Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Page 6
6 Fréttir 16. september 2013 Mánudagur
Flestir eiga
Samsung
Flestir þeirra Íslendinga sem
eiga snjallsíma eiga síma frá
Samsung, eða 36,7 prósent.
Þetta kemur fram í niðurstöð-
um könnunar sem MMR fram-
kvæmdi á tímabilinu 30. ágúst til
3. september. Vinsældir snjall-
síma meðal Íslendinga hafa auk-
ist ár frá ári og er nú svo komið
að 66,4 prósent eiga snjallsíma
samanborið við 38 prósent í
nóvember 2011. Næstvinsælasti
snjallsíminn í dag er iPhone, en
32,3 prósent eiga slíkan síma. Þar
á eftir koma Nokia og LG.
Verðbólga mun
minnka
Greining Íslandsbanka spáir því
að vísitala neysluverðs hækki um
0,4 prósent í september frá fyrri
mánuði. Hagstofan mun birta
nýjar verðbólgutölur þann 26.
september næstkomandi. Gangi
spáin eftir hjaðnar tólf mánaða
verðbólga úr 4,3 prósentum í
4,0 prósent í mánuðinum. Gerir
Greining Íslandsbanka ráð fyrir
að verðbólga verði síðan á svip-
uðum slóðum næstu mánuði.
Að mati bankans munu út-
sölulok hafa nokkur áhrif á hækk-
un vísitölunnar svo og skólagjöld
og margs konar tómstunda- og
afþreyingarstarfsemi. Aukin
niður greiðsla á tannlækningum
barna og lækkun flugfargjalda til
útlanda mun hafa áhrif til lækk-
unar auk þess sem hækkun elds-
neytisverðs undanfarnar vikur
hefur að mestu gengið til baka.
WOW air til
Svíþjóðar
WOW air mun hefja flug til Stokk-
hólms í Svíþjóð, stærstu borgar
Skandinavíu, næsta vor. Í tilkynn-
ingu frá WOW air kemur fram að
félagið mun fljúga á Arlanda flug-
völl sem er stærsti flugvöllur Sví-
þjóðar og mikilvægur tengiflug-
völlur fyrir Skandinavíumarkað.
Þaðan eru flogið til 172 áfanga-
staða og er þar mjög góð tenging
til Austurlanda nær sem fjær.
WOW air mun fljúga þrisvar
sinnum í viku, á mánudögum,
miðvikudögum og föstudögum frá
og með 1. júní 2014 og mun halda
áfram áætlunarflugi allt árið um
kring í tengslum við Bandaríkja-
flug félagsins.
Langt og flókið ferli
n Umsóknarferli vegna fiskeldis í sjó er ekki iðnaðinum til framdráttar
F
erli vegna umsókna um fisk-
eldi í sjó hér á landi er of
langt og flókið. Þetta kem-
ur fram í skýrslu sem Gerð-
ur Guðmundsdóttir líffræðingur
hefur tekið saman fyrir Landssam-
band fiskeldisstöðva (LF), en hún
kynnti skýrsluna á fundi með LF á
fimmtudag.
Mikill uppgangur hefur ver-
ið í fiskeldi á Íslandi á undanförn-
um árum og hafa fjölmörg fyrirtæki
komið inn á markaðinn á með-
an þau sem fyrir eru hafa stækk-
að við sig og aukið framleiðslu. Að
mati Gerðar er nýjum fyrirtækjum
í greininni ekki gert auðvelt fyrir;
ferlið sé langt og flókið og ekki eins
skilvirkt og í þeim nágrannalönd-
um okkar sem stunda fiskeldi. Tím-
inn sem líður frá umsókn til útgáfu
starfsleyfis, eða höfnunar þess, get-
ur verið mun lengri hér enda séu
ekki skýr tímamörk á ferlinu.
Gerður telur nauðsynlegt að
breyta þessu langa og flókna ferli
en meðal þeirra stofnana sem koma
að útgáfu leyfa með einum eða öðr-
um hætti eru Umhverfisstofnun,
Fiskistofa, Hafrannsóknarstofnun,
Landhelgisgæslan, Matvælastofn-
un, Siglingastofnun, Skipulags-
stofnun, sveitarfélög og Veiðimála-
stofnun. Meðal þess sem Gerður
leggur til er að fækkað verði þeim
tilvikum sem umsagnaraðilar fjalla
um hverja umsókn og að ein stofn-
un taki við umsóknum. Þetta muni
leiða til hraðari afgreiðslu umsókna,
minni kostnaðar og minni skörunar
til hagsbóta fyrir alla. n
einar@dv.is
Fiskeldi Ferlið er of langt og flókið að mati Gerðar. Þrátt fyrir það hefur mikill uppgangur
verið í fiskeldi í sjó undanfarin ár.
Harðræði fátítt
á leikskólum
n Sextán ár liðin frá „límbandsmálinu“ í Hafnarfirði
Á
síðastliðnum fimm árum
hafa samtals 26 ábendingar
borist barnavernd sem
beinast gegn starfsmönnum
innan leikskóla- og grunn-
skólakerfisins, ásamt íþróttafélög-
um og áfangaheimilum. Ekki eru
til sundurliðaðar upplýsingar um
fjölda ábendinga. Árið 2008 bár-
ust barnavernd engar tilkynn-
ingar en tveimur árum síðar, árið
2010, bárust 15 tilkynningar. Í fyrra
bárust barnavernd aðeins tvær
ábendingar um að framgöngu
starfsmanna væri með einhverjum
hætti ábótavant.
