Fréttablaðið - 20.05.2015, Síða 40

Fréttablaðið - 20.05.2015, Síða 40
KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 201518 Þór hf. hefur í rúmlega hálfa öld þjónustað verktaka og fyrirtæki í byggingariðnaðin- um og boðið upp á fjölbreytt úrval vinnuvéla og verkfæra. Fyrirtækið flutti í mun stærra og betra húsnæði á Krókhálsi 16 fyrir fjórum árum og sköpuðust þá mörg ný tækifæri til stækkunar. „Við höfum jafnt og þétt verið að auka vöruúrvalið og bæta við okkur umboðum,“ segir Ragnar Jónsson, deildarstjóri verkfæradeildar Þórs hf. Rótgróin merki Meðal þeirra merkja sem Þór hf. selur má nefna Makita, Flex, Kubota, Prebena og Demag. Þá er Wacker Neuson vel þekkt merki innan verk- takageirans. „Wacker Neuson framleiðir breiða línu af vinnuvélum og tækj- um fyrir verktaka og fyrir bygginga- iðnaðinn,“ segir Ragnar. „Þar má til dæmis nefna Kramer, sem býður meðal annars upp á fjór- hjólastýrðar hjólaskóflur og skot- bómulyftara sem henta öllum aðstæðum hér á landi, Wacker Neuson-gröfur og hjólavagna, jarð- vegsþjöppur og steypuvíbratora. Í raun býður Wacker Neuson upp á heildstæða línu fyrir verktaka, með allt sem snýr að jarðvegs- og steypu- vinnu. Þetta er góð viðbót á markað- inn á Íslandi og við höfum nú þegar selt nokkrar Kramer-vélar og Wac- ker Neuson-gröfur. Wacker Neuson hentar öllum verktökum og bænd- um og eru einnig hentugar vélar í kirkjugarða.“ Kubota-vélar í mikilli sókn Þór hf. hefur verið haft umboð fyrir Kubota síðan árið 1978 en Kubota er stærsti framleiðandi smátraktora, minigrafa og dísilmótora undir 100 hestöflum í heiminum. Í Kubota- línunni eru atvinnusláttutraktor- ar, gröfur, litlir smátraktorar ásamt miklu úrvali af landbúnaðartraktor- um, en þar er Kubota í mikilli sókn að sögn Ragnars. „Meðal viðskiptavina okkar eru bæjarfélög, fyrirtæki í atvinnuslætti og kirkjugarðar víðs vegar um land- ið. Þess má geta að Reykjavíkurborg er nú að fá 3 nýjar Zero-turn-sláttu- vélar sem nota á um alla borg og er nú þegar með 7 slíkar vélar í notkun, auk tveggja smátraktora, BX2350,“ útskýrir Ragnar. Markaðurinn að lifna við „Við seldum 5 tonna Kramer-vél í tengslum við framkvæmdirnar í Vaðlaheiðargöngum og 3,5 tonna vél til Kirkjugarða Reykjavíkur. Og nú erum við að bíða eftir tveimur Kramer-vélum að utan til afhend- ingar. Við merkjum það vel að mark- aðurinn er að lifna við eftir mögur ár,“ segir Ragnar. Áratuga reynsla Þór hf. rekur einnig viðgerðar- og varahlutaþjónustu. „Við búum svo vel að hafa mjög litla starfsmannaveltu. Sumir starfs- manna okkar hafa unnið hér í 40 ár eða lengur og þekkja því markaðinn inn og út. Viðskiptavinir okkar koma aftur og aftur til okkar.“ Áratuga reynsla og aukið vöruúrval rótgróinna merkja Þór hf. býður úrval vinnuvéla og verkfæra í rúmgóðri verslun að Krókhálsi 16. Fyrirtækið rekur einnig viðgerðar- og varahlutaþjónustu og byggir á áratuga langri reynslu starfsmanna sem þekkja markaðinn vel. Viðskiptavinir koma aftur og aftur. Meðal þeirra merkja sem Þór hf. selur má nefna Makita, Flex, Kubota, Prebena og Demag. Þá er Wacker Neuson vel þekkt merki innan verktakageirans. Úrval vinnuvéla í rúmgóðri verslun Þórs hf. að Krókhálsi 16. „Wacker Neuson framleiðir breiða línu af vinnuvélum og tækjum fyrir verktaka og fyrir byggingaiðnaðinn,“ segir Ragnar. „Meðal viðskiptavina okkar eru bæjarfélög, fyrirtæki í atvinnuslætti og kirkjugarðar víðs vegar um landið.“ Ragnar Jónsson deildarstjóri og Einar Oddson sölustjóri hjá Þór hf. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.thor.is . 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 9 -D 2 4 C 1 7 D 9 -D 1 1 0 1 7 D 9 -C F D 4 1 7 D 9 -C E 9 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.