Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2015, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 21.12.2015, Qupperneq 4
Enn snjallara heyrnartæki heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Nýja Beltone Legend heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Pantaðu ókeypis heyrnarmælingu í síma 568 7777 og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýriker. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypisheyrnarmælingsíðan 2004 LögregLumáL „Þessi heimild var veitt á laugardag,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um það að almennir lögregluþjónar hafi verið vopnum búnir á vettvangi á Kjalarnesi á laugardag. Tilkynning barst lögreglu um mann á sjötugsaldri sem væri með skotvopn og sýndi af sér ógn­ andi framkomu á heimili sínu. Fréttablaðið greindi frá því í lok síð­ asta mánaðar að um miðjan desem ber yrði stefnt að því að skammbyssum yrði komið fyrir í sérstökum vopna­ kassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn. Að sögn Ásgeirs Þórs voru allar verklagsreglur í kringum breyt­ ingarnar tilbúnar í síðustu viku og þriggja ára verkefni lokið. Vopna­ kössum hefur verið komið fyrir í nokkrum lögreglubílum á höfuð­ borgarsvæðinu. Lögregluþjónar munu ekki koma til með að hafa aðgang að skamm­ byssunum nema þar til bær yfir­ maður láti þeim í té aðgangskóða að vopnakassanum eftir að hann hefur verið upplýstur um málavexti. Yfirmaður mun þá meta nauðsyn þess í hverju tilviki fyrir sig. „Í þessu tilviki var það aðstoðar­ yfirlögregluþjónn sem var bær yfir­ maður til að veita hana. Ef verkefnið þolir ekki bið þá getur hann sjálfur tekið ákvörðun, annars þarf hann að bera ákvörðun undir yfirmann sinn,“ segir Ásgeir. Kristján Ólafur Guðnason að­ stoðar yfirlögregluþjónn, sem veitti umrædda heimild, segir að á laugar­ dag hafi komið upp aðstæður þar sem verklagið hafi átt við og að eftir því hafi verið farið. – ngy Nýttu heimildina til að opna vopnakassa lögreglubíla í Reykjavík Allar verklagsreglur í kringum breytingar á vopnamálum hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu voru frágengnar í síðustu viku. SamféLag Tvær fjögurra manna albanskar fjölskyldur fengu á laugar­ daginn ríkisborgararétt hér á landi. Mál fjölskyldnanna tveggja vöktu gríðarlega athygli eftir að þeim var vísað úr landi fyrr í mánuðinum, ekki síst fyrir þær sakir að í báðum fjölskyldunum eru langveik börn. Hinn þriggja ára gamli Kevi sem þjá­ ist af slímseigjusjúkdómi og hinn átta mánaða gamli Arjan sem fæddist með hjartagalla. Fjölskyldurnar tvær sóttu um ríkis­ borgararétt síðastliðinn þriðjudag og á laugardaginn var ljóst að úr yrði þegar allsherjar­ og menntamála­ nefnd lagði til að þeim yrði veittur ríkisborgararéttur. Alls var 49 einstaklingum veittur ríkisborgararéttur en nefndinni bár­ ust 64 umsóknir og tók Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar­ nefndar Alþingis, fram við málflutn­ inginn á laugardag að ákvarðanir Alþingis um veitingu ríkisborgara­ réttar væru ekki fordæmisgefandi. Arndís Anna Guðmundsdóttir, réttargæslumaður Pepaj­fjölskyld­ unnar sem er fjölskylda Kevis, segir málið vissulega óvanalegt en fagnar niðurstöðunni. Venja sé að slík mál fari í gegnum Útlendingastofnun og ráðuneyti en Alþingi hafi þó heimild til þess að horfa fram hjá þeim skil­ yrðum. Í flestum tilvikum þarf fólk að bíða í nokkur ár áður en það á kost á að sækja um ríkisborgararétt. Hún segir fjölskyldurnar að vissu leyti heppnar þar sem Albanía bjóði upp á tvöfalt ríkisfang, ef svo væri ekki þyrftu fjölskyldurnar að afsala sér ríkisborgararétti sínum í Albaníu. „Þau eru heppin, við skulum orða það þannig. Albanía heimilar tvöfalt ríkisfang en það á auðvitað ekkert við um alla,“ segir hún og nefnir sem dæmi að Sýrland bjóði ekki upp á tvöfalt ríkisfang. Arndís segir ríkisborgararéttinn farsælan endi á máli fjölskyldnanna þó að hann sé að mörgu leyti sér­ stakur og ekki sjálfgefið að fara í slíkt ferli. „Fólk kemur hingað og sækir um dvalarleyfi en ekki um ríkis­ borgararétt. Munurinn er gríðarlega mikill,“ segir hún. Hermann Ragnarsson, vinur fjöl­ skyldnanna og vinnuveitandi annars fjölskylduföðurins, opnaði styrktar­ reikning þar sem stefnt er að því að safna fyrir ferðakostnaði og ýmsu sem fjölskyldurnar kemur til með að vanhaga um á meðan þær koma sér fyrir hér á landi á nýjan leik en stefnt er að því að þær komi hingað til lands í janúar. „Planið er þann 10. janúar en ef allt verður tilbúið fyrr þá flýtum við því,“ segir Hermann en hann vinnur auk þess að því að finna húsnæði fyrir fjölskyldurnar að búa í. Fjölskyldunum var á laugardaginn tilkynnt í gegnum Skype að umsókn þeirra hefði verið samþykkt og segir Hermann það hafa verið frábæra stund. Túlkur las upp bréf fyrir Pepaj­ fjölskylduna og grétu foreldrar Kevis af gleði við fréttirnar og sögðu þær bestu jólagjöfina sem sonurinn hefði getað fengið. gydaloa@frettabladid.is Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. Arjan Lalaj ásamt systur sinni en hann er með meðfæddan hjartagalla. Mynd/Stöð2 Þau eru heppin, við skulum orða það þannig. Albanía heimilar tvöfalt ríkisfang en það á auðvitað ekkert við um alla. Arndís Anna Guðmundsdóttir, réttar- gæslumaður Pepaj-fjölskyldunnar menntamáL Tækniskólinn var með tvöfalda útskrift á laugardaginn og útskrifuðust 257 nemendur. Þetta var fyrsta útskrift skólans eftir sameiningu Tækniskólans og Iðnskólans í Hafnarfirði. A t h ö f n i n fór fram í Silfurbergi í Hörpu og til að þurfa ekki að takmarka fjölda gesta var athöfninni skipt í tvennt. Dúx skólans er Óli Grétar Skarp­ héðinsson af skipstjórnarbraut, með einkunnina 9,52. Semidúx er Vilhelm Þór Lundgrenn af tölvu­ braut með einkunnina 9,47. Í fyrsta sinn í sögu skólans útskrifaði Flugskóli Íslands konu af flugvirkjabraut. Hún heitir Elsa Hrafnhildur Bjarnadóttir. – ngy Tvískipt útskrift hjá Tækniskólanum BárðarBunga Jarðskjálfti 3,5 að stærð varð í norðausturhluta Bárðarbunguöskju aðfaranótt sunnudags. Skjálftinn varð klukk­ an 02.32 og nokkrum mínútum síðar, klukkan 02.27, varð annar skjálfti 3,1 að stærð. Í kjölfarið urðu nokkrir minni skjálftar en skjálftar eru algengir á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Bárðarbunga er megineldstöð undir Vatnajökli. Jarðhræringar hófust í Bárðarbungu þann 16. ágúst á síðasta ári og í kjölfarið hófst eld­ gos í Holuhrauni sem stóð yfir í sex mánuði og er eldgosið mesta hraun­ gos sem orðið hefur á Íslandi í 230 ár. Hraunið sem kom upp í gosinu þekur 85 ferkílómetra lands. – gló Skjálfti í Bárðarbungu SamféLag Samkynhneigt fólk á Íslandi verður reglulega fyrir haturs­ glæpum og áreiti vegna kynhneigðar sinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, en aðfaranótt sunnu­ dags veittust fjórir menn um tvítugt að samkynhneigðu pari í miðbænum. Jóhann Örn Bergmann Benedikts­ son greindi í gær frá því að umrætt kvöld hefðu hann og kærasti hans orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar þegar fjórir menn um tvítugt veittust að þeim. Jóhann Örn lýsir atvikum þannig að hann og kærasti hans hafi verið á gangi eftir Lækjar­ götu fyrrinótt þegar ókvæðisorðum á borð við „faggaógeð“ og „homma­ viðbjóður“ var hrópað að þeim. Auður Magndís Auðardóttir, fram­ kvæmdastjóri Samtakanna ’78, segir reynslu Jóhanns síður en svo eins­ dæmi. Atvik af þessum toga komi upp reglulega. Hún telur skýrt að um hatursglæp sé að ræða. „Samkvæmt löggjöfinni á Íslandi þá er árás á persónu sem beinist gegn henni vegna kynhneigðar mjög klár­ lega flokkuð sem hatursglæpur. Þarna í þessu tilfelli er mjög skýrt að orðin sem eru látin fylgja árásinni eru vegna kynhneigðar,“ segir Auður. Þrátt fyrir það sé ekki mikið um að fólk tilkynni slíkt ofbeldi til lög­ reglu. Þó að mikið hafi unnist séu fordómar víða. Því sé nauðsynlegt að gefa hvergi eftir í fræðslu, sérstaklega hjá börnum. – þþ Verða reglulega fyrir hatursglæpum Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78. Mynd/JökuLL JóhAnneSSon „Faggaógeð“ og „hommaviðbjóður“ var hrópað að kærustupari í Lækjargötu í fyrrinótt. » 2 1 . d e S e m B e r 2 0 1 5 m á n u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 2 0 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :2 1 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 C 0 -A D 0 8 1 7 C 0 -A B C C 1 7 C 0 -A A 9 0 1 7 C 0 -A 9 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.