Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2015, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 20.05.2015, Qupperneq 28
KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 20156 Reyndar var Jóhannes líka oft kallaður Jói á fóðurbíln-um en hann er löngu hættur að keyra þann bíl. Nú sinnir hann olíu dreifingu um landið. Þegar við náðum tali af Jóhannesi var hann að borða nautasteik í vegasjoppu. „Ég þarf að vinna til miðnættis í kvöld og þá þarf maður góða steik í hádeginu,“ segir hann. „Ég var ekki nálægt Litlu kaffistofunni en ef ég á leið þar hjá fæ ég mér allt- af kjötsúpu, hún er hvergi betri en þar,“ segir hann. „Ég er búinn að prófa súpur um allt land. Það slær þó enginn við konunni minni, Sig- ríði Sigurðardóttur, í eldamennsk- unni,“ segir hann og hlær. Erfitt svæði Jóhannes byrjaði sem atvinnu- bílstjóri 17 ára hjá Pósti og síma. Hann er 58 ára og þekkir þjóð- vegina betur en nokkur annar. Jó- hannes ekur Scania og er alsæll með það ökutæki. Honum finnst alltaf jafn skemmtilegt að aka um landið. „Ég flyt olíu og bensín á Suðurlandi að Kirkjubæjarklaustri og í borginni en var áður á erfið- ustu leiðinni, ók til Hólmavíkur, Drangsness og Norðurfjarðar. Þar er gríðarlega fallegt svæði sem fáir hafa séð. Hins vegar er þetta erf- itt svæði á veturna og maður getur lent í ýmsu. Ég fer alltaf annað slag- ið vestur og er nýkominn þaðan. Ég hef séð mikið af landinu og hef ótrúlega gaman af þessu. Maður hefur hitt margt skemmtilegt fólk og oft verið boðið í kaffi og kökur,“ segir hann og blandar pólitík- inni óvænt í umræðuna með því að segja að sinn gamli flokkur sé löngu dauður, það voru kratarn- ir. „Það var alltaf gott að koma á bæina sem krati því bændurnir hötuðu þá. Ég fann þó einn krata í Borgarfirðinum,“ segir Jóhannes og hlær dátt þeim hlátri sem marg- ir þekkja úr útvarpinu. Aðdáandi Bylgjunnar Hann segist vera hættur að mestu að hringja í útvarpsþætti nema öðru hvoru til að hleypa upp um- ræðunni á Útvarpi Sögu. „Ég kalla hana þungarokkstöðina út af nei- kvæðri umræðu. Ég hlusta mest á Bylgjuna og Rás 2. Þar er mitt uppáhaldsútvarpsfólk. Gulli Helga í morgunútvarpi Bylgjunnar er náttúrlega stórvinur minn. Síðan er það Ásgeir Páll, Siggi Hlö, Þráinn og svo Þorgeir og félagar. Svo hlusta ég á Huldu Geirs og Idol-stjörnuna Heiðu á Rás 2.“ Lúxustæki Jóhannes segir að ökutæki þjóð- vegakónganna hafi breyst mikið á undanförnum árum. „Bílarn- ir eru lúxustæki í dag og ekki hægt að bera þá saman við það sem áður var. Það er hugsað betur um bílstjórann og maður verð- ur síður þreyttur á langleiðum. Margir góðir ökumenn mættu þó vera nærgætnari í umferðinni og taka tillit til þess að stór flutninga- tæki stansa ekki á andartaki eins og minni bílar. Ég vil hafa gott bil á milli bíla í borginni en þá koma þessir ökumenn og troða sér fyrir framan, jafnvel ökumenn með smábörn. Ég lenti reyndar í slæm- um árekstri í haust á einkabílnum þegar bíll hentist á minn og ég fékk slæma hálsáverka sem ég er enn að glíma við og há mér mikið í akstr- inum. Ég vona að ég þurfi ekki að hætta að keyra, enda á ég lánsaman feril að baki sem atvinnubílstjóri,“ segir kóngurinn hress að vanda. Konungur þjóðveganna í áratugi Jóhannes Guðnason er líklega sá eini í símaskránni sem er titlaður konungur þjóðveganna. Það viðurnefni hefur lengi loðað við hann, enda var Jóhannes þekktur í útvarpsþættinum Tveir með öllu á Bylgjunni forðum. Jóhannes Guðnason er réttnefndur konungur þjóðveganna. MYND/ERNIR 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D A -4 D B C 1 7 D A -4 C 8 0 1 7 D A -4 B 4 4 1 7 D A -4 A 0 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.