Fréttablaðið - 20.05.2015, Side 16

Fréttablaðið - 20.05.2015, Side 16
 | 2 20. maí 2015 | miðvikudagur Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN N1 49,6% frá áramótum HB GRANDI 5,4% í síðustu viku MESTA LÆKKUN TRYGGINGAMIÐST. -23,6% frá áramótum HAGAR 7,1% í síðustu viku 7 Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði 8 1 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ Hagstofan – Samræmd vísitala neysluverðs í apríl 2015 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ Eimskip – Uppgjör 1. ársfjórðungs 2015 FÖSTUDAGUR 22. MAÍ Hagstofan – Vísitala kaupmáttar launa Hagstofan – Mánaðaleg launa- vísitala ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ Hagstofan – Nýskráningar og gjaldþrot fyrirtækja Fasteignaskrá – Viðskipti með atvinnuhúsnæði í apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ HB Grandi – Uppgjör 1. ársfjórð- ungs 2015 N1 - Uppgjör 1. ársfjórðungs 2015 Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsins „Ég held að það sé ákveðið blóma- skeið í landvinningum íslenskra höfunda og hafi verið,“ sagði Arn- aldur Indriðason, í samtali við Fréttablaðið, eftir að hann tók við sérstakri heiðursviðurkenningu við afhendingu Útfl utningsverð- launa forseta Íslands á Bessa- stöðum. Verðlaunin voru afhent á föstudaginn. „Það hefur fjöldinn allur af titl- um verið gefi nn út eiginlega um allan heim, og ég held að eftir- spurnin sé orðin það mikil að það sé kominn skortur á þýðingum,“ sagði Arnaldur. Arnaldur sagðist taka við verð- laununum fyrir hönd íslenskra bókmennta. Hann sagðist telja að íslenskar bókmenntir væru langfl ottasta útfl utningsgreinin og hefðu verið það lengi. „Þetta er vonandi hvatning fyrir mig og aðra höfunda, að halda áfram á sömu braut,“ sagði hann. Íslenskar bókmenntir hafa sannarlega notið vaxandi vin- sælda erlendis upp á síðkastið. Til marks um það var Snjóblinda eftir rithöfundinn Ragnar Jón- asson mest selda bókin á Kindle hjá Amazon í Bretlandi um síð- ustu helgi. Hún trónaði á toppi metsölulistans í tvo sólarhringa. Aðspurður hvort hans eigin vel- gengni hafi haft áhrif á brautar- gengi annarra höfunda segir Arnaldur: „Það má vel vera að íslenska glæpasagan hafi hjálp- að til.“ Arnaldur segist vera búinn að missa töluna á því í hve mörgum löndum bækurnar hans eru gefn- ar út. „Ætli það séu ekki svona 35-40. Það er alltaf áhugi hér og þar á þessum bókum,“ segir hann. Hann segist alls ekki skrifa bækur fyrir útlendinga. „Ég held að það væri fráleitt að fara að skrifa ofan í einhverjar vænt- ingar lesenda. Ég hef alltaf skrif- að fyrir íslenska lesendur og íslenskt umhverfi og ég held að það sé það sem veki athygli. Það sé þessi íslenski vinkill,“ segir Arnaldur og bætir við að fólk vilji kynnast Íslandi í gegnum íslenskar bækur, bæði landinu og bókmenntunum. Í bókum Arnaldar geta lesend- ur fengið innsýn í sögu Íslands. „Ég er mikill áhugamaður um sögu. Flestar þessar bækur tengjast einhvern veginn fortíð- inni og fara fram og til baka í tíma. Ég hef undanfarið einbeitt mér meira að því en áður eins og í Kamp Knox og í Skuggasundi. Og ég býst við því að halda áfram á þeirri braut,“ segir Arnaldur. jonhakon@frettabladid.is Bókmenntir flottasta útflutningsgreinin Bækur Arnaldar Indriðasonar eru gefnar út á tugum tungumála. Hann segir íslenska höfunda upplifa blómaskeið í landvinningum erlendis. Forseti Íslands heiðraði Arnald á föstudaginn. HEIÐRAÐUR Arnaldur Indriðason tók við verðlaunum á Bessastöðum á föstudaginn. Iceland air Group fékk sjálf útflutningsverðlaunin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ TILRAUN sjávarútvegsráðherra til að framselja í raun varanleg yfi rráð yfi r makrílnum í íslenskri landhelgi til örfárra útgerðarfyrirtækja er runnin út í sandinn. Kornið sem fyllti mælinn var væntanlega tilkynning frá Fiski- stofu um að stofnunin væri engan veg- inn búin undir að standa fyrir fram- kvæmd þeirra breytinga sem frumvarp ráðherra felur í sér. Þingmeirihlutinn fer ekki í stríð við þjóðina og mögulega forsetann um þetta mál – ekki að sinni. HARÐUR áróður hefur verið rekinn fyrir því að íslenskur sjávarútvegur sé svo sérstök atvinnugrein að um hana gildi ekki almennar reglur, sem annars gilda í öllum viðskipt- um alls staðar. Grunnur arðbærs sjávarútvegs hér á landi