Fréttablaðið - 20.05.2015, Síða 47

Fréttablaðið - 20.05.2015, Síða 47
KYNNING − AUGLÝSING Vörubílar og vinnuvélar20. MAÍ 2015 MIÐVIKUDAGUR 25 Auðunn Svafar Guðmundsson, eig-andi Arma, segir að fyrirtæk-ið sé vel undirbúið fyrir sumar- ið. „Við bjóðum mikið af nýjum tækjum til leigu en sumarið er mesti annatím- inn. Það hefur lifnað yfir byggingariðn- aðinum í heild sinni og við finnum einn- ig fyrir vaxandi áhuga hjá húsfélögum að hefja húsaviðgerðir og málningarvinnu. Við erum með tólf manns í vinnu og nóg að gera,“ segir Auðunn Svafar. Armar var stofnað árið 1999 en fyr- irtækið hefur vaxið og dafnað með ár- unum. „Við byrjuðum með einn glussa- krana til leigu. Síðan þá hafa bæst við fleiri dótturfélög en í dag erum við með fjögur sjálfstæð leigufélög, Armar Vinnulyftur, Armar Mót & kranar, Armar Jarðvélar og Armar Bílar,“ útskýrir Auð- unn. Fyrirtækið flutti á síðasta ári í nýtt húsnæði við Kaplahraun í Hafnarfirði. Við það gátu öll félögin fjögur kom- ist undir sama þak „Við erum afskap- lega ánægð með þetta nýja húsnæði og höfum stórt og gott útisvæði hér í kring.“ Armar Vinnulyftur leigir út tæki eins og spjót- og skæralyftur, skotbómulyft- ara, gaffallyftara og smágröfur. „Við erum einnig með önnur minni tæki sem nýtast vel á verkstöðum eins og loft- pressur, jarðvegsþjöppur, rafstöðvar og fleira. Armar Mót & kranar ehf. er leiga og sala á steypumótum og öðrum fylgi- hlutum svo sem hífikrókum, klemmum og úðabrúsum. Helstu umboðsaðilar eru Peri og Nevoga sem eru einna stærstir í heimi í framleiðslu á byggingamótum og fylgihlutum. „Við leigjum líka út Liebherr-krana en nýir kranar hafa bæst í safnið ný- lega. Einnig erum við með ný steypumót frá Peri, Maximo, en þar eru spennandi breytingar fram undan. Flottur móta- veggur er í sýningarsalnum hjá okkur, öllum er velkomið að koma og fá sýni- kennslu. Einnig erum að reyna að kynna Nevosafe frá Nevoga fyrir verktökum. Nevosafe er smellt yfir járnteina sem standa gjarnan upp úr húsagrunnum, frábært öryggisatriði.“ Armar Jarðvélar ehf. er leiga á stærri jarðvinnutækjum eins og belta- og hjóla- gröfum, búkollum og jarðýtum. „Það er mikið af nýjum tækjum til leigu hjá okkur. Caterpillar er stærsti umboðsað- ili okkar í Jarðvélum og ættu allir verk- takar að þekkja vel það merki, og þá af góðum gæðum. Armar Jarðvélar bjóð- ast einnig til að aðstoða verktaka við að eignast tækin með „leigu til kaups“-fyr- irkomulagi,“ útskýrir Auðunn en hægt er að kynna sér „leigu til kaups“ betur með því að hafa samband við starfsmenn fyr- irtækisins. Armar Bílar ehf. var stofnað vegna aukinnar eftirspurnar viðskiptavina eftir bílum sem hægt væri að nota á verk- stöðum um land allt. „Við erum með allt frá smábílum til stærri jeppa en ein- göngu er um rekstrarleigu að ræða.“ Hægt er að kynna sér starfsem- ina nánar á heimasíðu fyrirtækisins armar.is. Armar leigja smá og stór vinnutæki ARMAR er stærsta leigufyrirtæki í byggingariðnaði á Íslandi og státar af bílum, tækjum og fjölbreyttum vélakosti fyrir allt landið. Mikið af nýjum tækjum og vélum í boði í sumar. Fyrirtækið er vel undirbúið fyrir sumarið sem er mesti annatími ársins. Þorleifur Elíasson, sölustjóri Arma Móta & krana. MYNDIR/STEFÁN Bjarni Þorgilsson, verkstæðisformaður Arma Vinnulyftna. 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D A -2 6 3 C 1 7 D A -2 5 0 0 1 7 D A -2 3 C 4 1 7 D A -2 2 8 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.