Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Blaðsíða 13
E
inn umtalaðasti þjóðar-
leiðtogi heims um þessar
mundir er Bashar al-Assad
Sýrlandsforseti. Assad sem
fagnar 48 ára afmæli sínu
á miðvikudag hefur stjórnað Sýr-
landi í rúm þrettán ár, eða síðan
faðir hans, Hafez Assad, lést sum-
arið 2000. Mikill þrýstingur hefur
verið á Assad undanfarin miss-
eri að segja af sér embætti vegna
þess hörmungarástands sem ríkir
í landinu. Borgarastyrjöld geisar og
liggur Assad undir ásökunum að
hafa beitt efnavopnum í úthverfi
Damaskus í síðasta mánuði með
skelfilegum afleiðingum. DV skoð-
aði feril Assads Sýrlandsforseta.
Lýðræðislegra Sýrland
Óhætt er að segja að Sýrlendingar
hafi verið vongóðir um betri tíma
þegar Assad tók við embætti alda-
mótaárið 2000. Hafez al-Assad
hafði stýrt landinu í tæp 30 ár en
var langt því frá óumdeildur leið-
togi. Hann var gagnrýndur fyrir
harðræði og fyrir að brjóta á mann-
réttindum þegna sinna en þrátt
fyrir það ríkti ákveðinn stöðugleiki
í landinu. Hans helstu hugðarefni
voru að endurheimta Gólanhæð-
ir, land sem Ísraelsmenn yfirtóku í
sex daga stríðinu árið 1967. Friðar-
umleitanir skiluðu engum árangri
og var Hafez gagnrýndur harð-
lega fyrir þvermóðsku sína og að
vilja ekki semja um frið. Allt kom
fyrir ekki og enn ríkir spenna milli
Ísraels og Sýrlands.
„Ég mun gera mitt allra besta
til að leiða Sýrland til framtíðar og
standa undir þeim væntingum sem
fólkið gerir til mín,“ sagði Bashar
al-Assad í jómfrúrræðu sinni sem
forseti Sýrlands þar sem hann lof-
aði nútímalegra og lýðræðislegra
Sýrlandi. Bashar er kvæntur Ösmu
Assad sem er fædd í Sýrlandi en
með breskt ríkisfang. Þau gengu
í hjónaband árið 2000 og saman
eiga þrjú börn; 11 ára, 9 ára og 8
ára.
Nám í augnlækningum
Bashar al-Assad útskrifaðist úr
læknadeild háskólans í Damaskus
árði 1988 og fékk í kjölfarið vinnu
sem læknir hjá hernum. Fjórum
árum síðar lagði hann land undir
fót og hélt til Englands þar sem
hann nam augnlæknisfræði í
Lundúnum. Hann var kallaður
heim til Sýrlands þegar hann fékk
hörmulegar fregnir af eldri bróð-
ur sínum, Basil, sem hafði látist
í bílslysi. Segja má að slysið sé
ástæða þess að Bashar al-Assad sé
í dag Sýrlandsforseti enda var Basil
ætlað að taka við af Hafez þegar
hann léti af embætti. Honum var
því í raun aldrei ætlað að verða for-
seti Sýrlands.
„Áratugurinn sem
fór til spillis“
Eftir að Basil lést vann Bashar ýmis
opinber störf fyrir Sýrland og sá
meðal annars um málefni Sýrlands
gagnvart Líbanon. Eins og áður
segir voru Sýrlendingar almennt
bjartsýnir þegar Bashar al-Assad
tók við embætti forseta þó sumir
væru uggandi yfir áframhaldandi
valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Á
opinberri vefsíðu forsetans kemur
fram að í valdatíð hans hafi hann
leyft fjölmiðlum að starfa frjálsum
í landinu, einkareknir háskólar
hafi verið opnaðir og hann hafi
barist gegn og upprætt spillingu í
stjórnkerfinu. Mat margra er þó að
Bashar al-Assad hafi komið þjóð
sinni að litlu gagni. Mannréttinda-
vaktin (e. Human Rights Watch)
lýsti fyrsta áratugnum undir stjórn
Assads sem „áratugnum sem fór til
spillis“. Þannig hafi fjölmiðlum síð-
ur en svo verið gefinn frjáls taumur
heldur hafi þeir verið undir hæl yf-
irvalda, forræðishyggja hafi aukist
og eftirlit og ritskoðun á netsíðum
verið áberandi. Þá hafi fangelsi ver-
ið full af stjórnarandstæðingum.
