Fréttablaðið - 20.05.2015, Page 2

Fréttablaðið - 20.05.2015, Page 2
20. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 ÍRLAND Karl Bretaprins hitti Gerry Adams, formann Sinn Fein, á Írlandi í gær en Karl er í fjögurra daga heimsókn þar í landi. Handaband þeirra í gær er sögulegt fyrir þær sakir að Sinn Fein var stjórnmálaarmur IRA, skæruliðasveita sem börðust fyrir frelsi Írlands forðum daga. Árið 1979 lést Mountbatten lávarður, frændi Karls, í sprengjuárás IRA og hefur prinsinn aldrei fyrirgefið verkn- aðinn, ekki síst ekki vegna ummæla Adams um að Mountbatten hafi verið sama um að deyja því hann hefði sjálfur drepið svo marga. - þea Karl Bretaprins hitti Gerry Adams, formann Sinn Fein: Sögulegt handaband á Írlandi HANDABAND Karl Bretaprins og Gerry Adams tókust í hendur á Írlandi í gær en lengi hefur andað köldu á milli þeirra. NORDICPHOTOS/AFP VEÐUR Sunnanstrekkingur og væta víða um land, en þó er áfram útlit fyrir sólarglennur og vorlegt veður norðaustanlands. Hiti þar gæti farið yfir 10 gráðurnar, en syðra er útlit fyrir fjögurra til níu stiga hita. 9° 7° 8° 6° 9 7 7 7 5 SJÁ SÍÐU 16 Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR LMC hjólhýsiG æði og glæsileik i 4° SKIPULAGSMÁL Íbúar við Vatns- stíg eru ósáttir við Sumargötur í Reykjavík. „Þetta er í raun versta gatan til að beina umferð niður upp á mengun að gera því hún gengur ekki þvert á Laugaveg og þarna myndast alltaf teppa þegar bílar þurfa að beygja niður af Laugavegi,“ segir Valgerður Árna- dóttir íbúi á Vatnsstíg. Við opnun Sumargatna er Laugavegi lokað fyrir bílaumferð við Vatnsstíg og umferð beint þar niður. Íbúar segja þetta skapa mikil óþægindi þar sem umferð sé mun meiri en vanalega og það valdi miklum hávaða og meng- un. „Um helgina var lokað við Vatnsstíg á föstudagskvöld fram á morgun, þá var opnað meðan búðir voru opnar til klukkan 17, svo var lokað aftur og þá var í raun bara verið að beina djamm- rúntinum niður okkar litlu götu. Það voru svo mikil læti, öskur og flaut að við gátum ekki sofið,“ segir Valgerður. Hún segir íbúa hafa kvartað ítrekað við borgaryfirvöld yfir þessu fyrirkomulagi. Valgerður segir íbúa vera hlynnta Lauga- vegslokun en vilja að Laugaveg- urinn sé allur lokaður eða verði lokað við Barónsstíg þar sem sé tvístefna, ekki einstefna líkt og á Vatnsstíg. „Við höfum kvartað en þeir gera aldrei neitt í þessu. Við þurfum að þola stanslausan hávaða og mengun. Ég get ekki haft opna glugga hjá mér á heit- asta tímanum. Borgarstjórn er að reka síðustu íbúana úr hverf- inu, maður býður ekki börnunum sínum upp á þetta. Okkur sem elskum miðbæinn finnst við vera tilneydd til þess að flytja,“ segir Valgerður. Hún hefur sett af stað undirskriftalista þar sem þessu er mótmælt. Tæplega 250 manns hafa skrifað undir þar sem borg- arstjórn er hvött til þess að loka Laugaveginum öllum og í stað þess bæta aðgengi fyrir fatlaða við Laugaveginn. Hjálmar Sveinsson, varafor- maður umhverfis- og skipulags- ráðs, segir vel koma til greina að endurskoða lokunina við Vatnsstíg. Það verði hins vegar ekki gert fyrr en í haust. „Það hefur oft verið rætt um að það væri að sumu leyti eðlilegra að hafa þetta við Frakkastíg. Það er hins vegar svolítið flókið þar sem á því bili eru nokkrar innkeyrslur þar sem eru meðal annars íbúðar- hús í bakhúsum. Þeir sem þarna búa þurfa að komast leiðar sinnar og það er ein ástæða þess að Sum- argatan hefur byrjað við Vatnsstíg. En það er ekkert því til fyrirstöðu að skoða þetta í september þegar þessu tímabili lýkur,“ segir hann. - vh Sumargötur valda ónæði á Vatnsstíg Íbúar við Vatnsstíg eru ósáttir við lokun umferðar við Laugaveg sé við götuna þar sem öll umferð beinist þar niður. Varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs segir til greina koma að endurskoða lokunina en það verði ekki gert fyrr en í haust. VATNSSTÍGUR Mikil umferð er um götuna vegna lokunar á Laugavegi. Veldur þetta íbúum miklu ónæði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VALGERÐUR ÁRNADÓTTIR HJÁLMAR SVEINSSON ANDLÁT Halldór Ásgrímsson, fyrr- verandi forsætisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins, er látinn 67 ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum á mánudag eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn föstudag. Halldór lauk Samvinnuskólaprófi árið 1965 og varð löggiltur endur- skoðandi árið 1970. Á árunum 1971 til 1973 stundaði hann framhalds- nám í Björgvin og Kaupmannahöfn. