Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2015næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 18
 | 4 20. maí 2015 | miðvikudagur Stjórnvöld eru meðvituð um hversu seint gengur við upptöku á löggjöf Evrópusambandsins og innleiðingu í íslensk lög og að við því þurfi að bregðast. Þetta segir Margrét Einarsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Margrét starfar með stýrihópi um framkvæmd EES-samningsins sem forsætisráðuneytið skipaði í fyrra. Hún hefur að auki skrifað grein um innleiðingarhallann. Margrét segir í samtali við Markaðinn að íslenska ríkið standi frammi fyrir tvenns konar verkefnum vegna aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Annars vegar að taka upp í EES-samn- inginn löggjöf sem stofnanir Evr- ópusambandsins hafa sett, en lög- gjöfi n getur bæði verið tilskipanir og reglugerðir. Hins vegar, þegar búið er að taka löggjöfi na upp í samninginn, þá þarf að innleiða löggjöfi na í íslenskan rétt. Margrét segir að á árunum 2000 til 2010 hafi gengið ágætlega við upptöku löggjafarinnar, en það hafi farið að halla undan fæti frá árinu 2011. „Það eru örugglega margar ástæður fyrir þessu en það sem ég bendi á og tel vera stóran hluti af ástæðunni er í fyrsta lagi efna- hagshrunið árið 2008. Í kjölfarið stendur stjórnsýslan frammi fyrir niðurskurði, bæði hér heima og í Brussel. Svo er mikið af verkefn- um sem voru afl eiðingar hrunsins og stjórnsýslan þurfti að sinna. Í öðru lagi var, í þessu upptökuferli, farið að hafa aukið samráð við Alþingi. Það er jákvætt að mörgu leyti en lengir tímann sem þetta upptökuferli tekur,“ segir Mar- grét. Þriðja ástæðan sem Margrét nefnir er lýðræðishalli sem er inn- byggður í EES-samninginn. „Við erum að taka upp í EES-samning- inn og inn okkar landsrétt löggjöf sem við höfum litla möguleika á að hafa áhrif á. Þegar svo kemur að því að taka þessa löggjöf upp í samninginn og innleiða í landsrétt þá þarf að vera meiri sátt um að þetta er staðan,“ segir Margrét og vísar þar í þennan lýðræðishalla. Margrét segir að það hafi farið fram meiri umræða um þennan þátt í Noregi. Fjórða ástæðan sem Margrét nefnir er stjórnarskrárvandinn. „Íslenska stjórnarskráin hefur ekkert ákvæði sem heimilar fram- sal á valdi til alþjóðlegra stofnana og þetta hefur á undanförnum árum skapað vandamál. Það hefur alltaf öðru hvoru komið upp lög- gjöf sem við þurfum að taka upp í EES-samninginn en hefur verið vafi á hvort standist stjórnar- skrána. Þessi staða hefur valdið töfum á upptöku löggjafarinnar. Og það eru vísbendingar um að þetta vandamál eigi eftir að verða meira í framtíðinni,“ segir Margrét. Margrét ítrekar að staðan sé að skána. Innleiðingarhallinn hafi verið 3,2 prósent í fyrra en núna sé hann 2,8 prósent. Það er að í ár eru Íslendingar ekki búnir að inn- leiða um 2,8 prósent af þeim til- skipunum sem þeir eiga að vera búnir að innleiða. Markmið Evr- ópusambandsins er að þessi halli sé ekki meiri en eitt prósent. Með- alhallinn í ESB-ríkjunum er 0,5 prósent og það er bara eitt ríki, Slóvenía, sem er með meira en eitt prósent innleiðingarhalla. „Af þessum 28 ESB-ríkjum og svo EES-ríkjunum erum við að standa okkur verst. Þannig að það er langt í land,“ segir Mar- grét. Noregur er í tveimur pró- sentum og stendur sig líka illa. jonhakon@frettabladid.is Stjórnvöld eru meðvituð um vandann Stjórnvöld eru meðvituð um það hversu seint Íslendingum gengur að innleiða löggjöf Evrópusambandsins. Ástæðurnar fyrir töfunum eru einkum fjórar en mjög ólíkar. Lektor í lögfræði segir að staðan sé að skána. MIKILVÆGUR SAMNINGUR Margrét bendir á að mikil umræða hafi farið fram um mögulega aðild að Evrópusambandinu. Það skipti ekki síður máli að fram fari umræða um hvernig við leggjum rækt við EES samninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Af