liggur í því að nýta mjög verðmæta og takmarkaða auðlind, sem er í sameign þjóðarinnar. FRAM til þessa hefur afl aheimildum verið úthlutað til eins árs í senn og veiðigjöld verið afskaplega hófl eg, alla vega gagnvart stórútgerðinni, sem auk þess að ráða yfi r megninu af bol- fi skkvótanum situr á nánast öllum uppsjávar kvóta. Á SÍÐUSTU árum hafa stjórnvöld reynt að koma á langtímaúthlutun á kvóta sem felur í sér varanlegt framsal til fárra á sameiginlegri auðlind þjóðar- innar. Engu virðist breyta hvaða fl okk- ar sitja í ríkisstjórn. Allir vilja þeir koma kvótanum í varanlegt fóstur hjá stórútgerðinni. Rökin hafa verið þau að útgerð kalli á svo miklar fjárfestingar að nauðsynlegt sé að fyrirsjáanleiki ríki í greininni. Menn muni einfaldlega ekki fjárfesta nema hafa fi skinn ávallt tryggan alla vega 15 ár inn í framtíð- ina. Fjárfestingarskortur muni leiða til hnignunar íslensks sjávarútvegs og þar með skerða lífskjör þjóðarinnar. EN HELDUR þessi málfl utningur vatni? Hver er munurinn á t.d. útgerðarfyrir- tæki og fl utningaskipafélagi eða fl ug- félagi? Ekki kallar fl utningastarfsemi eða fl ugrekstur á minni fjárfestingar en útgerð. Í öllum tilfellum standa eig- endur fyrirtækjanna frammi fyrir því að reksturinn er háður mikilli óvissu. Hvernig þróast olíuverð? Hvernig þró- ast almennt efnahagsástand í heimin- um? Hvernig þróast verðlag vörunnar sem verið er að selja? Hví þurfa ekki skipafélög og fl ugfélög sérstaka niður- greiðslu eins og útgerðin? ÞAÐ ÞARF auðvitað ekki að afhenda útgerðinni fi skinn í sjónum til varan- legra afnota til að sjávarútvegur á Íslandi skili þjóðarbúinu hámarks tekjum. Það ætti að bjóða upp kvóta- hlutdeild til hæstbjóðenda til skamms tíma í senn, t.d. til 1-3 ára og hægt er að tryggja með almennum reglum að erlendir kaupendur sogi ekki auð- lindina úr landi. FRJÁLS markaður með afl aheimildir og efl ing fi skmarkaða tryggir hráefnis- öryggi þeirra sem stunda samkeppnis- hæfa starfsemi. Svona fyrirkomulag tryggir hámarksafrakstur til þjóðar- innar af auðlindinni en ekki ofurhagn- að örfárra handhafa kvótans, eins og nú er. Hvað er svona merkilegt við útgerð? Viðsnúningur varð í rekstri Senu sem hagnaðist um 144 milljónir króna á síðasta ári en félagið tapaði 126 milljónum króna árið 2013. Stærstur hluti tekna Senu er til- kominn vegna heildsölu eða 1,2 milljarðar af 2,7 milljarða rekstrar- tekjum. Fyrirtækið er rétthafi og dreifi ngaraðili fjölda innlendra og erlendra kvikmynda og tónlistar auk tölvuleikja hér á landi. Tekjur Senu af rekstri kvik- myndahúsanna Smárabíós, Laugar- ásbíós og Háskólabíós námu 871 milljón króna. Þá nær tvöfölduðust tekjur vegna viðburða milli ára og námu 330 milljónum króna en Sena fl utti tón- listarmanninn Justin Timberlake til landsins í ágúst á síðasta ári. Eignir Senu nema 1,1 milljarði króna og eigið fé 549 milljónum króna. Handbært fé frá rekstri nam 143 milljónum króna í fyrra. Þá kemur einnig fram í ársreikningi félagsins að það hafi selt leikfanga- deild sína fyrr á þessu ári en Sena hefur m.a. fl utt inn Playmobil. - ih Tekjur Senu vegna viðburða nær tvöfölduðust í fyrra en félagið flutti inn Justin Timberlake á árinu: Sena hagnast um 144 milljónir KÓRINN Nær tuttugu þúsund manns voru viðstaddir tónleika Justins Timberlake í Kórnum á síðasta ári. MYND/ANDRI MARÍNÓ Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Bank Nordic (DKK) 119,00 14,4% 0,0% Eik fasteignafélag* 6,38 -6,2% -1,2% Eimskipafélag Íslands 227,00 -4,2% 0,9% Fjarskipti (Vodafone) 39,10 11,7% 1,0% Hagar 40,30 -0,4% -7,1% HB Grandi 39,30 16,3% 5,4% Icelandair Group 23,05 7,7% 3,6% Marel 179,5 30,1% -1,4% N1 34,70 49,6% 2,5% Nýherji 8,39 62,0% -0,7% Reginn 14,10 4,1% -0,4% Reitir* 62,70 -1,3% 0,5% Sjóvá 10,05 -15,9% 0,4% Tryggingamiðstöðin 20,10 -23,6% -2,9% Vátryggingafélag Íslands 7,73 -14,6% -1,7% Össur 432,00 19,7% -1,8% Úrvalsvísitalan OMXI8 1.423,77 8,6% 0,3% First North Iceland Century Aluminum 3.300,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 25,40 12,4% 0,4% Sláturfélag Suðurlands 1,85 0,0% 0,0% *Skráð á árinu (þróun frá útboðsgengi). Sk jó ða n SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 9 -7 4 7 C 1 7 D 9 -7 3 4 0 1 7 D 9 -7 2 0 4 1 7 D 9 -7 0 C 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.