Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Qupperneq 14
Sandkorn
Þ
að er hægt vaxandi norðanátt
á höfuðborgarsvæðinu þegar
þetta er skrifað, hiti fimm stig
og þurrt að mestu. Það er ekk-
ert miðað við það sem koma
skal gangi spáin eftir. Veðurstofan var-
ar við stormi eða roki, með snörpum
vindhviðum, yfir fjörutíu metra á sek-
úndu og talsverðri úrkomu. Munið úr-
hellisregnið sem skall á fyrr í vikunni?
Það skal engan undra að hér sé bölvað
yfir sumrinu sem aldrei kom og vetrin-
um sem virðist ætla að hertaka haustið.
Við klæðum okkur í ullarpeysur og
rennum upp úlpunum áður en við för-
um út. Komum heim og kyndum upp
í kofanum, kveikjum á kertum þegar
rökkrið sækir að og drögum teppin
fram á meðan vindurinn gnauðar fyrir
utan og regnið bylur á gluggunum. Við
búum okkur undir veturinn – það er
að segja við sem eigum þess kost.
Svo eru það hinir sem eiga sér
hvergi skjól. Konan sem sefur í rjóðr-
inu við BSÍ og parið sem kom sér fyrir í
tjaldi þar sem þau gátu verið saman og
drukkið sitt spritt í vatni, sjúk af alkó-
hólisma og utangarðs í samfélaginu. Ef
vel er að gáð má sjá ummerki um nátt-
stað utangarðsmanna á víð og dreif
um borgina, hér og þar glittir í gamalt
tjald inn á milli hárra trjáa, plastpoka
og kodda.
Nýjustu tölur benda til þess að
þetta séu alls um 180 einstaklingar
sem hvergi eiga heima og ráfa um
götur Reykjavíkur í reiðileysi, sama
hvernig viðrar og stendur á, flestir
veikir af áfengissýki, vímuefnaneyslu
eða geðröskunum, kannski hvort
tveggja eða allt í senn.
Flestir eru á milli tvítugs og þrí-
tugs en þeir eru samt á öllum aldri,
sá yngsti átján ára og sá elsti 75 ára.
Allir eiga þeir sögu sem fjallar um
það hvernig þeir yfirgáfu samfélag
mannanna og döguðu uppi á götunni,
aleinir og allslausir – því einu sinni
voru þeir hluti af fjölskyldu og áttu
sér heimili og oft er erfitt að skilja af
hverju þeir völdu þessa leið. Kannski
áttu sumir þeirra aldrei séns á meðan
kerfið heldur ekki betur utan um þá
sem kunna ekki að þiggja hjálpina og
geta ekki lifað eins og aðrir.
Svo eru það útlendingarnir sem
koma hingað í leit að vinnu og betra
lífi en enda á götunni, týndu krakk-
arnir, fangarnir sem hafa ekki í nein
hús að venda að afplánun lokinni,
konurnar sem neyðast til þess að flýja
heimili sín og allir hinir sem eru ein-
hvers staðar í reiðileysi. Þetta er ekki
einsleitur hópur.
Ef heppnin er með þeim geta þess-
ir einstaklingar kannski nýtt sér þau
neyðarúrræði sem til eru og feng-
ið inni, eina nótt í senn. Þar geta þeir
fengið mat, farið í bað og jafnvel nælt
sér í hlýja flík fyrir næsta dag. En gisti-
rýmin eru allt of fá til að rúma allan
þennan fjölda utangarðsmanna og
-kvenna, þau eru ekki nema 44 fyrir
karla og 21 fyrir konur. Þannig að þetta
fólk leitar æ oftar á náðir lögreglunn-
ar og gengur sjálfviljugt inn í klefa sem
er lokað og læst á eftir því. Bara til þess
að fá skjól.
Snjórinn sem settist á Esjuna um
helgina minnir á að fram undan er
langur vetur. Á undanförnum árum
hefur margt verið gert innan borgar-
markanna til þess að bæta aðstæður
þessa fólks en betur má ef duga skal.
