Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Page 3
H
ann fór í smá aðgerð, það
var hreinsuð smá stífla hjá
honum, og svo voru honum
gefin röng lyf,“ segir mað-
ur sem fylgdi föður sínum
á Landspítalann í síðustu viku þar
sem hann fór í einfalda aðgerð. Fað-
ir hans þurfti að dvelja eina nótt á
spítalanum eftir aðgerðina á deild
12G, sem er skurðlækningadeild sem
sinnir meðferð sjúklinga sem fara í
aðgerð á neðri hluta meltingarfæra
eða á hálsi.
„Það er skelfilegt
ástandið þarna“
„Hann fékk lyf sem voru ætluð ein-
hverjum parkisons-sjúklingi og hann
varð ruglaður og vitlaus kallinn og
leið hálf illa allan daginn eftir þetta.
Það er skelfilegt ástandið þarna. Þau
hefðu náttúrulega getað gefið hon-
um eitthvað sem hefði getað drepið
hann,“ segir maðurinn sem telur að
það ófremdarástand sem nú ríkir á
Landspítalanum vegna niðurskurðar
og manneklu skýri mistökin. Hann
segir starfsfólk spítalans þó hafa átt-
að sig strax á mistökunum og að all-
ir hafi verið miður sín vegna þeirra.
DV hafði samband við Elínu
Maríu Sigurðardóttur, hjúkrunar-
deildarstjóra á deild 12G, sem stað-
festi að umrædd mistök hefðu átt sér
stað. „Þetta mál er komið í þann fer-
il sem svona mál fara í og sem betur
fer urðu ekki afleiðingar fyrir sjúk-
linginn í þetta sinn.“
446 lyfjaatvik árið 2011
Mistökin sem urðu við lyfjagjöf
mannsins í síðustu viku eru langt frá
því að vera einsdæmi á Landspítal-
anum, en samkvæmt Ólafi Baldurs-
syni, framkvæmdastjóra lækninga,
eru skráð lyfjaatvik um 400 á ári. Sem
dæmi má taka að árið 2011 voru 446
skráð lyfjaatvik á spítalanum, en það
er fjöldi þeirra atburða þegar eitt-
hvað fer úrskeiðis við lyfjagjöf. Þó er
vert að taka fram að sama ár voru yfir
1,6 milljónir lyfjagjafa á spítalanum.
„Þetta er vel þekkt vandamál á
spítölum af okkar stærð í heimin-
um. Við fylgjum alþjóðlegu verklagi
í sambandi við að skrá öll lyfjaatvik,
tala um þau strax og fara strax í um-
bætur,“ segir Ólafur. Um er að ræða
sérstakt verkefni sem snýst um að
fækka lyfjaatvikum sem allra mest og
útrýma þeim með tímanum. Hann
tekur þó fram að of mikið álag og
fjárskortur séu vissulega alvarlegar
hindranir á þessari leið.
Meiri álag, meiri hætta
„Þegar það er mikið álag þá er alltaf
meiri áhætta á svona atvikum,“ seg-
ir Ólafur og vísar til þess ófremdar-
ástands sem ríkt hefur á lyflækninga-
sviði spítalans síðustu mánuði. „Við
höfum sett sérstaka vakt á atvika-
skráningar á lyflækningasviðinu út
af þessu. Og svo munum við fara yfir
það hvort þetta hefur aukist.“
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis-
ráðherra og Björn Zoega, forstjóri
Landspítalans, hafa þó sett fram öfl-
uga áætlun til að bæta ástandið á lyf-
lækningasviðinu og kemur hún til
framkvæmda á næstu mánuðum.
Getur valdið dauðsföllum
Mistök við lyfjagjöf geta eðlilega haft
mis alvarlegar afleiðingar í för með
sér fyrir sjúklinga. Faðir mannsins
sem DV ræddi við var heppinn að af-
leiðingarnar voru ekki alvarlegri en
raun bar vitni. En í einstaka tilfell-
um geta mistök við lyfjagjöf leitt til
dauða.
„Það er vel þekkt á öllum spítöl-
um að lyfjaatvik geta valdið dauðs-
föllum og þess vegna tökum við þau
mjög alvarlega. Það hefur einhvern
tíma gerst hérna á spítalanum, en
ekki nýlega,“ segir Ólafur. Hann telur
að um eitt tilfelli hafi verið að ræða á
síðustu tíu árum.
Í vor kom þó upp alvarlegt lyfja-
atvik á spítalanum og átti Ólafur ný-
lega viðtal við sjúklinginn sem varð
fyrir mistökunum. Þar var farið yfir
mistökin með sjúklingnum og fjöl-
skyldu hans og þeim gerð grein fyr-
ir umbótum sem farið var í í kjöl-
far atviksins. „Það kemur í ljós að
langflestir eru virkilega áhugasam-
ir að hjálpa okkur við að bæta spít-
alann og við verðum að sameinast í
því verkefni. Við eigum þessa stofn-
un saman og við þurfum að sam-
einast í að bæta hana. Það eru engin
leyndarmál hér, nema persónu-
vernd sjúklinga.“
Mismunandi mistök
Að sögn Ólafs geta mistök við lyfja-
gjöf átt sér stað á nokkrum stöðum
í lyfjagjafaferlinu. „Það getur verið
allt frá því að röngu lyfi er ávísað af
lækni. Það gerist einstöku sinnum.