Ætlar að deyja í Sýrlandi
Þann 15. mars árið 2011 fór þó að
halla verulega undan fæti þegar
mótmæli gegn Sýrlandsstjórn
hófust fyrir alvöru. Mótmælin
komu í kjölfar hins svokallaða ar-
abíska vors, mótmælaöldu sem
hófst í Mið-Austurlöndum í lok árs
2010. Mótmælendur kölluðu eftir
afsögn forsetans, lýðræðislegra og
réttlátara þjóðfélagi og endalokum
Ba‘ath-flokksins sem ráðið hefur
ríkjum í landinu frá 1963.
Í stað þess að hlusta á mótmæl-
endur barðist Assad gegn þeim af
mikilli hörku og notaði stjórnar-
herinn til að berja mótmælin á bak
aftur. Þessi ákvörðun var í raun
olía á eldinn. Síðar það sumar
var Frelsis her Sýrlands stofnaður,
hópur sem barist hefur hatramm-
lega gegn stjórn Sýrlands. Assad
hefur haldið því fram að meðlimir
Frelsishersins svífist einskis, þeir
séu hryðjuverkamenn sem séu
fjármagnaðir af erlendum aðilum.
Hefur Assad ekki sýnt nein merki
um að hann muni gefast upp og
láta af stjórn. „Ég er Sýrlendingur.
Ég er fæddur í Sýrlandi og ætla að
lifa og deyja í Sýrlandi,“ sagði hann
við Russia Today í nóvember 2011.
Var strítt af stóra bróður
Í umfjöllun CNN um Assad er rætt
við tvo menn sem unnu náið með
Assad en hafa nú snúið baki við
honum. Annar þeirra, Abdel Halim
Khaddam, fyrrverandi varaforseti,
segir að Assad hafi oft verið strítt
illa af bróður sínum. „Basil stríddi
honum mikið þegar hann var barn.
Faðir þeirra veitti Basil miklu meiri
athygli.“ Rifaat er frændi Bashars
al-Assads en hann yfirgaf Sýrland
árið 1984 eftir misheppnaða valda-
ránstilraun. Hann kynntist frænda
sínum ágætlega þó hann hafi að-
eins þekkt hann þegar hann var
barn. „Hann er mjög ólíkur föður
sínum. Hafez var leiðtogi og yfir-
maður en Bashar virtist aldrei ætla
að verða sannur leiðtogi eins og
faðir hans – hann virtist ekki passa
í þann ramma,“ segir hann.
Khaddam segir að Bashar sé
„grimmur“ en samt einkenni hann
ákveðin óákveðni. „Vandamál-
ið er að hann hlustar á allt og alla
en er fljótur að gleyma. Þú kannski
ræðir ákveðið málefni við hann um
morguninn en um kvöldið kem-
ur önnur manneskja með aðra
skoðun og þá skiptir hann líka um
skoðun. Hann fylgir í raun engri
pólitískri hugmyndafræði heldur
tekur ákvarðanir sem henta hags-
munum hans hverju sinni.“ Hann
segir að þetta eigi líka við í barátt-
unni gegn uppreisnarmönnum og
það sé á hreinu hver taki ákvarðan-
ir um hverja skuli drepa og á hvern
skuli ráðist. „Bashar al-Assad og
enginn annar. Hann gefur út skip-
anir um að það eigi að gera allt til
að kæfa byltinguna. Hann er um-
kringdur nánum bandamönnum
sem ráðleggja honum, en hann
ákveður.“
Eftir meira en tveggja ára ofbeldi
og yfir hundrað þúsund dauðsföll
hafa margir stuðningsmenn stjórn-
arinnar misst trúna á að Assad geri
þær umbætur sem hann lofaði –
meðal annars um nýja stjórnarskrá
– og vilja að hann fari frá völdum.
Langur tími gæti þó liðið áður en
sú von rætist. n
Fréttir 13Mánudagur 9. september 2013
n Bróðir Assads átti að verða forseti en lést í bílslysi n Lýst sem eiginhagsmunasegg
Var ekki ætlað
að verða forseti
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
„Hann er
umkringdur
nánum banda-
mönnum sem ráð-
leggja honum, en
hann ákveður
Enn við völd Halim Khaddam,
fyrrverandi varaforseti Sýrlands,
segir að Assad fylgi í raun engri
pólitískri hugmyndafræði. Hann
taki einungis ákvarðanir sem henta
honum og hans hagsmunum.
Fylgt til grafar Bashar al-Assad sést hér fylgja föður sínum, Hafez Assad, til grafar en
hann lést árið 2000.