Fréttablaðið - 20.05.2015, Síða 50

Fréttablaðið - 20.05.2015, Síða 50
KYNNING − AUGLÝSINGHeiti blaðs MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 201528 Aflvélar ehf. var stofnað árið 2004 og hefur um ellefu ára skeið boðið fyrirtækjum og sveitarfélögum úrval vinnu- véla af ýmsum stærðum og gerð- um. Meðal helstu vörumerkja sem fyrir tækið selur er þýska gæða- merkið Aebi Schmidt Internation- al en Aflvélar selja bæði snjóruðn- ingstæki og sumartæki frá þeim. Að sögn Friðriks Inga Friðriks- sonar, forstjóra Aflvéla, hafa þess- ar vinnuvélar verið seldar í hart- nær 30 ár á Íslandi sem segi sitt um gæði þeirra. „Aebi Schmidt er stærsta fyrirtækið í Evrópu á þessu sviði. Við seljum til dæmis frá þeim úrval af snjótönnum, salt- og sanddreifurum og snjóblásur- um. Einnig erum við með bæði litla og stóra götusópa frá sama framleiðanda sem henta við ólík- ar aðstæður. Í raun má segja að við séum með sópa frá strákústum upp í stærstu flugbrautasópa og allt þar á milli. Síðan erum við að selja svokölluð sameyki fyrir flug- velli sem samanstanda af stórri snjótönn, vörubíl, undirtönn og flugbrautarsóp frá Schmidt. Alls eru 12 slík sameyki í notkun á flugvöllum landsins í dag og fleiri eru í burðarliðnum. Samsetning sameykjanna, þ.e. vökva- og raf- stýringar og festingar, er hönnuð af okkur, hönnun sem hefur síðan verið notuð og seld til fjölda flug- valla erlendis.“ Hundruð tækja frá ASH Aebi Schmidt t il snjóruðnings og sumar starfa eru í notkun hérlend- is að sögn Friðriks Inga og þau eru einnig þjónustuð af starfsmönn- um Af lvéla. „Við erum einnig með umboð fyrir fjölnotatæki frá Hold er í Þýskalandi, strætisvagna frá Solaris í Póllandi, veghefla frá Veekmas oy frá Finnlandi ásamt f leiri umboðum, þar á meðal snjótennur, plóga og undirtenn- ur frá GMI í Noregi, Kuper-slit- blöð frá Þýskalandi og slitblöð frá Nordic Roads í Noregi. Stór þátt- ur hjá okkur er sala á burstum í vélsópa sem við kaupum aðallega frá Weber- burstaverksmiðjunni í Þýskalandi sem er ein af þeim fremstu í Evrópu. Auk þess erum við með hreinsivélar frá Cleanfix í Sviss, gólfþvottavélar, vélsópa, vatns- og ryksugur til að hreinsa húsnæði að innan sem utan.“ Fyrir þremur árum hófu Aflvél- ar að selja vörur frá Pronar sem er pólskt fyrirtæki og um leið eitt það stærsta í Evrópu í framleiðslu vagna, vinnuvéla og tækja. „Þar má nefna tæki til snjóruðnings á borð við snjótennur, fjölplóga og snjóblásara, tæki til viðhalds vega að sumarlagi eins og sópa og sláttuvélar, mikið úrval af tengi- vögnum og stór vörulína af tækj- um fyrir landbúnað. Framleiðsla tækjanna er öll vottuð samkvæmt 9001-staðlinum og hefur Pron- ar unnið til fjölda verðlauna fyrir framleiðslu sína. Þessum vörum og vélum hefur verið tekið mjög vel hér á landi en við höfum á stuttum tíma selt tugi tækja frá þeim.“ Aflvélar eru með stórt og full- komið verkstæði við höfuðstöðvar sínar að Vesturhrauni 3 í Garðabæ sem getur tekið við öllum stærð- um og gerðum af tækjum. „Þar starfar sérþjálfaður starfsmaður á okkar vegum sem sinnir öllum viðgerðum auk þess að veita við- skiptavinum okkar tæknilega að- stoð.“ Ýmiss konar íhlutir eru líka stór hluti af vöruframboði Afl- véla og má þar helst nefna bursta og slitblöð á snjótennur. „Á sama stað og í eigu sömu fjölskyldu rekum við fyrirtækið Burstagerð- ina ehf., sem hefur verið starfandi óslitið frá árinu 1930. Þar smíð- um við bursta í hvaða stærð sem er eftir máli ásamt burstamottum fyrir anddyri. Við bjóðum auk þess bursta sem ganga í öll vörumerkin á markaðinum, eins og götusópa og f lugvallarsópa. Einnig bjóð- um við upp á slitblöð í snjótennur af öllum stærðum og gerðum auk ýmissa annarra varahluta í vél- arnar okkar sem og önnur vöru- merki.“ Allar nánari upplýsingar má finna á www.aflvelar.is. Úrval vinnuvéla fyrir ýmis tilefni Aflvélar selja bæði snjóruðningstæki og sumartæki frá þýska gæðaframleiðandanum Aebi Schmidt. Hundruð slíkra tækja eru í notkun hér á landi. Fyrirtækið rekur einnig stórt og fullkomið verkstæði við höfuðstöðvar sínar í Garðabæ. Pronar ZMC 2.0 2 rúmmetra dreginn sópur af dráttarvél, hægt að losa uppsóp í vagn eða gám. Til á lager.Sópar á dráttarvélar.Schmidt sambyggðir sópar Hreinsiburstar fyrir illgresi á sláttuorf Krókheysisvagnar Vélavagnar Malarvagnar Sláttuvélar fyrir aflúrtak eða með armi Allar tegundir og stærðir af burstum Handsópar -fyrir sumarið Hraðahindranir Aebi Schmidt-vinnuvélar hafa verið seldar í nær 30 ár á Íslandi sem segir sitt um gæði þeirra segir Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri Aflvéla. MYND/STEFÁN 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 9 -B 4 A C 1 7 D 9 -B 3 7 0 1 7 D 9 -B 2 3 4 1 7 D 9 -B 0 F 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.