Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Síða 22
22 Menning 16. september 2013 Mánudagur Leikstjóri „Gúmmítarzan“ heimsækir Ísland n Áhugaverðir erlendir gestir á RIFF A lþjóðlega kvikmyndahátíð­ in RIFF sem hefst síðar í mánuðinum dregur að sér fjölda erlendra gesta eins og við er að búast. Tveir erlendir gest­ ir munu þó vafalítið fanga óvenju mikla athygli þetta árið. Um er að ræða tvo erlenda leikstjóra með ólíka bakgrunna, en þó í báðum tilfellum afar áhugaverða. Fyrst ber að nefna danska leik­ stjórann Søren Kragh­Jacobsen sem kemur hingað með nýjustu mynd sína, danska sálfræðitryll­ inn STUND GAUPUNNAR. Kragh­ Jacobsen er frægur fyrir mynd­ irnar „Sjáðu sæta naflann minn“ frá 1978 og „Gúmmítarzan“ frá árinu 1981 sem byggð er á sögu Ole Lund Kirkegaard. Fyrir utan þessi „feel­good“ kassastykki þá er Kragh­Jacobsen jafnframt einn stofnanda Dogma95 sáttmálans ásamt Thomas Winterberg og Lars von Trier. Kragh­Jacobsen hefur einnig leikstýrt þáttum í Borgen sjónvarps seríunni. Hinn erlendri gesturinn sem gefa skal gaum þetta árið er kanadíski leikstjórinn Bruce LaBruce sem mætir til leiks með nýjustu mynd sína, GERONTO PHILIA sem út­ leggst á íslensku sem „gaml ingja­ girnd“. Kvik myndir LaBruce eru ekki klám í hefðbundnum skilningi en fjalla flestar um kynlíf og jaðar­ tengda kynhegðun. Má þar nefna umfjöllunarefni eins og BDSM, vændi, kynhneigð til uppvakn­ inga­ og vampíra ásamt ýmis kon­ ar parafílíu. Hans nýjasta mynd, og sú sem sýnd verður á RIFF í ár, þykir þó væg miðað við fyrri mynd­ ir hans, að minnsta kosti myndrænt séð, en hún fjallar um hið óvægna efni gamlingjagirnd á fremur hefð­ bundinn hátt. n simonb@dv.is 50 ástæður til að vera á móti listamannalaunum n Eiríkur Örn Norðdahl segir umræðu um listamannalaun minna á fótboltaspil n „Ekki einfalt mál“ R ithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl vakti athygli á samfélagsmiðlinum Twitt­ er þegar hann varpaði fram 50 rökum gegn listamanna­ launum í síðustu viku. Eiríkur er handhafi Íslensku bókmenntaverð­ launanna fyrir skáldsöguna Illsku og hefur sjálfur notið styrkja. Hann er nú búsettur í Svíþjóð og segir Ísland alltaf virka aðeins klikkaðra þegar maður býr ekki á landinu. Hvað fékk þig til að setja 50 ástæð­ ur gegn listamannalaunum á blað. Varstu að tala gegn eigin sannfær­ ingu? „Ég lét út úr mér að ég ætlaði að prófa að vera mótfallinn ríkisstyrkt­ um listum án þess að hafa ákveðið að segja meira – byrjaði svo að telja upp rök fyrir máli mínu. Ég var nýbú­ inn að lesa einhvern pistil eða blogg – þúsundasta pistilinn eða blogg­ ið – sem mærði mikilvægi lista og það rann einhvern veginn upp fyr­ ir mér að þetta væri andlaus síbylja, þótt hún væri velmeinandi, og gerði kannski minna úr listum frekar en meira, þegar allt kæmi til alls. Ekki gegn eigin sannfæringu Ég var ekki að tala gegn eigin sann­ færingu. Ég held að það sé mikilvægt að reyna að hafa margar mótsagna­ kenndar skoðanir á sama málinu, að leyfa sér að hugsa gegn hags­ munum sínum og enn fremur gegn vanahugsun sinni. Hugsun á ekki að vera stasis, kyrrstaða, og samræða á ekki að vera „chicken“ á traktorum. Það er