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1974 og lét af embætti árið 2006, þá formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. Halldór varð varaformaður Fram- sóknarflokksins árið 1980 og formaður frá 1994 til 2006. Halldór sat sem ráðherra frá 1983 til ársins 1991 og aftur frá 1995 til loka ferils síns á þingi, árið 2006. Davíð Oddsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, segir orðheldni Halldórs og traust hafa verið sterkan eigin- leika. „Þú gast treyst hverju orði sem hann sagði. Það þurfti ekki nema handtakið, þá ríg- hélt það til áraraða. Það er eiginleiki í stjórnmálum sem maður metur mest, þegar maður er í þeim slag.“ Halldór lætur eftir sig eiginkonu, Sigurjónu Sigurð- ardóttur, og þrjár uppkomn- ar dætur, auk barnabarna og barnabarnabarna. - sa Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er látinn: Sat á þingi í þrjátíu og tvö ár SVÍÞJÓÐ Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var 3.924 réttarhöldum í Sví- þjóð frestað þar sem ákærðu mættu ekki, eða fjórðungi réttar- halda. Í frétt á vef Dagens Nyheter segir að lög sem sett voru í fyrra- sumar og heimila dómstólum að beita refsingum vegna þessa virki ekki. Árlega kostar frestun réttar- halda og ný réttarhöld samfélagið að minnsta kosti 200 milljónir sænskra króna eða um 3,2 millj- arða íslenskra króna. - ibs Ný refsilöggjöf áhrifalaus: Fjórðungi réttar- halda frestað AFGANISTAN Bílsprengja sprakk utan við hús dómsmálaráðuneytis Afganistans í gær og varð fimm manns að bana. Auk þess slösuðust tugir starfsmanna. Talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem er sú þriðja gegn starfsmönnum dómskerfis lands- ins í mánuðinum. Talsmaður talibana, Zabihulla Mujahid, segir dómskerfið allt tól sem afganska ríkisstjórnin noti undir stjórn Bandaríkjamanna til að brjóta á föngum, þar á meðal talíbönum. Árásin í gær var fimmta stóra árásin í höfuðborginni í maí. - þea Sprenging í Kabúl: Bílsprengja banaði fimm BANDARÍKIN Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, opnaði Twitter- aðgang sinn á mánudaginn eftir sex ár í embætti. Þar með er Obama orðinn fyrsti maðurinn til að vera á Twitter samhliða því að sitja í stól Bandaríkjaforseta. Bandaríska fréttablaðið Wash- ington Post varar notendur mið- ilsins hins vegar við því að tala við forsetann gegn um Twitter. Leyni- þjónusta Bandaríkjanna, CIA, sér nefnilega um að vista hjá sér öll tíst og skilaboð sem notendur sem samband hafa við forsetann hafa nokkurn tímann sent frá sér. - þea Obama kominn á Twitter: Leyniþjónustan vistar öll tíst NÁTTÚRUVERND Landsnet fagnar úrskurði úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem fyrir- tækinu er gert að skoða jarðstreng sem valkost við lagningu Kröflulínu 3, frá Kröfluvirkjun austur að Fljótsdalsstöð. Í Fréttatilkynninu Landsnets segir að niður staðan skýri þær kröfur sem gerðar verði til Skipulagsstofn- unar og Landsnets við gerð umhverfismats í framtíð- inni. „Til að eyða óvissu um á hvaða hlutum línuleið- arinnar skuli meta jarðstrengi er mikilvægt að mati Landsnets að fyrir liggi stefna stjórnvalda um lagn- ingu raflína en fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunar- tillaga iðnaðar- og viðskiptaráðherra um stefnu stjórn- valda um lagningu raflína,“ segir í tilkynningunni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmda- stjóri Landverndar, segist einnig fagna úrskurðinum en telur hann jafnframt hafa fordæmisgildi fyrir frek- ari vinnu Landsnets. „Skipulagsstofnun stendur frammi fyrir ákvörðun um hvort endurmeta eigi umhverfismat fyrir stórar 220kV raflínur, meðal annars frá Blönduvirkjun til Akureyrar og frá Kröflu að iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík,“ segir Guðmundur Ingi. „Úrskurður nefnd- arinnar hlýtur að hafa áhrif á allar framtíðarákvarð- anir Skipulagsstofnunar og þar með talið ákvarðanir um endurgerð umhverfismats þar sem meðal annars er komið inn á nauðsyn þess að meta umhverfisáhrif jarðstrengja til jafns á við loftlínur.“ - sa JARÐSTRENGUR Landsneti er gert að skoða lagningu jarð- strengs til jafns við loftlínu hvað varðar Kröflulínu 3. Land- vernd fagnar úrskurðinum. MYND/LANDSNET Landsnet og Landvernd eru ánægð með úrskurð nefndar um Kröflulínu 3: Telja úrskurð fordæmisgefandi 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 8 -4 2 5 C 1 7 D 8 -4 1 2 0 1 7 D 8 -3 F E 4 1 7 D 8 -3 E A 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.