Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Side 16
algengt verð 254,6 kr. 254,6 kr.
algengt verð 254,4 kr. 254,3 kr.
höfuðborgarsv. 254,3 kr. 254,2 kr.
algengt verð 254,6 kr. 254,6 kr.
algengt verð 256,6 kr. 254,6 kr.
Melabraut 254,4 kr. 254,3 kr.
Eldsneytisverð 10. september
Bensín Dísilolía
16 Neytendur 11. september 2013 Miðvikudagur
Hugum að inniloftinu
n loftaðu vel út, þrífðu reglulega og varastu að loka inni raka
V
ið eyðum mikið af tíma
okkar innandyra en loft-
gæði þar hafa mikil áhrif á
líðan okkar og heilsu. Sýnt
hefur verið fram á að ýmsir meng-
andi þættir í inniloftinu geta valdið
einkennum í öndunarfærum, of-
næmi og ertingu.
Fjallað er um gæði innilofts á
heimasíðu Umhverfisstofnunar en
þar segir að niðurstöður fjölda er-
lendra rannsókna hafi leitt í ljós að
sjaldnast sé hægt að benda á einn
ákveðinn þátt í innilofti sem fram-
kallar vanlíðan eða veikindi. Það
virðist frekar vera um að ræða sam-
spil margra þátta. Þar eru nokkur
dæmi um hvað við getum gert til að
bæta inniloftið. n
gunnhildur@dv.is
Gefum börnunum
fjölbreytt nesti
n Heimabakaðar bollur, brauðstangir og álegg í formi ídýfu
G
ott nesti er mikilvægt til að
börnin haldi einbeitingu
og geti notið skólastarfsins.
Hins vegar er þörfin fyrir
nesti mjög breytileg allt eft-
ir því hvort barnið fær heitan mat í
skólanum í hádeginu og hvort það
borðar morgunmat,“ segir dr. Anna
Sigríður Ólafsdóttir, dósent í nær-
ingarfræði við Menntavísindasvið
Háskóla Íslands. DV leitaði til Önnu
Sigríðar til að fá góð ráð, upplýs-
ingar og uppskriftir varðandi gott
skólanesti. Hún segir að á meðan
flestum dugi ávaxtastund að morgni,
ef morgunmaturinn var góður, þá
þurfi að hafa meira með fyrir þennan
morgunbita ef lystarleysi eða tíma-
skortur kemur í veg fyrir ríkulegan
morgunverð.
Hvorki of lítið né of mikið
Um leið og foreldrar þurfa að reyna
að tryggja að barnið sé ekki svangt
í skólanum er börnunum enginn
greiði gerður með of veglegu nesti
því þá kemur það niður á skóla-
máltíðinni sem er í senn samveru-
stund með félagslegt gildi um leið og
hún á að metta börnin og næra, að
mati Önnu Sigríðar. „Það er heldur
óheppilegt ef barnið er of satt til að
vilja borða á matartíma skólans. Hins
vegar er mjög breytilegt eftir aldri
hvenær börnin fá sinn hádegismat
þannig að foreldrar þurfa að hugsa
hversu langt er á milli mála og læra
að stilla magnið með börnunum. Ef
nestisboxið kemur alltaf fullt heim
aftur þá er annaðhvort of mikið í því,
tíminn of knappur til að borða nestið
eða nestið kannski ekki í takt við
langanir barnsins. Börn eiga að vera
þátttakendur í nestisvali og frábært
er að venja þau á að útbúa nestið sjálf
með aðstoð.“
lykilatriði er að hafa ávöxt eða
grænmeti í nestisboxinu
Margir skólar kalla millibitann að
morgni ávaxtastund og Anna Sigríð-
ur segir það gott því það minni börn-
in á að forgangsraða grænmetis- og
ávaxtabitum. Þeir sem þurfi meira
geti bætt við eins og hálfri samloku
með góðu áleggi. „Þótt börn séu oft
vanaföst og vilji sama nesti dag eftir
dag þá getur leiðinn líka gert vart
við sig og hjá eldri krökkum er kall-
að eftir meiri fjölbreytni. Alls konar
