Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Síða 14
Sandkorn Á sama tíma og mörg af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins skila methagnaði er ástandið á Landspítalanum orðið þannig að læknar eru farnir að lýsa því sem „lífshættulegu“. Fjögur af stærstu útgerðarfélögum landsins skiluðu samtals 28 milljarða króna hagnaði á síðasta ári en greiddu „aðeins“ fimm milljarða króna í veiðigjöld á sama tíma – og það er meira að segja búið að lækka veiðigjöldin á þessu ári. Í sama mund eru sagðar fréttir um atgervis­ flótta úr læknastétt á Íslandi þar sem ís­ lenskir læknar eru orðnir leiðir á þeim vinnuaðstæðum sem þeim er boðið upp á á Landspítalanum – kvartað er yfir lélegum tækjabúnaði, löngum og erfiðum vöktum og ósamkeppnishæf­ um launum. Einn af þeim sem lýst hef­ ur ástandinu á Landspítalanum er Kári Stefánsson, forstjóri deCode: „Taktu nú eftir, og þetta eru ekki ýkjur hjá mér: Er fólk farið að deyja á Íslandi af því að heilbrigðiskerfið er holað að innan, er fólk raunverulega farið að deyja?“ Fréttir um þessi tvö mál, hagnað stórútgerðanna á Íslandi annars vegar og ástandið á Landspítalanum hins vegar, voru sagðar nokkrum sinnum í fréttatímum RÚV um helgina, jafnvel hver á eftir annarri. Sjáið þið ekki hvað þetta samhengi er andstyggilegt; það nánast kallar á áheyrandann: Hvernig má það að vera að stórútgerðir landsins safni milljörðum á milljarða ofan í stað þess að þurfa að greiða eðlileg afnota­ gjöld af kvótanum aftur til samfélags­ ins sem sagt er eiga hann á endanum? Væri hægt að koma í veg fyrir hugsan­ legan dauða fólks, eða að minnsta kosti að bæta ástandið á Landspítalanum til muna þannig að mannskaði vegna eklunnar sé ólíklegri, með því að leita í djúpar hirslur útgerðanna sem eiga ekki einu sinni sjálfar þau verðmæti sem auðlegð þeirra byggir á, nefnilega aflaheimildirnar? Íslenska ríkið hefur í raun sjálf­ dæmi um hversu hátt veiðigjaldið sem íslenskar útgerðir greiða ætti að vera: Það er réttlætismál sem byggir á póli­ tískri sýn hverrar ríkisstjórnar fyrir sig. Þannig eru umræddar fjórar útgerð­ ir – Samherji, Síldarvinnslan, Vinnslu­ stöðin og HB Grandi – aflögufærari um miklu meira til samfélagsins en þessa fimm milljarða króna sem þær greiddu til ríkisins fyrir afnotaréttinn af fiskveiðikvótanum í fyrra. En ríkis­ stjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram­ sóknarflokksins hefur meira að segja lækkað veiðigjöldin til muna þannig að þessi gjaldtaka mun skila íslenska rík­ inu rúmum fjórum milljörðum krón­ um minna á þessu ári en ráðgert hafði verið – 9,8 í stað 14 – og sex milljörðum króna á næsta ári. Á kjörtímabilinu er ríkisstjórnin því að gefa eftir um 20 milljarða króna tekjur til útgerðarinn­ ar. Kannski hefði verið hægt að lækka veiðigjöld smærri útgerðanna en stóru útgerðirnar eru vel færar um að greiða þau veiðigjöld sem þau greiddu í fyrra og sjálfsagt miklu meira til. Land­ spítalinn hefur að minnsta kosti miklu meira að gera við afsláttinn af veiði­ gjaldinu sem þessar fjórar stórútgerðir fá en þær sjálfar. Sem dæmi af stærstu útgerðinni þá á Samherji 123 milljarða króna eignir og skuldar tæpa sjötíu milljarða en þetta þýðir að eigið fé útgerðarinnar er meira en 50 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að Land spítali Íslands fær rúmlega 42 milljarða ís­ lenskra króna á fjárlögum á hverju ári og því væri hægt að reka spítalann í eitt ár og nokkra mánuði fyrir eigið fé Samherja. Eftir hrun hefur verið horft í hverja krónu af þessum 42 milljörðum og hefur læknum spítalans verið sagt að spara við sig í notkun sjúkragagna, lyfja og jafnvel pappírs í tölvuprentar­ ana eins mikið og þeir geta. Hver króna sem Landspítalinn fær skiptir því máli – ég tala nú ekki um hver milljarður. Þarf Samherji virkilega alla þessa millj­ arða á meðan Landspítalinn sveltur? Gráðugum stórútgerðarmönnum er leyft að fitna á kostnað þess að á Íslandi séu til meiri peningar til að leggja inn í heilbrigðiskerfið og aðrar grunnstoðir samfélagsins; útgerðar­ mönnum sem í reynd hafa ekkert við alla þessa peninga að gera. Bara eitt dæmi er Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og aðaleigandi Samherja, sem á 2,8 milljarða króna inni í fyrirtækinu sem heldur utan um hlutabréf hans í Samherja. Á móti þessum eignum eru nánast engar skuldir. Bara í fyrra fékk fyrirtæki Þorsteins 355 milljóna króna arð í beinhörðum peningum út úr Samherja. Fyrirtæki Þorsteins notar þessa peninga ekki neitt því hann veit auðvitað ekkert hvað hann á gera við þá og situr því bara á þeim og eignast meiri og meiri peninga á hverju ári. Fræg yfirstéttarkona í Bandaríkjunum sagði eitt sinn að hvorki væri hægt að verða of ríkur né of grannur en þetta er auðvitað rangt eins og andstæðurn­ ar græðgin og lystarstolið sýna fram á – hvort tveggja getur verið banvænn löstur. Auðvitað er Þorsteinn Már fyrir­ myndarútgerðarmaður í þeim skiln­ ingi að hann hefur náð undraverðum árangri með Samherja, þó oft og tíð­ um megi efast um starfsaðferðir hans og frekjan og ráðríkið virðist á köflum gegndarlaust, en væri hluta allra þessara milljarða sem hann og útgerð hans sitja á ekki betur varið í að standa vörð um heilsu landsmanna í stað þess að húka inni á einkareikningnum hans og safna vöxtum? Á annarri vogarskál­ inni er botnlaus græðgi LÍÚ, Samherja og Þorsteins Más annars vegar en á á hinni skálinni er Landspítali Íslands og jafnvel mannslíf. Veldu hvort er mikil­ vægara. Forsvarsmenn Landspítalans kalla eftir meira fé inn í reksturinn en Krist­ ján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og sumarstarfsmaður Samherja í gegn­ um árin, segir að vandamálið snúist ekki bara um fjármuni. Orð hans má líklega skilja sem svo að hægt sé að bæta ástand Landspítalans með hag­ ræðingu og öðrum aðgerðum. Um lyf­ lækningasvið Landspítalans segir Krist­ ján Þór sérstaklega: „Það þarf aukna fjármuni til ákveðinna verka. En ég full­ yrði það, að hluti af þessum vanda eru líka samskipti stjórnenda, starfsfólks og innri vandamál í skipulagi.“ Forsvarsmenn Landspítalans kalla eftir auknu fé en heilbrigðisráðherrann er ekki sammála þar sem hann telur innri vanda spítalans upp á undan fjár­ skorti – kannski er sýn hans eins og gálgafrestur: Lausnin liggur því ekki í hærri fjárveitingum til spítalans. Ríkis­ stjórnin mun sjálfsagt reyna að leita allra lausna áður en hún viðurkennir vanda Landspítalans og bregst við honum með besta og stærsta vopn­ inu: Meira fé. Sjálfsagt verður aldrei verður horft til hirslna Samherja og hinna stórútgerðanna eftir lausninni. Sú lausn er samt ein sú augljósasta: Að sækja fé þangað sem það er finna á Ís­ landi nú um stundir; fé sem byggir á endanum á hagnaði á afnotaréttinum af aflaheimildum sem tilheyra þjóðinni og hún útdeilir ár frá ári til þeirra sem hafa helgað sér rétt til þeirra en eiga þó ekki. n Þorsteinn Már glaður n Það voru gleðitíðindi fyrir Þorstein Má Baldvinsson, for­ stjóra Samherja, þegar DV sagði fréttir af því að Seðla­ bankinn hefði fengið kæru á hendur Samherja í hausinn. Málið hefur stórskaðað ímynd fyrirtækisins. Það verður því að teljast líklegt að stjórn­ endur Seðlabankans verði að svara fyrir framgöngu sína ef þeim tekst ekki að blása nýju lífi í kæru sína um að fyrir­ tækið falsi verð á fiski. Talsmaðurinn n Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður hagræðingar­ hóps ríkisstjórnarinnar, er ötull talsmað­ ur hópsins. Hann mætti í Bítið á Bylgj­ unni þar sem hann reifaði hvert hann stefndi með hagræðingarhópinn. Meðal þess sem Guðlaugur benti á var að eftirlitsstofnanir væru að sliga ríkissjóð. Var á hon­ um að skilja að þar yrði skor­ ið niður. Ekki er vitað hvort Vigdís Hauksdóttir, formaður hópsins, er sammála að­ stoðarmanni sínum. Málaferlum hótað n Óljóst er hvort málaferli spretti upp milli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar pró­ fessors og Sigurbjargar Sigurgeirs- dóttur stjórn­ sýslufræðings sem mun hafa fjallað opinberlega með óvægnum hætti um Hannes. Hann hefur í bréfi gefið Sigurbjörgu kost á að biðjast afsökunar. Að öðrum kosti er viðbúið að prófess­ orinn fari með Sigurbjörgu fyrir dómstóla. Davíð ofsóttur n Davíð Oddsson, ritstjóri Moggans, fór á kostum í síð­ asta Reykjavíkurbréfi