að mínu mati fjandsamlegt lýðræðinu og ekki síður „Listinni“ með stóru L­i að geta aldrei stað­ ið með öðrum en sjálfum sér. Það hefur orðið sífellt vinsælla á Íslandi á síðustu árum að hvika aldrei frá skoðunum sínum, gefa aldrei á sér höggstað, viðurkenna aldrei að það geti verið göt í rökum manns eða eitthvað til í mótrökunum. Það ER til­ finningakúgun að spyrja hvað mætti bjarga mörgum mannslífum fyrir sinfóníuhljómsveitina – og barna­ skapur að láta eins og listir séu einu fórnanlegu fjárútlát ríkisins – en það er kannski bara samt relevant spurn­ ing. Það þarf ekki að þýða að við eig­ um að fórna sinfóníunni eða gera allt sem tilfinningakúgandi populist­ ar segja. En spurningunni „manns­ líf eða listaverk?“ svörum við bara undanbragðalaust. Mannslíf, altso.“ „Peningar eru tík“ Breytti það, að fara í gegnum þessi rök, sýn þinni á listamannalaun? „Í sjálfu sér ekki. Ekki nóg. Mér hafa lengi þótt listamannalaun vafasöm fyrir hlutleysi listamanna, fyrir klíkuskap og fleira. Maður er háður þeim sem borgar launin manns. Margt af rökunum er dálítið tongue­in­cheek – ég held að það sé mikilvægt að taka ekki listina svo alvarlega að maður kafni. Og hún er einhvern veginn í senn bæði alfa, omega og algerlega irrelevant. Nýhil þáði um árið framkvæmda­ styrki frá Landsbankanum og þá fór maður í gegnum allan skalann á nokkrum misserum – því við vorum innbyrðis ósátt við þetta og flest sí­ fellt að skipta um skoðun. Hvort við værum þá háð Björgólfi. Hvort þetta mætti. Og þá komu listamannalaun­ in alltaf inn í – hvers vegna máttu menn vera á mála hjá Davíð Odds­ syni og Halldóri Ásgrímssyni en ekki Björgólfi? Listamenn eru alveg jafn mikið skraut – og áróðurstæki – fyr­ ir ríkið og þeir eru fyrir einkaað­ ila. Spurningin er svo meðal annars hvort maður leyfi heiminum að teyma sig um í bandi eða ekki – og það er að mörgu leyti spurning sem snýr inn á við, snýst um að streitast á móti, frekar en að málið sé svo einfalt að maður geti eða þurfi bara að fórna sér á sjálfspíslaraltari eilífra blank­ heita, til að verða heilagur listamað­ ur. En það þýðir ekki að það sé einfalt mál að þiggja listamannalaun, hver sem borgar þau, og það er ekki held­ ur einfalt mál að vera háður kaup­ endum á „frjálsum markaði“. Þetta er bara ekkert einfalt mál. Og á ekki að vera. Peningar eru tík.“ Alltaf sama umræðan Er umræðan á Íslandi um listir og menningu á villigötum. Af hverju þessi pólarísering? Breytist sýn Símon Birgisson blaðamaður skrifar simonb@dv.is Eiríkur Örn Norðdahl Ef við ætlum ekki að breyta um tón þá eigum við eftir að drepa hvert annað úr leiðindum. MyNd KRIstINN MAgNússoN Ekki glóra„ Þegar kemur að lofts-laginu og öllu því þá höfum við ekki hugmynd. Ekki glóru. Við erum búin að vera að fylgjast með þessu í kannski 100 ár af einhverju viti. Setjum fram alls konar kenningar sem hafa virst ganga upp. Heimt- um áætlanir og alls konar.