Fréttablaðið - 20.05.2015, Side 32

Fréttablaðið - 20.05.2015, Side 32
KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 201510 Þetta er vörubíll með krók-heisi, sem þýðir að hægt er að hífa alls konar einingar upp á hann. Enda var hugsunin sú að nýta hann til að flytja stór- an snjóbíl sem við eigum,“ segir Elvar Steinn Þorvaldsson hjá tækjaflokki Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Þetta fyrirkomulag getur stytt viðbragðstíma sveitar- innar þegar nota þarf snjóbíl í út- köll. „Snjóbíllinn er þá fastur á sér- hönnuðu fleti sem við hífum beint upp á vörubílinn.“ Vörubíllinn, sem er af gerð- inni Iveco, er einnig ætlaður til að flytja rústabjörgunargám sveitar- innar. „Nú getum við farið með gáminn hvert á land sem er.“ Kraftmeiri og lengri HSSK pantaði bílinn í samstarfi við Kraftvélar sem er með umboð fyrir Iveco á Íslandi. „Samstarfið gekk mjög vel og Kraftvélar komu til móts við okkur þannig að bíll- inn hentaði okkar þörfum,“ segir Elvar en bíllinn er sjálfskiptur, 6x6, þriggja öxla með drifi á öllum hjólum og því mjög góður í snjó og torfærum. Bíllinn kom að mestu leyti til- búinn að utan en hann er með stærri vél en var ætlunin í upphafi. „Þegar þeir hjá Iveco úti heyrðu hvað við værum að gera sögðu þeir að vélin sem við höfðum pantað væri of lítil. Í samvinnu við Kraft- vélar var ákveðið að setja stærri vél í bílinn. Þá var hann líka flutt- ur til þjónustuaðila í Danmörku þar sem hann var lengdur til að við ættum möguleika á að flytja snjó- bílinn,“ segir Elvar. Þá var fletið fyrir snjóbílinn einnig sérsmíðað í verksmiðjunni úti. Bíllinn kom til landsins í des- ember á síðasta ári og við tóku nokkrar breytingar á honum sem Kraftvélar sáu um. „Þeir græjuðu allt rafkerfið fyrir okkur, akst- ursljós, vinnulýsingu og öll fjar- skipti,“ segir Elvar. Nýtist mjög vel Þótt bíllinn hafi komið til landsins í desember var hann ekki formlega afhentur hjálparsveitinni fyrr en í byrjun mars. „Við höfum hins vegar notað hann töluvert í útköll í vetur og sótt hann þá niður í Kraft- vélar,“ segir Elvar en óvenju mörg útköll í vetur hafa krafist snjóbíls. „Svo höfum við notað hann í æf- ingaferðir líka.“ Bíllinn getur flutt þrjá farþega. „Hann gæti því flutt áhöfn snjó- bílsins en aftur á móti förum við alltaf með á aukabíl upp á þæg- indin,“ segir Elvar og bætir við að vörubíllinn sé með öflugri björg- unartækjum í torfærum og ám. „Við vildum bíl sem gæti f lutt snjóbílinn yfir helstu heiðar þótt þær væru ófærar og komið okkur í átt að útkallssvæðinu. Hann mun einnig gagnast vel í aðstæðum líkt og urðu þegar Múlakvíslin flæddi yfir bakka sína en þá var notaður trukkur til að ferja bíla yfir ána.“ Góður mannskapur Hjálparsveit skáta í Kópavogi býr yfir töluverðum tækjaflota. „Við erum með hraðskreiðan bát, tvo 44 tommu jeppa, Sprinter-fólks- f lutningabíl sem er 35 tommu breyttur, HiAce-fólksflutninga- bíl, Ford-pallbíl sem er ætlaður til að f lytja vélsleða, fjóra vélsleða, slöngubát, snjóbíl og vörubíl,“ telur Elvar upp og viðurkennir að mikil vinna liggi í viðhaldi þess- ara tækja. „Sem betur fer höfum við mjög góðan mannskap í kringum þetta og fólkið okkar getur gert við flest. Við erum með vélstjóra, bifvélavirkja og aðra reynslumikla jeppamenn í okkar röðum sem er nauðsynlegt enda mjög sjaldan sem farið er í túr og ekkert bilar.“ Flytur snjóbíl um ófærar heiðar Hjálparsveit skáta í Kópavogi fékk nýverið afhentan splunkunýjan Iveco-vörubíl sem mun meðal annars nýtast til flutninga á snjóbíl og rústagám sveitarinnar. Sveitin á mikið safn véla og, það sem er meira um vert, afar færa félagsmenn sem sinna viðhaldi þeirra. Bíllinn er með krókheisi sem þýðir að hægt er að hífa alls konar einingar upp á hann. Elvar Steinn Þorvaldsson. 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D A -1 7 6 C 1 7 D A -1 6 3 0 1 7 D A -1 4 F 4 1 7 D A -1 3 B 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.