Fréttablaðið - 21.12.2015, Page 16
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða
í íslensku sem ekki eru hluti af almennu námi á grunn- eða
framhaldsskólastigi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið
hefur úthlutað 120 milljónum króna í íslenskukennslu fyrir
útlendinga fyrir árið 2016. Markmiðið með styrkjunum er að
gefa öllum sem búsettir eru hér á landi og skráðir eru með
lögheimili í þjóðskrá*, tækifæri til að öðlast nauðsynlega færni
í íslensku til að geta orðið virkir samfélagsþegnar á Íslandi.
Fræðsluaðilar, fyrirtæki og stofnanir sem bjóða
starfsmönnum sínum upp á skipulagða kennslu í íslensku
og eru á fyrirtækjaskrá geta sótt um styrki. Fyrirtæki
eða stofnanir, sem ekki eru fræðsluaðilar, þurfa að láta
undirritaðan samning við hæfan fræðsluaðila sem annast
kennsluna fylgja umsókninni.
Umsóknargögn er að finna á www.rannis.is og skal skilað
á rafrænu formi.
Upplýsingar um sjóðinn veitir Jón Svanur Jóhannsson,
verkefnastjóri á mennta- og menningarsviði í síma 515 5820
og á jon.svanur.johannsson@rannis.is
* Hælisleitendur eru undanþegnir kröfu um
skráningu í þjóðskrá meðan málefni þeirra
eru til skoðunar hjá stjórnvöldum.
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Íslenskukennsla
fyrir útlendinga
Umsóknarfrestur til 1. febrúar 2016
menntamál Landbúnaðarháskóla
Íslands og Háskólunum á Bifröst og á
Hólum verður gert að taka upp form
legt samstarf samkvæmt tillögum
starfshóps um ávinning af auknu
samstarfi skólanna. Rektorar gagn
rýna tillögurnar sem þeir telja þurfa
að greina miklu betur.
Í skýrslu starfshópsins sem skilað
var í nóvember er lagt til að skipaðir
skuli tveir nýir starfshópar til að vinna
hugmyndirnar frekar. Annar hópur
inn verði skipaður fulltrúum háskól
anna og menntamálaráðuneytisins til
að finna leiðir að frekari samþættingu
náms og ýmissar stoðþjónustu, svo
sem tölvukerfa, bókhalds og umsjón
verkefna háskólanna. Ríkið leggi
vinnunni til fimmtíu milljónir króna.
Hinum hópunum, sem verði á
vegum stjórnarráðsins, verði meðal
annars falið að finna leiðir til að gera
upp skuldir Landbúnaðarháskólans
og Háskólans á Hólum við ríkissjóð
sem og að endurfjármagna lán við
Íbúðalánasjóð.
Uppsafnaður halli Landbúnaðar
háskólans nemur 422 milljónum
króna og Háskólans á Hólum 170
milljónum króna.
Björn Þorsteinsson, rektor Land
búnaðarháskólans, og Erla Björk
Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á
Hólum, skiluðu bæði séráliti fyrir
hönd sinna skóla þar sem þau gagn
rýndu að ekki lægi fyrir neitt mat á
kostum og göllum tillagnanna. Slíkt
þyrfti að vera gert áður en ákvörðun
um aukinn samrekstur yrði tekin.
„Við viljum ekki breyta um rekstrar
form bara sisvona, einn, tveir og þrír,
án þess að það séu gerðar einhverjar
úttektir á kostum og göllum rekstrar
forma við háskóla,“ segir Björn.
Að sögn Björns er efling sam
starfsnets opinberra skóla mun
betri lausn. Í skýrslu nefndarinnar
er lagt til að ríkið setji 75 milljónir
króna í að efla samstarfsnetið. „Það
er miklu vænlegri kostur en að fara
að skipuleggja samstarf skóla eftir
einhverri pólitískri forskrift.“
Einnig er lagt til að háskólarnir
fái samtals 182 milljóna viðbótar
greiðslu á fjárlögum næsta árs svo
þeir geti mætt kröfum sem gerðar
séu til þeirra. Meirihluti fjárlaga
nefndar hefur þegar lagt til að
háskólarnir fái megnið af þeirri
upphæð, samtals 133 milljónir
króna. Björn gagnrýnir að lagt sé til
að koma á nýjum garðyrkjuskóla
á Flúðum eða Reykholti í Biskups
tungum til viðbótar við núverandi
garðyrkjuskóla Landbúnaðar
háskólans á Reykjum í Ölfusi sem
hafi verið fjársveltur síðustu ár.
Hugmyndirnar hafi aldrei verið
ræddar innan starfshópsins né
heldur við stjórnendur skólans á
öðrum vettvangi.
„Við áttum okkur ekki á hvað
formennirnir eru að hugsa. Þetta
er bara ekki unnin tillaga að neinu
leyti. Eins og sakir standa með
okkar garðyrkjuskóla núna þá er
hann mjög illa settur með ástand
bygginga og annað,“ segir Björn.
