Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Blaðsíða 15
Hlakka til að prófa eitthvað nýtt Ljótar tölur Halldóru Hagalín sagt upp hjá Birtíngi. – DVJóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna ósáttur við verðhækkanir. – DV Forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar Spurningin „Eftir að hafa horft á leikinn gegn Sviss, þá held ég að það sé leikmaður númer 7, Jóhann Berg Guðmundsson.“ Stella Delli Zuani 10 ára nemi „Ég hef ekki hugmynd um það.“ Björn Ómar 30 ára bókasafnsstarfsmaður „Jóhann Berg er bestur.“ Haraldur Ólafsson 10 ára nemi „Jóhann Berg.“ Petra Ósk Hafsteinsdóttir 14 ára nemi „Það er ljóshærði víkingurinn Birkir Bjarnason. Hann er djöfull góður.“ Björn Guðbrandur Jónsson 55 ára líffræðingur Bestur í lands­ liðinu í fótbolta? 1 Hrottaleg nauðgun kaup­sýslumanns Ók konunni rænulausri í hjólastól. Dæmdur í 11 ára fangelsi. 2 Kviknakin og ögrandi Miley Cyrus gengur býsna langt í nýju tónlistar- myndbandi. 3 Fyrrverandi eiginmaður Önnu Mjallar látinn Cal Worthington er látinn 92 ára að aldri. 4 Fimm fæðutegundir sem þú ættir að borða Chia-fræ, sítróna og kanill þar á meðal. 5 „Greinilega mikilvægara að lækka skatta á mönnum eins og mér“ Kári Stefánsson gagnrýnir fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn fyrir verja ekki heilbrigðiskerfið. 6 Stoppaði ekki fyrr en á Akra­nesi eftir að hafa ekið á mann Varð svo skelkaður vegna viðbragða mannsins sem hann ók á. 7 „Ég hélt nú reyndar bara á vasaljósinu“ Sara Birgisdóttir sótti sér hvalkjöt á Snæfellsnes. Mest lesið á DV.is F yrstu verk ríkisstjórnarinnar hafa vakið athygli. Í forgangi var að gefa erlendum ferðamönnum afslátt á neyslusköttum og út­ gerðarmönnum afslátt af veiðigjaldi. Í sömu andrá kvartaði hún undan slæmri stöðu ríkissjóðs og boðaði niðurskurð. Það sýnir ekki mikinn skilning á stöðu ríkisfjármála að af­ sala ríkissjóði milljarða króna tekjum og boða um leið niðurskurð í ríkis­ rekstri til að bæta slæma stöðu. Það er ekki trúverðugt eða líklegt til að auka skilning á fækkun starfa á ríkisstofn­ unum, skertri þjónustu við þá sem reiða sig á velferðarkerfið eða frestun á mikilvægum atvinnuskapandi verk­ efnum. Veiðigjald Þegar stjórnarliðar verja afsláttinn á veiðigjaldinu fullyrða þeir að þetta hafi þurft að gera til að létta óhófleg­ um gjöldum af litlum og meðalstór­ um fyrirtækjum. Sú fullyrðing er röng. Minnihluti þingsins gerði tillögu á sumarþingi sem leitt hefði til þess að 324 litlar útgerðir greiddu ekkert sér­ stakt veiðigjald og 102 aðeins hálft gjald á meðan stóru útgerðirnar greiddu áfram fullt gjald. Þessari leið höfnuðu stjórnarþingmenn og stærsti hluti afsláttarins kom í hlut stóru út­ gerðarfyrirtækjanna. Fyrirtækja sem standa afarvel og skila miklum arði til handhafa sérleyfanna. Óréttlætið í þessari aðgerð stjórn­ valda er mikið vegna þess að út­ gerðarfyrirtækin skila svo miklum arði til eigenda sinna fyrst og fremst vegna falls krónunnar og ódýrs sérleyfis sem veitir aðgang að auðlindum þjóðar­ innar. Þetta hefur ekki farið fram hjá almenningi. Þeim sama og tapaði umtalsvert á falli