blaðsins þar sem hann fjallaði um brennuvarga og slökkvi­ lið. Varð honum þar tíðrætt um útrásarvík­ inga og handbendi þeirra í bloggheimum. Þá fjallaði hann um baráttu sína sem stjórnmálamaður gegn hin­ um illu öflum. Líkti hann sjálfum sér við ofsóttan slökkviliðsmann. Dagskip­ unin hafi verið að hefja brennuvargana á stall en „hengja slökkviliðið í hæsta gálga“. „Morgunblaðið tók að gæta sín á hinum mið­ stýrða aðkeypta áróðri frá og með haustinu 2009 …“ segir í bréfi Davíðs. Ég er femínisti Eins og útspýtt hundsskinn Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir keppir í Miss World 2013. – DV Björk Eiðsdóttir fagnaði útgáfu tímaritsins MAN. – DV Græðgi og mannslíf á vogarskálunum„Þarf Samherji virkilega alla þessa milljarða á meðan Landspítalinn sveltur? Í heilt ár hefur undirritaður óskað eftir því að sundurliðaðar upplýs­ ingar um heildarbyggingarkostnað við tónlistarhúsið Hörpu og tengd mannvirki verði lagðar fyrir borgar­ stjórn en Reykjavíkurborg á 46% hlut í húsinu á móti ríkinu. Svör hafa ekki enn borist þrátt fyrir ítrekaðar fyrir­ spurnir. Á borgarstjórnarfundi 4. septem­ ber 2012 lagði ég fram fyrirspurn um nokkur atriði tengd fjármálum Hörpu og tregðu stjórnar Austurhafnar, sem er opinbert fyrirtæki í eigu Reykja­ víkurborgar og ríkisins, við að veita mér upplýsingar um rekstrarmál­ efni hússins. Um miðjan janúar lagði borgarstjóri fram svar við fyrirspurn­ inni í borgarstjórn en í því var ekki gerð grein fyrir áðurnefndum kostnaði heldur einungis þeim, sem til féll eftir yfirtöku verkefnisins í ársbyrjun 2009, sem er um átján milljarðar króna. Óumdeilt er að bygging hússins kost­ aði mun meira fé. Ég lagði því fyrirspurnina um heildarbyggingarkostnað Hörpu fram að nýju á fundi borgarstjórnar 5. febrúar sl. og áréttaði að óskað væri eftir upplýsingum um allan byggingar­ kostnað við húsið hverju nafni sem hann nefndist. Borgarfulltrúar Sam­ fylkingar og Besta flokksins vísuðu fyrirspurninni til borgarráðs þar sem hún hefur ekki enn verið tekin form­ lega fyrir. Aðgerðaleysi og útúrsnúningar Í heilt ár hafa því Jón Gnarr borgar­ stjóri og Dagur B. Eggertsson, for­ maður borgarráðs, séð til þess með aðgerðaleysi og útúrsnúningum að jafn sjálfsögðum upplýsingum um byggingarkostnað dýrasta húss á Ís­ landi er haldið frá almenningi. Þeir ættu öðrum fremur að sjá til þess að fyrirspurnum frá borgarfulltrúum sé svarað fljótt og örugglega á vettvangi borgarstjórnar en hafa gersamlega brugðist því hlutverki sínu. Sú spurn­ ing vaknar óhjákvæmilega af hverju Samfylkingin og Besti flokkurinn telja það þjóna hagsmunum sínum að halda þessum upplýsingum leyndum fyrir almenningi. Sumir hafa spurt mig að því hvort umræddar upplýsingar séu yfirhöf­ uð til. Þótt ég hafi frá upphafi verið gagnrýninn á byggingu Hörpunnar, á ég bágt með að trúa því að bókhaldi framkvæmdanna sé svo áfátt að eig­ andi þess (félag í eigu ríkis og borgar) geti ekki lagt sundurliðaðar upplýs­ ingar um heildarbyggingarkostnað þess. Ef það er skýringin, væri hún a.m.k. frétt til næsta bæjar. Einnig hef ég verið spurður að því hvort það þjóni einhverjum hags­ munum að birta slíkar upplýsingar núna þegar húsið er risið? Ég svara þeirri spurningu tvímælalaust ját­ andi. Húsið er í eigu almennings og því á hann rétt á því að upplýst sé um allan kostnað við bygginguna, frá upphafi til enda. Að auki hlýtur það að vera góð regla í öllum rekstri að átta sig á andvirði hlutanna. Ekki síst á þetta við í opinberum rekstri þar sem sýslað er með almannafé og gjarnan kvartað yfir því að kostnað­ araðhald sé ekki nægilegt. Að fjár­ frekum byggingum loknum hljóta handhafar fjárveitingarvaldsins, borgarfulltrúar og alþingismenn, að hafa gott af því að rýna viðkomandi verkefni, meta hvað tókst vel og hvað miður og draga síðan lærdóm af öllu saman. Að því leyti tel ég að við stjórn­ málamenn getum margt lært af Hörpu verkefninu. n Upplýsingum haldið leyndum Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 11. september 2013 Miðvikudagur MynD: DV eHF / SiGtRyGGUR ARi Kjallari Kjartan Magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.