Framkvæmdastjóri barnavernd-
ar Reykjavíkur, Halldóra Dröfn
Gunnarsdóttir, segir í samtali við
DV að sjaldgæft sé að barnavernd
óski eftir lögreglurannsókn í kjöl-
far tilkynninga. Málin séu oftast af
þeim toga að hægt sé að leysa þau í
samvinnu við skólastjórnendur.
Börn með málþroska
greina oft frá sjálf
„Við fáum alltaf af og til tilkynningar
til okkar þar sem grunur liggur á að
einhver einn ákveðinn nafngreind-
ur starfsmaður hafi meitt eða kom-
ið illa fram við ákveðið barn. Þá eru
það oft börn sem eru komin með
þann málþroska að þau greina frá
því sjálf heima hjá sér. Þau mál höf-
um við unnið í góðu samstarfi við
skóla og frístundasvið og viðkom-
andi leikskólastjóra. Ef við metum
málið þannig þá fer viðkomandi
starfsmaður í frí á meðan málið er
skoðað og ákvörðun er tekin í fram-
haldinu, eftir því hvernig málin þró-
ast,“ segir Halldóra Dröfn um það
ferli sem ábendingarnar fara í. Það
tekur mið af 35. grein laga um barna-
vernd. Hún segir að algengara sé að
ábendingar berist vegna gruns um
kynferðislega misnotkun en vegna
gruns um harðræði gegn börnum.
Sjaldgæft sé að tilkynnt sé um slíkt.
Atvikið sem átti sér stað á leik-
skólanum 101 í Reykjavík á dögun-
um vakti óhug fólks og umtal. Þá
náði starfsmaður í sumarafleys-
ingum rassskellingum á ungbarni
á myndband, að því er heimild-
ir herma. Lögreglurannsókn stend-
ur nú yfir á málinu að beiðni barna-
verndarnefndar og hefur eigandi
leikskólans, Hulda Linda Stefáns-
dóttir, lagt skólann niður. Samkvæmt
Halldóru Dröfn, eru mál af þessu
tagi ekki algeng á Íslandi. „Ef verið
er að skoða þetta með tilliti til leik-
skólans 101 þá kannast ég ekki við
að áður hafi komið til okkar mál sem
hefur verið jafn víðtækt og snert jafn
marga á síðastliðnum 5 til 10 árum.“
Sigrún Björnsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi skóla- og frístundasviðs
Reykjavíkurborgar, og Bragi Guð-
brandsson, forstjóri Barnaverndar-
stofu, taka, í samtölum við DV, und-
ir með Halldóru. Bragi bætir því við
að leikskólar á Íslandi séu til fyrir-
myndar. „Almennt eru leikskólarn-
ir okkar mjög góðar uppeldisstofn-
anir. Starfsfólkið mjög hæft og gott
og börnunum vel sinnt. Þetta mál er
undantekning,“ segir Bragi um málið
sem kom upp á leikskólanum 101. n
Leikskólanum lokað Eigandi ungbarna-
leikskólans, Hulda Linda Stefánsdóttir,
lagði leikskólann 101 niður á dögunum vegna
alvarlegra ásakana um harðræði gegn ung-
börnum sem þar dvöldu. Mynd Kristinn Magnússon
Harðræði er fátítt á
íslenskum leikskólum
Halldóra Dröfn Gunnars-
dóttir segir í samtali við DV
að lögreglurannsókn í kjöl-
far tilkynninga sé sjaldgæf.
Mynd sigtryggUr ari
Svala Magnea Georgsdóttir
blaðamaður skrifar svala@dv.is
Óhugnaður fyrir sextán árum
Límdi fyrir
munn barns
Sextán ár eru nú liðin frá límbandsmál-
inu svokallaða þar sem starfsmaður
varð uppvís að því að líma brúnt
byggingarlímband yfir munninn á
tveggja ára dreng vegna „ærslagangs og
hávaða“ að sögn starfsmannsins. DV
fjallaði um málið á sínum tíma. Við
nánari rannsókn kom í ljós að
starfsmaðurinn, ófaglærð kona á
fimmtugsaldri, hafði beitt aðferðinni
áður á fleiri börn og að samstarfsmenn
hennar, einnig tvær ófaglærðar konur á
fimmtugsaldri, höfðu horft upp á
athæfið án þess að grípa inn í.
Starfsmönnunum þremur var öllum
sagt upp í kjölfarið og yfirvöld
Hafnarfjarðarbæjar tóku við faglegri
yfirstjórn leikskólans um tíma. Í ljós kom
að mörg börn höfðu lent í sömu
refsiaðgerð af hálfu starfsmannsins.
„Almennt eru leik
skólarnir okk
ar mjög góðar uppeldis
stofnanir. Starfsfólkið
mjög hæft og gott og
börnunum vel sinnt.