Fréttablaðið - 21.12.2015, Síða 42

Fréttablaðið - 21.12.2015, Síða 42
Það þarf ekki að vera erfitt að finna jólagjöf handa kærustunni, mömmu eða systur. Best er að horfa til áhugamáls þegar finna þarf gjöf. Flestar konur vilja föt í jólagjöf eða fallegan hlut fyrir heimilið. Í könnun sem gerð var á meðal kvenna í Noregi kom fram að flest- ar óskuðu sér nytsamra hluta. Svona lítur listinn út: 1) Bók 2) Föt 3) Gjafakort 4) Ferðalag 5) Eitthvað sniðugt fyrir eldhúsið 6) Eitthvað fyrir líkamsræktina 7) Peningar Það getur verið mjög sniðugt að skoða netverslanir til að finna hug- myndir. Þar gæti leynst ýmislegt sniðugt. Nýlegt áhugamál kvenna er bakstur og er hægt að fá ýmsa skemmtilega hluti til að skreyta kökur. Þá eru margar konur dug- legar að prjóna um þessar mund- ir og þess vegna gæti karfa undir prjónadót komið sér vel hjá þeim. Ungar konur eru veikar fyrir fallegum hönnunargripum fyrir heimilið, en eins og flestir vita þá hafa vörur frá Kähler slegið í gegn hér á landi, svo sem Omaggio vas- inn. Mjúkt og hlýtt sjónvarpsteppi getur komið sér vel auk þess sem nú er mikið úrval af þeim í versl- unum. Handtaska eða skór eru allt- af á vinsældalista konunnar. Sé konan matgæðingur er auð- velt að kaupa fallegan hlut. Falleg svunta, góð kaffikanna eða sniðug- ir hlutir sem einfalda matreiðsluna eru alltaf vel þegnir að ógleymd- um matreiðslubókum. Karfa með sælkeravarningi ætti sömuleið- is að gleðja matgæðinginn. Skart- gripir eru að sjálfsögðu alltaf vel þegnir og náttfatnaður sömuleiðis. Sagt er að karlmenn kaupi dýr- ari gjafir en konur. Þær ættu því að fá fallegan hlut frá sínum betri helmingi. Karlmenn draga það líka oft fram á síðasta dag að kaupa handa konunni. Þeir ættu að vera fyrr á ferðinni og vera með inn- kaupalista í farangrinum til að skipuleggja sig. Norski neytendahagfræðingur- inn Silje Sandmæ spurði konur á Facebook hvað þær myndu helst vilja í jólagjöf. Svörin komu nokk- uð á óvart. 1) Heimaprjónuð húfa eða sokkar 2) Heimagerð matreiðslubók með uppskriftum mömmu eða ömmu 3) Árskort í skemmtigarð 4) Heimagerð jólakarfa þar sem væri bók, jólasælgæti, kerti og te eða kaffi 5) Gjafakort fyrir barnapössun frá ömmu og afa 6) Stefnumót á veitingahúsi með mat frá kærastanum 7) Sælkerakarfa 8) Fjölskylduferðalag 9) Fjölskylduspil 10) Myndaalbúm með eftirminni- legum fjölskyldumyndum 11) Gjafakort í dekur Samkvæmt netmiðli danska BT eru líkur á að Danir eyði meira í jólagjafakaup þetta árið en í fyrra. Miðillinn segir að í ár óski konur sér persónulegra gjafa svo sem fatnaðar, skópara, ilmvatns eða snyrtivara. Karlmenn vilja heldur „harðar gjafir“. Svo er að minnsta kosti niðurstaða skoðana- könnunar sem PriceRunner gerði á meðal 4.500 Dana. Fyrirtækið hefur rannsakað neysluvenjur um jól í ellefu ár. Samkvæmt könnuninni vilja konur helst fá gjafakort í versl- unarmiðstöð í jólagjöf. Þær vilja sjálfar velja jólagjöfina. Í næsta sæti er ilmvatn frá Marc Jacobs og síðan koma skartgripir. Þar fyrir neðan eru hin klassísku handgerðu trédýr frá Kay Bojesen. Jólagjöfin þarf ekki að vera flókin Það þarf ekki að vera erfitt að finna jólagjöf handa kærustunni, mömmu eða systur. Best er að horfa til áhugamáls þegar finna þarf gjöf. Flestar konur vilja föt í jólagjöf eða fallegan hlut fyrir heimilið. Flestar konur vilja persónulega jólagjöf. MYND/GETTY NETvErsluN Kynningarblað 21. desember 20156 2 0 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :2 1 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 C 0 -D E 6 8 1 7 C 0 -D D 2 C 1 7 C 0 -D B F 0 1 7 C 0 -D A B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.