Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2015, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 20.05.2015, Qupperneq 46
KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 201524 Pabbi og mamma, þau Björn Guðmundsson og Kristín Guðmundsdóttir, stofnuðu fyrirtækið árið 1990. Pabbi byrj- aði með tvær hendur fullar af verk- færum og stóð vaktina einn fyrstu fjögur árin. Með tímanum fjölg- aði starfsmönnum og árið 1996 var byggt þetta hús hér í Tranavogi 3 þar sem við störfum enn þann dag í dag,“ segir Guðmundur Björnsson, einn eigenda Vörubíla- og vinnu- vélaverkstæðisins ehf. Með til- komu hins nýja húsnæðis breyttust einnig áherslurnar í starfseminni. „Ákveðið var að minnka áhersluna á vörubílaviðgerðir og fara meira út í vagnaviðgerðir en þar liggur okkar sérþekking í dag.“ Af hverju var farið út í þessar áherslubreytingar? „Fyrirtækið fékk tækifæri til að taka við þjón- ustu hjá einu af stærstu landflutn- ingsfyrirtækjum í Reykjavík. Þar sem húsið býður ekki upp á fjöl- þætta starfsemi þurfti að velja á milli verkefna og þá var tekin þessi stefna,“ svarar Guðmundur. Þekking og reynsla Vörubíla- og vinnuvélaverkstæð- ið sérhæfir sig sérstaklega í öllu sem tengist hjólabúnaði í tengi- og festivögnum, bremsum, legum og fjaðrabúnaði til dæmis. „Það er nóg að gera í því. Við erum með fáa en stóra kúnna sem eru flestir hér í kringum okkur. Þetta eru land- flutningafyrirtæki sem flytja vöru og fisk,“ segir Guðmundur en verk- stæðið sér bæði um viðhald og við- gerðir þessara vagna. „Við sjáum til dæmis til þess að þessi tæki fari í gegnum umferðarskoðun hjá Frumherja.“ Guðmundur segir verkstæðið búa yfir góðum búnaði til viðgerða og viðhalds á tengivögnunum. „Í mörgum þessara vagna í dag eru rafstýrðar bremsur (EBS) og annar tölvustýrður búnaður og við erum með tölvukerfi og búnað til að bil- anagreina, sem fáir aðrir búa yfir,“ segir Guðmundur og bætir við að fáir veiti þjónustu á þessu sviði enda komist færri að en vilja á verk- stæðinu. Heiðarleiki og skjót vinnubrögð Tranavogurinn hentar að mati Guðmundar fullkomlega fyrir starfsemi á borð við þá sem Vöru- bíla- og vinnuvélaverkstæðið býður upp á. „Viðskiptavinir okkar eru hér í næsta nágrenni sem er mik- ill kostur enda gera þeir talsverða kröfu um skjóta þjónustu. Helst á bíllinn að geta farið inn á verkstæði og út á fjórum tímum til að komast beint í næstu ferð. Það er því pressa á okkur alla daga frá átta til sex,“ segir hann glaðlega. Annað sem lögð er mikil áhersla á hjá verkstæðinu eru vönduð vinnubrögð, heiðarleiki og áreiðan- leiki. „Við reynum alltaf að halda viðskiptavinum okkar upplýst- um um hvert verkefni enda ligg- ur mikill peningur í hverri viðgerð. Við tökum því ekki stórar ákvarð- anir nema í samráði við kúnnana okkar,“ segir Guðmundur og bendir á að V&V hafi fengið viður kenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki árið 2014 hjá Credit Info. Haldið upp á afmælið „Ætlunin er að halda upp á 25 ára afmæli fyrirtækisins í lok mánað- arins með því að halda veislu fyrir viðskiptavini og aðra sem tengjast okkur,“ segir Guðmundur kátur. Hann sjálfur ólst upp innan um vörubílana á verkstæði pabba síns. Hann lærði viðskiptafræði en var alltaf með puttana í viðgerðunum og lærði af föður sínum. „Ég kom á fullu inn í fyrirtækið árið 2006 og tók við því 2007,“ segir hann. Aðeins ári síðar, árið 2008, varð Björn, faðir hans bráðkvaddur. Guðmundur telur að pabbi sinn væri ánægður með stöðu fyrirtæk- is síns í dag. „Já, og ég held að hann sé hérna hjá okkur. Við heilsum honum í það minnsta alltaf á hverj- um degi.