Fréttablaðið - 20.05.2015, Síða 12

Fréttablaðið - 20.05.2015, Síða 12
20. maí 2015 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Mannúðleg heimspeki, lífsskoðun, grunn- hugmynd eða hvaðeina sem menn vilja nefna leiðarhnoða manna í stjórnmálum, þarf ekki að vera flókin til að virka. Á Íslandi og víðar, burtséð frá gölluðu hagkerfi, er afar stór hópur sem getur tekið undir eftirfarandi: Við viljum sem mestan jöfnuð í lífsgæðum. Við viljum góð tækifæri til að ráða málum okkar sjálf, sem sagt jafnræði. Við viljum jafn- rétti og sem mest mannréttindi. Þarna sjá menn j-in þrjú, sem ásamt stýrðu (en ekki ótakmörkuðu) frelsi til athafna, heimiluðu framfarir fyrir margt löngu; voru visst uppgjör við stöðnuð yfir- stéttar veldi. Nú til dags standa m.a. samþjöppun auðs, fáveldi mokríkra einstaklinga og völd alþjóðlegra hringa, í skjóli fjárfreks hervalds, í vegi fyrir j-unum þremur. Við bætist ógn við heimsbyggðina vegna harkalegrar auðlindanýtingar og hlýnun- ar sem fyrirhyggjulaus orkustefna veld- ur; vegna rányrkju í stað raunyrkju. Ísland fer ekki varhluta af þessu. Hrunið og átökin í samfélaginu um helstu álitamál hafa skipt þeim er hafa áhuga á pólitík í marga hópa. Við höfum í bili ekki önnur verkfæri til að brúka í þeim átökum en fjölmiðlana, framboðsflokka, þingið, sveitarstjórnir og margvísleg hagsmuna- og áhugasamtök. Við teljumst vera virkt þingbundið lýðræðisríki. Hagur almennings í húfi Við þessar aðstæður verða þeir sem bera j-in þrjú fyrir brjósti, með býsna ólíkum skilningi þó, að vinna saman í að minnsta kosti nokkur ár, við að rétta af slagsíðu samfélagsins í nafni réttlætis. Hvað sem þröngum en skánandi hag ríkisins líður, teiknum um þolanlega (?) stöðu hagkerfis- ins í heild og pælingum um afnám gjald- eyrishafta, bíða mörg verkefni úrlausna þar sem hagur almennings og lífskjör eru í húfi. Um það vitna kröfur og deilur sem aldrei fyrr og ekki síður harðnandi lífsskilyrði öryrkja, ótal ungra Íslendinga í húsnæðis- leit, sjúklinga, aldraðra, láglaunafólks, nema, margra innflytjenda o.s.frv. Samvinna þess fólks sem gegnir hug- takinu félagshyggjufólk, þarf að ná til sameigin legrar og opinnar stefnumótunar í helstu málaflokkum næstu tvö kjörtíma- bil – með vönduðum tillögum að leiðum til lausna. Hún þarf líka að ná til þess hvert form samstarfsins verður að vera svo það virki fólk langt út fyrir raðir flokka. Loks þarf samvinnan að opna fyrir endurskipu- lagningu á helstu stoðum samfélagsins. En það er verkefni 1-2 áratuga og þarfnast þess að samfélagið allt sé virkjað til þátttöku. Nýtt X, takk SAMFÉLAG Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður og rithöfundur E kki verður deilt um mikilvægi upplýsingatækni í nútíma- samfélaginu. Tölvur, snjalltæki og rafræn samskipti snerta orðið velflesta þætti mannlegrar tilveru. Hér á landi hefur líka sprottið upp margvísleg verð- mæt starfsemi tengd þessum iðnaði, svo sem á sviði hug- búnaðargerðar og gagnavistunar. Um leið er mikil samkeppni á milli landa í að laða til sín fyrir- tæki í upplýsingatæknigeira. Tækifærin eru augljóslega mikil þegar að baki útflutningstölum er þjónusta og hugbúnaður sem byggir á hugviti. Þá þarf nefnilega ekki að kosta til stórfé í að sækja og vinna hráefni, eða ganga á auðlindir náttúrunnar. Ávinningurinn, þegar hlutir ganga upp, getur svo verið verulegur. Í frétt á forsíðu blaðsins í dag er upplýst að eitt farsælasta fyrir- tæki landsins á sviði upplýsingatækni, tölvuleikjaframleiðandinn CCP, skoði nú alvarlega að flytja starfsemi sína úr landi. Vænlegir kostir fyrir nýjar höfuðstöðvar eru fjölmargir, enda hafa for- svarsmenn fyrirtækisins oft greint frá því áður að reglulega hafi samband við fyrirtækið fulltrúar landa og borga sem geri sér sér- stakt far um að laða til sín starfsemi af þessum toga. Á þeim lista eru bæði Írland og Kanada, þar sem fyrirtækjum og starfsfólki þess býðst margvísleg aðstoð og ívilnun, hvort sem það er skatt- afsláttur, aðstaða eða annað. Hér spila gjaldeyrishöftin örugglega inn