Enn sefur fólk úti, enn getur það dáið
úr kulda og vosbúð og enn látum við
það líðast. Vandinn er ekki einkamál
þessara einstaklinga heldur heilbrigð-
isvandi sem snertir allt of marga hér
á landi, mun fleiri en bara þá sem eru
á götunni og er nauðsynlegt að sinna.
Um það ættu ríki og sveitarfélög að
sameinast. n
Kæruglaður Gylfi
n Gylfi Ægisson, tónlistarmað-
ur og listmálari, hefur undan-
farið fengið á sig þann stimpil
að hann sé hommahatari og
argasta afturhald. En hann læt-
ur sér hvergi bregða þótt sótt
sé að honum með skömmum
og heldur áfram málflutningi
sínum gegn því sem hann vill
meina að sé klámvæðing hluta
þeirra sem eru samkynhneigð-
ir. Gylfi reynir ákaft að kæra
Jón Gnarr og þá sem stjórn-
uðu Gleðigöngunni en hvorki
gengur né rekur. Óljóst er hvað
rekur hann áfram í málinu.
Sjallar óánægðir
n Vaxandi óánægja er inn-
an Sjálfstæðisflokksins
með samstarfið við Fram-
sóknarflokk-
inn. Svíð-
ur mörgum
að þurfa að
lúta forystu
smáflokks
sem bólgn-
aði út fyrir
kosningar en skreppur síðan
saman í könnunum. Sjálf-
stæðismenn vilja að þeirra
maður, Bjarni Benediktsson, fái
forsætisráðherrastólinn enda
hafi hann staðið sig ólíkt bet-
ur en Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson og sé ábyrgur stjórn-
málamaður. Horft er til þess
að brotlendi Framsókn kosn-
ingaloforðinu um skuldirn-
ar og gefist þá tækifæri til að
mynda nýja stjórn.
Varlega spurt
n Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra
er í vanda vegna loforðanna
um skuldaniðurfellingu.
Engin leið er
að átta sig á
því hvern-
ig hann ætl-
ar að standa
við loforðin
sem fleyttu
honum alla
leið í stól forsætisráðherra. Í
drottningarviðtali í Kastljósinu
fór Sigmar Guðmundsson var-
lega að landsföður sínum.
Þó fékkst upp að Sigmundur
horfði meðal annars til þess
að grípa til „magnbundinn-
ar íhlutunar“ til að snarlækka
lán. Þetta var kosningaloforð
Guðmundar Franklíns Jónsson-
ar, formanns Hægri grænna.
Hermt er að Sigmundur hafi
enn ekki haft samband við
hann varðandi útfærslu.
Vandi vatnskóngs
n Athafnamaðurinn Jón Ólafs-
son hefur séð sinn fífil fegurri.
Sú var tíðin að hann var á
meðal allra ríkustu og valda-
mestu Íslendinga. Hann seldi
síðan Stöð 2 og flest annað á
Íslandi og flutti til Bretlands.
Þar hefur hann einbeitt sér að
sölu á vatni sem hann tappar
á flöskur í Ölfusinu. Hann hef-
ur átt í áralangri deilu vegna
láns sem hann ábyrgðist hjá
Sparisjóðnum í Keflavík. Nú
hefur Hæstiréttur úrskurðað
að honum beri að greiða 430
milljónir króna.
Þetta var eins
og víma
Ætla að verða ryk-
fallinn fræðimaður
Elísabet Jökulsdóttir um geðhvarfasýkina – DV Brynja Þorgeirsdóttir á RÚV – DV
Hvar sefur þú í nótt?„Hér og þar glittir í
gamalt tjald inn á
milli hárra trjáa, plastpoka
og kodda.
F
réttir segja okkur að nú sé enn
verra að leigja sér íbúð en áður.
Hefur það samt oft verið dýrt,
erfitt og óöruggt. Þetta ástand
varð til þess að við í Samfylkingunni
lögðum fram á Alþingi í síðustu viku
tillögur um aðgerðir fyrir leigjendur.