matarafgangar geta verið skemmti-
legur nestisbiti og ekki er úr vegi að
nota alls konar korngrauta. Vel lokuð
sultukrukka með hafra-, bygg- eða
grjónagraut er vís til að slá í gegn.“
Brauð og álegg – blanda af
próteini og kolvetnum sem mettar
Hún segir að brauð og álegg standi
í sjálfu sér alltaf fyrir sínu sem mál-
tíð eða millibiti. Á meðan brauðið sé
kolvetnagjafi veiti áleggið almennt
prótein og fitu sem tryggir ásamt
trefjunum úr brauðinu að við verð-
um södd lengur. „Svo er auðvitað
málið að toppa brauðmáltíðina með
grænmeti og ávöxtum og þannig er
komin fjölbreytt máltíð án mikillar
fyrirhafnar. Brauðbitinn verður
skemmtilegri ef hann er ekki alltaf í
formi samloku. Heimabakaðar boll-
ur eða brauðstangir og álegg í formi
ídýfu, flatkökur og vefjur auka fjöl-
breytnina.“ Hún bendir á að áherslan
sé að velja oftar brauð með meira
magni trefja. Þau séu bæði hollari
og standi lengur með manni. Í stað-
inn fyrir ost og skinku sé líka um að
gera að velja fjölbreyttari prótein-
gjafa sem álegg á brauðið. Fiskmeti
mætti vera algengara á brauði okk-
ar, sem og baunamauk (húmmus)
og hnetusmjör. „Auðvelt er að gera
baunamauk og hnetusmjör úr hvers
konar baunum, hnetum og fræjum
og um að gera að vera óhræddur að
prófa sig áfram með töfrasprotann og
galdra fram gómsætar blöndur.“
einnig þarf að huga að drykkjum
Anna Sigríður nefnir einnig að huga
þurfi vel að drykkjarvali. Áherslan í
skólum hafi verið á vatn og léttmjólk
og víða mjólk í áskrift og gott aðgengi
að vatni. Hæfilegt sé að börn fái tvo
til þrjá skammta af mjólk og mjólkur-
mat á dag. Því sé eitt mjólkurglas í
skólanum góður kostur og hún tekur
fram að ekki eigi að þamba mjólk í öll
mál. „Sama má segja um safa en það
þarf að tempra drykkjuna á þeim enn
frekar og hæfilegt að fá eitt glas af
hreinum safa á dag. Lykilinn að góðu
nesti má þó setja í eina setningu sem
fjölbreyttan mat í hæfilegu magni
þar sem ávextir og grænmeti eru í
forgrunni,“ segir Anna Sigríður. n
Hollt nesti
Börnin þurfa að
hafa með sér gott
og hollt nesti til að
veita þeim nær-
ingu yfir daginn.
Heimagert
hnetusmjör
3 dl hnetur að eigin vali – ein eða fleiri
tegundir
1–2 msk. bragðlítil matarolía (má
sleppa)
Olíunni má sleppa, en athugið að hnetur
geta verið mjög misolíumiklar og því
er ráð að bæta olíunni bara við eftir
þörfum. Olían úr hnetunum losnar ekki
úr læðingi fyrr en matvinnsluvélin eða
töfrasprotinn hefur fengið að vinna á
hnetunum í dálitla stund.
Maukið þar til hneturnar verða að
nokkuð fínu og mjúku mauki. Grófleikinn
gefur hnetusmjörinu hins vegar mis-
munandi karakter og er því um að gera
að prófa sig áfram með áferð ekki síður
en hnetutegundir.
Laxa-lárperu
kæfa
100–150 grömm af reyktum silungi eða
laxi (einnig má nota afganga af soðnum
fiski í staðinn)
½ lárpera (avókadó)
1 msk. sítrónusafi
Örlítil piparrót (má líka nota wasabi eða
sleppa)
Sítrónupipar eða pipar eftir smekk
1. Lárperan og fiskurinn skorinn í bita
2. Maukið fyrst lárperuna í matvinnslu-
vél eða með töfrasprota, bætið svo við
fiskbitum og kryddi og maukið í stutta
stund (passið að mauka ekki of lengi
því þá verður fiskurinn seigur og bragðið
ekki jafn ferskt).
