Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Side 4
Árni og Hallbjörn græddu 726 milljónir Högnuðust vel Þeir Árni og Hallbjörn högnuðust vel á hlutabréfum sínum í Högum í fyrra en félagið sem heldur utan um hlutabréfin græddi 726 milljónir króna. 4 Fréttir 11. september 2013 Miðvikudagur Brást við fréttaflutningi n Seðlabankinn sendi kæru í Samherjamálinu aftur til saksóknara S eðlabanki Íslands virðist hafa brugðist við fréttaflutningi DV af málum Samherja á mánu­ daginn með því að senda kæru í meintu brotamáli fyrirtækis­ ins aftur til sérstaks saksóknara þá um morguninn eftir að blaðið kom út. Í DV á mánudaginn kom fram að embætti sérstaks saksóknara hefði sent kæru sem Seðlabanki Íslands sendi til embættisins aftur til baka til frekari úrvinnslu og að því væri mál­ ið nú í höndum Seðlabankans. Um helgina var, með öðrum orð­ um, ekkert sem benti til annars en að kæra væri nú hjá Seðlabanka Ís­ lands sem gæti betrumbætt hana eft­ ir atvikum og lagfært þau atriði sem embætti sérstaks saksóknara setti út á. Strax um morguninn á mánu­ daginn sendi Seðlabanki Íslands hins vegar frá sér tilkynningu þess efnis að kæran hefði verið send aftur, betrumbætt, til embættis sérstaks saksóknara. Því er málið nú aftur komið til hans. Málið er nokkuð vandræðalegt fyrir Seðlabanka Íslands því það hef­ ur áður gerst að kærur frá bankanum í meintum gjaldeyrisbrotamálum hafi ekki verið teknar til rannsóknar og að viðkomandi mál hafi verið látin niður falla hjá embættinu. Þetta var til dæmis raunin í máli sem tengd­ ist fjárfestinum Heiðari Má Guðjóns­ syni og fjárfestingafélagi hans, Úrsus. Líkt og fram hefur komið marg­ sinnis í fjölmiðlum snýst rannsóknin á Samherja um meint gjaldeyrislaga­ brot fyrirtækisins í útflutningi á fiski frá Íslandi. n ingi@dv.is n Eiga 2,2 milljarða króna og skulda ekki neitt V iðskiptafélagarnir og vinirnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson græddu tæplega 726 milljónir króna inni í eignarhaldsfélagi sínu, Hagamel ehf., í fyrra. Þetta kemur fram í árs­ reikningi félagsins sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra fyrir nokkrum dögum. Ársreikn­ ingurinn var samþykktur á stjórnar­ fundi í félaginu þann 30. ágúst síð­ astliðinn. Þeir Árni og Hallbjörn eiga félagið að tveimur þriðju hlutum en hinn þriðjunginnn á Sigurbjörn Þorkelsson í gegnum félag sitt, Capi­ tal ehf. Félagið sem heldur utan um hlut þeirra Árna og Hallbjörns heitir Vogabakki ehf. Í skýrslu stjórnar var ekki gerð tillaga um greiðslu arðs til hluthafa þrátt fyrir þennan góða hagnað. Einn stærsti hluthafi Haga Þeir Árni og Hallbjörn efnuðust mjög þegar þeir seldu hlutabréf í Húsasmiðjunni til Baugs árið 2005. Kaupverðið er talið hafa numið rúmlega tveimur milljörðum króna en það hefur aldrei verið gefið upp opinberlega. Næstu árin á eftir héldu þeir að sér höndum í íslensku viðskiptalífi og segir sagan að þeir hafi ávaxtað fjármuni sína erlendis meðan góðærið og hrunið gekk yfir. Eftir hrunið komu þeir Árni og Hallbjörn hins vegar inn í íslenskt viðskiptalíf og keyptu hlutabréf í smásölukeðjunni Högum eftir að félagið hafði lent í fanginu