Formenn nefndarinnar voru
Ásmundur Einar Daðason, þing
maður Framsóknarflokksins, og
Haraldur Benediktsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins. – ih
Rektorar andvígir tillögum um samstarf
Samfélag „Okkar hugmynd gengur
út á það að byggja nýtt hús í Hamra
borginni sem yrði ráðhús bæjarins.
Hluti þess yrði þó væntanlega leigður
undir aðra starfsemi, enda húsið
stærra en þörf er á undir bæjarskrif
stofur,“ segir Orri Árnason, arkitekt á
arkitektastofunni Zeppelin.
Tillöguna að uppbyggingu mið
bæjar Kópavogs hefur Zeppelin
unnið ásamt nokkrum fjárfestum.
Vinnan var unnin í framhaldi af aug
lýsingu Kópavogsbæjar um sölu á
skrifstofum bæjarins og þróun mið
bæjarsvæðisins.
Starfshópur um húsnæðismál
bæjarskrifstofu Kópavogs hefur ekki
komist að samkomulagi um fram
tíðarlausn og er klofinn í afstöðu
sinni. Meðlimir hópsins geta ekki
sammælst um hvort flytja eigi skrif
stofur í annan hvorn af turnunum
tveimur við Smáralind eða ráðast í
endurbætur á núverandi húsnæði.
„Ráðhúsið tæki mið af boga
dregnum húsum í næsta umhverfi og
auðvitað einnig af Kópavogskirkju,
kennileiti bæjarins. Þjónustubygging
sem myndi teygja sig út frá ráðhús
inu og yfir á brúna yfir Kópavogsgjá
myndi hýsa verslanir og veitingastaði
og mynda skjól fyrir vindum, um leið
og hún myndar ráðhústorg, ásamt
tveimur byggingum sem standa sín
hvorum megin brúarinnar,“ segir
Orri og bætir við að á ráðhústorginu
yrðu veitingastaðir og verslanir.
Fjórar tillögur um nýjar bæjarskrif
stofur bárust Kópavogsbæ eftir að
auglýst var eftir þeim. Að sögn Orra
virðist sem fjórða tillagan, tillaga
Zeppelin, hafi dottið út af borðinu.
„Tillöguna kynntum við á fundi þar
sem einungis mættu tveir embættis
menn fyrir hönd bæjarins,“ segir
hann.
Að sögn Orra eiga bæjarskrifstof
urnar heima í ráðhúsi í miðbæ Kópa
vogs, enda styrki slíkt fyrirkomulag
allan brag og bæjarvitund.
„Það vita allir að miðbær Kópavogs
er í Hamraborginni og við viljum
halda skrifstofunum á svæðinu en
þróa og fegra það í leiðinni. Öllum
breytingum fylgja tækifæri og er
umrætt svæði í slæmu ásigkomu
lagi. Menn hafa lengi haft hugann við
það að þarna verði flottur miðbær og
lagt í það ómælt fjármagn. Í því sam
bandi er sjálfgefið að nefna yfirbygg
ingu sjálfrar gjárinnar, Gerðarsafn og
Salinn. Okkar hugmynd er liður í því
að styrkja enn frekar við þá uppbygg
ingu,“ segir Orri Árnason.
nadine@frettabladid.is
Ráðhús Kópavogs verði í miðbænum
Arkitektastofan Zeppelin í samvinnu við bygginga- og þróunarfélagið Mannverk lagði fram tillögu á dögunum að nýju ráðhúsi í
Hamraborg í Kópavogi. Einn arkitektanna vill að bærinn gefi tillögunni meiri gaum. Hún styrki enn frekar uppbyggingu miðbæjarins.
Tillöguna að uppbyggingu miðbæjar Kópavogs hefur Zeppelin unnið ásamt
nokkrum fjárfestum. MYND/ZEPPELIN
Vinnan var unnin í framhaldi af auglýsingu Kópavogsbæjar um sölu á skrifstofum
bæjarins og þróun miðbæjarsvæðisins. MYND/ZEPPELIN
Samkvæmt tillögu Zeppelin væri þjónustubygging á svæðinu sem myndi teygja sig út frá ráðhúsinu og yfir á brúna yfir Kópa-
vogsgjá og myndi hýsa verslanir og veitingastaði og mynda skjól fyrir vindum. Um leið myndi hún mynda ráðhústorg ásamt
tveimur byggingum sem standa sín hvorum megin brúarinnar. MYND/ZEPPELIN
Í skýrslu starfshóps er rekstur nemendagarða sagður ósjálfbær miðað við nú-
verandi skuldastöðu. fréTTabLaðIð/PjETUr
Tillöguna kynntum
við á fundi þar sem
einungis mættu tveir
embættis menn
fyrir hönd
bæjarins.
Orri Árnason, arki-
tekt hjá Zeppelin
Við áttum okkur
ekki á hvað for-
mennirnir eru að hugsa.
Þetta er bara ekki unnin
tillaga að neinu leyti.
Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnað-
arháskólans
2 1 . d e S e m b e r 2 0 1 5 m á n U d a g U r16 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
2
0
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:2
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
C
0
-B
B
D
8
1
7
C
0
-B
A
9
C
1
7
C
0
-B
9
6
0
1
7
C
0
-B
8
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
7
2
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K