þessum 28 ESB ríkjum og svo EES-ríkjunum erum við að standa okkur verst. Þannig að það er langt í land. Viðvarandi hærra vaxtastig hér á landi miðað við í nágrannalöndum kemur niður á samkeppnishæfni fyrirtækja, ýtir undir verðbólgu og gengissig sem kemur niður á lífskjörum og dregur úr kaup- mætti launa. Þetta er niðurstaða rannsókna Jóns Helga Egilsson- ar, doktorsnema í hagfræði við Háskóla Íslands og varaformanns bankaráðs Seðlabanka Íslands. Jón Helgi segir að sé fjármagns- kostnaður hærri á Íslandi miðað við helstu viðskiptalönd valdi það hærri framleiðslukostnaði sem þurfi þá með einhverjum hætti að bæta upp og líklegt sé að það sé í formi lægri launa. „Hærri framleiðslukostnaður kemur fram í hærra verðlagi sem dregur úr samkeppnishæfni inn- lendra aðila. Ein afl eiðing þess er minni útfl utningur og meiri inn- fl utningur sem veikir gengi krón- unnar sem aftur leiðir af sér verð- bólgu og skertan kaupmátt,“ segir Jón Helgi. Samanburður á kaupmætti milli landa valdi kröfu um áþekk laun og í nágrannalöndunum að hans sögn. Sé gengið að þeim kröfum við óbreytt vaxtastig valdi það frekari verðbólgu og gengisfell- ingum segir Jón Helgi. Þá bætir Jón Helgi við að ef það þurfi að bæta upp hærri fjár- magnskostnað með lægri launum geti það stuðlað að því að ungt og vel menntað fólk fl ytji úr landi. Aðilar sem séu tilbúnir að sætta sig við lægri kaupmátt fl ytji þá frekar til landsins. „Það stuðlar þá að því að hér sé byggt upp lág- launaland“, segir Jón Helgi. Jón Helgi segir mikilvægt að þeir sem fari með stjórn peninga- mála hér á landi átti sig á afl eið- ingum viðvarandi hærra vaxta- stigs. „Aðalatriðið er að menn skilji skaðsemi af því að viðhalda hærra vaxtastigi og fi kri sig þá í átt að nýju jafnvægi með lægra vaxtastigi,“ segir Jón Helgi. - ih Hagfræðingur telur mikilvægt að vextir verði lækkaðir hér á landi: Segir hátt vaxtastig valda síðri lífskjörum JÓN HELGI EGILSSON Varaformaður banka- ráðs Seðlabankans segir mikilvægt að þeir sem sitji í Peningastefnunefnd átti sig á skaðsemi hærra vaxtastigs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Deutsche Bank hefur sett á fót vinnuhóp til að kanna hvort rétt sé að færa hluta af breskum einingum bankans til Þýskalands, ef Bretland fer úr Evrópusambandinu. BBC hefur eftir tals- manni bankans að hópur- inn hafi verið fullmyndaður en engar ákvarðanir teknar um starf hans. David Cam- eron, forsætisráðherra Bret- lands, hefur lofað að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Bretlands í Evrópusambandinu. Um 9.000 manns starfa hjá bankanum í Bretlandi. - jhh Stjórnendur Deutsche Bank íhuga framtíð bankans eftir kosningar: Yfirgefa hugsanlega Bretland DAVID CAMERON LEITAÐU RÁÐA HJÁ OKKUR Hjá Ellingsen starfa sérfræðingar í öllum deildum. Við veitum faglega og vandaða ráðgjöf og finnum réttu vörurnar sem uppfylla þínar þarfir. Fiskislóð 1 Sími 580 8500 Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630 Mán.–fös. 10–18 Lau. 10–16 – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK AKUREYRI OPIÐ ellingsen.is Fisléttar og fellanlegar FÁNASTANGIR Formenta-fánastangirnar eru léttar glertrefjastangir sem hægt er að fella þegar illviðri ganga yfir. • Sex, sjö og átta metra stangir • Ekkert viðhald • Gylltur húnn setur glæsilegan svip á stöngina • Snúningstoppur svo fáninn snúist síður um stöngina • Fánalína, línufesting og festingar fylgja PI PA R\ TB W A • S ÍA 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 8 -C 7 A C 1 7 D 8 -C 6 7 0 1 7 D 8 -C 5 3 4 1 7 D 8 -C 3 F 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 117. tölublað (20.05.2015)
https://timarit.is/issue/383864

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

117. tölublað (20.05.2015)

Aðgerðir: