Fréttablaðið - 21.12.2015, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 21.12.2015, Blaðsíða 45
|Fólkjól Ég fékk þessa hugmynd eftir að hafa tekið þátt í sýningu þar sem einn þátttakenda var með ofnæmi fyrir greninálum. Því var brugðið á það ráð að nota barrlaust tré til að skreyta. Lerki fellir barrið á haustin og eftir standa litlir könglar sem mikið skreyti er í. Ég hringdi bara austur á Hallormsstað og fékk sent tré frá þeim,“ segir Ólöf Erla Bjarnadóttir keramikhönnuður þegar hún er spurð út í barrlausa jólatréð sem trónaði á stofugólfinu hjá henni síðustu jól. „Tréð reyndist svo fallegt og entist svo vel á sýningunni að ég notaði það heima yfir jólin. Ég hefði sett það upp aftur þessi jól ef ég hefði haft geymslupláss undir það. Ég tók nokkrar greinar af því og þurrkaði og nota þær í vasa þessi jól. Ég sé svona berar greinar mikið í dönskum blöðum, enda eiga þeir svo mikinn skóg en mér finnst að við mættum nýta betur okkar úrval af trjám hér á Íslandi. Mig langar að hafa aftur barrlaust tré þessi jól, ég á bara eftir að finna út hvar ég fæ það hér á Reykjavíkursvæðinu. Það kostaði dálítið að flytja það að austan.“ Ólöf segist mjög upptekin af jólaskrauti enda hefur hún fram- leitt jólakúlur og skraut úr postu- líni um árabil. Hún segir barrlaus- ar greinarnar bera allt skraut afar vel og það njóti sín jafnvel betur en á grænu greni. „Jólaskrautið naut sín sér- staklega vel á berum greinum og innan um brúna og gráa tónana. Þarna var ekki þessi hefðbundni græni litur með. Mér fannst þetta gefa aðra möguleika,“ segir Ólöf. Margir hafi rekið upp stór augu þegar þeir sáu tréð en allir hafi orðið hrifnir. „Barnabörnunum fannst þetta dálítið skrýtið fyrst. Við heimilisfólkið vorum mjög ánægð með þetta. Það er helst að ég saknaði greniilmsins.“ Barrlaust trÉ í stofu stendur jólatrÉ Ólöf Erla Bjarnadóttir keramikhönnuður fór ekki troðnar slóðir þegar hún setti upp jólatréð í stofunni hjá sér í fyrra en á því var ekki ein einasta barrnál. Barrlaust „Ég fékk þessa hugmynd eftir að hafa tekið þátt í sýningu þar sem einn þátttakenda var með ofnæmi fyrir greninálum,” segir ólöf Erla en lerki fellir barrið á haustin. mynd/ólöf Erla frumleg ólöf Erla Bjarnadóttir keramiker klippti greinar af jólatré síðasta árs og notar í skreytingar þetta árið. mynd/anton SS býður nýja vöru, taðreykt hangikjöt. Kjötið er verkað eftir gömlum íslenskum aðferðum sem hafa verið notaðar um aldir í sveitum landsins. Kjötmeistarar velja kjötið af kostgæfni, það er pækilsaltað og reykt við tað þar til réttum lit, bragði og áferð er náð. Þeir sem vilja gamaldags þjóðlegt hangikjöt með miklu bragði ættu að velja Taðreykta hangikjötið frá SS. Veldu rétt Taðreykt hangikjöt Það bragðmikla Tindfjallahangikjet Það ljúffenga Birkieykt hangikjöt Hið bragðmilda Þessi gullverðlaunavara er tvíreykt, þurrkuð og söltuð með sjávarsalti. Verkunartíminn getur verið allt upp í 3 mánuðir en lærið heldur áfram að verkast og batna með tímanum, ársgamalt er úrvals. Tindfjallahangi kjetinu er pakkað í lofttæmdar umbúðir og sett í sérsaumaðan strigapoka og er sælgæti sem borðað er hrátt. Hentar sérstaklega vel sem forréttur eða smáréttur og er tilvalið í jólapakkann eða til þess að hafa uppi við á aðventu og bjóða gestum og gangandi jólabita. Birkireykta hangikjötið frá SS er sígilt og löngu landsþekkt. Það er aðeins framleitt úr fyrsta flokks hráefni. Við reykingu er notað íslenskt birki. Þeir sem vilja mjúkt, safaríkt og bragðmilt hangikjöt ættu að velja Birkireykta hangikjötið frá SS. HVernig HangikjÖT VilTU Um jÓlin? Sjáið jÓlaúrValið inná HeimaSíðU SS, SS.iS 2 0 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :2 1 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 C 0 -F 2 2 8 1 7 C 0 -F 0 E C 1 7 C 0 -E F B 0 1 7 C 0 -E E 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.