Hjúkrunarfræðingurinn getur óvart
tekið til rangt lyf og svo kemur það
fyrir að hjúkrunarfræðingur gefur
rangt lyf. Það er búið að brjóta nið-
ur alla þessa ferla, þar sem mistök
geta orðið og það er verið að vinna
í hverjum og einum fyrir sig.“ Hann
segir Landspítalann vera á svipuðum
stað í þessum efnum og spítalar í ná-
grannalöndunum. n
Öldruðum manni
gefin röng lyf
Fréttir 3Mánudagur 16. september 2013
900 þúsund fyrir umdeilt lyf
n Sóttvarnalæknir segir Landspítalann hafa keypt lyfið vegna álags
Í
helgarblaði DV var fjallað um lyf-
ið Tamiflu sem notað er gegn in-
flúensuveiru. Lyfið á sér þó bæði
meðmælendur og andmælendur
innan læknastéttarinnar og segja þeir
sem gagnrýnastir eru að lyfið sé harla
gagnslaust. DV óskaði eftir upplýsing-
um frá Landspítalanum um hve miklu
fé spítalinn hefði eytt í lyfið á þessu ári
og því síðasta. Samkvæmt þeim gögn-
um, sem bárust eftir útgáfu helgar-
blaðsins, hafa innkaup á lyfinu rokið
upp á þessu ári. Í fyrra var kostnaður
við innkaup á lyfinu tæp hundrað og
þrjátíu þúsund krónur; en á þessu ári
hefur hér um bil níu hundruð þúsund-
um verið varið í kaup á lyfinu.
Haraldur Briem sóttvarnarlækn-
ir telur að ástæðan fyrir auknum inn-
kaupum vera vegna slæmrar stöðu
Landspítalans. „Inflúensufaraldur-
inn sem kom um áramótin var í sjálfu
sér ekkert meira en venjuleg árstíða-
bundin inflúensa. Hins vegar lenti
Landspítalinn illa í því, það var gríðar-
legt álag á spítalanum. Það var marg-
þætt mál, þeir sátu upp með mikið
af sjúklingum sem þurftu að komast
í hjúkrunarrými og komust ekki að
annars staðar, svo voru sjúklingar
með noro-veiruna og svo komu in-
flúensuveikir ofan á það. Þeir voru
mjög stressaðir upp á Landspít-
ala í inflúensufaraldrinum svo mér
finnst mjög líklegt að þeir hafi verið að
nota lyfið meira en gengur og gerist þá.
Að öðru leyti var inflúensan úti í samfé-
laginu með svipuðu sniði og vanalega,“
sagði Haraldur í samtali við DV. Því má
segja að niðurskurður geti oft valdið
auknum kostnaði, í þessu tilviki tæpri
milljón króna. n
Lyfið Tamiflu Er ekki hægt að
kalla ódýrt, því hver skammtur
kostaði Landspítalann fimm
þúsund krónur.
Margir vilja
frekar leigu-
húsnæði
Rúmlega 26 prósent félagsmanna
BSRB telja það líklegt að þeir
myndu velja að leigja húsnæði til
frambúðar frekar en að kaupa ef
búseta þeirra væri tryggð í leigu-
húsnæðinu. Þetta kemur fram í
niðurstöðum kjarakönnunar BSRB.
Þetta er dágóður fjöldi sé litið til
þess að tæplega 85 prósent félags-
manna búa í eigin húsnæði í dag.
„Nú þegar er framboð á leigu-
húsnæði ekki nærri nógu mikið
til að anna eftirspurn, leiguverð
er gríðarlega hátt og mjög margir
eru í vandræðum með að finna
sér húsnæði. Þessar niðurstöð-
ur könnunar BSRB sýna okkur svo
að eftirspurnin getur náð langt
út fyrir þann hóp sem þegar er á
leigumarkaði eða er að flytjast úr
foreldrahúsum,“ segir Elín Björg
Jónsdóttir formaður BSRB, í til-
kynningu frá bandalaginu.
72 krónur urðu
að 3 milljónum
Hann var á skotskónum tipparinn
sem fékk 13 rétta í Enska boltan-
um á laugardag. Í tilkynningu frá
Getspá kemur fram að maðurinn
hafi keypt seðil með fjórum röð-
um á heimasíðu Getrauna, 1x2.
is, fyrir 72 krónur. Hann tvítryggði
leik 1 og 2 og setti eitt tákn á hina
11 leikina. Niðurstaðan varð 13
réttir og um það bil 3,3 milljón-
ir króna í vinning. „Íslenskar get-
raunir óska vinningshafanum til
hamingju með vinninginn,“ segir
í tilkynningu.
n „Hann varð ruglaður og vitlaus“ n Um 400 lyfjaatvik á ári
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Fékk röng lyf Maðurinn var heppinn því mistökin höfðu ekki alvarlegar afleiðingar í för
með sér.
Engin leyndarmál Ólafur segir engin leyndarmál á Landspítalanum, fyrir utan persónu-
vernd sjúklinga, og að flestir séu áhugasamir um úrbætur.
60 útskrifaðir
frá Bifröst
Tæplega sextíu nemendur voru
útskrifaðir frá Háskólanum á
Bifröst á laugardag. Útskrif-
að var frá frumgreinadeild,
grunnnámi og meistaranámi
úr öllum deildum skólans.
Þetta var fyrsta brautskráning
Vilhjálms Egilssonar rektors. Í
ræðu sinni talaði hann um að
útskriftarnemendur myndu
auka hróður Háskólans á Bif-
röst með verkum sínum og að
þær ólíku leiðir sem þeir færu
myndu liggja til meiri þroska
og spennandi viðfangsefna.
Hann talaði um að Há-
skólinn á Bifröst stæði á göml-
um og traustum grunni sem
hefði alltaf átt erindi í íslensku
samfélagi. Hlutverk þeirra sem
nú starfa í skólanum sem og
nemenda væri að skrifa söguna
áfram, sögu sem byggð væri á
því sem þau hefðu fengið í arf
og metnaður væri fyrir því að
þeirra sögukafli segði frá nýj-
um framförum og aukinni vel-
gengni skólans.