Fréttablaðið - 21.12.2015, Page 30
Útgefandi
365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512
5000 | fax 512 5301
UmSjónarmenn aUglýSinga
Jóhann Waage| johannwaage@365.is
| s. 512-5439
Ábyrgðar-
maðUr
Svanur
Valgeirsson
Veffang
visir.is
Ghostlamp er ungt íslenskt mark
aðstorg sem tengir samfélags
miðlastjörnur við fyrirtæki sem
vilja koma sér á framfæri við
fylgjendur þeirra, t.d. með því
auglýsa vörur sínar eða þjónustu.
Stofnandi fyrirtækisins heitir
Jón Bragi Gíslason og er 24 ára
gamall. Hann segist hafa stofn
að Ghostlamp til að leysa öll þau
ótal vandamál sem auglýsingar í
dag glíma við en þær er að sögn
hans hægt að gera á miklu betri
hátt en hingað til. „Í okkar tilfelli
þá tengjum við saman fyrirtæki
og samfélagsmiðlastjörnur sem
hafa yfir 1.000 fylgjendur á ein
hverjum samfélagsmiðli, t.d. Face
book, Twitter eða Insta gram. Þar
með hefur hæfileikaríkt fólk þann
möguleika að fá borgað fyrir að
deila uppáhaldsvörum sínum með
fylgjendum sínum á samfélags
miðlum. Netverslanir færa kaup
endur og seljendur hverja nær
öðrum og við það myndast helling
ur af spennandi tækifærum. Þessi
möguleiki var ekki til staðar áður
og breytir í rauninni hvernig við
hugsum um netverslanir.“
Fleiri tækifæri
Hann útskýrir betur hvernig hug
myndin virkar. „Segjum að Nike
myndi setja inn auglýsingu í
Ghostlamp appið og óska eftir því
að einhver samfélagsmiðlastjarna
taki mynd af sér í flík frá Nike og
setji á Instagram. Þegar einhver
samfélagsmiðlastjarna er svo búin
að samþykkja þátttöku hefur hún
ákveðinn tíma til að taka myndina
og birta hana á miðlinum. Þegar
því er lokið setur hún hlekkinn
á myndina í Ghostlamp appið til
staðfestingar og fær svo borgað
nokkrum dögum seinna. Upphæð
greiðslu fer algjörlega eftir því
hversu mikið fylgi stjarnan hefur
á viðkomandi samfélagsmiðli.“
Þannig fá samfélagsmiðlastjörnur
borgað fyrir að auglýsa uppáhalds
vörur sínar til fylgjenda sinna á
skemmtilegan, fallegan og viðeig
andi hátt að sögn Jóns Braga. „Það
eru nefnilega ekki öll fyrirtæki
sem hafa efni á að borga einhverj
um eins og Justin Bieber fyrir
að auglýsa fötin sín þó að Calvin
Klein geti gert það. Hérna erum
við í rauninni að taka eitthvað sem
hefur hingað til einungis verið í
boði fyrir stór fyrirtæki og gera
það aðgengilegra fyrir fyrirtæki
af öllum stærðum og gerðum.“
Lagði allt undir
Varan kom á markað í byrjun
þessa árs og viðbrögðin hafa verið
hreint út sagt frábær að sögn Jóns
Braga. „Við erum að vaxa hratt
um þessar mundir. Sambæri
legar þjónustur eru til nú þegar
en flestar eru reyndar ekki eldri
en tveggja ára. Samkeppnin hefur
ekki verið mikil hingað til en er að
aukast enda mjög spennandi vara.“
Í upphafi voru þeir þrír félagar
sem stofnuðu fyrirtækið en í dag
stendur Jón Bragi einn eftir. Hann
hefur verið virkur í frumkvöðla
samfélaginu hér á landi í tvö ár.
„Mér gekk aldrei vel í skóla svo
ég hætti og lagði allt undir til að
stofna eigið fyrirtæki. Mér finnst
menntakerfið eins og það er í dag
vera úrelt enda var það smíðað
fyrir eldri tíma. Ég hef gaman
af því að skapa eitthvað nýtt og
ég trúi því að það að stofna fyrir
tæki sé besta leiðin til þess að
læra.“ Sá lærdómur hefur þó ekki
verið áfallalaus að hans sögn. „Það
hefur verið svakalegur rússíbani
að koma fyrirtækinu á þann stað
sem það er í dag og gengið á ýmsu.
Í dag er Ghostlamp með borgandi
viðskiptavini og ég er að vinna
með fjárfestum í að loka fjár
festingarumferð til þess að flýta
þróun og vexti. Það eru spennandi
hlutir fram undan hjá Ghostlamp
í vetur og við stefnum á að kynna
spennandi nýjungar á næsta ári.“
gaman að skapa
eitthvað nýtt
Markaðstorg á borð við Ghostlamp breyta því hvernig við skilgreinum
netverslanir. Nú geta samfélagsmiðlastjörnur fengið greitt fyrir að auglýsa vörur
fyrirtækja og fá greitt í samræmi við fylgi sitt. Spennandi hlutir eru fram undan
hjá Ghostlamp í vetur og spennandi nýjungar verða kynntar á næsta ári.
„Þar með hefur hæfileikaríkt fólk þann möguleika að fá borgað fyrir að deila uppá-
haldsvörum sínum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum,” segir jón bragi
gíslason hjá ghostlamp. mynd/garðar PÉtUrSSOn
Pantaðu fyrir 21. desember til að tryggja að pakkinn verði kominn fyrir aðfangadag!
Ný og glæsileg vefverslun www.adidas.is
Enginn sendingarkostnaður og 25% afsláttur við fyrstu kaup!
Skemmtipakkinn
365.is | Sími 1817
FRÁBÆR DAGSKRÁ
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
Tryggðu þér áskrift á 365.is
netVerSlUn Kynningarblað
21. desember 20152
2
0
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:2
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
C
0
-E
D
3
8
1
7
C
0
-E
B
F
C
1
7
C
0
-E
A
C
0
1
7
C
0
-E
9
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K