Kryddið í lokin og smakkið til. Best borið
fram kalt með góðu grófu brauði.
anna sigríður Ólafsdóttir Fjölbreyttur
matur í hæfilegu magni er lykillinn að góðu
nesti.
Þrif á
leikföngum
Það þarf að þrífa leikföng barn-
anna reglulega og sér í lagi yngri
barna sem setja allt upp í sig. Það
á sérstaklega við um þegar leik-
föngin eru greinilega skítug, ef
barnið eða annar fjölskyldumeð-
limur hefur verið veikur eða þegar
annað barn hefur verið í heim-
sókn og hefur handfjatlað leik-
föngin. Það má þrífa þau á ýmsa
vegu en það fer að sjálfsögðu eftir
því úr hvaða efni leikföngin eru.
Þrif á hörðum leikföngum
án rafhlaða
Þessi leikföng er hægt að þrífa eins
og diska. Settu þau í uppþvotta-
vélina eða í vaskinn. Smá
sápa og heitt vatn er allt
sem þarf. Stærri leik-
föng má þrífa með því
að blanda jafnt vatni
og ediki, úða því á leik-
fangið og þurrka svo af
með klúti.
Þrif á hörðum leikföngum
með rafhlöðum
Það þarf að hafa annan hátt á
þegar kemur að þessum leikföng-
um því vatn eyðileggur rafbúnað-
inn. Það er hægt að nota blöndu
af vatni og ediki, úða
henni á og þurrka.
Það þarf þó að
varast að setja
ekki of mikið því
sum þeirra eru
sérstaklega við-
kvæm fyrir raka.
Þrif á mjúkum leikföngum án
rafhlaða
Þrífa má slík leikföng eins og
hvern annan þvott. Skelltu
þeim í vélina og settu
örlítið þvottaefni eða
jafnvel matarsóda.
Betra er að hengja
leikföngin upp því
sum þeirra þola ekki
þurrkara.
Þrif á mjúkum leikföngum
með rafhlöðum
Það getur verið erfitt að þrífa þessi
leikföng. Í sumum þeirra er hægt
að fjarlægja rafhlöðukassann og
setja þau í þvottavél-
ina. Ef ekki er hægt
að fjarlægja hann
má úða edik og
vatnsblöndu yfir
leikfangið. Það má
einnig reyna að hand-
þvo þau en þá þarf að fara
varlega og bleyta ekki rafhlöð-
urnar.
Þrif á baðleikföngum
Mikilvægt er að fjarlægja allt vatn
úr plastleikföngum sem
börn leika sér með í
baðkarinu því annars
myndast þar fljótt
mygla.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
1 Loftræstu reglulega Gott er að láta blása hressilega í stutta
stund í einu til að fá hreint loft inn í
rýmið. Ekki er mælt með því að hafa
glugga opinn að staðaldri því slíkt er
sóun á hita og þar með fjármunum.
2 Láttu lofta vel um nýja hluti fyrstu vikurnar Rok-
gjörn efni gufa upp frá nýjum hlut-
um eins og húsgögnum og raftækj-
um. Forðast skal að hafa raftæki í
svefnherbergjum.
3 Ekki loka raka inni Raki af völdum leka, of lítillar loft-
ræstingar eða vegna þess að verið er
að þurrka þvott í íveruherbergjum
skapar örverum góð vaxtarskilyrði
sem geta leitt til þess að þær fara að
mynda gró, ertandi efni og jafnvel
eitur. Mikill raki eykur einnig út-
gufun efna frá ýmsum hlutum.
4 Þrífðu reglulega Ýmis efni leynast í rykinu sem ekki er
æskilegt að anda að sér.
5 Hugaðu vel að viðhaldi húsnæðisins Mikilvægt er að
koma í veg fyrir leka sbr. umfjöllun
um raka hér að ofan. Þegar ráðist er
í nýbyggingu, breytingar eða viðhald
húsnæðis er rétt að skoða hvaða
þættir í byggingu/breytingu hús-
næðisins hafa áhrif á inniloft þess.
loftaðu vel út Láttu blása
vel í gegn í stuttan tíma.