörg og mótuð af bakgrunni þeirra sem þar starfa. Það er ekki sjálfgefið að múslim- ar sem koma frá einu landi eigi samleið með múslimum frá öðru landi þar sem menningaráherslur eru aðrar og jafnvel túlkun þeirra á trúnni. Félag múslima á Íslandi vill hins vegar starfa í svipuðum anda og Þjóðkirkjan, þar sem allir eru velkomnir og hafa jafnan rétt. Félag múslima á Íslandi legg- ur einnig áherslu á sjálfstæði sitt gagnvart öðrum trúarhópum á meðan Menningarsetur múslima myndaði tengsl við erlenda aðila, meðal annars samtök í Svíþjóð sem hafa tengsl við Sádi-Arabíu og fjármögnuðu kaup á Ýmishús- inu árið 2012. Þar hefur Menn- ingarsetrið komið sér upp mosku. Það eru því tvær starfandi moskur á Íslandi í dag. Í Félagi múslima á Íslandi er enginn starfandi imam heldur er sá sem hefur mesta reynslu hverju sinni fenginn til þess að leiða bænastund. Menningarsetrið hefur hins vegar fengið imam frá Egyptalandi sem hefur masters- gráðu í íslamskri guðfræði frá ein- um elsta háskóla Egyptalands. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.