Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Blaðsíða 17
Þ að getur verið sóun á tíma að reyna að ná tökum á fjár- hagnum og útgjöldunum ef þú hefur ekki tök kaup- gleði þinni. Það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir að þeir þjáist af kaupfíkn þar sem innkaup eru hluti af hversdagsleikanum. Það getur verið erfitt að greina á milli þess sem er eðlilegt verslun- armynstur og þess að vera haldinn fíkn. Hér er próf sem þú getur tekið sem sýnir hvort þú ættir jafnvel að leita þér aðstoðar við kaupfíkn. 1 Hugsanir þínar snúast að mestu eða öllu leyti um kaup og að skipu- leggja næsta búðarleiðangur. 2 Þú verslar eða eyðir um of til að láta þér líða vel, til að upp- lifa vímu eða fá útrás. 3 Þú kaupir hluti sem þig vantar ekki og átt ekki fyrir án þess að hugsa um afleiðingarnar. 4 Þú bara verður að eignast þessa hluti. 5 Þú hefur, án árangurs, reynt að ná tökum á kaupgleði þinni. 6 Þú verslar þegar þú ert leið/ur, reið/ur, hrædd/ur, einmana eða finnur fyrir tómleikatilfinningu. 7 Þú finnur fyrir eirðarleysi og pirringi þegar þú getur ekki farið í búðir. Þú finnur fyrir hræðslu þegar þú hefur farið að versla og misst tökin. 8 Þú lýgur eða hagræðir sann-leikanum um hve mikið þú keyptir og hvað það kostaði. 9 Þú fjarlægir verðmiða og fel-ur kvittanir fyrir því sem þú kaupir. 10 Þú felur kreditkorta-, reikn-inga- og lánayfirlit og annað sem segir til um fjárhag þinn til að forðast ágreining um eyðslu þína. 11 Þú átt erfitt með að muna hve mikið þú keyptir og hvað það kostaði. 12 Þú manst ekki með hverjum þú varst eða hvar þú varst. 13 Þú upplifir skömm, samvisku-bit eða ert ringluð/ringlaður vegna þess sem þú keyptir. 14 Kaupgleði þín og eyðsla hefur slæm áhrif á sambandið við þína nánustu og vinnufélaga. 15 Þú eyðir miklum tíma í að færa peninga á milli reikninga og að fá yfirdrátt eða aukapening til að eyða. 16 Þú gerist sek/ur um saknæmt athæfi, stelur úr vinnunni, tekur pening úr sparibaukum barnanna, falsar undirskriftir, stelur, og svo fram- vegis, til að fjármagna eyðsluna. Ef þú hefur svarað já við þremur eða fleirum af spurningunum getur það verið merki um að þú eigir við kaupfíkn að stríða. Þeir sem telja sig eiga við vanda að etja ættu að byrja á því að leita til sálfræðings sem get- ur metið stöðuna. n Neytendur 17Mánudagur 9. september 2013 Hreint vatn gæti aukið líkur á Alzheimers n Niðurstaða breskra vísindamanna Þ eir sem búa við hrein- læti og hreint drykkjarvatn eiga meiri hættu á að fá Alzheimers. Þetta eru niður- stöður breskra vísindamanna við Cambridge-háskólann. Fjallað er um þetta í The Telegraph en þar seg- ir frá rannsókn við háskólann þar sem skoðuð voru Alzheimerstilfelli í 192 löndum. Vísindamennirn- ir komust að því að sjúkdómurinn er algengari í löndum þar sem fólk býr almennt við gott hreinlæti. Þá benda þeir til dæmis á England og Frakkland en þar eru níu prósent fleiri með Alzheimers samanbor- ið við meðaltalið. Í Kenía og Kam- bódíu, þar sem einungis helm- ingur landsmanna hefur aðgang að hreinu drykkjarvatni, eru mun færri tilfelli Alzheimers. Vísinda- mennirnir tengja þetta við hina svokölluðu hreinlætiskenningu en samkvæmt henni er tenging á milli þess að við komumst lítið í tæri við bakteríur, vírusa og sníkjudýr og hve viðkvæm við erum orðin fyrir ýmsum sjúkdómum, svo sem of- næmi og sjálfsónæmissjúkdóm- um. Þeir telja að nú megi bæta Alz- heimerssjúkdóminum í þann hóp. Aðrir vísindamenn segja að þrátt fyrir að rannsóknin taki mið af því að fólk lifi almennt lengur í vestrænum löndum þá sé ekki tekið tillit til þess að þar sé betri aðstaða til að greina sjúkdóma. Þeir setja því spurningarmerki við niður- stöðurnar. n gunnhildur@dv.is Meginmarkmiðið er að kaupa Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur fjallar um kaupfíkn á síðu sinni kolbrun.ws. Þar segir hún að sá sem er haldinn kaupfíkn telji sér trú um að hann vanti það sem hann langar í eða að hann muni vanta það síðar. Hann telji sér trú um að þetta og hitt sé sniðugt að eiga eða að það væri nú gaman að gefa þetta eða hitt. Meginmarkmiðið sé að kaupa. Hún listar upp hugsanir sem tengjast þessu: n Ef ég kaupi þetta ekki, kaupir einhver annar það. n Ef ég kaupi þetta ekki mun ég bara sjá eftir því síðar. n Ef ég kaupi þetta ekki mun ég ekki geta hætt að hugsa um það. n Ég verð að fara í búðir, það gæti verið eitthvað þar sem mig langar í og einhver annar kaupi það á undan mér. Einkenni kaupfíknar n Margir átta sig ekki á einkennum n Ert þú kaupfíkill? n Taktu prófið Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Kaupfíkn Kaupfíklar upplifa stundum skömm og samviskubit vegna þess sem þeir kaupa. Alzheimerssjúkdómurinn Heilasjúkdómur sem hrjáir aðallega eldra fólk. Sveppaklakar Eigir þú sveppi í ísskápnum sem eru að renna út á tíma er óþarfi að henda þeim. Settu þá frekar á pönnuna og steiktu þá örsnöggt. Blandaðu smá vatni saman við og jafnvel smá af kryddteningi. Settu blönduna í klakabox og þá ertu komin/n með sveppateninga. Þegar þeir eru frosnir þá er gott að taka þá úr boxinu, setja þá í plast- poka eða box og geyma í frystin- um. Næst þegar þú ætlar að búa til súpu, sósu eða aðra svepparétti getur þú náð í einn tening og sett hann út í. Heimagerður bökunarpensill Hafir þú týnt penslinum þínum eða hreinlega átt ekki einn getur þú útbúið einn slíkan. Á hus-raad. dk er uppskrift að heimagerðum pensli sem er vel hægt að nota. Þar segir að vefja skuli smá bút af eldhúsrúllubréfi utan um gaffal. Því er svo dýft í olíuna, smjörið, eggið eða hvað það er sem þú ert að nota og penslar því þannig á matvælin. Einfalt og gott ráð. Lexus-bifreiðar innkallaðar Neytendastofu hefur borist til- kynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 121 bifreið af gerðinni Lexus RX400h. Á síðu stofnunarinnar segir að ástæðan sé möguleg bilun í afriðli/áriðli. Bilunin lýsi sér í að gaumljós kvikni í mælaborði og vélin missi afl og geti í versta falli stoppað í akstri. Jafnframt segir að viðkom- andi bifreiðareigendur muni fá sent bréf eða haft verði samband við þá símleiðis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.