Þeir sem setja spurningarmerki við allar þessar hugmyndir eru stimplaðir ruglaðir eða með annarlega hagsmuni. Jafnvel hvort tveggja. Stóru ljótu fyrirtækin vilja auðvitað ekki hætta að framleiða drasl. Olíuríkin ekki hætta að dæla upp olíu. Kína vill ekki hætta að nota kol. Það hentar ekki stefnunni að koltvísýringurinn valdi þessu. Hentar ekki fyrirtækjunum. Fólk hoppar ofan í skot- grafirnar. Teboðsfólk og fyrirtæki á móti umhverfisverndarsinnum. Það er blásið til orrustu. Þegar líður á orrustuna hættir sannleikurinn að skipta máli. Það má nota hvaða rök sem er því þetta er barátta. Hvað er í raun og veru að gerast í loftslagsmálum er ekki lengur aðalatriði. Heldur hvort það hentar í baráttunni eða ekki.Hitinn hefur ekki hækkað undanfarin eitt til tvö ár. Á heimskautinu fer hann lækkandi. Af hverju veit enginn. Það er eitthvað rangt við útreikningana. En þó svo að það sé eitthvað rangt við útreikningana þá er það samt rétt – segja sérfræðingarnir. Því það væri blátt áfram hræðilegt fyrir vísindin ef hitinn hækkar ekki meir. Svo vísindamennirnir og „global warming“ fólkið halda sig við sínar skýringar. Þetta er samt rétt! Svona eins og femínistar í Gillzmáli. Það má vera að hann sé saklaus en þrátt fyrir það er hann sekur. Við viljum ekki hafa rangt fyrir okkur. Sama hversu rangt það er. guðmundur Kr. oddsson skrifar um díalektík loftlagsumræðunnar – goddsson. blogspot.com Alls engin skemmti lesning„ Seint verður þetta sögð skemmtilesning þótt lesandanum sé vel haldið við efnið og hver sjokker- andi frásögnin reki aðra. Stundum er sagt um banka að þeir séu of stórir til að hrynja, að meiri hagsmunir séu í því fólgnir að halda þeim í lagi. Á Íslandi áranna eftir hrun varð niðurstaðan oftar en ekki sú að sumir viðskiptajöfrar væru orðnir of umsvifamiklir til að þeir mættu missa sín. Nauðsyn braut ekki endilega lög en hún virtist trompa réttlæti og sanngirni, í það minnsta fær maður það á tilfinninguna við lestur þessarar bókar. Þetta er oft raunin þegar reisa þarf ríki úr rústum eða koma á friði í ólgandi samfélagi, samanber Vestur- Þýskaland eftir seinni heimsstyrjöld þar sem margir í stjórnkerfinu höfðu áður gegnt ábyrgðarstörfum á Hitlerstímanum, eða Suður-Afríka þar sem embættismenn frá aðskilnaðarskeiði héldu sínum stöðum. guðni th. Jóhannesson sagnfræðingur um bókina Ísland ehf – spassian.is Endalaus deila„ Fyrir stuttu sá ég status frá Oddi Snæ um að ákveðin hljómsveit væri betri en önnur, við þann lestur fékk ég loksins kjark til að stíga einnig fram og loksins viðurkenna að Blur er betri en Oasis, takk Oddur. Matthías Már Magnússon útvarpsmaður um deiluna endalausu – Facebook Áleitnar spurningar„ Spurningarnar sem vöknuðu á meðan á sýn-ingunni stóð yfirfærði ég einnig á önnur samfélags- leg vandamál. Ég horfi á fréttirnar og hugsa með mér hvað þetta sé hræðilegt en skipti svo yfir og horfi á Friends með glöðu geði og hlæ vandamálin í burtu. Er aðgerðarleysi það sama og að samþykkja vandamálið? Ef ég vil ekki opna myndir af efnavopnaárásum í Sýrlandi er ég þar með að segja að ég sé með árásaraðilunum í liði? Eða er það leið okkar til þess að lifa af í heimi styrjalda, ofbeldis og ógeðs. Eva Halldóra guðmundsdóttir um hið póstmóderníska ástand – reykvelin.is úr gúmmítarsan Íslendingar tóku ástfóstri við þessa skemmtilegu þroskasögu eftir Kragh-Jacobsen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.