Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Side 9
Stefna stjórnvalda eykur neyslu
n Jón Steinar segir engan eðlismun á fíkniefnum og áfengi
V
ið höldum lífi í neðanjarðar-
veröld þar sem glæpamenn
stjórna,“ segir Jón Steinar
Gunnlaugsson, fyrrverandi
hæstaréttardómari, um fíkniefna-
stefnu stjórnvalda. Jón Steinar skrif-
aði grein í Morgunblaðið á þriðjudag
þar sem hann reifar skoðanir sínar á
þessum málaflokki. „Vestrænar þjóðir
fara villur vega í þessu málasviði með
banni og þungum refsingum sem við
beinum að þeim sem hafa ekki annað
til saka unnið en að verða neytendur,
það ætti öllum að vera ljóst fyrir löngu
síðan. Að mínu mati verður enginn ár-
angur af núverandi stefnu, það eykst
bara neyslan,“ segir Jón Steinar í sam-
tali við DV.
Jón Steinar segir að stefna stjórn-
valda geri það að verkum að undir-
heimar verði til þar sem alvarleg brot
séu framin, og oft séu þau ekki kærð
vegna þess að samfélagið nái ekki
nægilega vel þangað niður. Hann segir
að nauðsynlegt sé að hugsa málaflokk-
inn upp á nýtt og bera saman stefnu
ríkisins gagnvart áfengissjúklingum
annars vegar og fíkniefnaneytendum
hins vegar. „Nauðsynlegt er að átta sig
á því að þeir sem neyta fíkniefna eru
í raun sjúklingar eins og þeir sem of-
nota áfengi. Það á við sama vandann
í grundvallaratriðum, frekar þarf að
hjálpa fólki við að átta sig á lífi sínu og
ná stjórn á því og taka ábyrgð á sjálf-
um sér. Það eru engar aðrar aðferðir til.
Maður man þá tíð er áfengið var aðal-
fíkniefni þjóðarinnar og þá dóu menn
og frömdu glæpi undir áhrifum þess,
það er enginn eðlismunur á því og
þessum yngri efnum,“ segir Jón Steinar.
„Það er eins og það sé einhver van-
máttarkennd sem leiði til þess að við
högum okkur svona í þessum mála-
flokki. Við vitum af fólki sem fer illa út
úr neyslu og það er eins og við höfum
ekki kjark í að fást við þetta með því að
slaka á klónni frekar en að herða,“ seg-
ir Jón Steinar að lokum. n hjalmar@dv.is
Fréttir 9Miðvikudagur 11. september 2013
Nefnda-
upptalning
Sigmundar
„Ég er í þeim hópi sem finnst
hæstvirt ríkisstjórn hafi farið ró-
lega af stað, svo ég orði það pent,“
sagði Steingrímur J. Sigfússon á
Alþingi á þriðjudag. Sama dag
flutti Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra skýrslu
um störf ríkisstjórnarinnar. Heyra
mátti á Steingrími að honum
þætti ekki mikið til hennar koma.
Hann sagði að skýrslan hafi lítið
fjallað um eiginleg verk ríkis-
stjórnarinnar heldur hafi verið
nefndaupptalning. „Ég vona að
ríkisstjórnin komi sér til verka.
Það vinnst ekkert með eintómu
pönnukökuáti.“
Ríkisstjórnin
„Afsakið hlé“
„Mér finnst eins og þessi ríkis-
stjórn sé réttnefnd Afsakið hlé.
Ég vona innilega að dagskráin
hefjist aftur,“ sagði Guðmund-
ur Steingrímsson, annar tveggja
formanna Bjartrar framtíðar, á
Alþingi á þriðjudag. Þar gagn-
rýndi hann ríkisstjórnina fyrir að
veita óskýr svör um hvaða áætlun
hún hefði í stærstu málaflokkun-
um og vera ráðþrota gagnvart því
hvernig hún hygðist efna kosn-
ingaloforðin. Samkvæmt nýjasta
Þjóðarpúlsi Gallup eykur Björt
framtíð fylgi sitt frá því í síðustu
alþingiskosningum, úr 8,2 pró-
sentum í 8,8 prósent.
Jón Steinar
Gunnlaugs-
son Segir
þungar refs-
ingar ekki vera
lausnina við
fíkniefnavanda
þjóðarinnar.
Vilja efla
leigumarkað
Þingflokkur Samfylkingarinnar
hefur lagt fram þingsályktun um
bráðaaðgerðir til að efla leigu-
markað. Meðal þess sem þing-
flokkurinn leggur til er að lagt
verði fram frumvarp um nýjar
húsnæðisbætur sem taki mið
af fjölskyldustærð og tekjum og
tryggi sambærilegan stuðning við
leigjendur og eigendur. Þannig
verði bundinn endi á það óréttlæti
að opinberir aðilar styðji betur við
bak fjölskyldna sem búa í eigin
húsnæði en þeirra sem leigja. Þá
er lagt til að ónýttar lóðir ríkisins
verði boðnar fram til byggingar
leiguíbúða og Íbúðalánasjóði
verði gert að koma íbúðum í
útleigu svo fljótt sem verða má.n