Það vekur bjartsýni að margir flokkar
vilja gera eitthvað í málum leigjenda.
Sanngirnismál
Eitt það skrýtnasta í okkar íbúðamál-
um er að oft fá þeir meiri bætur frá
kerfinu sem kaupa sér íbúð, en hin-
ir sem leigja fá minna. Samt eru þeir
sem kaupa oft með meiri peninga
milli handa en hinir sem leigja. Rétt-
látara væri auðvitað að fólk fái jafn
miklar bætur hvort sem það kaup-
ir eða leigir og bætur miðist við laun
og eignir hvers og eins. Við viljum að
fólk fái sömu bætur, hvort sem það
velur að kaupa eða leigja. Við lögðum
það til á síðasta kjörtímabili og nú á
þessu.
Það væri líka skrýtið í íbúða-
málunum ef þeim sem borga af
íbúðalánum verður hjálpað vegna
verðbólgunnar í hruninu, en ekki
þeim sem borga leigu. Mikið af
hækkun húsaleigu er vegna verð-
bólgu í hruninu. Ef það á að lækka
afborganir þeirra sem urðu fyrir
verðbólguskotinu væri jafn rétt og
sanngjarnt að leiðrétta líka húsaleigu
þeirra sem urðu fyrir sama verð-
bólguskoti.
Öryggi fjölskyldunnar
Óöryggi þeirra sem leigja hefur oft
á tíðum verið jafn mikill galli og há
leiga. Allt of algengt er að fólk hafi
þurft að flytja aftur og aftur úr einni
leiguíbúð í aðra. Það hefur helst ver-
ið vont fyrir börnin sem hafa jafnvel
þurft að skipta oft um skóla. Sterk
leigufélög eins og hjá borginni, Ör-
yrkjabandalaginu og nú síðast í gegn-
um Íbúðalánasjóð auka framboð af
öruggum leiguíbúðum til lengri tíma.
Þess vegna er rétt að fjölga slíkum fé-
lögum og efla þau sem fyrir eru.
Framboð og fjölbreytni
Með því að fjölga leiguíbúðum ger-
um við hvort tveggja, að lækka leigu
og fjölga öruggum langtíma leigu-
íbúðum. Við leggjum til átak þar
sem bæði sveitarfélög og ríki veita
styrki til þeirra sem vilja koma upp
langtíma leiguíbúðum. Þá er gert
ráð fyrir að ráðstafa lóðum í eigu
ríkisins til leiguíbúða. Með því síð-
an að leigjendur fái sömu bætur
og kaupendur íbúða verður staða
leigjenda mun betri og jafnari en
hún er nú.
Fleiri en áður vilja nú leigja
íbúð en kaupa og eðlilegt að kerfið
komi til móts við fólk með svipuð-
um hætti hvort sem það velur. Hér
á landi hefur því miður verið minna
af leiguíbúðum en í nágranna-
löndunum og sérstaklega íbúðum
sem ætlaðar eru til öruggrar lang-
tímaleigu. Hrunið sýndi mörg-
um að það getur komið sér illa að
eiga íbúð ef maður skuldar mikið í
henni og sveiflur eru miklar eins og
á Íslandi. Langtímaleiga getur verið
fyrir marga jafn góður eða betri val-
kostur og íbúðakaup.
Þegar aukin réttindi leigjenda
hafa verið tryggð eigum við í fram-
haldinu að huga að fleiri möguleik-
um eins og búseturéttaríbúðum,
kaupleigu og öðrum leiðum sem
aukið geta fjölbreytni og valkosti
okkar í íbúðamálum. n
Báðir hópar fái sömu bætur
Leiðari
Ingibjörg Dögg
Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Kjallari
Helgi Hjörvar
þingmaður Samfylkingar
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon
Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og
vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
14 16. september 2013 Mánudagur
„Við viljum að fólk fái
sömu bætur, hvort
sem það velur að kaupa eða
leigja.
MynD KRiStinn MAGnÚSSon