Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Blaðsíða 8
Börn í kulda
og myrkri
8 Fréttir 9. september 2013 Mánudagur
n Leigjendur án rafmagns og hita í þrjá sólarhringa vegna skulda eigenda
V
ið vorum að koma heim
með nýfætt barn þegar
rafmagnið og hitinn fór af
öllu húsinu. Þetta var mjög
erfitt fyrir okkur,“ segir ung
móðir sem búsett er í skrifstofuhús-
næði í Hamraborg 7 í Kópavogi,
í samtali við DV. Hiti og rafmagn
var tekið af húsinu í byrjun síðustu
viku vegna vangoldinna reikninga
eigenda og kom ekki aftur á fyrr en
undir lok vikunnar. Um það bil 30
manns, að mestu frá Póllandi og
Eystrasaltslöndunum, búa í her-
bergjum hússins en því hefur verið
breytt í einhvers konar íbúðahótel.
Félagið sem á húsið heitir Um-
boðsverslunin Vista ehf. Eigendur
þess félags eru þeir þeir Sigurður
Helgi Sighvatsson, Sighvatur Sig-
urðsson og Róbert Þór Sighvatsson,
fyrrverandi landsliðsmaður í hand-
bolta. Sigurður Helgi hafnar því
að þeir beri ábyrgð gagnvart leigj-
endunum vegna rafmagnsleysis-
ins. Hann vísar á fyrri eigendur sem
hann segir að hafi ekki borgað reikn-
inga Orkuveitunnar á sínum tíma.
Annar íbúi hússins, Kristof Frej
frá Póllandi, segir fólki hafa verið of-
boðið: „Fólk var mjög reitt og hitt-
ist hér í myrkrinu frammi á gangi og
ræddi málin.“
Ljósmóðir gráti nær
Á meðal íbúa hússins eru ung hjón
með nýfætt barn og eins árs gamlan
son. Móðirin sem blaðamaður DV
ræddi við býr með eiginmanni sín-
um og börnum í 30 fermetra her-
bergi í húsinu. Hún, rétt eins og
aðrir íbúar, hafði samband við lög-
regluna en lítil hreyfing komst á
hlutina fyrr en ljósmóðir kom á vett-
vang. „Henni brá mjög við að sjá í
hvaða aðstæðum við vorum og hafði
samband við bæjaryfirvöld.“
Ljósmóðirin sem ekki vill láta
nafns síns getið segist aldrei hafa
séð annað eins: „Ég hef heimsótt
hundruð fjölskyldna og hef bara
aldrei séð neitt í líkingu við þetta.
Ég ég var bara gráti nær. Fólk er að
borga morðfjár fyrir að búa við fá-
ránlegar og ömurlegar aðstæð-
ur. Svo eru þau þarna í algjöru raf-
magnsleysi svo dögum skiptir og
geta ekkert farið. Þau eru bara eins
og í fangabúðum þarna.“
Íbúarnir reyndu að hafa sam-
band við eigendur húsnæðisins
strax á fyrsta degi rafmagnsleysisins
en það reyndist snúið vegna tíðra
eigendaskipta. Sumir náðu ekki í
eigendur og aðrir fengu að eigin
sögn þau skilaboð að þeir gætu bara
flutt ef þeim líkaði ekki húsakostur-
inn. Íbúarnir þurftu því að dúsa í
myrkrinu áfram eða þangað til ljós-
móðirin hafði samband við barna-
verndaryfirvöld en þá fyrst komst
hreyfing á málið.
Skíthrætt og hágrátandi barn
Fljótlega eftir að málið kom inn á
borð barnaverndaryfirvalda kom
rafmagn á húsið. Margar fjöl-
skyldurnar lentu í miklum vandræð-
um vegna rafmagns- og hitaleysis
og bitnaði það þá eins og gefur að
skilja sérstaklega á yngstu börnun-
um. Ljósmóðirin lýsir aðstæðunum
svona: „Þegar ég kom um morgun-
inn hafði lekið úr ísskápnum yfir
nóttina og litla barnið var skíthrætt
og hágrátandi. Mjólkin var ónýt og
önnur matvara að skemmast. Þetta
var bara hreinn viðbjóður og þau
runnu þarna í vatninu og gátu ekki
einu sinni þurrkað vegna þess að
það lak stanslaust úr ísskápnum.“
Hjónin með ungbarnið, sem
fæddist 30. september síðastliðinn,
greiða 65 þúsund krónur í leigu fyr-
ir herbergið en þau segjast hafa ver-
ið búin að greiða leiguna fyrir þenn-
an mánuðinn rétt eins og aðrir íbúar
hússins. Þau eins og margir aðr-
ir í húsinu eru farin að hugsa sér til
hreyfings. „Eigandinn sagði alltaf að
þetta myndi komast í lag bráðum en
svo gerðist ekki neitt. Við þurftum
að kaupa nýjan mat á hverjum degi
af því að allt skemmdist jafnóðum.“
Fólk hittist í myrkrinu
„Svona á ekki að fá að viðgangast á
21. öldinni,“ segir Valentina Kislo
frá Lettlandi en hún býr í 30 metra
herbergi með eiginmanni sínum og
eins árs dóttur. Leiguherbergin eru á
annarri og þriðju hæð húsnæðisins.