á Arion banka vegna skulda eignarhalds­ félagsins 1998 ehf. við bankann. Hagar eiga og reka verslanir eins og Bónus, Hagkaup, Útilíf og fleiri. Smásölukeðjan er sú stærsta á Ís­ landi. Hagamelur ehf. heldur utan um þessi hlutabréf þeirra í dag, samtals 8,2 prósent hlutafjár í Hög­ um. Í ársreikningi félagsins kemur fram að fjárfestingin í hlutabréfun­ um í Högum hafi numið rúmlega 1.300 milljónum króna. Þetta kaup­ verð var greitt með greiðslu hluta­ fjár inn í félagið upp á þessa upp­ hæð. Engar skuldir Í ársreikningi Hagamels kemur fram að eignarhlutur þess er í Hög­ um er metinn á rúmlega 2,2 millj­ arða króna. Á móti þessum eignum eru nánast engar skuldir – ein millj­ ón króna. Þeir Árni og Hallbjörn skuldsettu því ekki félagið þegar hlutabréfin í Högum voru keypt og eiga þeir því bréfin skuldlaust ásamt Sigurbirni. Miðað við að kaupverð bréfanna hafi verið rúm­ lega 1.300 þúsund krónur á sínum tíma, árið 2011, þá sést að hluta­ bréfin í Högum hafa hækkað í verði um nærri því einn milljarð króna á rúmlega tveimur árum. Í ársreikningnum er tekið fram að félagið hafi, auk Hagabréfanna, fjárfest í hlutabréfum í trygginga­ félaginu VÍS á árinu. Þau viðskipti áttu sér stað í apríl og keypti Haga­ melur þá tæplega 10 prósenta hlut í vátryggingafélaginu. Í júní á þessu ári seldi félagið 4,7 prósenta hlut í VÍS skömmu fyrir aðalfund VÍS þar sem Hallbjörn var svo kjörinn stjórnarformaður. Félagið er því að færa sig upp á skaftið í fjárfesting­ um enda er staða þess glimrandi góð. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Aftur til sérstaks Kæra á hendur Samherja Þorsteins Más Baldvinssonar er nú komin aftur til sérstaks saksóknara frá Seðlabanka Íslands. Lúxusvandi í Njarðvíkurskóla Á heimasíðu Reykjanesbæjar er greint frá því með nokkuð alvar­ legum undirtóni að sálfræðinemi við Háskóla Íslands hafi orðið að breyta fyrirhugaðri lestrarrann­ sókn sem til stóð að framkvæma í Njarðvíkurskóla í Reykjanesbæ. Þegar til átti að taka fundust ekki tíu nemendur á yngsta stigi sem glímdu við alvarlegan lestrar­ vanda. Sálfræðineminn þurfti því að breyta rannsókninni. Um 370 nemendur eru í skólanum öllum. Haft er eftir staðgengli fræðslustjóra, með gamansöm­ um undirtóni, að svona atvik séu litin alvarlegum augum og skoðuð með það að markmiði að af þeim verði lært. Farið hafi verið yfir kennslu á yngsta stigi skólans og sagt að lestrarstefnu skólans væri um að kenna. Rifja má upp að Reykjanesbær kom á dögun­ um afar vel út úr árlegri lestrar­ skimun. Ríkisstjórnin hvött áfram Öryrkjabandalag Íslands og Landssamband eldri borgara stóð fyrir hvatningafundi á Austur velli á þriðjudag. Þar var ríkisstjórnin hvött til að halda áfram að efna loforð sem gef­ in voru fyrir síðustu alþingis­ kosningar. Þau loforð lutu með­ al annars að afnámi þeirra skerðinga sem síðasta ríkisstjórn stóð fyrir gagnvart öryrkjum og eldri borgurum. Sigmundur Davíð Gunnlaugs­ son forsætisráðherra ávarpaði fundinn og sagði að til stæði að gera það. Bjarni Benediktsson mætti einnig en þeim báðum voru gefin hvatningarspjöld að fundi loknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.