Fréttablaðið - 20.05.2015, Page 4

Fréttablaðið - 20.05.2015, Page 4
20. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Jón, ertu að spá í að breyta nafninu í Frostfugl? „Já, og ég auglýsi eftir plássi í frystikistum fólks fyrir kjöt sem má ekki borða fyrr en eftir verkfall.“ Jón Magnús Jónsson er eigandi Ísfugls sem frystir nú alla kjúklinga sem fyrirtækið slátrar samkvæmt skilyrði dýralækna fyrir undan- þágu frá verkfalli þeirra. LEIÐRÉTT Í frétt í gær af ákvæði í ráðningarsamn- ingi nýs sveitarstjóra í Skaftárhreppi var missagt að hann hefði verið ráðinn til Mýrdalshrepps. ALÞINGI Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á að farið yrði í einu og öllu eftir verkferlum rammaáætlunar. Þess vegna hefði hún kosið að verkefnis- stjórn hefði fjallað um virkj- anakosti í neðrihluta Þjórsár. Hún sé hins vegar sammála því að Hvammsvirkjun verði færð í nýtingarflokk, eins og forveri hennar, Sigurður Ingi Jóhanns- son, lagði til. „Það segir sig sjálft að ég stend alveg með mínum forvera í því að ég hefði eflaust gert eins og hann að setja fram Hvammsvirkjun. Þá eru, eðli málsins samkvæmt, hinir kostirnir áfram í verkefna- stjórninni.“ Sigrún segist hins vegar standa frammi fyrir orðnum hlut og hún verði að virða þingræðið. Forseti hafi úrskurðað tillögu atvinnu- veganefndar þingtæka og hún sætti sig að sjálfsögðu við það. En mun hún styðja tillöguna? „Við sjáum bara hvernig atkvæðagreiðslan fer.“ Sigrún segir að hún hafi farið á fund atvinnuveganefndar í des- ember, þegar hún var þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, þar sem fjallað var um umrædda virkjanakosti. „Ég mætti á þann nefndarfund og bað menn að fara nokkuð var- lega. Það ætti ekki að fara of geyst. Það var mitt mat sem þing- flokksformaður Framsóknar.“ Sigrún hélt fundi með verkefn- isstjóra rammaáætlunar, Stef- áni Gíslasyni, þegar hún tók við sem umhverfisráðherra um ára- mótin. Hún segist hafa lagt ríka áherslu á það að farið væri í einu og öllu eftir lögum og reglum og verkfærið Ramminn nýtt á rétt- an hátt. „Ég setti metnað minn í það að vilja að einu sinni yrði þetta verkfæri nýtt alveg. Nú var fjár- magnið komið þannig að það var ekki hindrun. Einmitt út af þessu öllu saman sagði ég að ég gæti ekki sætt mig við Hagavatns- virkjun,“ segir Sigrún og vísar til þess að hún hafði ekki verið fullrannsökuð. kolbeinn@frettabladid.is Lofar ekki stuðningi sínum Umhverfisráðherra hefði kosið að verkefnisstjórn rammaáætlunar fjallaði um virkjanir í Þjórsá. Ekki tilbúin að lýsa yfir stuðningi við tillögu meirihluta atvinnuveganefndar. Sagði nefndinni í desember að fara sér hægt. UMRÆÐUR Á ALÞINGI Mikið var deilt um hvort ætti að ræða tillögu atvinnuveganefndar áfram á þingi í gær. Umhverfisráð- herra segist virða vald Alþingis til breytingartillagna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ➜ Ég get alveg tekið undir með mörgum að meira og minna allar virkjanir hafa eitt- hvað inngrip í náttúru lands- ins. Þetta þarf náttúrulega að vega mjög mikið og til þess fundum við upp þetta verk- færi sem er rammaáætlun. 9.10.2014 Sigurður Ingi Jóhanns- son leggur fram tillögu um að Hvammsvirkjun verði flutt úr bið- í nýtingarflokk. 1.4.2015 Meirihluti atvinnu- veganefndar leggur til að það verði gert og bætir fjórum kostum við: Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun. 15.5.2015 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir frá því í óundirbúnum fyrirspurnartíma að tillaga um Hagavatns- virkjun hafi verið dregin til baka. TÍMASETNINGAR BREYTINGARTILLAGNA SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi hefur selt Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum tvö eldri uppsjávarskip sín. Hluti af kaupunum er 0,68 prósent aflahlutdeild í loðnu en kaupverðið í allt er 2,1 milljarður króna. Samningurinn er gerður með fyrirvara um sam- þykki stjórna félaganna tveggja og ástandsskoð- un skipanna en HB Grandi tilkynnti viðskiptin til Kauphallar Íslands á mánudagskvöld. Umrædd tvö skip eru Faxi RE 9, smíðaður 1987 í Póllandi, og Ingunn AK 150, smíðuð árið 2000 í Síle. Salan tengist kaupum HB Granda á tveimur nýjum uppsjávarskipum í Tyrklandi – þeim Venusi NS og Víkingi AK – en það fyrrnefnda er á siglingu til heimahafnar