Fréttablaðið - 21.12.2015, Page 64

Fréttablaðið - 21.12.2015, Page 64
2 1 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m Á N U d A G U r Síðumúla 16 | Opið mán - fös 8:30 - 17:00 | S: 580 3900 Falleg glös gleðja augað Gigi Hadid Ofurfyrirsætan Gigi Hadid skaust svo sannarlega upp á stjörnu- himininn á árinu. Ekki nóg með það að hún hafi landað tísku- sýningu hjá mörgum af flottustu tískuhúsum heims, þá hefur hún líka setið fyrir á forsíðum fjölmargra tímarita, verið andlit nokkurra tískuhúsa í auglýsingum og er með yfir 10 milljónir fylgjenda á Instagram. Hún hefur verið mikið í sviðsljósinu varðandi sitt einkalíf en bara á þessu ári hefur hún verið á föstu með Cody Simpson, Joe Jonas og nú er talið að hún og fyrrverandi One Direction meðlimurinn Zayn Malik séu að stinga saman nefjum. Hún er besta vinkona Kendall Jenner en þær gengu saman í Victoria‘s Secret tískusýningunni í fyrsta sinn. Það er óhætt að segja að þetta ár hafi verið árið hennar Gigi. Stjörnurnar sem skinu skært 2015 Það var mikið af fersku og ungu fólki sem steig fram á sjónarsviðið á árinu og náði að stela senunni. Brooklyn Beckham Sonur Victoriu og David Beckham hefur notið gríðarlega mikilla vinsælda á þessu ári eftir að hann byrjaði að vera virkur á Instagram. Hann er með 5,4 milljónir fylgjenda þar og ljós- myndarar mynda hann í bak og fyrir þegar hann er á ferðinni. Hann hefur verið að sitja fyrir í auglýsingum fyrir tískumerki ásamt því að hafa verið á forsíðu Teen Vogue í sumar. Daisy Ridley Stjarna Daisy Ridley skín ansi skært um þessar mundir en hún fer með aðalhlutverkið í nýju Star Wars myndinni. Hlutverkið er það fyrsta sem Daisy tekur að sér í kvikmynd en það er afar stór biti að kyngja. Frammistaða hennar í myndinni hefur fengið frábæra dóma og er því ljóst að hún verði stórt nafn í Hollywood í fram- tíðinni. Hún ætlar sér þó að hefja háskólanám strax eftir áramót ef svo ólíklega vill til að leiklistardraumurinn dettur upp fyrir. Dakota Johnson Aðalleikkona 50 Shades of Grey hefur heldur betur slegið í gegn á árinu. Þrátt fyrir að kvikmyndin hafi ekki fengið góða dóma þá hefur stjarna Dakotu skinið skært á árinu og þá sérstaklega fyrir flottan klæðaburð hennar. Hún var á öllum helstu tísku- sýningum á árinu og sat fyrir í auglýs- ingum og á forsíðum glanstímarita. Lily-Rose Depp Dóttir Johnny Depp og Vanessu Paradis hefur verið að gera það gott á árinu. Í apríl á þessu sat hún fyrir í áströlsku tímariti og eftir það vissu allir hver hún var. Fréttastofa E! Entertainment sýndi frá tökunni og eftir það var Lily-Rose fengin til þess að sitja fyrir í auglýsingum fyrir Chanel, sem verður að teljast góður árangur miðað við að vera aðeins 16 ára. Hún hefur einnig verið að reyna fyrir sér í leik- listinni. Faðir hennar hefur lýst yfir áhyggjum sínum yfir því hversu hratt Lily-Rose sé að fullorðnast enda er hún orðin eftirsótt fyrirsæta um allan heim. Fetty Wap Hinn 24 ára rappari Fetty Wap skaust rækilega upp á stjörnuhimininn á árinu með lagi sínu Trap Queen sem er óhætt að segja að hafi verið lag sumarsins. Hann gaf lagið að vísu út árið 2014 en það varð ekki vinsælt fyrr en um mitt ár 2015 og eftir það hefur hann verið að gefa út hvern smellinn á fætur öðrum. Hann hefur einnig komið fram í fjölmörgum lögum með öðrum tónlistarmönnum á borð við Ty Dolla Sign og Drake. Hann var tilnefndur til tvennra Grammy verðlauna og er ekki hægt að eiga von á öðru en að Fetty verð einn af þeim stærstu í bransanum á næstu árum. Ruby Rose Það greip um sig æði um allan heim fyrir Ruby Rose sem sló í gegn í Orange is the New Black þáttunum í sumar. Konum og körlum þótti hún ómótstæðileg og er óhætt að segja að hún hafi orðið alheimsfræg á einni nóttu. Fyrir utan leiklist- ina þá er hún líka vinsæll plötusnúður. Hún sat fyrir í fjölmörgum tímaritum á árinu ásamt því að vera kynnir evrópsku MTV verðlaunahátíðarinnar. 44 L í f i ð ∙ f r É T T A b L A ð i ð Lífið 2 0 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :2 1 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 C 0 -E 3 5 8 1 7 C 0 -E 2 1 C 1 7 C 0 -E 0 E 0 1 7 C 0 -D F A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.