í, en meira þarf til. Fyrirtæki í upplýsingatæknigeira hafa nefnilega á annan áratug kallað á markvissa stefnumörkun stjórnvalda og úrbætur á rekstrarumhverfi því sem þeim er hér boðið. Þannig eru nú um tíu ár síðan Samtök iðnaðarins gerðu stjórnvöldum beint tilboð um uppbyggingu geirans þannig að tífalda mætti af honum gjaldeyris- tekjurnar á fimm árum eða svo. Síðan tók við uppgangur fjármálageirans (og hrun) og áhugi var lítill á að styðja við upplýsingatæknigeirann. Í ágætu erindi sem Sæmundur Sæmundsson, þá forstjóri Teris, flutti á ráðstefnu Skýrslutæknifélagsins um stöðu UT-iðnaðar í apríl 2008 benti hann á að samkeppnin myndi bara aukast og alþjóðavæðingin banka á fleiri dyr. „Aðgangur að öðrum mörkuðum er akvegur í báðar áttir,“ sagði hann þá. Því má furðu sæta að stjórnvöld hafi allan þennan tíma ekki í neinu brugðist við ákalli upplýsingatæknifyrirtækjanna um úrbætur eða stefnumörkun. Hér eru til dæmis við lýði hindranir í vegi fyrirtækja sem sækja vilja sér sérfræðimenntað starfsfólk frá löndum utan EES. Þar hafa fyrirtæki á borð við CCP rekist á veggi. Þá hefur ekki gengið eftir að fá hér löggjöf um gagnaver breytt þannig að rekstur hér búi við svipað umhverfi og til dæmis gerist í Finnlandi. Þá lenda fyrirtæki í óþarfa flækjum eigi þau viðskipti við lönd sem Ísland hefur ekki undirritað við tvískött- unarsamning. Lönd sem Ísland á í samkeppni við afgreiða endur- greiðslur vegna slíkra viðskipta á innan við viku, meðan fyrirtæki hér þurfa að bíða í heilt ár. Heimatilbúin ljón í vegi upplýsingatæknifyrirtækja hefði maður haldið að auðvelt ætti að vera að losna við og er þá eftir allt tal um fyrirgreiðslu. Afleiðingar aðgerðaleysisins liggja fyrir og raunverulegum verðmætum glutrað niður. Lappirnar dregnar í meira en áratug. Orsök og afleiðing Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Starfsáætlun skal halda Þingmönnum varð tíðrætt um það í gær hvort Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hygðist standa við starfsáætlun þingsins, en samkvæmt henni á að fresta þingi á föstudag í næstu viku. Einar tók af allan vafa um það að starfsáætlunin skyldi halda. Þegar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, þýfg- aði Einar um það hvort mögulega yrði sumarþing og vísaði til bjartsýni þingforseta, var Einar jafn skýr: „Það er rétt hjá háttvirtum þing- manni að forseti er bjartsýnn maður. Sem svar við fyrirspurn háttvirts þingmanns ítrekar forseti svar sitt frá því áðan: Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um sumarþing.“ Býsna skýrt, eða hvað? Starfsáætlun þarf ekki að halda Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur kannski ekki hlusta á Einar, nema hann hafi sagt eins og forðum var sagt: Heyra má ég erkibiskups boðskap, en ráðinn er ég í að halda hann að engu. Allavega sagði hann ekki ástæðu til annars en ætla að hægt væri að klára öll þau mál sem fyrir þinginu lægju, „enda höfum við nægan tíma fyrir okkur. Við höfum sumarið fram undan svo að það gefst nægur tími til að klára þau mál sem liggja fyrir og þau sem eiga eftir að bætast við.“ Býsna skýrt, eða hvað? Málþóf um hvort það sé málþóf Stjórnarandstæðingar þurftu að ræða þessi mál nokkuð oft í gær og raunar stjórnarþingmenn líka. Á fyrstu tveimur tímum þingfundar í gær komu 25 þingmenn upp í 60 ræðum og ræddu um fundarstjórn forseta. Það þýðir að sumir komu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Og reyndar oftar en þrisvar, því Svandís Svavarsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Lilja Rafney Magn- úsdóttir komu allar fjórum sinnum í pontu. Nokkrir héldu þrjár ræður, til dæmis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem kom þrisvar í pontu til að skamma stjórnarandstöðuna fyrir að koma oft í pontu og halda málum í gíslingu. Málþóf um málþóf? kolbeinn@frettabladid.is 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D A -3 9 F C 1 7 D A -3 8 C 0 1 7 D A -3 7 8 4 1 7 D A -3 6 4 8 2 8 0 X 4 0 0 9 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.