Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 10
20. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Búnaður í Outlander Intense: 18" álfelgur, aðgerðastýri, upplýsingaskjár í mælaborði með bakkmyndavél, USB tengi og handfrjáls símabúnaður, hraðastillir, tvískipt tölvustýrð miðstöð, upphituð framsæti, upphituð framrúða, AM/FM útvarp, CD/MP3 spilari, rafdrifnir og upphitaðir útispeglar með stefnuljósum, vindskeið að aftan með LED lýsingu, þokuljós að framan, regnskynjari á rúðuþurrkum, sjö öryggispúðar, skyggt gler í hliðar- og afturrúðu, langbogar á þaki, þvottasprautur á aðalljósum, dagljósabúnaður. Mitsubishi Outlander Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn frá: NÝR MITSUBISHI OUTLANDER INTENSE FYRIR HUGSANDI FÓLK Mitsubishi Outlander Intense er fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll sem dúxar í sparneytni og lágum útblæstri kolefnis en skilar samt framúrskarandi afköstum. Háþróaður öryggis- búnaður, bakkmyndavél og handfrjáls símabúnaður eru bara örfáar ástæður til að hjálpa þér að gera upp hug þinn. Komdu og prófaðu ævintýralegan Outlander Intense. ÍRAK Eftir langa orrustu hopuðu lögregla og herlið írösku ríkis- stjórnarinnar frá borginni Ramadi undan látlausri sókn hersveita Ísl- amska ríkisins, ISIS, á sunnudag. Ramadi er höfuðborg Anbar-hér- aðs sem er fjölmennasta hérað Íraks. Íslamska ríkið ræður nú yfir um helmingi héraðsins. Frá því Íslamska ríkið tók borg- ina hefur ástandið þar valdið flótta um 25 þúsund manns. Margir velja frekar að sofa undir berum himni utan borgarinnar án matar en að hætta á að vera eftir í borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að koma flóttamönnunum til bjarg- ar en fjármagnið er af skornum skammti enda hefur þörfin lengi verið mikil. ISIS-liðar hafa gengið um borg- ina og kveikt í húsum og versl- unum fólks sem hliðhollt er ríkis stjórn Íraks. Að auki hafa ISIS-liðar opnað dyr fangelsa borgarinnar og frelsað um fjögur hundruð bræður sína og systur. Íbúar borgarinnar segjast einnig hafa séð liðsmenn Íslamska ríkis- ins fleygja þeim látnu í ána Efrat sem borgin stendur við. Íraska ríkisstjórnin vann borg- ina Tikrit aftur á sitt band í síðasta mánuði og hefur síðan þá gengið vel að herja á svæði Íslamska rík- isins. Fall Ramadi er því stórt tap fyrir Írak. Íraska ríkisstjórnin er tilbúin til samstarfs við herskáar upp- reisnarsveitir sjíamúslima austan borgarinnar til þess að ná borginni aftur af ISIS. Íbúar í Ramadi, sem flestir eru súnnímúslimar, hræðast sveitir sjíamúslima til jafns við Íslamska ríkið. „Ef sveitir sjíamúslima kom- ast inn í Ramadi munu þær gera það sama og ISIS-liðar gera nú,“ hefur fréttaveita AP eftir búðar- eigandanum Abu Ammar. Talsmaður varnarmálaráðu- neytis Bandaríkjanna, Elissa Smith, segir fall borgarinnar ekki marka viðsnúning í stríðinu gegn Íslamska ríkinu en játar að það muni þó ýta hressilega undir áróð- ursvél ríkisins. Íslamska ríkið berst nú víðs vegar um Miðausturlönd og hefur upp á síðkastið unnið stóra sigra í Líbíu, Írak, Sýrlandi og Líbanon. thorgnyr@frettabladid.is ISIS-liðar hafa gengið berserksgang í Ramadi Liðsmenn Íslamska ríkisins náðu borginni Ramadi á sunnudag. 25 þúsund hafa flúið borgina. Sameinuðu þjóð- irnar skortir fjármagn til að hjálpa flóttamönnum. Bandaríkjamenn segja sigurinn ekki marka viðsnúning. FLÓTTAMANNABÚÐIR Einungis lítill hluti flóttamanna frá Ramadi gistir nú í tjöldum. Meirihlutinn sefur undir berum himni. NORDICPHOTOS/AFP Þyrlu bjargað ÞÝSKALAND Bandarískir hermenn fylgjast með því þegar Boeing CH-47 Chinook-þyrla bjargar Sikorsky UH-60 Black Hawk-þyrlu í Plankenfels í Þýska- landi í fyrradag. Flugmenn síðarnefndu þyrlunnar neyddust til að nauðlenda henni á engi í grennd við Plankenfels síðastliðinn föstudag eftir að þeim yfir- sáust háspennulínur sem urðu í vegi þeirra. Aðalskrúfa þyrlunnar klippti eina línuna í sundur og skemmdist í leiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA LÖGREGLUMÁL Hélt hún væri á leið í frí 17 ára hollensk stúlka sem grunuð er um að hafa með móður sinni smyglað um tuttugu kílóum af fíkniefnum hingað til lands í aprílbyrjun, kveðst ekki hafa vitað af efnunum í farangri sínum. Hún segir móður sína hafa boðið sér til Íslands í þeim tilgangi að skoða landið og séð um að pakka í töskur. Þetta kemur fram á vef Hæsta- réttar sem staðfesti í gær farbanns- úrskurð yfir stúlkunni. 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D A -4 3 D C 1 7 D A -4 2 A 0 1 7 D A -4 1 6 4 1 7 D A -4 0 2 8 2 8 0 X 4 0 0 9 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.