Fréttablaðið - 21.12.2015, Page 6
– fyrst og fremst ódýr!
Mest seldi
hryggurinn
í Krónunni
GILDIR
AÐEINS
Í DAG
21. DES.
Fylgstu með
Jóladagatali Krónunnar.
Ný tilboð til jóla.
Fylgstu með Jóladagatalinu á facebook síðu Krónunnar
1099kr.kg
Verð áður 1299 kr. kg
Krónan hamborgarhryggur.
Stjórnmál „Við höfum gert leit að
þessu í forsætisráðuneytinu og við
finnum ekki bréfið frá Tong. Það
hefur ekki borist hingað í ráðu
neytið. Það er svo einfalt. Þannig er
bara staðan. Við höfum ekki slíkt
bréf undir höndum,“ segir Sigurður
Már Jónsson, upplýsingafulltrúi
ríkisstjórnarinnar, spurður hvort
ráðuneytinu hafi borist erindi Anote
Tongs, forseta Kíribatí, sem hann
sendi öllum þjóðarleiðtogum um að
sett yrði alþjóðlegt bann við nýjum
kolanámum í heiminum í ljósi loft
lagsbreytinga.
Anote Tong talaði um fljót andi
eyj ar, gríðar stóra sjáv ar veggi og
aðrar aðgerðir til að bjarga eyrík inu
frá af leiðing um hækk andi sjáv ar
borðs. Forseti Kíribatíeyja sagði að
næðu menn ekki samkomulagi um
hámarkshitun 1,5 gráður myndi Kíri
batí sökkva í sæ.
Í bréfi Tongs til þjóðarleiðtoga
færir hann þeim blessun sína, „Kam
na bane ni Mauri“, sem mætti útleggja
sem „megi okkur alltaf heilsast vel“.
Hann biður um stuðning í baráttu
eyjaskeggja gegn loftlagsbreytingum
með því að leggjast gegn byggingu
nýrra kolanáma á alheimsvísu.
Tong hefur miklar áhyggjur af því
að Kíribatí muni sökkva í sæ vegna
loftlagsbreytinga og segir aðkallandi
að bregðast strax við og biður því um
stuðning þjóðarleiðtoga.
„Bygging hverrar nýrrar kolanámu
grefur undan hverju því samkomu
lagi sem við náum í París,“ segir hann
í bréfinu.
Katrín Jakobsdóttir, formaður
VG, hefur lagt fram fyrirspurn til
Sigmundar Davíðs Gunnlaugs
sonar forsætisráðherra um afstöðu
hans til kröfu Kíribatí og spyr hvort
krafa Kíribatí verði studd af Íslands
hálfu.
„Það er bagalegt ef ráðuneytinu
hefur ekki borist bréfið því sam
kvæmt þeim upplýsingum sem
ég fékk var að það hefði verið sent
öllum þjóðarleiðtogum. Í ljósi
loftslagsráðstefnunnar í París og
þess samkomulags sem var undir
ritað þar er gríðarlega mikilvægt að
þjóðir heims fari að taka afstöðu til
nýrra verkefna á sviði jarðefnaelds
neytis. Þetta skiptir auðvitað miklu
máli fyrir þessar þjóðir, eyríkin
sem eiga á hættu að hverfa undir
vatn. Ég hefði talið að Ísland með
sína endurnýjanlegu orkugjafa ætti
að vera í forystu í svona málum á
alþjóðavettvangi, þess vegna lagði
ég fram fyrirspurnina.“
„Við munum svara fyrirspurn
Katrínar en eins og ég sagði áður,
þá hefur okkur ekki borist þetta
erindi frá Tong,“ ítrekar Sigurður
Már. Fréttablaðið spurðist einnig
fyrir á skrifstofu forseta Íslands,
hvort bréfið hefði borist þangað,
en svo var ekki.
kristjanabjorg@frettabladid.is
Leituðu að bréfi Tongs
Anote Tong, forseti Kíribatí, ritaði bréf til allra þjóðarleiðtoga og bað þá um stuðn-
ing til að sett yrði alþjóðlegt bann við nýjum kolanámum. Í forsætisráðuneytinu
kannast enginn við erindi Tongs og því hefur þess vegna ekki verið svarað.
Anote Tong, forseti Kíribatí, sendi þjóðarleiðtogum bréf og bað þá um stuðning.
Bréfið hefur ekki borist Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og því
getur hann ekki svarað því. MynD/VAlGArður
Allt á floti á Filippseyjum
Stúlka með regnhlíf veður í gegnum flóðvatn á götu í úthverfi Maníla eftir heilmikla hitabeltisstorma sem
gengu yfir Filippseyjar um helgina. 45 manns létust í óveðrinu. norDicphoToS/AFp
Sýrland Að minnsta kosti fjöru
tíu og þrír létust í nokkrum loft
árásum á borgina Idlib í Sýrlandi
í gær. Frá þessu er greint á vef
BBC. Borgarbúar halda því fram að
Rússar séu ábyrgir fyrir árásunum
en Rússar hafa sjálfir ekki staðfest
að svo sé. Skotið var á markað í
borginni, á heimili fólks og á opin
berar byggingar.
Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi í
september til að styðja við baráttu
stjórnarhersins í landinu gegn
uppreisnaröflum. Að sögn Rússa
eru skotmörk þeirra einungis
hryðjuverkamenn, sem flestir
tengjast hryðjuverkasamtökunum
ISIS. Samtök sem vilja Assad Sýr
landsforseta burt segja hins vegar
að árásir Rússa hafi flestar beinst
að uppreisnarmönnum sem njóta
stuðnings Vesturlanda. Að sögn
samtakanna særðust að minnsta
kosti 170 manns í árásunum. – ngy
Felldu 43 í árásum í Idlib
Borgarbúar í idlib telja rússa ábyrga fyrir árásunum en rússar staðfesta það ekki.
MynD/EpA
2 1 . d e S e m b e r 2 0 1 5 m á n U d a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
2
0
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:2
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
C
0
-C
0
C
8
1
7
C
0
-B
F
8
C
1
7
C
0
-B
E
5
0
1
7
C
0
-B
D
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K