krónunnar og það gerði ríkissjóður einnig og samdráttur á þjónustu við almenning varð óhjá­ kvæmilegur. Hlutdeild sveitarfélaga Í stað afsláttar á veiðigjaldinu til útgerðarmanna hefði verið nær að veita sjávarútvegssveitarfélögum sanngjarna hlutdeild í því. Sveitar­ félögin hafa borið kostnað af framsali og hagræðingu í sjávarútvegi. Útgerðin og þjóðfélagið í heild hafa hagnast af hagkvæmum sjávarútvegi en sjávar­ byggðirnar greiða fyrir hagræðinguna með fækkun starfa og fækkun íbúa í kjöl farið. Kvótakerfið með framsalsrétti hefur þannig í för með sér kostnað sem fallið hefur á sjávarbyggðir landsins í formi atvinnuröskunar og tekjumissis. Með hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu fengju sveitarfélögin stuðning við upp­ bygginu innviða, atvinnuþróun og fjölgun starfa bæði í afleiddum grein­ um sjávarútvegs og á öðrum sviðum. Ferðaþjónusta Fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi er fagnað einkum vegna þeirra gjaldeyristekna sem þeir skila en um leið er kvartað undan ágangi á viðkvæmum svæðum, að erfið­ leikar fylgi því að taka á móti mikl­ um fjölda og skorti á uppbyggingu innviða við ferðamannastaði. Samt gefa stjórnvöld sama afslátt á hót­ elgistingu frá almennu þrepi virðis­ aukaskatts og gefinn er á matvæli. Stjórnvöld ræða gjaldtöku við ferða­ mannastaði en líta fram hjá einföld­ um leiðum í gegnum neysluskatta og afnám afsláttar. Athyglisvert er að í skýrslu Ferðamálastofu um fjár­ mögnun uppbyggingar og viðhald ferðamannastaða er dregið fram að frá árinu 2004 hafa tekjur til ríkisins af hverjum ferðamanni lækkað um 40%. Þetta er sláandi mikil lækkun og nauðsynlegt er að finna skýringar á þessu. Skoða þarf allt umhverfi ferðaþjónustunnar vandlega með framtíðarstefnumótun í huga. Best er að gera breytingar í uppsveiflu og þá stefnu hafði fyrri ríkisstjórn markað en núverandi hafnað. Markmiðið til framtíðar fyrir ferðaþjónustuna hlýt­ ur að vera að atvinnugreinin styrkist, skapi verðmæt störf og skili um leið góðum tekjum til samfélagsins. Niðurskurður Fulltrúar stjórnarliða í hagræðingar­ hópi ríkisstjórnarinnar hafa verið fyrir ferðarmiklir í fjölmiðlum og undarlegustu hugmyndir verið hafð­ ar eftir þeim. Þau hafa talað um niðurskurð, m.a. til menningarmála, hjá ríkisútvarpinu og einnig hjá eft­ irlitsstofnunum sem verja eiga hag almennings og voru fjársveltar í hinu svokallaða góðæri. Fyrir hrun þótti eftirlitsstarfsemi frekar aum starfsemi og skapaði ýmiss konar vesen fyrir þá sem eftirlitið átti að beinast að. Því var starfsemin veikt með slæmum afleiðingum fyrir al­ menning. Og nú á að endurtaka leikinn. n Mörg eru haustverkin Það er að mörgu að hyggja í sveitum landsins, nú þegar tekur að hausta. Rúningin er hluti af þessum verkum. Sums staðar er þegar búið að smala og bændur í óða önn. MyNd sigtryggur ariMyndin Umræða 15Miðvikudagur 11. september 2013 Afi kveikti áhugann Jóhanna Vilhjálmsdóttir gefur út heilsubók. – DV „Sveitarfélögin hafa borið kostn­ að af framsali og hag­ ræðingu í sjávarútvegi Kjallari Oddný Harðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.