Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2015, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 21.12.2015, Qupperneq 8
VERKFÆRI MEISTARANS Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899 Netfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is StjórnSýSla Engin frumkvæðis­ athugun hefur farið fram hjá Umboðs­ manni Alþingis á árinu því álag og fjárveitingar gera embættinu ekki kleift að sinna þeim. Þetta kemur fram í nýjustu ársskýrslu embættisins. „Ég tel þessa stöðu ekki ásættanlega miðað við núgildandi lög sem og þær ábendingar sem ég fæ og þær upp­ lýsingar sem koma fram við athug­ anir á kvörtunum. Þá hefur heldur ekki gefist tækifæri til að ljúka sem skyldi eldri frumkvæðismálum og kvörtunum sem áformað hefur verið að ljúka í tengslum við þau,“ segir í skýrslunni. Frumkvæðisathuganir eru verk­ færi umboðsmanns til að hafa eftirlit með stjórnvöldum án þess að kvörtun berist embættinu fyrst. Oftar en ekki er vísað til fjölmiðlaumfjöllunar þegar frumkvæðisathugun hefst. Umboðsmaður Alþingis hefur brugðist við vandanum með svo­ kölluðum forathugunarmálum. Þá er óskað eftir upplýsingum frá stjórn­ völdum og lagt mat á hvort tilefni sé til að taka tiltekið málefni til athugunar. Þetta hefur sautján sinnum verið gert á þessu ári, nú síðast þegar óskað var eftir upplýsingum um málsmeðferð og rannsókn Útlendingastofnunar á umsóknum um mannúðarleyfi af heil­ brigðisástæðum. Forathugunin á útlendingamálum hófst vegna brottflutnings tveggja albanskra fjölskyldna en tveir lang­ veikir drengir, þriggja ára og átta mánaða, höfðu notið heilbrigðis­ þjónustu hér á landi. Sem dæmi um aðra forathugun sem hefur átt sér stað á árinu er beiðni um upplýsingar um möguleika aðstandenda til að leggja fram kvörtun hjá landlækni yfir mis­ tökum eða vanrækslu sem þeir telja hafa leitt til andláts sjúklings. „Í stað þess að ákveðin atriði detti niður þá er frekar vakin athygli stjórn­ valda á þeim og þau leggja þá mat á hvort þau taki sjálf boltann eða hvort umboðsmaður þarf að fara í málið,“ segir Tryggvi Gunnarsson, umboðs­ maður Alþingis. „Þetta er mikilvægasta stofnunin sem hefur eftirlit með framkvæmda­ valdinu og stjórnsýslu á vegum stjórn­ valda,“ segir Björg Thorarensen, pró­ fessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hún játar því að að vissu leyti sé óheppilegt að stjórnvöld sjái um fjárveitingu til embættisins en segir að einhver þurfi að gera það. Fjár­ veitingarvaldið verði ekki tekið af Alþingi. snaeros@frettabladid.is Fjárskortur stendur frumkvæði umboðsmanns fyrir þrifum Umboðsmaður Alþingis hefur ekki getað hafið frumkvæðisrannsókn á árinu sem er að líða vegna fjárskorts og anna. Mikilvægasta eftirlitsstofnun ríkisins að mati Bjargar Thorarensen, lagaprófessors í Háskóla Íslands. Tryggvi Gunnarsson hefur verið umboðsmaður Alþingis frá árinu 1998. Hann tók upp forathuganir til að bregðast við fjárskortinum. FréTTAblAðið/GVA Athyglisverðar frumkvæðisathuganir lekamálið Umboðsmaður Alþingis hóf rannsókn á samskiptum Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, þáverandi lögreglustjóra, vegna lekamálsins svokallaða. Forathugun hófst í kjölfar fréttaflutnings DV af því að ráðherra hefði átt í samskiptum við lögreglu- stjórann um meðferð trúnaðarupplýsinga úr ráðuneytinu á sama tíma og lögreglurannsókn var í gangi. Fíkniefnaleit í framhaldsskólum Fjölmiðlar greindu frá því að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði hafið fíkniefnaleit í Tækniskólanum í Reykjavík árið 2010. Umboðsmaður leitaði svara við því af hvaða tilefni leitin var gerð og á hvaða lagagrund- velli. Niðurstaða umboðsmanns var að leit lögreglunnar hefði ekki stuðst við lagaheimild og beindi þeim tilmælum til lögreglustjórans að þau sjónarmið sem rakin voru í álitinu yrði höfð í huga í framtíðarstörfum lög- reglunnar. Mannanafnanefnd á villigötum Árið 2010 komst umboðsmaður að því að oft væri misbrestur á því að rök- studdir úrskurðir mannanafnanefndar væru birtir opinberlega. Bætt var úr birtingunni snarlega. Þetta er mikilvæg- asta stofnunin sem hefur eftirlit með fram- kvæmdavaldinu og stjórn- sýslu á vegum stjórnvalda. Björg Thorarensen lagaprófessor 15 frumkvæðisrannsóknir hófust árið 2009. 