Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 201520 Þegar ráðist var í fram-kvæmdir við Reykjavík-urhöfn vann danskt verk- takafyrirtæki verkið. Danirnir fluttu inn tvær eimreiðar, Minor og Pion eer, fyrstu og einu gufu- knúnu lestirnar sem notaðar hafa verið hér á landi,“ segir Sigurlaug- ur Ingólfsson sagnfræðingur á Ár- bæjarsafni en safnið geymir aðra þessara tveggja eimreiða. Lestirnar voru smíðaðar í Þýskalandi árið 1892 og komu hingað til lands árið 1913. Í milli- tíðinni hafði verið skipt um ketil í Pioneer svo hún var talsvert öfl- ugri en hin. Tvær járnbrautir voru lagðar, önnur frá Rauðarárholtinu og hin frá Öskjuhlíðinni og fluttu lestirn- ar grjót í varnargarðana við höfn- ina „Við verkið tókst að velta ann- arri lestinni og það er fyrsta og eina lestarslysið sem orðið hefur á Íslandi,“ segir Sigurlaugur. Hafnargerðinni lauk árið 1917 og var Minor lagt stuttu seinna en Pioneer var notuð allt fram til árs- ins 1928 við stækkun hafnarinnar og til annarra verkefna. Teinarn- ir voru síðar rifnir upp, vagnarn- ir seldir úr landi og eimreiðarn- ar settar í geymslu. Þar með lauk sögu eimreiða á Íslandi. „Árið 1917 voru lagðar undir- stöður fyrir lestarteina í atvinnu- bótavinnu milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og búið var að teikna lestarstöð í Norðurmýrinni. Það voru því ýmsar hugmyndir uppi um lagningu járnbrauta á Íslandi sem ekkert varð úr.“ Konur greiddu atkvæði með kaupum á valtara Önnur vinnuvél frá fyrri tíð í vörslu Árbæjarsafns er gufuvaltar- inn Bríet. Valtarinn kom til lands- ins árið 1911, fyrsta tæki sinn- ar tegundar á landinu. Valtarinn er kenndur við Bríeti Bjarnhéð- insdóttur og upphaflega líka við Knud Zimsen, „Bríet Knútsdóttir“, en eingöngu Bríetarnafnið festist við hann. Knud Zimsen, þá bæj- arverkfræðingur en síðar borgar- stjóri, lagði fram tillögu um kaup á valtara fyrir Reykjavík. Hann þótti of dýr en Knud sannfærði Bríeti bæjarfulltrúa um kaupin. „Fórar konur sátu þá í bæjar- stjórn. Bríet náði hinum konun- um í stjórninni á sitt band og þau atkvæði dugðu til þess að kaupin voru samþykkt,“ segir Sigurlaugur. „Valtarinn var notaður fram yfir árið 1940 við að malbika götur Reykjavíkur. Valtarann var enn hægt að keyra fyrir um fimm- tán árum en talsverð hætta er á að gufuketillinn springi í svo göml- um vélum svo ekki er talið óhætt að gangsetja Bríeti á ný.“ Umdeildur valtari og eimreiðar Árbæjarsafn geymir aðra af tveimur járnbrautarlestum sem fluttar voru hingað til lands frá Danmörku árið 1913. Sú var í notkun til ársins 1928 en þá lauk sögu járnbrautarlesta á Íslandi. Gufuvaltarinn Bríet er einnig á safninu en kaupin á valtaranum voru umdeild. Saga járnbrautarlesta á Íslandi er ekki löng. Árbæjarsafn geymir aðra af tveimur eimreiðum sem notaðar voru við gerð Reykjavíkurhafnar árið 1913-17. Kaupin á gufuvaltaranum Bríeti voru umdeild í bæjarstjórn Reykjavíkur 1911. Valtarinn var í notkun fram yfir árið 1940. MYNDIR/ÁRBÆJARSAFN Stofnun vörubílastöðvarinn-ar Þróttar má rekja aftur árs-ins 1931 þegar vörubílstjór- ar í Reykjavík sameinuðust í einu stéttarfélagi og ákváðu að reka saman eina vörubílastöð í Reykja- vík. Í dag er Þróttur starfrækt af um 50 vörubílstjórum sem allir eiga eigin bíla með tilheyrandi tækjum. Verkefnin eru afar fjölbreytt sem vörubílstjórar taka sér fyrir hendur að sögn Jóns Pálsson- ar sem hefur starfað hjá félaginu síðan árið 1988. „Vörubílstjórar hjá Þrótti koma við sögu í flestum greinum atvinnulífsins á hverjum degi. Þannig sjáum við um flutn- ing á ýmiss konar tækjum, hráefni og vörum fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, flytjum efni og jarðveg vegna mannvirkjagerð- ar, vinnum fyrir garðyrkjumenn, þjónum sjávarútvegi og fjarskipta- fyrirtækjum, f lytjum malbik og fyllingarefni og svo mætti lengi telja. Þau eru fá verkefnin sem við tökum ekki að okkur.” Vörubílastöðin Þróttur býr yfir stærsta og fjölbreyttasta flota landsins í vörubílum og kranabíl- um og er um leið elsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi. „Vöru- bílar Þróttar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Þannig búa marg- ir vörubílanna yfir öflugum krön- um sem hafa lyftigetu frá 16 tm til 150 tm. Aðrir hafa körfur sem hægt er að hífa upp í hæstu byggingar og enn aðrir búa yfir þeim eiginleika að geta mokað efni inn í garða eða úr görðum, í allt að 18 metra frá vörubílnum. En þetta snýr ekki bara að stórum flota heldur hefur stöðin aldrei verið skipuð jafn hæfum bílstjórum og nú.“ Nýlega opnaði Þróttur nýjan og aðgengilegan vef þar sem auðvelt er að finna allar upplýsingar um þá fjölbreyttu þjónustu sem vöru- bílstjórar stöðvarinnar veita, hvort sem um er að ræða vörubíla, krana- bíla eða sérútbúna bíla. „Þar má til dæmis fletta upp öllum vörubíl- um stöðvarinnar og skoða hvað hver og einn býður upp á. Þetta er mjög þægilegur valkostur, sérstak- lega fyrir þá sem eru að panta vöru- bíl í fyrsta sinn.“ Þróttur er með starfsaðstöðu sína á þriggja hektara lóð við Sæv- arhöfða í Reykjavík en þar hafa bíl- stjórar aðstöðu fyrir tæki sín og tól. Afgreiðsla Þróttar er opin alla virka daga frá kl. 7.30 til 18.00. Allar nánari upplýsingar um starfsemi Þróttar og einstaka vöru- bíla má finna á www.throttur.is. Koma við sögu á hverjum degi Vörubílstjórar Þróttar tengjast flestum greinum atvinnulífsins á hverjum degi. Þjónusta þeirra er afar fjölbreytt enda inniheldur floti stöðvarinnar um 50 vörubíla af öllum stærðum og gerðum. Nýlega opnaði stöðin nýjan og aðgengilegan vef með öllum helstu upplýsingum. Tveir af reynslumiklum vörubílstjórum Þróttar, Jón Magnús Pálsson (t.v.) og Helgi Ágústsson. MYND/GVA Þróttur býr yfir stærsta og fjölbreyttasta flota landsins í vörubílum og kranabílum. 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D A -2 6 3 C 1 7 D A -2 5 0 0 1 7 D A -2 3 C 4 1 7 D A -2 2 8 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.