“ Sérhæfðir í vagnaviðgerðum Vörubíla- og vinnuvélaverkstæðið ehf. í Tranavogi 3 er 25 ára í ár. Verkstæðið sinnir viðgerðum og viðhaldi fyrir allar gerðir vörubíla og tengivagna en hefur sérhæft sig sérstaklega í vagnaviðgerðum. V&V fékk viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki 2014. Guðmundur er hér með Grétari Agnarssyni sem hefur starfað hjá Vörubíla- og vinnuvélaverkstæðinu í sautján ár, og er potturinn og pannan í starfseminni. MYND/VALLI Vinnuvélar voru teknar í notk-un í íslenskum landbúnaði laust fyrir árið 1920. Fram að þeim tíma var afl vinnuhestanna nánast það eina sem bæst hafði við mannsaflið frá örófi alda. Með stofnun íslensku búnaðarskólanna á níunda tug nítjándu aldar breidd- ust jarðvinnsluverkfæri, plógar og herfi fyrir hesta, út um sveitir sem og kunnátta í meðferð þeirra. Að sögn Bjarna Guðmundssonar, pró- fessors við Landbúnaðarháskóla Ís- lands, voru þetta miklar framfar- ir sem leiddu af sér algjörlega nýja hugsun í landbúnaðarframleiðslu hér á landi. Fyrsti traktorinn kom til Íslands árið 1918 en markmiðið með kaup- unum var að auka ræktun, meðal annars á kartöf lum, sem vax- andi markaður var fyrir. „Þetta var bandarískur Avery-traktor sem var 16 hestöfl. Það voru útvegsbænd- ur á Akranesi, Þórður Ásmunds- son og fleiri, sem keyptu traktorinn með atbeina Stefáns B. Jónssonar, kaupmanns í Reykjavík, sem hafði kynnst vélarafli til landbúnaðar vestur á sléttum Kanada.“ Að sögn Bjarna var ræktun á þessum árum einkum engjaræktun með hand- og hestaverkfærum. „Þar voru áveitur hátt á lista, það er um- bætur til þess að vökva engjalönd svo þau skiluðu meira grasi. Stór plön voru gerð um áveitur austur í Árnessýslu og árið 1919 var keypt skurðgrafa til þess að grafa aðal- skurðinn fyrir Skeiðaáveituna. Með vissum hætti má kalla hana fyrstu vinnuvélina sem gagnaðist íslensk- um bændum. Skurðgrafa þessi átti sinn þátt í þeim stórkostlegu rækt- unarframkvæmdum sem Skeiða- og síðar Flóaáveitan urðu og á grunni þeirra byggðist öflugur landbúnað- ur í neðanverðri Árnessýslu.“ Sumarið 1921 kom fyrsti þúfna- baninn til landsins sem notaður var til að slétta þúfurnar sem þvælst höfðu fyrir sláttumönnum í alda- raðir. Stærstu skrefin í sögu vinnu- véla í landbúnaði voru þó tekin í seinni heimsstyrjöldinni að sögn Bjarna, eða á árunum 1942-1943. „Á þessum tíma komu skurðgröf- urnar fram og beltavélar með ýti- tönn, sem síðar voru kallaðar jarð- ýtur. Ræktunarmenn renndu hýru auga til mýranna, að þar mætti rækta ný og stór tún, en til þess þurfti að ræsa þær fram og þurrka. Svo komu glöggir menn auga á sér- staka skurðgröfugerð sem vel hafði reynst vestur í Nýja-Íslandi í Kan- ada, skurðgröfur með dragskóflu. Þær voru keyptar og á næstu árum fóru þær tugum saman um sveitir landsins og ræstu fram mýrar, nær allar í ríkisvæddri félagseign. Hins vegar voru menn í vandræðum með uppmoksturinn en þá komu jarð- ýturnar til sögunnar. Segja má að jarðýturnar hafi verið tímamóta- vélar því með þeim mátti rækta tún á vorin og haustin, leggja vegi á sumrum og ryðja snjó á vetrum. Eiginlega losuðu jarðýturnar ís- lenskar sveitir úr álögum og ein- angrun.“ Aðstaða vinnuvélarekils var ákaflega frumstæð á fyrstu árum vinnuvéla að sögn Bjarna. „Sætin voru til dæmis úr járnplötu ellegar pottsteypu. Menn stungu kannski heyvisk, strigapoka eða gæruskinni undir rassinn til þess að mýkja og ylja. Jarðýtusætin voru bólstruð sem þótti munaður. Fjöðrun sæt- anna var lítil sem engin og álag á lík- amann, einkum bakið, oft og tíðum ómennskt, enda voru það ekki nema hraustmenni sem héldu verkin út.“ Erlend tækni átti greiða leið hingað til lands og hvað landbún- aðinn snertir telur Bjarni að bæði stuðningur ríkisvaldsins og ekki síður félagslegar lausnir við kaup og rekstur vinnuvéla hafi skipt ákaf- lega miklu máli og ýtt duglega við þróuninni. „Sérstaða okkar ligg- ur líka í því hve tímabil vinnuhest- anna í sveitum var stutt miðað við nágrannaþjóðir. Menn vildu, marg- ir hverjir, hlífa hestunum en tóku fagnandi nýrri og afkastamikilli véltækni.“ Íslenskar sveitir losna úr álögum Landbúnaður á Íslandi tók miklum breytingum með tilkomu vinnuvéla. Fyrsti traktorinn kom til landsins 1918 en stærstu breytingarnar urðu í lok seinni heimsstyrjaldar. Stuðningur ríkisvaldsins og félagslegar lausnir við kaup og rekstur vinnuvéla skiptu miklu máli. Bjarni Guðmundsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, stendur hér við skerpiplóginn sem naut mikilla vinsælda sem vinnutæki á jarðýtur við nýbrot mýra upp úr miðri síðustu öld. MYND/ÚR EINKASAFNI 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D A -4 8 C C 1 7 D A -4 7 9 0 1 7 D A -4 6 5 4 1 7 D A -4 5 1 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.