Fréttablaðið - 20.05.2015, Page 28
KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 20156
Reyndar var Jóhannes líka oft kallaður Jói á fóðurbíln-um en hann er löngu hættur
að keyra þann bíl. Nú sinnir hann
olíu dreifingu um landið. Þegar við
náðum tali af Jóhannesi var hann
að borða nautasteik í vegasjoppu.
„Ég þarf að vinna til miðnættis í
kvöld og þá þarf maður góða steik
í hádeginu,“ segir hann. „Ég var
ekki nálægt Litlu kaffistofunni en
ef ég á leið þar hjá fæ ég mér allt-
af kjötsúpu, hún er hvergi betri en
þar,“ segir hann. „Ég er búinn að
prófa súpur um allt land. Það slær
þó enginn við konunni minni, Sig-
ríði Sigurðardóttur, í eldamennsk-
unni,“ segir hann og hlær.
Erfitt svæði
Jóhannes byrjaði sem atvinnu-
bílstjóri 17 ára hjá Pósti og síma.
Hann er 58 ára og þekkir þjóð-
vegina betur en nokkur annar. Jó-
hannes ekur Scania og er alsæll
með það ökutæki. Honum finnst
alltaf jafn skemmtilegt að aka um
landið. „Ég flyt olíu og bensín á
Suðurlandi að Kirkjubæjarklaustri
og í borginni en var áður á erfið-
ustu leiðinni, ók til Hólmavíkur,
Drangsness og Norðurfjarðar. Þar
er gríðarlega fallegt svæði sem fáir
hafa séð. Hins vegar er þetta erf-
itt svæði á veturna og maður getur
lent í ýmsu. Ég fer alltaf annað slag-
ið vestur og er nýkominn þaðan.
Ég hef séð mikið af landinu og hef
ótrúlega gaman af þessu. Maður
hefur hitt margt skemmtilegt fólk
og oft verið boðið í kaffi og kökur,“
segir hann og blandar pólitík-
inni óvænt í umræðuna með því
að segja að sinn gamli flokkur sé
löngu dauður, það voru kratarn-
ir. „Það var alltaf gott að koma á
bæina sem krati því bændurnir
hötuðu þá. Ég fann þó einn krata
í Borgarfirðinum,“ segir Jóhannes
og hlær dátt þeim hlátri sem marg-
ir þekkja úr útvarpinu.
Aðdáandi Bylgjunnar
Hann segist vera hættur að mestu
að hringja í útvarpsþætti nema
öðru hvoru til að hleypa upp um-
ræðunni á Útvarpi Sögu. „Ég kalla
hana þungarokkstöðina út af nei-
kvæðri umræðu. Ég hlusta mest
á Bylgjuna og Rás 2. Þar er mitt
uppáhaldsútvarpsfólk. Gulli Helga
í morgunútvarpi Bylgjunnar er
náttúrlega stórvinur minn. Síðan
er það Ásgeir Páll, Siggi Hlö, Þráinn
og svo Þorgeir og félagar. Svo hlusta
ég á Huldu Geirs og Idol-stjörnuna
Heiðu á Rás 2.“
Lúxustæki
Jóhannes segir að ökutæki þjóð-
vegakónganna hafi breyst mikið
á undanförnum árum. „Bílarn-
ir eru lúxustæki í dag og ekki
hægt að bera þá saman við það
sem áður var. Það er hugsað betur
um bílstjórann og maður verð-
ur síður þreyttur á langleiðum.
Margir góðir ökumenn mættu þó
vera nærgætnari í umferðinni og
taka tillit til þess að stór flutninga-
tæki stansa ekki á andartaki eins
og minni bílar. Ég vil hafa gott bil
á milli bíla í borginni en þá koma
þessir ökumenn og troða sér fyrir
framan, jafnvel ökumenn með
smábörn. Ég lenti reyndar í slæm-
um árekstri í haust á einkabílnum
þegar bíll hentist á minn og ég fékk
slæma hálsáverka sem ég er enn að
glíma við og há mér mikið í akstr-
inum. Ég vona að ég þurfi ekki að
hætta að keyra, enda á ég lánsaman
feril að baki sem atvinnubílstjóri,“
segir kóngurinn hress að vanda.
Konungur þjóðveganna í áratugi
Jóhannes Guðnason er líklega sá eini í símaskránni sem er titlaður konungur þjóðveganna. Það viðurnefni hefur lengi loðað við
hann, enda var Jóhannes þekktur í útvarpsþættinum Tveir með öllu á Bylgjunni forðum.
Jóhannes Guðnason er réttnefndur konungur þjóðveganna. MYND/ERNIR
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
D
A
-4
D
B
C
1
7
D
A
-4
C
8
0
1
7
D
A
-4
B
4
4
1
7
D
A
-4
A
0
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
7
2
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K