2 frumkvæðisrannsóknir hófust á árinu 2014. Skólamál Fræðsluráð Vestmanna­ eyja segir ósættanlegt að nemendur í grunnskóla bæjarins séu undir landsmeðaltali í samræmdum prófum. Samkvæmt gögnum sem lögð voru fyrir fræðsluráðið í nóvem­ ber eru nemendur í 4. og 7. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja undir landsmeðaltali í samræmdum prófum. Tölurnar eru settar fram á kvarðanum 0–60. „Í 4. bekk var normaldreifða einkunnin í íslensku 27,7 og 29,7 í stærðfræði. Í 7. bekk var einkunnin í íslensku 28,4 og 27,6 í stærð­ fræði. Í 10. bekk var einkunnin 29 í íslensku, 28,2 í stærðfræði og 26 í ensku,“ kemur fram í fundargerð fræðsluráðsins sem hóf athugun á málinu. Meðal annars voru skoð­ aðar niðurstöður samræmdra prófa fyrri ára og þær bornar saman við árangur í öðrum skólum og árangur í GRV undanfarin ár. „Fræðsluráð er meðvitað um að það tekur tíma að bæta skólamenn­ ingu og árangur. Á seinustu misser­ um hefur verið ráðist í aðgerðir sem vafalaust eiga eftir að skila betri árangri í samræmdum mælingum og skólastarfi almennt. Eftir sem áður telur fræðsluráð ljóst að leita beri allra leiða til að bæta árangur GRV og að það sé óásættanlegt að nemendur í Vestmannaeyjum séu undir landsmeðaltali í samræmd­ um mælingum,“ segir fræðsluráðið. Af þessum ástæðum segir fræðsluráðið æskilegt að óháður aðili geri faglega úttekt á skóla­ starfinu í byrjun næsta árs og skili niðurstöðum fyrir vorið. Jafnframt er skólaskrifstofu bæjarins falið að vinna áfram að málinu. – gar Námsárangur í grunnskóla Vestmannaeyja sagður óásættanlegur Gera á óháða úttekt á ástæðum þess að grunnskólabörn í Vestmannaeyjum eru undir landsmeðaltali á samræmdum prófum. FréTTAblAðið/PjeTur Svalbarði Barn sem slasaðist alvar­ lega í snjóflóði sem féll í höfuðstað Svalbarða á laugardaginn lést í gær á sjúkrahúsi í Tromsö. Frá þessu er greint á Svalbarðapóstinum. Þar er haft eftir Leif Magne Helgasen, sóknarpresti í Svalbarðakirkju, að snjóflóðið sé mikill harmleikur. Hann segir sorg einkenna and­ rúmsloftið á svæðinu. Ekki er talið að hitt barnið sem slasaðist í snjó­ flóðinu sé í lífshættu. Þá lést 42 ára gamall maður í flóðinu. – ngy Barn á Svalbarða lést eftir snjóflóð alþingi Tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á fjárlögum komu of seint inn í þingið og gögn voru of seint lögð fram. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála­ og efnahagsráðherra. Hann kveðst telja að endurskoða þurfi verklag við fjárlagagerðina í þinginu. Ekki sé eðlilegt að umræð­ an um fjárlagafrumvarpið taki jafn langan tíma og raun ber vitni. Fjárlagafrumvarpið var afgreitt að lokinni þriðju umræðu á sjöunda tím­ anum á laugardagskvöldið og þing­ störfum lauk svo á áttunda tímanum og eru þingmenn nú farnir í jólafrí. Bjarni sagði undir þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið að ákveðin mistök hefðu verið gerð sem varð til þess að fjárlagavinnan dróst jafn mikið á lang­ inn og raunin varð. – bo Segir mistök hafa tafið fjárlög Fjárlagafrumvarpið var afgreitt á laugar- dagskvöldið. FréTTAblAðið/bAldur 2 1 . d e S e m b e r 2 0 1 5 m á n U d a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 0 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :2 1 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 C 0 -D 4 8 8 1 7 C 0 -D 3 4 C 1 7 C 0 -D 2 1 0 1 7 C 0 -D 0 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.