Fréttablaðið - 21.12.2015, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 21.12.2015, Blaðsíða 59
Jólatónleikar Hymnodiu frá Akureyri fara  fram í Akureyrarkirkju annað kvöld, þriðjudaginn 22. desember, en þeir hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir. Á þeim er sköpuð kyrr­ lát stemning, slökkt er á raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir eru á milli laga. Tónleikarnir mynda því rúmlega klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér, notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin. Eins og venjulega fær Hymnodia góðan gest á tónleikana. Að þessu sinni er það tenórinn Jón Þorsteins­ son sem syngur með kórnum. Söng­ ferill Jóns er stórglæsilegur, en hann hefur staðið á óperusviði og í tón­ leikasölum í flestum löndum Evr­ ópu og í Bandaríkjunum. Við Ríkis­ óperuna í Amsterdam söng hann yfir 50 hlutverk. Jón starfar sem s ö n g ke n n a r i vi ð Tó n l i st a r ­ háskólann í Utrecht í Hollandi. Í nóvember sl. kom út geisla­ diskur þar sem Jón og Eyþór Ingi, stjórnandi Hymnodiu, fluttu saman jóla­ og áramótasálma. Hymnodia vill stuðla að nýsköpun en um leið virða venjur í efnisvali. Á tónleikunum verða tvö ný lög frum­ flutt, Börn Jarðar eftir þá Michael Jón Clarke og Hannes Sigurðsson og Jólaljóð eftir þau Gísla Jóhann Grétarsson og Steinunni P. Haf­ stað. Auk þess verða fluttir gamlir góðir jólasálmar, lög eftir Sigurð Flosason, ensk jólatónlist, verk eftir Hafliða Hallgrímsson og að sjálf­ sögðu flytur kórinn tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi mun leika á gamalt fót­ stigið orgel og önnur hljóðfæri. Miðaverð er 2000 kr. og er forsala hafin í Eymundsson, Hafnarstræti. – mg Jólatónleikar Hymnodiu í Akureyrarkirkju Hymnodia og Jón Þorsteinsson. Söngkonurnar Silva og Anna Sóley hafa haldið saman nokkra tónleika við góðar undirtektir. Í þetta sinn spilar Anna Gréta Sigurðardóttir með þeim á píanó. Spiluð verða íslensk og erlend jólalög í djas­ sútsetningum ásamt vel völdum standördum. Tónleikarnir verða í Djúpinu í kvöld kl 20.00 og kostar 1.000 kr inn. Silva og Anna Sóley stunda báðar nám við Tónlistarskóla FÍH en Anna Gréta útskrifaðist frá sama skóla vorið 2014 og stundar nú nám við Kungliga Musikhögskolan í Svíþjóð. Djúpið er hópasalur á neðri hæð á veitingahúsinu Horninu við Hafnar­ stræti í Reykjavík. Veitingahúsið Hornið opnaði árið 1979 og er enn í sinni upprunalegu mynd. Hornið er með ítölskum blæ og var fyrsti veitingastaðurinn í þessum stíl á Íslandi. Djúpið var áður þekkt sem djassklúbbur þar sem fram komu ýmsir þekktustu djassleikarar á Íslandi. Djassvakning hélt tónleika, spunameistarar frá Evrópu komu fram og  Smekkleysukvöld voru iðulega haldin í Djúpinu svo eitt­ hvað sé nefnt. Staðurinn var vin­ sæll tónleikastaður vegna þess að hann þótti minna á stemminguna sem myndaðist á djassklúbbum erlendis. – mg Jóladjass í Djúpinu Silva og Anna Sóley. Nokkrir listamenn hafa tekið sig saman og opnað vinnustofu, gallerý og búð á Laugavegi 33, efri hæð, sem kallast Gallery Gallera. Hugleikur Dagsson, Örn Tönsberg, Óli Gumm og Bobby Breiðholt sýna þar verk og starfa þar með einum eða öðrum hætti. Gallerýið stefnir á að gefa ungum listamönnum tækifæri til þess að sýna verk sín með reglulegu millibili og er fyrsti viðburðurinn því tengdur X­Mart eða jólamark­ aður í tilefni jólanna. Listamennirnir sem eru með verk á markaðnum eru: Sölvi Dúnn, Viktor Weisshappel, Thordis Erla Zoega, Helgi Einars­ son, Óli Gumm, Örn Tönsberg, Hug­ leikur Dagsson, Kristín Morthens og Bobby Breiðholt. Listamennirnir Óli Gumm og Örn Tönsberg sáu um undirbúning og þeir hvetja fólk til þess að koma, skoða spennandi listaverk og jafn­ vel fjárfesta í spennandi jólagjöf. -mg X-Mart í Gallery Gallera X-mart, jólamarkaður listamanna. M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 39M Á n U D A g U R 2 1 . D e s e M B e R 2 0 1 5 2 0 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :2 1 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 C 0 -C F 9 8 1 7 C 0 -C E 5 C 1 7 C 0 -C D 2 0 1 7 C 0 -C B E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 7 2 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.