á Vopnafirði. Víkingur er væntan- legur til landsins síðar á þessu ári. Lundey NS, sem er þýsk smíði frá árinu 1960 og er þriðja uppsjávarveiðiskip HB Granda, hefur verið lagt og er skipið til sölu. HB Grandi lætur smíða þrjá ísfisktogara fyrir sig í Tyrklandi til viðbótar við fyrrnefnd uppsjávar veiðiskip. Tveir þeirra verða afhentir á næsta ári; Engey RE og Akurey AK. Síðasti ísfisk- togarinn verður afhentur árið 2017 og mun bera nafnið Viðey RE. - shá HB Grandi rýmir fyrir nýjum uppsjávarveiðiskipum með sölu eldri skipa: Vinnslustöðin kaupir af Granda NÝI VENUS Tvö glæsileg skip leysa þrjú eldri af hólmi. MYND/HBGRANDI KJARAMÁL Öll tólf aðildarfélög Landssambands íslenzkra versl- unarmanna, LÍV, þar á meðal VR sem er stærsta félagið, samþykktu boðun verkfalls í gær. Atkvæða- greiðslan stóð yfir frá 12. maí og var nokkuð öruggur meirihluti fyrir verkfalli hjá flestum aðildar- félögum. Hjá félagsmönnum VR starfandi í fyrirtækjum SA sögðu 58 prósent já en hjá félagsmönnum VR starf- andi í fyrirtækjum FA sögðu 57 prósent já. Upp úr slitnaði í viðræðum Sam- taka atvinnulífsins (SA) við VR og Flóabandalagið í gær, en verk- fallsaðgerðir þær sem nú hafa verið samþykktar hefjast undir lok mánaðarins. Fram kemur á vef VR að félagið sé ekki tilbúið til viðræðna um hugmyndir SA um breytingar á vinnutímafyrir- komulagi. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Í tilkynningu SA í gær er upp komin staða sögð mjög flókin og fáir góðir kostir í boði. „Vandséð er að hægt sé að forða víðtækum verkföllum verkalýðshreyfingar- innar,“ segir þar. Þá kemur fram í könnun sem SA birti á vef sínum í gær að 55,4 pró- sent aðildarfyrirtækja samtakanna telji sig koma til með að þurfa að bregðast við miklum launahækk- unum sem yrðu í takt við kröfur Starfsgreinasambandsins um 50 til 70 prósenta hækkun launa með fækkun starfsfólks og verulegri hækkun á verði fyrir vörur og þjón- ustu. - þea Fyrirtæki innan SA segjast þurfa að segja upp fólki og hækka vöruverð gangi ýtrustu launakröfur eftir: Verslunarmenn samþykkja allir verkfall Í KARPHÚSINU Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, mætir til viðræðna í vikunni. Sitjandi er Sigurður Bessason, tals- maður Flóabandalagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR TÆLAND Yingluck Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, mætti fyrir dómstól í gær þar sem réttað er yfir henni fyrir embættisbrot vegna niður- greiðslna ríkisins til hrísgrjóna- bænda í valdatíð hennar. Shina- watra á yfir höfði sér tíu ára fang- elsi verði hún fundin sek. Shinawatra neitaði í gær allri sök og segir ákæruna pólitíska og til þess gerða að halda henni frá stjórn- málunum. Hundruð stuðnings- manna forsætisráðherrans fyrr- verandi hópuðust í kring um hana fyrir utan dómhúsið í gær. - þea YINGLUCK SHINAWATRA Yingluck neitar allri sök: Réttað yfir Shinawatra SLYS „Maðurinn var um tíu mín- útur í sjónum,“ segir Arnar Laxdal björgunarsveitarmaður en bátur með einum innanborðs sökk rétt við Hellissand seinnipartinn í gær. Skipverjinn komst hvorki í galla né björgunarvesti og björgunarbátur- inn virkaði ekki. Manninum var svo bjargað um borð í Ólaf Bjarna- son SH frá Ólafsvík. Björgunarsveitin Lífsbjörg fékk tilkynningu um lekan og vélar- vana bát norðvestur af Rifi rétt fyrir fimm í gær. Báturinn sökk svo rétt fyrir utan Hellissand eða um fjórar mílur norðaustur af Rifi. Sjómaðurinn er sagður heill á húfi, en var orðinn mjög kaldur þegar honum var bjargað. - sáp Bátur sökk við Hellissand: Bjargaðist eftir 10 mínútur í sjó SPURNING DAGSINS Úrval Útsýn |  Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi |  585 4000 |  uu.is 21.–28. júlí. Fjórbýli með öllu inniföldu 116.500 KR. MALLORCA FERGUS TOBAGO Hótel á besta stað á Palmanova þar sem Magaluf og Palmanova mætast. Hægt er að ganga úr hótelgarðinum beint á ströndina. Fín sundlaug og lítil barnalaug. m.v. 2 fullorðna og 2 börn. 126.500 m.v. 2 fullorðna. Þeir sem b óka ferð til Mallorca í maí fá frítt fyrir alla fjölsky lduna í Aqualand, á meðan birgðir end ast. ALLTINNIFALIÐ 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 8 -F 9 0 C 1 7 D 8 -F 7 D 0 1 7 D 8 -F 6 9 4 1 7 D 8 -F 5 5 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.