Þau voru upphaflega hönnuð sem
skrifstofur en síðar breytt þannig að
hægt væri að leigja þau út sem her-
bergi. Valentina, sem hefur undan-
farin ár starfað í kjötvinnslu eins
og eiginmaður hennar, segir fjöl-
skylduna vera að leita að nýju hús-
næði. Það sé þó erfitt að finna eitt-
hvað vegna hás verðs á hinum
almenna leigumarkaði.
Kristof Frej er strætóbílstjóri en
hann var að gera dóttur sína klára
í skólann þegar blaðamann bar að
garði. Hann lýsti rafmagnsleysinu
dagana á undan með svipuðum
hætti og aðrir íbúar hússins. „Fólk
var mjög reitt og hittist hér í myrkr-
inu frammi á gangi og ræddi málin.“
Hann segir fjölskylduna hafa
brugðið á það að fara út og borða þar
sem ekki hafi verið hægt að geyma
neinn mat í ísskápnum. „Þetta var
svo sem í lagi fyrir okkur fullorðna
fólkið en alls ekki gott fyrir börnin
sem gátu ekki fengið mjólk
og þannig.“ Kristof er að leita
sér að annarri íbúð eins og
aðrir viðmælendur blaðsins
sem búsettir eru í húsinu.
Vísar á fyrri eigendur
Núverandi eigendur
hússins hjá Umboðsversl-
uninni Vista ehf. keyptu
húsið í lok júlí með það að
markmiði að selja það aft-
ur. Sighvatur Sigurðsson
einn eigenda Vista ehf.
vildi ekkert tjá sig um mál-
ið þegar DV hafði samband
og skellti á blaðamann
áður en hann gat borið
upp spurningu sína. Sigurður Helgi
Sighvatsson, annar eigenda Vista,
vísar allri ábyrgð á bug og segir fyrri
eigendur bera ábyrgð á rafmagns-
leysinu, þar sem þeir hafi stofnað til
skuldar við Orkuveituna.
„Það var félag í þrotum sem átti
húsnæðið og Orkuveitan var ekki að
skilja á milli gamals eigenda, nýrra
eigenda, og verðandi eigenda,“ segir
Sigurður í samtali við DV. Húsið í
Hamraborg 7 er í miðju söluferli en
væntanlegir kaupendur eru Golden
Circle Apartments ehf. Kaupin höfðu
ekki ennþá gengið í gegn þegar þessi
grein var skrifuð.
Sigurður gefur lítið fyrir málið og
segir algengt að félög sem fari í þrot
greiði ekki rafmagnsreikningana
sína. Þegar hann er spurður út í það
hvort hann sem núverandi eigandi
hússins beri ekki ábyrgð gagnvart
leigjendunum segir hann: „Það er fé-
lag í þrotum sem ber ábyrgð á þessu.
Það er bara það sem er í gangi.“
Ábyrgðin hjá eigendunum
„Sveitarfélagið er ekki með neinar
reglur sem gefa því heimildir til
þess að fylgjast með leigusamning-
um,“ segir Arna Schram, upplýsinga-
fulltrúi Kópavogsbæjar, þegar hún
er spurð út í það
hvort og þá hvern-
ig eftirliti bæjarins
með leiguíbúðum
sé háttað. Hún seg-
ir ábyrgðina fyrst
og síðast liggja hjá
þeim sem eiga hús-
næðið.
Arna segir að
það geti verið erfitt
fyrir sveitarfélag
eins og Kópavogsbæ
að beita sér í slíkum
málum. „Hversu
langt á sveitarfélagið
eða hið opinbera að
stíga inn í ef fólk vill
fara inn í húsnæði
sem er ömurlegt? Á
þá sveitarfélagið að koma og reka
fólk út? Þetta er auðvitað líka spurn-
ing um sjálfsákvörðunarrétt og ann-
að. Þannig að þetta er mjög vand-
meðfarið.“ n
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Vont fyrir börnin
Strætóbílstjórinn
Kristof Frej segir raf-
magnsleysið hafa bitn-
að verst á börnunum í
húsinu. Hér sést hann
með dóttur sinni Nataliu
í 30 fermetra herbergi
sem fjölskyldan leigir.
Myndir Sigtryggur Ari„Þegar ég kom
um morguninn
hafði lekið úr ísskápn-
um yfir nóttina og litla
barnið var skíthrætt og
hágrátandi.
Skrifstofuhúsnæði Skrifstofuhúsnæði í Hamraborg hefur verið breytt í einhvers konar
íbúðahótel. Rafmagns- og hitalaust var í húsinu í þrjá sólarhringa í síðustu viku vegna
vangoldinna reikninga eigenda.
Í myrkrinu Íbúar hússins voru í myrkrinu í þrjá sólarhringa og vissu margir hverjir ekki hvert þeir áttu að snúa sér.