Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 11
Fréttir 11Mánudagur 16. september 2013
Sálfræðistofa
Kolbrúnar
Baldursdóttur er
flutt í Ármúla 5
n Einstaklingsráðgjöf,
para- og hjónaráðgjöf,
uppeldisráðgjöf
n Ráðgjöf í forsjár- og
umgengnismálum
n Handleiðsla og
samskiptaþjálfun
n Tímapantanir í síma
899 6783 eða í
tölvupósti
kolbrunbald@simnet.is
Fræðsluerindin í aðgerðum gegn einelti eru
byggð á hugmyndafræði bókarinnar EKKI MEIR.
Útgefandi er Skólavefurinn ehf. Nánari upplýs-
ingar um bókina og innihald fræðslunnar má
sjá á www.kolbrunbaldurs.is
Erindi byggð á hugmyndafræði EKKI MEIR
n EKKI MEIR fyrir kennara og starfsfólk
grunnskóla, leiðbeinendur og þjálfara íþrótta-
og æskulýðsfélaga
n EKKI MEIR fyrir kennara og starfsfólk
framhaldsskóla
n EKKI MEIR fræðsluerindi um eineltismál sér-
sniðið að foreldrum
n EKKI MEIR, fræðsluerindi fyrir vinnustaði
Einnig er boðið upp á eftirfarandi fræðsluerindi
n Hvernig eflum við innra varnarkerfi barna
gegn kynferðisofbeldi?
n Fræðsla í samskiptum sérsniðin að þjálfurum,
leiðbeinendum og sjálfboðaliðum
n Grunnskólabarnið: samskipti foreldra og
barna, þjálfun í foreldrafærni
n Unglingastigið: Samskipti á heimilinu, tölvu-
notkun og netið
Fjarfundarkennsla er í boði
eigi sveitarfélög og stofnanir á
landsbyggðinni þess kost að fá
fræðsluerindi á netfundi
kolbrunbald@simnet.is
Sími 899-6783 Höldum saman gegn einelti
Kolbrún Baldursdóttur, sálfræðingur
Segir leigufélög
halda verði uppi
n Hagsmunasamtök leigjenda stofnuð
V
ið höfum verið að eltast við
fimmtu grein húsnæðis
laga. Þar kemur fram að
sveitarfélög eigi að veita
húsnæði þegar þörf krefur
og fylgjast með húsnæðismarkaðn
um,“ segir Jóhann Már Sigurbjörns
son, einn forsvarsmanna nýrra
hagsmunasamtaka leigjenda sem
formlega verða stofnuð þann 21.
september næstkomandi. Jóhann
segir að sveitarfélögin eigi að sýna
frumkvæði þegar kemur að því að
leysa þessi vandamál. Þessi fimmta
grein er mjög skýr,“ bætir hann við.
Að samtökunum standa fjöl
margir einstaklingar sem flestir
eiga það sameiginlegt að hafa
mikla reynslu af leigumarkaðnum.
Að þeirra mati eru slík samtök
löngu tímabær. Helstu baráttumál
hagsmunasamtaka leigjenda er að
tryggja rétt Íslendinga til öruggrar
búsetu með leiguíbúðum á viðráð
anlegu verði. En hópurinn telur að
þar verði sveitarfélögin að grípa inn
í og leysa vandann.
Þá munu samtökin einnig beita
sér fyrir því að tryggja rétt leigutaka
þegar kemur að ástandi, réttindum
og fleira.
Tvenns konar vandi
Í DV á föstudag var fjallað um þann
mikla vanda sem ríkir á leigumark
aðnum á höfuðborgarsvæðinu;
mikill skortur er á leiguhúsnæði
og leiguverð fer síhækkandi. Fram
kom að ástandið á leigumarkaðn
um geti haft áhrif á bæði líkamlega
og andlega heilsu fólks.
„Við erum með tvenns konar
vanda. Við erum með bráðavanda
og svo langtímavanda, því það er
alveg vitað mál að það koma fleiri
inn á leigumarkaðinn. Bæði eru
námsmenn að klára nám og svo
er fólk að missa húsnæðið sitt, um
það bil þrjár fjölskyldur á dag. Það
þarf því bæði að leysa bráðavand
ann og vandann til lengri tíma.“
Leigufélög halda verðinu uppi
Jóhann segir ýmsa samverkandi
þætti hafa verið að valda hækkun á
leiguverði. Breytingar á eðli leigu
markaðarins hafi þar sitt að segja.
„Það sem hefur verið að gerast á
síðastliðnum fjórum mánuðum er
að fólk sem hefur til dæmis verið að
leigja á 115 þúsund á mánuði, það
er að fá uppsögn og leigusalinn seg
ist ætla að hækka verðið upp í 145
þúsund.“ Jóhann segir þetta vera að
gerast með fjölgun leigufélaga. Þau
þurfi að greiða af lánum og hagn
ast á fjárfestingunni á sama tíma.
„Ég veit um dæmi þar sem leigu
félög hafa keypt heilu blokkirnar
og samdægurs var leigan hækkuð.“
Jóhann segir leigufélögin því stýra
verðinu á markaðnum að miklu
leyti. Og það búi til mikinn samfé
lagsvanda að fjárfestingafélög fari
þessa leið til að ávaxta fé sitt.
Enginn tekur ábyrgð
á vandanum
Jóhann segir stóran hluta vand
ans á leigumarkaðnum liggja í því
að enginn tekur ábyrgð á honum.
Hann bendir á að Eygló Harðar
dóttir, félags og húsnæðismála
ráðherra, hafi talað um að málið
eigi heima inni á borði hjá stéttar
félögunum. Sé hins vegar leitað
til stéttarfélaganna og ASÍ þá séu
skiptar skoðanir á því hver eigi að
leysa vandann. Þar sé ýmist talið
að það sé rétt, að stéttarfélögin eigi
taka á vandanum, eða að málið eigi
heima inni á borði lífeyrissjóðanna.
Svo vísi sveitarfélögin á stjórnvöld
og Íbúðalánasjóð.
Jóhann bendir á að það sé í raun
ekki í verkahring hagsmunasam
takanna að útfæra lausnir á vanda
málinu en hópurinn hefur engu að
síður reynt að gera það.
„Eina leiðin sem við sjáum er
að sveitarfélögin fái fjármagn frá
Íbúðalánasjóði eða lífeyrissjóðum
á mjög lágum vöxtum. Þá væri hægt
að byggja á lóðum í eigu sveitarfé
laganna. Þá eykst framboðið af
húsnæði og leiguverðið lækkar. Þá
verða leigufélögin að lækka líka.
Eins og staðan er akkúrat núna þá
er þetta leiðin sem við sjáum færa,“
segir Jóhann. n
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Mikill vandi
Jóhann segir leigu-
félög halda verði á
leigumarkaði uppi
að miklu leyti.„Eina leiðin
sem við
sjáum er að
sveitarfélögin
fái fjármagn frá
Íbúðalánasjóði
eða lífeyrissjóð-
um á mjög lágum
vöxtum
5. grein
húsnæðislaga
„Sveitarstjórn ber ábyrgð á og hefur
frumkvæði að því að leysa húsnæðis-
þörf þess fólks í sveitarfélaginu sem
þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Í
því skyni skal sveitarstjórn fylgjast með
þörf á húsnæði í sveitarfélaginu.“